Morgunblaðið - 29.12.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1989
33
lags- og mannfræðingur, Ríkharður
sálfræðingur, Eiríkur sálfræðingur,
Jakob arkitekt og Anna talmeina-
fræðingur. Ríkharður og Anna
starfa í Kanada en Tryggvi, Eiríkur
og Jakob á íslandi. Fósturlaunin til
Islands_ eru því ósmá og tengsli
sterk. í huga hennar takast á öfl
sem hún ein býr yfir.
Hugur einn það veit
er býr hjarta nær
einn er hann sér um sefa.
Áður er hér minnst á áhyggjur
Amalíu er hún yfirgefur átthaga til
þess að eignast nýtt föðurland. Til-
finning sú grípur hana á ný er tímar
líða fram. Þar kemur að hún sem
stendur í sporum skáldsins er þrisv-
ar nam land og þrisvar byggði bæ,
en varð samt að orði þegar hann
hugleiddi liðna ævidaga:
Ég á orðið einhvemveginn
ekkert fóðurland.
Svo saknaðarfull er tilfinning
útflytjandans hvarvetna í heimi fyr-
ir þeim æskuglaða sorglausa stað
sem flestum okkar virðast heima-
hagarnir hafa verið þegar horft er
aftur.
Hún taldi sig knúna til að hverfa
á braut til heimshluta sem líkastur
væri heimaslóð. Dæmi sýna að leið-
in sú er fáum greið. Það heima sem
var er ekki lengur þar, og maðurinn
sem kemur er ekki sá sem fór.
Umhverfið sem Amalía bjó sér á
nýjum stað mun í mörgu hafa minnt
á ísland og veru hennar þar. Má
nefna myndir og bækur.
Er hún vissi ævilok nálgast
mælti hún svo fyrir að hennar hinsti
staður skyldi á íslenskri jörð. Ævi
slíkrar konu er stærri að inntaki
en lýst verði í stuttri og ófullkom-
inni minningargrein. En vinirnir
skynja mikilleik lífsreynslu hennar.
Einlæg virðing og þökk er fram
borin. Börnum hennar, sem mest
hafa misst, er vottuð djúp samúð.
Margrét og Bergur Vigfússon
Amalía Líndal-Webb rithöfundur
fæddist 19. maí 1926 í Cambridge
í Massachusetts-ríki í Bandaríkjun-
um. Foreldrar hennar voru Edward
0. Gourdin hæstaréttardómari og
kona hans Amalía fædd Ponce.
Nám stundaði hún í kvennamennta-
skóla í Boston árin 1939-41, J.E.
Burke School 1942-44 og Boston-
háskóla 1945-49, en þaðan lauk hún
prófi í blaðamennsku. Árið 1949
var því Amalía vel menntuð og rit-
fær ung stúlka, 23 ára gömul með
próf í nýstárlegri grein. Margir
færir vegir blöstu við henni í vax-
andi veldi blaðamennskunnar. En
ekki átti það fyrir henni að liggja
að hasla sér völl á heimaslóðum,
því að þetta sama ár flutti hún til
Islands með manni sínum Baldri
Líndal efnaverkfræðingi.
Fyrstu þtjú árin hér á íslandi
stundaði Ámalía auk húsmóður-
starfa blaðamennsku fyrir hið virta
og útbreidda blað Christian Science
Monitor, en jafnframt þessi ár og
æ síðan ritaði hún fjölda greina í
önnur erlend blöð og tímarit. Þorri
greinanna var um ísland og íslensk
málefni.
Amalía varð smám saman mjög
vel að sér um málefni hins nýja
heimalands síns, íslands, og árið
1965 réðst hún af miklum dugnaði
og framsýni í útgáfu rits um íslensk
málefni á ensku. Tímaritið var fal-
legt og innihaldsríkt ársfjórðungsrit
og kallaðist „65 Degrees North“ —
65 gráður norður — og var Amalía
útgefandi og ritstjóri. Fyrsta blaðið
kom út 1967 og var því haldið úti
5 þtjú ár. Hafði þá brautryðjanda-
starf Amalíu sannfært aðra um
ágæti slikrar útgáfu, svo að fleiri
urðu um hituna.
