Morgunblaðið - 29.12.1989, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBBR 1989
29
Minning:
Bergþóra Jónsdótt-
ir Vestmannaeyjum
Andlát Bergþóru föðursystur
minnar kom ekki á óvart. Hún var
orðin háöldruð og þreytt. Þó hélt
hún uppá 95 ára afmæli sitt með
ættingjum og vinum á heimili sonar
síns þann 10. október síðastliðinn.
Það er mikill sjónarsviptir að
henni í fjöiskyldunni. í augum
margra okkar markar andlát henn-
ar tímamót. Hún er sú síðasta sem
byggði hús sitt og heimili við gömlu
Vestmannabrautina og þar stendur
heimili hennar enn.
Bergþóra var fædd 10. október
1894 í Núpakoti undir Eyjafjöllum,
dóttir hjónanna Jóhönnu Magnús-
dóttur og Jóns Einarssonar, bónda
þar og síðar í Steinum í sömu sveit.
Var fjölskyldan síðar kennd við
þann bæ. Fjölskyldan varð fyrir
þeirri þungu raun, að heimilisfaðir-
inn missti heilsuna af völdum liða-
gigtar, á besta aldri. Varð hann
ófær að vinna hin erfiðu störf sem
fylgdu forsjá heimilis í þá daga.
Það lagðist fljótt á ungar herðar
Beggu að aðstoða móður sína og
rúmliggjandi föður. Af veikum
mætti reyndi faðirinn að vinna
ýmis störf í rúminu, þar á meðal
að binda inn bækur. Þar með var
þessi fátæklega baðstofa orðin
menningasetur sem margir sóttu
heim til fróðleiks og skemmtunar.
Börnin urðu öll sérlega bókelsk,
sem hefur fylgt þeim alla daga.
Ung giftist hún Guðjóni Jónssyni
frá Björnskoti, miklum dugnaðar-
manni. Þau byijuðu búskap í Rim-
húsum, rýru koti, og voru móðir
hennar og yngri bræður í skjóli
þeirra, eftir að faðirinn var látinn.
En fyrirheitna landið beið í hill-
ingum við sjónarrönd, Vestmanna-
eyjar, þangað streymdi unga fólkið
frá yfirfullum sveitum Suðurlands.
Þau fluttu til Eyja 1920 og tóku
strax þátt í útgerð, í félagi við unga
og duglega menn. Ekki var lífið
áfallalaust, börnin urðu tíu og varð
hún að sjá á eftir fjórum þeirra,
ungum og á besta aldri. Mikið
heilsuleysi hijáði hana um miðbik
ævinnar og kom sér oft vel hið
mikla æðruleysi sem einkenndi
hana ásamt góðu og glöðu skapi.
En ' á efri árum, þegar aðstæður
breyttust hófst nýr kafli í lífi henn-
ar. Nú lét hún ekki nægja bóklest-
ur. Hún tók að ferðast um landið
sitt og sjá önnur lönd, eftir því sem
tækifæri buðust. Er Norðmenn, af
höfðingskap sínum, buðu öldruðum
Vestmanneyingum til Bodö, í gos-
inu, fór hún með.
Þrátt fyrir hömlur í tjáningu var
þetta mikil ævintýraferð, því vinátt-
an talar alþjóðlegt mál.
Ég kveð hana með söknuði og
þökk, er hún sofnaði inn í birtu
jólanna.
Jóhanna M. Guðjónsdóttir
I dag verður amma okkar, Berg-
þóra Jónsdóttir, Reykjum, Vest-
mannaeyjum, jarðsungin frá
Landakirkju. Hún lést í Sjúkrahúsi
Vestmannaeyja 20. desember sl.
rúmlega 95 ára að aldri.
Amma í Eyjum fæddist að
Syðra-Bakkakoti undir Austur-
Eyjafjöllum 10. október árið 1894.
Foreldrar hennar voru Jóhanna
Magnúsdóttir og Jón Einarsson. Á
fyrsta aldursári fluttist amma með
foreldrum og systkinum að Steinum
undir Eyjafjöllum. Af átta systkin-
um ömmu komust sjö upp og í dag
eru tveir bræður hennar á lífi, þeir
Minning:
Mona G. Sigurðsson
Fædd 16. mars 1937
Dáin 18. desember 1989
En fyrir handan hafið
þar hillir undir land.
I gullnum geislum vafið
það girðir skýjabarid.
(Valdimar Briem)
Að áliðnu sumri árið 1957 stóð
ung kona á Reykjavíkurflugvelli og'
virti borgina og fjöllin í norðri fyrír
sér í fyrsta sinn. Á handleggnum
bar hún átta mánaða gamlan son.
