Morgunblaðið - 29.12.1989, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1989
43
ItiémR
FOLK
■ ÍSLAND og Noregur leika
annan landsleik í handknattleik í
kvöld og hefst hann kl. 19, senni-
lega í íþróttahúsinu Seltjai’nar-
nesi. Reynt verður að fá leikinn
inni í Laugardalshöll, en þar
stendur yfir Reykjavíkurmót í
knattspymu innanhúss.
■ SIGURÐUR Sveinsson er
greinilega vinsælasti handknatt-
leiksmaður íslands. Áhorfendur
vom sannarlega með á nótunum,
þegar kappinn fór inná, en hann lék
aðeins samtals í fjórar mínútur og
var með 100% skotnýtingu — skor-
aði úr víti.
■ KRISTJÁN Arason var einnig
með 100% skotnýtingu, skoraði úr
fjómm skotum og átti að auki fjór-
ar línusendingar, sem gáfu mark.
Hann missti knöttinn einu sinni.
■ JAKOB Sigurðsson var einnig
í 100% klúbbnum, skaut einu sinni
og skoraði.
■ ÞORGILS ÓTTAR Mathiesen
var með 77,77% skotnýtingu, gerði
7 mörk í 9 tilraunum, átti eina línu-
sendingu, en missti knöttinn
tvisvar.
■ HÉÐINN Gilsson var með
71,4% skotnýtingu, gerði fimm
mörk í sjö tilraunum, fiskaði eina
vítakast Islands, en missti boltann
einu sinni.
■ ALFREÐ Gíslason skaut
tvisvar í fyrri hálfleik og skoraði í
bæði skiptin, en eina skot hans eft-
ir hlé missti marks. Hann átti eina
línusendingu, sem gaf mark og
missti boltann einu sinni.
■ VALDIMAR Grímsson gerði
tvö mörk í þremur tilraunum og
missti knöttinn einu sinni.
■ SIGURÐUR Gunnarsson var
með 50% skotnýtingu, gerði þijú
mörk í sex tilraunum. Hann átti
tvær línusendingar, sem gáfu mark.
■ JÚLÍUS Jónasson og Gunnar
Beinteinsson voru lítið með og
sama má segja um Leif Dagfinns-
son, markvörð. Bjarki Sigurðsson
og Konráð Olavson fengu hins
vegar ekki að spreyta sig að þessu
sinni.
■ ÍSRAELSKU dómararnir, Bo-
ker og Zinger, eru fyrstir landa
sinna til að dæma á íslandi. Gerður
hefur verið samningur um að Isra-
elsmenn dæmi á íslandi annað
hvert ár og íslenskir dómarar fari
til israel hitt árið. íslenskt dóm-
arapar fer til ísrael í mai á næsta
ári og dæmir í úrslitakeppni 1.
deildar mótsins.
■ MARK Ward var í gær seldur
til Manchester City frá West Ham.
Um skipti var að ræða; Ian Bishop
og Trevor Morley fóru til West
Ham fyrir miðheij-
Frá ann.
Bob M PAUL Godd-
Hennessy ard ræddi við John
ÍEnglandi Docherty hjá Mill-
wall í gærkvöldi, en Docherty bauð
Derby 800.000 pund í miðheijann,
sem er 30 ára og hefur gert 11
mörk á tímabilinu. Goddard býr í
London og standist hann læknis-
skoðun í dag, stendur ekkert í veg-
inum fyrir félagaskiptum.
Góð
byrjun
íDan-
mörku
„Baráttan var aðal liðsins“
íslendingarsigruðu
bandarískt úrvalslið
í fyrsta leiknum
Morgunblaðið/Einar Falur
Kristjan Arason atti fjórar fallegar línusendmgar, sem gáfu mark. Hér er ein í fæðingu; örskömmu síðar greip
Þorgils Ottar Mathiesen boltann og skoraði af línu sem svo oft í leiknum.
Hafnfirðingamir af-
greiddu Norðmenn
HAFNFIRÐINGARNIRí
íslenska landsliðinu, Kristján
Arason, Þorgils Óttar Mathies-
en og Héðinn Gilsson, voru
mennirnir á bakvið sigur ís-
lendinga á Norðmönnum í
Laugardalshöllinni í gær,
25:22. íslendingar voru yfir all-
an leikinn og sigurinn öruggur
þrátt fyrir að aðeins hafi mun-
að þremur mörkum.