Ritverk Amalíu'; sem mesta at-
hygli hefur vakið, er bókin „Ripples
from Iceland" — Gárur frá íslandi.
— Hún kom fyrst út hjá W.W.
Norton í New York árið 1962. Hún
var ófáanleg í mörg ár, en var gef-
in út á ný ekki alls fyrir löngu.
Amalía talar þar enga tæpitungu
og lýsir þar landi og þjóð af ein-
lægni, sem hennar var háttur. Frá-
sögn Amalíu mun hafa komið við
kauninn á ýmsum lesendum. Man
ég er Amalía minntist þess kímin
á svip, að Halldór Laxness hefði
ráðlagt sér að vera að heiman þeg-
ar bókin kæmi út.
Mikið vatn er til sjávar runnið
síðan „Gárurnar“ komu fyrst út og
veit ég með vissu, að þær hafa nú
í seinna sinnið vakið hrifningu ungs
fólks er lesið hafa. Svo segir mér
hugur um, að bókin verði um ókom-
in ár talin mikill fengur sagnfræð-
ingum. Hér segir ung og gáfuð
kona, sprottin úr fjölskrúðugum
menntaheimi stórþjóðar, hug sinn
um reynslu sína í litlu landi þar sem
hefðin ríkir, — íslandi um miðja 20.
öld.
Þau Amalía og Baldur Líndal
eignuðust fimm börn. Þau hjón
skildu. Árið 1973 urðu enn mikil
þáttaskil í lífi Amalíu. Hún flutti
þá búferlum með börn sín til Tor-
onto í Kanada og var þá yngsta
barnið, Anna, 10 ára. Það ár flutti
ég ásamt konu og börnum frá Mon-
treal til Toronto og kynntumst við
brátt Amalíu og hennar ágætu
börnum. Dvöldumst við í sömu borg
í sex ár er við hjón fluttum til ís-
lands. Tókustgóð kynni með öllum.
Fyrstu árin í Toronto fékkst
Amalía við blaðamennsku hjá ýms-
um tímaritum og við ritstjórn sér-
rita stórra samtaka. Þá starfaði hún
hjá útgáfufýrirtæki, sem sérhæfir
sig í útgáfu tímarita og kennir þar
margra grasa. Viðfangsefni Amalíu
voru hin margvíslegustu og var það
kappsmál hennar að kynna sér
rækilega ný verkefni, þótt málefnið
hefði ekki talist til hugðarefna
hennar fram að því. Forvitni hennar
og skarpa greind komu vissulega
að gagni, en aðdáunarverð var bar-
áttugleði hennar í frumskógi sam-
keppninnar sem ríkir á ritvöllum
stórborganna. Samskipti við alls
kyns menn lítilla sanda urðu að
smellnum gamansögum í munni
hennar, en á hinn bóginn leyndi sér
ekki ánægjan við að hafa átt erindi
við hugmyndaríkt fólk sem var
hreint og beint í tali og háttum.
í upphafi þessa áratugar réðist
Amalía í útgáfu eigin tímarits
ásamt seinni eiginmanni sínum,
Fred Webb. Meginefni þess voru
aðsendar smásögur, sem valið var
úr, og greinar um smásagnagerð.
Tímaritið kom út í þijú ár. Smá-
sagnagerð kenndi Amalíu um sex
ára skeið við háskólann í Toronto,
en síðustu árin kenndi hún við há-
skólann ' í Guelph, háskólaborg
skammt frá Toronti, en þangað
fluttu þau Fred fyrir nokkrum
árum.
Börn Amalíu sem áður er getið
eru Tryggvi V. Líndal skrifstofu-
maður og rithöfundur, mannfræð-
ingur að mennt; dr. Ríkharður E.
Líndal sálfræðingur; dr. Eiríkur J.
