Morgunblaðið - 29.12.1989, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1989
„ AubvitcÁ vil egbjoba- þér ut ab
borbcu. 'A hvorn sicxSinn viLtu -íorrx? '
Með
morgunkaffinu
nokkrum þroska áður en
ég segi honum að þú sért
pabbi hans ...
Höldum vímueftialaus j ól
Til Velvakanda.
Ég sendi öllum mínar blessunar-
kveðjur. Mikil guðsblessun er það
í svartasta skammdeginu að eiga
blessuð jólin og fagnaðarboðskap
frelsarans sem þá kemur svo skýrt
út að jafnvel eldri menn verða
börn í annað sinn, og þá vilja allir
að öllum líði sem best. Og menn
takast í hendur og bjóða hver öðr-
um gleðileg jól. Ljósin í hverri átt
og allt svo fallegt. Ég minnist
gömlu jólanna heima fyrir 70
árum, þegar allir kepptust við að
gleðja aðra og gæta þess að enginn
færi í jólaköttinn, og jólaljósin,
vaxkertin okkar, með eðlilegum
Ijósum, þöktu gamla tréð okkar,
sem frændi smíðaði og málaði og
við gengum í kringum, hring eftir
hring og vorum svo glöð og sung-
um um frelsarann, sem og lofuðum
Drottin sem gaf okkur bestu jóla-
gjöfina sem nokkur mannlegur
hafði áður þegið. Gleðin um jólin
þarf að haldast mikið lengur en
oft vill verða að önnur stefna hefir
þá verið tekið, því miður, og annar
konungur hefir leitt í aðra átt.
Menn fara út að „skemmta sér“,
en hvað er það og hvernig endar
ballið. Það er enginn vafi að víman
í hverri mynd sem er leiðír alltof
marga út á ógæfubrautina og er
hörmulegt til að vita.
Góðir landsmenn. Höldum þessi
jól vímuefnalaus. Ekki eingöngu
þessi jól, en alltaf framvegis, þá
gefum við landinu okkar heilbrigða
menn í hraustum líkama, betri þjóð
og þjóðfélag. Megi guð gefa að svo
verði. Gpð blessi land og þjóð og
gefi öllum góð og gleðileg jól og
farsæld á komandi árum.
Árni Helgason
Víkverji skrifar
HÖGNI HREKKVÍSI
Samkeppnin á tímaritamarkaðn-
um birtist fólki á ýmsa vegu.
Kunningi Víkveija í sveitinni telur
sig hafa verið svikinn í viðskiptum
við eitt blaðið. Maður sem safnar
áskriftum fyrir fréttatímaritið Þjóðlíf
hringdi til að bjóða áskrift. Kunning-
inn hafði í fyrstu ekki áhuga og var
að reyna að losna úr símanum þegar
sölumaðurinn náði athyglinni aftur
með því að segja: Þú ert heppinn!
Þú hefur verið dreginn út! Talað var
um afmælistilboð, 50% afslátt frá
útsöluverði og fleira. Kunninginn
ákvað að slá til og nýta sér þetta
góða boð. Þegar hann hafði fengið
tvö blöð fékk hann gíróseðil með
rukkun um tæpar f imm þúsund krón-
ur. Ekki átti maðurinn von á svo
hárri rukkun, þar sem talað hafði
verið um þijú þúsund og eitthvað í
símanum, en við nánari athugun sá
hann að fimmþúsundkallinn er fyrir
átján mánaða áskrift. Hann bar sig
saman við næstu nágranna sína og
kom þá í ljós að þeir höfðu líka ver-
ið svona „heppnir" og lent í „úrdrætt-
inum“. Minn maður hringdi í Þjóðlíf
án þess að kynna sig og spurði hvað
áskrift að blaðinu kostaði í átján
mánuði og fékk uppgefna nákvæm-
lega sömu fjárhæð og stóð á gíróseðl-
inum hans. Samkvæmt þessu hafði
öll þjóðin verið jafn „heppin“ og hann
og lent íþessum „úrdrætti" sem sölu-
maðurinn sem upphaflega hringdi í
hann vitnaði svo mikið til. Sveitamað-
urinn vill ógjaman láta plata sig og
sagði áskriftinni umsvifalaust upp
enda fannst honum efni þeirra
tveggja blaða sem hann hafði fengið
ekki vera þannig að hann gæti ekki
verið án blaðsins — burtséð frá svik-
unum.
xxx
Sífellt algengara er að heyra ráð-
herra segja: Ég hef ákveðið, ég
hef gert þetta og ég hef gert hitt.
Fyrrverandi ráðherra segir Víkveija
að þetta hafi ekki tíðkast í stjómsýsl-
unni fyrir fáum árum. Þá hafi ráð-
herrar og embættismenn sagt: Ráðu-
neytið hefur gert þetta og hitt. Með
þessu virðast ráðherramir vera að
auglýsa sjálfa sig og eigna sér mál
sem kannski margir hafa unnið að.
xxx
O* skaplega virðist það koma dag-
skrárstjómm sjónvarpsstöðv-
anna mikið á óvart að fyrirtæki vilji
auglýsa hjá þeim fyrir jólin. Tíma-
setning dagskrárliða sem stöðvamar
senda dagblöðum og öðmm til birt-
ingar fór öll úr skorðum marga daga
nú í desember eins og oft áður á
sama tíma. Víkveiji tók eftir því að
eitt kvöldið hófst dagskrárliður á
Stöð 2 hálftíma síðar en auglýst
dagskrá og er hann alls ekki viss
um að það sé versta dæmið í þessu
auglýsingaflóði. Kannski er Víkveiji
illa innrættur, en getur það verið að
annað búi á bak við þetta en skipu-
lagsleysi og fyrirhyggjuleysi? Éra
stöðvamar viljandi að draga fólkið
að skjánum áður en þættimir hefj-
ast? Víkveiji dagsins skorar á þá sem
bera ábyrgð á dagskrá sjónvarps-
stöðvanna að vanda betur áætlanir
um auglýsingar og leiðrétta dag-
skrárkynningar eins oft og þurfa
þykir, þannig að fólk geti betur treyst
dagskránni sem birt er daglega í
blöðunum.
XXX
Ameríski körfuboltinn er uppá-
halds sjónvarpsefni Víkveija
dagsins. Stöð 2 hefur veitt honum
og fleiri þakklátum unnendum úrvals
köi-fubolta góða þjónustu með frá-
bæram þáttum síðdegis á sunnudög-
um undanfama vetur. Lítið hefur
farið fyrir NBA-boltanum í vetur.
Er ekki tími til kominn að halda fram
þar sem frá var horfið í vor?