Íslendingar náðu undirtökunum
strax í byrjun og léku mjög vel
framan af fyrri hálfleik. Undir lok
fyrri hálfleiks gáfu þeir þó aðeins
eftir og Norðmenn
Logi Bergmann náðu að minnka
Eiðsson muninn úr sex
skrifar mörkum í tvö. En
íslendingar voru
ekki af baki dottnir og Hafnfirðing-
amir gerðu hvert glæsimarkið á
fætur öðru og tryggðu íslenskan
sigur.
„Við byijuðum vel en gáfum eft-
ir um miðbik leiksins en það er
kannski eðlilegt. Vömin var ekki
góð en batnar vonandi þegar Geir
kemur aftur í liðið,“ sagði Bogdan
Kowalczyk, þjálfari íslenska lands-
liðsins. „Liðið hefur ekki komið
saman síðan í febrúar og það er
mikil vinna framundan," sagði
Bogdan.
Kristján Arason var besti maður
íslenska liðsins í gær. Hann var
sterkur í vöminni, ömggur í sókn-
inni og átti margar glæsilegar send-
ingar. Þorgils Ottar nýtti færi sín
vel á línunni og Héðinn Gilsson stóð
sig vel. Sigurður Gunnarsson
stjórnaði leik liðsins og fórst það
vel úr hendi, gerði falleg mörk og
átti góðar sendingar. Vörn íslenska
liðsins var frekar slök og þarfnast
greinilega samæfingar og mark-
varslan því ekki nógu góð.
„Ég held að þetta hafi verið
nokkuð góður leikur þegar á heild-
ina er litið. Að vísu var vömin ekki
nógu hreyfanleg og menn vom svo-
lítið óömggir en það á eftir að
skána,“ sagði Kristján Arason.
„Norðmenn hafa tekið miklum
framfömm og þeir em með mun
sterkara lið en fyrir nokkrum ámm
og því er ég ánægður með sigur-
inn,“ sagði Kristján.
Islenska landsliðið í körfuknatt-
leik byijaði vel á fjögurra liða
móti í Danmörku sem hófst í gær.
íslendingar sigmðu bandarískt úr-
valslið 98:88 og lék íslenska liðið
mjög vel, einkum Guðjón Skúlason
sem fór á kostum í fyrri hálfleik.
íslendingar vora yfir í leikhléi
56:51 og var það helst að þakka
vaskri framgöngu Guðjóns sem
gerði 20 stig í fyrri hálfleik, þaraf
fjórar þriggja stiga körfur.
íslendingar héldu forskotinu í
síðari hálfleik og sigur þeirra nokk-
uð þraggur.
Á sama tíma sigmðu Eistlend-
ingar Dani, 95:83. íslendingar
mæta Eistlendingum í dag en þeir
era taldir með sterkasta lið mótsins.
Stig íslands: Guðjón Skúlason 28,
Pétur Guðmundsson 26, Guðmund-
ur Bragason 14, ívar Ásgrímsson
11, Sigurður Ingimundarson 8,
Nökkvi Már Jónsson 4, Rúnar Áma-
son 3, Páll Kolbeinsson 2 og Birgir
Mikaelsson 2.
Ísland-Noregur
25 : 22
Laugardalshöllin, vináttulandsleikur í
handknattleik, fimmtudaginn 28. des-
ember 1989.
Gangur leiksins: 1:0, 2:2, 4:2, 7:5,
11:5, 11:9, 12:11, 13:11, 14:12, 17:12,
19:17, 22:17, 23:19, 25:20, 25:22.
ísland: Þorgils Óttar Mathiesen 7,
Héðinn Gilsson 5, Krispán Arason 4,
Sigurður Gunnarsson 3, Alfreð Gisla-
son 2, Valdimar Grímsson 2, Jakob
Sigurðsson 1 og Sigurður Sveinsson
1/1. Júlíus Jónasson, Gunnar Bein-
teinsson, Konráð Olavson og Bjarki
Sigurðsson.