Allt var henni hér í umhverfinu
framandi á þeirri stundu og hefur
eflaust í huga sér borið það saman
við lygn vötnin og græna skóga á
æskustöðvum sínum í Vestur-Finn-
landi. Þó átti það fyrir henni að
liggja að binda slíku ástfóstri við
hin nýju heimkynni, að aldrei
hvarflaði að henni að flytja til baka.
Mona Gudrun Sigurðsson fædd-
ist á eyjunni Nötö í finnska skeija-
garðinum 16. mars 1937 og ólst
þar upp hjá foreldrum sínum,
Marthá og Fridtjof Andersson. Fað-
ir hennar lést fyrir tæpum 30 árum
en móðir hennar býr á heimili aldr-
aðra í heimabyggð sinni. Systkinin
voru fjögur, tveir eldri bræður og
yngri systir. Eldri bróðirinn Holger
er látinn fyrir nokkrum árum.
Nokkru eftir fermingu hélt Nona
til Stokkhólms og bjó þar um skeið
á heimili móðursystur sinnar. Þar
stundaði hún nám í sænskum trygg-
ingaskóia og vann um skeið hjá
sænsku tryggingarfélagi. Tæplega
tvítug sneri hún aftur til Finnlands.
Æskuheimili sínu ann Mona
mjög og fór þangað oft í sumarleyf-
um sínum. Á uppvaxtarárunum í
stríðshijáðu landi, þar sem barátta
fyrir daglegu brauði var hörð, naut
hún samheldni og dugnaðar fjöl-
skyldu sinnar. Með henni, systkin-
um hennar og móður var afar kært
og tengslin náin þótt langt yrði síðar
milli heimili þeirra.
Mona settist að í Hafnarfirði í
janúar 1958 og átti þar heima nær
óslitið. Með fyrri manni sínum, Sig-
urði Óskarssyni, eignaðist hún tvo
syni, Stefán Sigurð árið 1957 og
Róbert Friðþjóf árið 1960. í uppeldi
drengjanna lagði Mona alla um-
hyggju sína og metnað. Heimili
hennar einkenndist af eðlislægri
reglusemi hennar sjálfrar og
smekkvísi. Lífshamingja hennar var
undirstrikuð þegar synimir stofn-
uðu sín eigin heimili og hún eignað-
ist ástríkar tengdadætur og sá
bamabörnin dafna. Stefán býr
ásamt konu sinni Árnýju Helgadótt-
ur og ungum syni, Daníel Holger,
í Hafnarfirði og starfar á Keflavík-
urflugvelli. Róbert á Akureyri
ásamt konu sinni, KristínU Sveins-
dóttur, og kornungri dóttur, Mörtu
Sigríði. Hann er kennari við
Menntaskólann á Akureyri. Elsta
bamabarnið, Hafsteinn Eyvindur
Stefánsson, dvelst ásamt móður
sinni í Bandaríkjunum.
Árið 1960 stofnaði Mona með
þáverandi eiginmanni sínum ásamt
núverandi aðaleigendum, Sælgætis-
gerðina Mónu. Nokkrum árum síðar
seldi fjölskylda hennar sinn hlut í
fyrirtækinu. Auk húsmóðurstarf-
anna stundaði Mona skrifstofu- og
vérslunarstörf í Hafnarfirði, en hin
síðari ár vann hún á skrifstofu
Rammagerðarinnar í Reykjavík.
Á skammri stundu skipast veður
í lofti. Fyrir örfáum vikum gekk
Mona hress og bjartsýn að störfum
á heimili og vinnustað. En kallið
kom óvænt og enn á ný er hún á
leið til fjarlægra heimkynna. Hún
lést á Borgarspítalanum í Reykjavík
hinn 18. desember sl. eftir skamma
sjúkdómslegu. Aldraðri móður,
systkinum og fjölskyldum þeirra er
vottuð innilegasta samúð.
Samferðamaður
Wélagslíf
IBIj Útivist
Gamla þjóðleiðin til
Reykjavíkur
laugard. 30. des.
Hraunholtslœkur - Grófin.
Gengið að mestu með strönd-
inni. Göngufólki boðið upp á
hressingu að göngu lokinni á
bólvirkinu í Grófinni. Takið þátt
i síðustu dagsferð ársins. Ekkert
þátttökugjald. Brottför kl. 13 frá
BSÍ - bensínsölu.
Fyrsta ferðin á nýja árinu verður
7. jan. Árleg kirkju- og nýársferð:
Breiðabólstaður í Fljótshlíð.
Uppl. á skrist., Grófinni 1, símar
14606 og 23732. Sjáumst.