Líndal sálfræðingur, kvæntur
Halldóru Gísladóttur; Jakob E.
Líndal arkitekt, kvæntur Sigríði
Nönnu Sveinsdóttur; og Anna sál-
fræðingur og talkennari. Þau
Ríkharður og Anna eiga heima í
Kanada, en hin systkinin hafa sest
að hér heima á Islandi.
Amalía Líndal Webb lést fyrir
aldur fram á sjúkrahúsi í nóvember-
lok 1989 eftir mikil veikindi síðustu
mánuðina. Hún hafði sem löngum
áður margt á pijónunum og átti
margt ógert. Fijór hugur og atorka
hefðu enn komið mörgu góðu til
leiðar, ef aldur entist. En sár er
harmur eiginmanns og barna. Megi
samúðarkveðjur mínar, míns fólks
og annarra sem þekktu Amalíu
verða þeim nokkur huggun.
Eftirminnilegir eru samfundir við
Amalíu og hin gáfuðu börn hennar.
Mörg voru umræðuefnin, þekking
mikil saman komin og þess notið í
ríkum mæli að láta gamminn geisa.
Stjórnmál, bókmenntir, vísindi,
voru vegin og metin — og svo
umdeildari iðja á borð við stjörnu-
speki. Fræði margs konar voru
rædd, en aldrei gleymdust persónur
leiksins hjá Amalíu. Hjá skáldinu
Amalíu var skapgerð mannanna
ofar fræðunum, sem fletja út við-
brögð einstaklingsins. Sérhver var
sérstæður. Og enginn var þannig
gerður af hendingu, heldur með
óljósum hætti endurskin himneskra
viðburða.
Blessuð sé minning hennar.
Þór Jakobsson
EinarD. Davíðs-
son - Minning’
Fæddur 8. mars 1926
Dáinn 24. desember 1989
Þegar einkavinir manns kveðja
skyndilega og að því að manni sjálf-
um finnst, á besta aldri, þá liggur
við að maður hiki við að viðurkenna
raunveruleikann. Svo óraunveru-
legt getur manni fundist það sem
gerst hefir. Svo fór a.m.k. fyrir mér
þegar vinur minn og svili, Einar
Davíðsson trésmiður á Rauðalæk
6, lést snögglega laust eftir kl. fjög-
ur á aðfangadag jóla. Að vísu var
okkur sem nánast vorum tengd fjöl-
skyldunni, kunnugt um það að hann
var ekki lengur heilsuhraustur og
hafði fyrir nokkru orðið að leita sér
heilsubótar á sjúkrahúsi. En þó
munu hvorki hann sjálfur eða ætt-
ingjar og vinir hafa átt von á svo
snöggum umskiptum.
Með fráfalli hans er þungur
harmur kveðinn, auðvitað fyrst og
fremst að ijölskyldu hans en einnig
að systkinum ásamt öðru vensla-
fólki og vinum.
Einar Davíðsson var fæddur í
Stavangri í Noregi 8. mars 1926.
Voru foreldrar hans Skafti Davíðs-
son trésmiður, ættaður úr
Reykjavík og kona hans Marie, er
var norsk að ætt og uppruna. Hafði
Skafti farið ungur utan og dvalið í
Noregi allmörg ár. í Stavangri
höfðu þau Marie stofnað sitt heim-
ili og þar fæddust öll börn þeirra
fjögur; Ólafur, Dagmar, Einar og
Þórdís. En árið 1934 fluttist fjöl-
skyldan til íslands og hefur hún
búið hér síðan nema eldri systirin,
Dagmar, er síðar fluttist til Noregs
og er nú búsett þar.
Ungur var Einar er hann kom
til íslands með foreldrum sínum.