Varin skot: Einar Þorvarðarson 9 (þar
af 5, er knöttur fór aftur til mót-
heija), Leifur Dagfinnsson.
Utan vallar: 4 mínútur.
Noregur: Östein Havang 8, Roger
Kjendalen 4, Ole Gustav Gjekstad 3,
John P. Sando 2, Karl Erik Böhn 2,
Ronald Johnsen 1, Simen Muffetangen
1 og Morten Schönfeldt 1.
Varin skot; Finn Ove Smith 5, Fred-
rik Brubakken 4.
Utan vallar: Ekkert.
Dómanir: David Boker og Avner Zing-
er frá ísrael. Dæmdu ágætlega.
Áliorfendur: Um 2.400.
KNATTSPYRNA / U-18
HANDKNATTLEIKUR / LANDSLEIKUR
KORFUBOLTI
■ BERNARD GaUacher hefur
tekið við fyrirliðastöðunni í Evrópu-
liðinu í Ryder-bikarnum í golfi af
Tony Jacklin. Callacher, sem er
fertugur Skoti, hefur verið aðstoð-
armaður Jacklins undanfarin ár
mun stjórna liði Evrópu eftir tvö
ár er liðið reynir að veija titilinn í
Suður-Karólínu í Bandaríkjun-
um.
lyftingar
Reykjavíkurmót
Reykjavíkurmótið í lyftingum
verður haldið í lyftingahúsi KR
laugardaginn 30. desember og hefst
kl. 14. Skráningerísíma 621437.
Sigurður Sigursteinsson
ÍSLENSKA piltalandsliðið í
knattspyrnu byrjar vel á al-
þjóðlega mótinu í ísrael. Það
tapaði með minnsta mögulega
mun, 1:0, gegn sovéska liðinu
í fyrsta leik, en í gær unnu
strákarnir jafnaldra sína frá
Kýpur2:1.
Að sögn Sveins Sveinssonar,
fararstjóra, sýndu piltamir
ágætis leik við erfiðar aðstæður,
því völlurinn var langt því að vera
góður. „Baráttan var aðal liðsins,"
sagði Sveinn. Kýpur tapaði 4:0
gegn Portúgal í fyrsta leik og æt-
luðu Kýpveijar nú að bæta um bet-
ur. íslendingamir áttu von á mik-
illi mótspyrnu, en hún varð meiri
en þeir höfðu gert ráð fyrir.
Góð mörk
Leikurinn var fjörugur og mikið
um færi, en fyrsta markið kom,
þegar tvær mínútur vom liðnar
fram yfir hálfleikstíma. Ríkharður
Daðason gaf inn fyrir vörn mótheij-
anna á Bjarka Gunnlaugsson, sem
skoraði glæsilega í homið fjær.
Á 56. minútu lauk laglegu upp-
hlaupi piltanna með góðu marki.
Þórhallur Jóhannsson gaf á Bjarka
Pétursson, sem skallaði á Ríkharð
og hann skallaði í netið, 2:0. Strák-
arnir fengu tvö mjög góð tækifæri
skömmu síðar til að auka muninn,
en brást bogalistin og níu mínútum
fyrir Jgikslok minnkuðu Kýpveijar
muninn — einn þeirra skoraði með
skalla eftir hornspyrnu.
Kýpveijar sóttu stíft til loka, en
íslendingum tókst að halda fengn-
um hlut. Ólafur Pétursson varði tvö
nær óveijandi skot meistaralega og
stóð sig vel. Sigurður Sigursteins-
son átti mjög góðan leik og einnig
nefndi Sveinn Þórhall Jóhannsson
og Bjarka Gunnlaugsson.
íslenska liðið mætir, því portú-
galska í dag, svissneska liðinu á
morgun og því pólska á sunnudag,
en 2. janúar verður leikið um sæti.
Urslit í riðli íslendinga:
ísland—Sovétríkin.....................9:1
Kýpur—Portúgal.........................0:4
Sviss—Pólland.........................3:1
Portúgal—Pólland...................... 1:1
Sovétríkin—Sviss.......................3:!
Ísland-Kýpur...........................2:1