Útisvist.
+
Eiginmaður minn og faðir okkar,
SIGURÐUR ODDUR SIGURÐSSON
stöðvarstjóri,
Háaleitisbraut 56,
lóst í Landspítalanum 21. desember. Jarðarförin fer fram frá Foss-
vogskirkju fimmtudaginn 4. janúar kl. 13.30.
Herdís Sigurjónsdóttir,
Einar Sigurðsson, íris Sigurðardóttir,
Sólveig Sigurðardóttir, Óttar Sigurðsson.
Einar og Steindór Jónssynir. Einar
er orðinn 97 ára og dvelst á Hrafn-
istu í Hafnarfirði, en Steindór er
81 árs og býr í Kópavogi.
Amma mundi tímana tvenna, hún
hafði lifað tvær heimsstyijaldir,
heimskreppu, Kötlugos og síðast
en ekki síst gosið á Heimaey. En
eins og hún sjálf sagði bjargaðist
þetta allt með góðri samvinnu og
Guðs hjálp. Hún taldi sig líka muna
eftir jarðskjálftanum árið 1896 en
ekki mun það hafa verið nema óljós
skynjun um að eitthvað óvenjulegt
hafi verið á seyði. Ein fyrsta
bernskuminning ömmu var þegar
faðir hennar var fluttur í söðli til
Reykjavíkur, mjög illa farinn af
liðagigt sem hann fékk aldrei nema
litla lækningu við, upp frá því hvíldi
hiti og þungi heimilisins á herðum
langömmu okkar sem sýndi ótrúleg-
an dugnað við að halda barnahópn-
um sínum saman og um hana hafa
verið skrifaðar greinar í blöð og
flutt útvarpserindi.
Amma í Eyjum var mjög fróð-
leiksfús og komst hún oft í bækur
hjá föður sínum en hann starfaði
við bókband. Lítið varð þó úr skóla-
göngu því móðir hennar átti erfitt
með að missa hana frá bústörfun-
um. Hún hafði þó fengið folald í
fermingargjöf sem hún gat selt fyr-
ir 300 kr. og keypti hún annan klár
til heimilisins en afganginn, 200
kr., notaði hún til kvöldskólanáms
hjá Hólmfríði Árnadóttur. Þar lærði
hún meðal annars ensku og dönsku.
Það varð nú aðeins hálfur vetur því
faðir hennar var orðinn mikið veik-
ur og bað hana að koma heim. Hún
tók sér þá far með Botníu til Eyja
og réð sig þar í vist meðan hún beið
í þijár vikur eftir að komast með
mótorbát upp á Sand. Faðir hennar
dó nokkrum mánuðum seinna.
Árið 1918 eða sama ár og Katla
gaus giftist amma afa okkar Guð-
jóni Jónssyni frá Björnskoti undir
Eyjafjöllum, syni hjónanna Jóns
Filippussonar og Guðbjargar Sig-
urðardóttur. Þau byijuðu sinn
búska í Rimhúsum undir Eyjafjöll-
um en fluttust til Vestmannaeyja
árið 1920 þar sem afi gerðist for-
maður á bát er Kópur hét. Ári síðar
keypti hann hlut í Höfrungi og má
geta þess til gamans að þegar gert
var upp eftir fyrstu vertiðina var
hlutur afa 9.999 kr. Upp úr því
byggðu þau íbúðarhúsið Reyki að
Vestmannabraut 54. Timbur var
keypt hjá Sveini í Völundi, sem var
systkinabarn við föður ömmu. Afi
seldi hlut sinn í bátnum til að standa
straum af kostnaði við húsbygging-
una en keypti seinna hlut í bát sem
hét Gullfoss. Afi Iést árið 1967 og
hefur amma búið á Reykjum síðan
eða þar til hún lagðist á Sjúkrahús
Vestmannaeyja.
Amma og afi eignuðust tíu böm
en sjúkdómar og slys hafa höggvið
stórt skarð í Reykjaíjölskylduna.
Þau misstu Þórhall ársgamlan, Lilju
8 ára gamla, Jón Óskar lést úr
berklum og Þorleifur skipstjóri lést
af slysförum, þeir voru uppkomnir.
Þorleifur var kvæntur Rannveigu
Unni Sigþórsdóttur. Eftir lifa sex
af börnum þeirra afa og ömmu. Þau
eru Guðmundur umsjónarmaður,
kvæntur Ásu Gissurardóttur, Jó-
hanna sjúkraliði, gift Victori Hall-
dórssyni, Guðbjöm járnsmiður,
kvæntur Katrínu Valtýsdóttur,
Magnús bifreiðastjóri, kvæntur Ed-
ith Jóhannesdóttur, Þórhallur verk-
stjóri, kvæntur Svölu Ingólfsdóttur
og Haukur bifreiðastjóri, kvæntur
Sigríði Guðmundsdóttur.