En eins og flest önnur börn mun
hann fljótt hafa aðlagast nýju lífi
í nýju landi, þar sem árið skiptist
í skólagöngu á vetrum og dvöl á
íslensku sveitaheimili á sumrum,
með þeim störfum, er því fylgdu
fyrir börn og unglinga. En þegar
að því kom að velja framtíðarstarf
þá valdi hann iðngrein, er þjóðin
hafði sýnilega mikla þörf fyrir, og
lærði húsasmíði. Síðar sneri hann
sér einnig að húsgagnasmíði og
gerðist jafnvígur á hvort tveggja,
enda var hann að eðlisfari bæði
verklaginn og vandvirkur svo af
bar. Að námi loknu mun hann í
fyrstu hafa unnið með föður sínum
að ýmsum verkefnum og einnig hjá
öðrum.
En fljótlega stofnaði hann ásamt
félaga sínum fyrirtækið Linditré
sf., sem þeir ráku í félagi nokkuð
á þriðja áratug. Var framleiðsla
þeirra á húsgögnum eftirsótt mjög,
enda til allra hluta vandað af stakri
kostgæfni.
Hinn 15. apríl 1957 kvæntist
Einar eftirlifandi konu sinni Sigríði
Árnadóttur frá Bræðratungu í
Stokkseyrarhreppi. Rúmu ári síðar
kvæntist ég undirritaður systur
hennar og hófst þá fyrir alvöru sá
kunningsskapur, er fljótlega leiddi
til vináttu, er ekki hefir fölskva
borið á síðan. Hafa þau eignast
íjögur börn talin hér í röð eftir
aldri: Magnea kennari við Selja-
skóla í Reykjavík; Hildur læknir,
vinnur í Svíþjóð; Einar, sem nú er
að ljúka framhaldsnámi í vélaverk-
fræði í Danmörku og Sólveig, er
starfar hjá Almenna bókafélaginu.
Verður annað ekki sagt en að
barnalán þeirra hjóna sé mikið,
enda var alltaf jafn ánægjulegt að
koma á heimili þeirra og hitta fjöl-
skylduna.
Fyrir nokkram árum tók Einar
að finna til þess sjúkdóms, er að
líkum hefir átt mestan þátt í hinum
skjótu ævilokum. Um það bil hættu
þeir félagar húsgagnaframleiðsl-
unni, enda heppilegra að skipta um
atvinnu. Gerðist hann þá starfsmað-
ur við dagheimilið Hlíðarbæ, þar
sem hann starfaði þar til yfir lauk.
Enn fremur vann hann um tveggja
ára skeið hlutastarf sem kirkjuvörð-
ur í Laugarneskirkju.
En við þessi umskipti og einkum
starfið í Hlíðarbæ fannst mér ég
finna nýjan þátt í skapgerð hans,
sem ég hafði ekki gert mér fulla
grein fyrir áður. Það var sérstakur
hæfileiki til að hjálpa þeim sjúkling-
um, er þarna nutu aðstoðar, skilja
þá, viðhorf þeirra og vandamál.
Komu þar einna skýrast fram
þeir eiginleikar hans, sem maður
áður þekkti, að vinna hvert verk
svo vel, sem unnt var, hvers eðlis
sem það var. Mun það ekki síður
hafa komið fram í starfi hans fyrir
kirkjuna.
Með Einari Davíðssyni er góður
drengur genginn. Ágætur heimilis-
faðir, léttur í skapi við hvern sem
var og góður vinur vina sinna. í
fáum orðum sagt, maður sem
ánægjulegt var að kynnast og vera
samvistum við.
Ásmundur Sigurðsson
Það var dapurleg frétt sem barst
þegar ég kom heim að aftansöng
loknum er mér var tilkynnt andlát
vinar míns Einars Dagfinns Davíðs-
sonar, en hann varð bráðkvaddur á
heimili sínu rétt áður en jólahelgin
gekk í garð.
Einar fæddist í Stavanger í Nor-
egi 8. mars 1926 og var því aðeins
63 ára er hann lést. Foreldrar hans
voru María Davíðsson og Skafti
Davíðsson sem bæði eru látin.
Einar dvaldist í Stavanger fyrstu
8 ár ævi sinnar en fluttist síðan
með foreldrum sínum til íslands og
ólst upp í foreldrahúsum í friði og
eindrægni sem ríkti á því heimili.
Fljótlega eftir heimkomuna
kynntist hann félögum sínum, Jóni
Þórarinssyni og Einari Sigurvins-
syni, en þeir voru nágrannar hans,
og síðan undirrituðum og Gunnari
Guðjónssyni, en frá okkur og eigin-
konum okkar eru þessi fátæklegu
minningarorð um góðan dreng sem
lést langt um aldur fram.
Unglingsárin liðu áhyggjulaust.
Einar gekk í Iðnskólann og nam
húsasmíði. Ennfremur stundaði
hann framhaldsnám í grein sinni í
Svíþjóð. Á meðan á námi stóð og
eftir það vann Einar á trésmíða-
verkstæði með föður sínum þar til
hann stofnaði eigið fyrirtæki, Lándi-
tré sf., ásamt Reyni Ástþórssyni,
og starfræktu þeir félagar það fyr-
irtæki í mörg ár í sátt og samlyndi
og var viðbrugðið hve góða vöru
þeir létu frá sér fara. Eftir að þeir
hættu rekstri verkstæðisins fór Ein-
ar nokkru síðar að vinna við gæslu
og þjónustu við alsheimer-sjúklinga
og kom þá best í ljós hvern mann
hann hafði að geyma, því undan-
tekningarlaust naut hann virðingar
samstarfsmanna og sjúklinga fyrir
hlýju, vandvirkni og samviskusemi
í starfi. Um tíma vann hann jafn-
framt sem umsjónarmaður og með-
hjálpari við Laugarneskirkju og
vissi ég að hann naut þess að vera
þar og bar virðingu fyrir starfinu.
Á yngri árum iðkaði Einar íþrótt-
ir og var í fremstu röð bringusunds-
manna okkar, en vegna vinnu og
náms erlendis varð hann að hætta
keppni en aðstoðaði við þjálfun því
áhugi fyrir sundinu var mikill.
Eins og áður segir eru þessi orð
sem hér eru rituð til að minnast
yfir 50 ára félagsskapar við vin sem
nú er Iátinn og í því sambandi minn-
umst við feðra sem við félagarnir
áttum saman innanlands einir sér
og síðan sameiginlega með eigin-
konum okkar innanlands og utan.
Skarð er fyrir skildi í spilaklúbbnum
okkar sem er orðinn allgamall. Alls
þessa minnumst við og þökkum
.samfylgdina um leið og við kveðjum
góðan vin.
Einar giftist eftirlifandi konu
sinni, Sigríði Árnadóttur frá
Stokkseyri, mikilli sómakomu, og
ríkti þar gagnkvæm virðing. Þau
eignuðust íjögur börn, Magneu
kennara, Einar sem er að ljúka
verkfræðiprófi, Hildi lækni og Sól-
veigu verslunarmann. Allt er þetta
efnisfólk svo sem þau eiga kyn til.
Eiginkonu, börnum og systkinum
hins látna sendum við og dýpstu
samúðarkveðjur og biðjum Guð að
styrkja þau í sorg þeirra.
Einar H. Hjartarson
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR,
áður Njálsgötu 74,
er andaðist í Hafnarbúðum 18. desember verður jarðsungin frá
kirkju Óháða safnaðarins föstudaginn 29. desember kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á styrktarsjóð kirkju
Óháða safnaðarins.
Guðmundur Guðjónsson, Fanney Sigurðardóttir,
Erna Guðjónsdóttir, Sverrir Guðjónsson,
barnabörn og langömmubörn.
t
HERBERT GEORG JÓNSSON,
Höfðagötu 2,
Stykkishólmi,
verður jarðsunginn í Stykkishólmskirkju laugardaginn 30. desemb-
er kl. 13.30. Þeir sem vilja minnast hans, láti Sjúkrahús Stykkis-
hólms njóta þess.
Sætaferðir verða frá BS( sama dag kl. 8.00 að morgni.
Fyrir hönd vandamanna,
Bergmann Bjarnason.
.