Enda þótt amma hafi í gegnum
árin þurft að þola sitt af hveiju,
bæði sjúkdóma sjálfrar sín og sinna
nánustu gat hún litið stolt yfir far-
inn veg.
Alltaf voram við • bamabömin
velkomin til sumardvalar á Reykj-
um og þar dvöldumst við á sumrin
við leik og störf í góðri umsjón afa
og ömmu. Hún naut þess að vera
í samvistum við sína nánustu og
vonandi hefur hún uppskorið eins
og til var sáð.
Amma hafði mjög gaman af að
ferðast og varla leið það sumar sem
hún húsvitjaði ekki undir Eyjafjöll-
in. Um áttrætt fór amma að ferð-
ast utanlands, fyrst til Noregs en
þangað fór hún með eldri borguram
Vestmannaeyja í boði norska Rauða
krossins, norsk-íslensks sambands
og íslendingafélagsins í Ósló. Þetta
var eftir Heimaeyjargosið og dvöld-
ust þau í Bodö í Noregi. Amma
hafði lesið Noregskonungasögumar
á gömlu íslenskunni og hafði hún
mjög gaman af ferð þessari og tal-
aði oft um hve vel var tekið á móti
þeim. Hún hélt líka bréfasambandi
við fjölskylduna sem hún bjó hjá.
Hún ferðaðist líka tvisvar sinnum
til Danmerkur að heimsækja dóttur-
dóttur sína sem þar dvaldist ásamt
fjölskyldu sinni. Minnisstæður er
sá atburður er henti hana í annarri
ferðinni. Hún átti að fljúga til Kaup-
mannahafnar þar sem tekið yrði á
móti henni en svo illa vildi til að
flugfélagið sem hún flaug með fékk
ekki lendingarleyfi í Kaupmanna-
höfn og var flogið með hópinn til
Hamborgar. Þar var ömmu og ungri
sonardóttur komið í lest sem flytja
átti þær til Danmerkur. Það gekk
allt vel nema hvað aðstandendumir
í Danmörku vissu ekkert hvað um
þær varð og héldu heim til Horsens
á Jótlandi til að bíða þeirra þar.
Svo var fylgst með öllum lestarferð-
um og allt í einu birtust þær á braut-
arstöðinni með fríhafnarpokana
sína og ferðatöskur. Þegar við
spurðum ömmu hvernig hún hefði
farið að þessu sagðist hún bara
hafa spurt Tyrkja sem var í lestinni
hvar hún ætti að fara út og það
bjargaðist allt þó tungumálin væra
óskyld. í hitt skiptið sagði hún okk-
ur frá lífshlaupi nágrannans og kom
þá í Ijós að hún gat bjargað sér á
dönskunni sinni og sagði hún hon-
um frá gosinu í Vestmannaeyjum
svo við hin yngri sem áttum fullt í
fangi með að gera okkur skiljanleg
komum alveg af fjöllum hvað hún
var dugleg að bjarga sér. Hún átti
svo gott með að kynnast fólki og
aldrei munum við eftir að hún hafi
mælt styggðaryrði um nokkurn
mann.
Síðustu árin dvaldi amma á
Sjúkrahúsi Vestmannaeyja við góða
umönnun starfsfólks, bama og
tengdabarna.
Við kveðjum elskulega ömmu
okkar með söknuði við æskuminn-
ingar okkar. Hennar lífshlaupi er
nú lokið en við munum ylja okkur
við minninguna um þá ömmu sem
pijónaði handa okkur og fjölskyld-
um okkar lopapeysuí, vettlinga og
sokka og þá ömmu sem annaðist
okkur svo vel í Eyjum.
Blessuð sé minning hennar.
Vigdís, Lilja Dóra,
Bergþóra og Guðjón Þór.
V
M
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINH
FÉLAGSSTARF
Seyðisfjörður
Aðalfundur sjálfstæðisfélagsins Skjaldar á Seyðisfirði verður haldinn
í dag, föstudaginn 29. desember, kl. 20.30 í fólagsheimilinu Herðu-
breið.
Dagskrá:
★ Skýrsla stjórnar og reikningar.
★ Kosning formanns.
★ Stjórnarkjör.
★ Baejarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Seyðisfiröi ræða stöðu bæj-
armála.
★ Framboðsmál vegna komandi bæjarstjórnakosninga.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka með sér nýja félaga.
Stjórnin.