Morgunblaðið - 31.12.1989, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 31.12.1989, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1989 B 3 FLUGLEIDIR OFAROGOFAR NÝJUSTU FRÉTTIR FYRIR VIÐSKIPTAVINI • DESEMBER 1989 Bílaleigan heilsar nýju ári með nýjum bílum Bílaleiga Flugleiða hefur ákveðið að kaupa um 130 nýja bíla frá áramótum og þá verður allur flotinn innan við eins árs gamall. Hvort sem ferðinni er heitið til fjalla eða í innkaupa- leiðangur um höfuðborgina fá viðskiptavinirnir fyrirtaksfarkosti á lægsta verði sem býðst. Bílaleiga Flugleiða hefur nú afgreiðslustaði hjá Hótel Loftleiðum, á innanlandsafgreiðslu á Reykjavíkur- flugvelli, í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, hjá Flugleiðum í Vestmannaeyjum og á Höfn í Homafirði. Nýir afgreiðslu- staðir munu bætast við á þessu ári. Þótt sólin hækki á lofti með degi hverjum þykir mörgum nokkuð langt að bíða sumars. Flugleiðir bjóða þeim forskot á sumarsæluna í Florida á sérlega hagstæðum kjömm. Fjögurra manna fjölskylda sem flýgur með Flugleiðum og býr saman í fjölskylduherbergi á Floridian hótelinu í Orlando greiðir aðeins 32.800 krónur fyrir manninn.* Á Florida er allt innan seilingar, Disney World, Bush dýragarðurinn, geimferðastofnunin á Kennedyhöfða, frábærir veitingastaðir, stórverslanir og strendur. Og auðvitað sumarveður sem bægir burt skammdegisdmngan-- um. Það býður varla nokkur betur. * Verð miðast við tvo fullorðna og tvö böm yngri en tólf ára. Útflutningur með flugi helmingi meiri en í fyrra r Aárinu fluttu Flugleiðir út hér um bil helmingi meiri frakt en árið 1988. Fiskútflutningur jókst mest. Með því að nota frakt- þjónustu Flugleiða geta útflytjendur boðið glænýjan íslenskan fisk á mörkuðum víðsvegar um Evrópu og í Bandaríkjunum. Til að mæta þessari gífuriegu aukningu í eftirspurn settu Flugleiðir upp sérstaka frakt- áætlun til New York, Billund í Danmörku, London og Ostende í Belgíu. Þangað er flogið reglulega, einu sinni til tvisvar í viku, með 15-38 lestir í ferð. Vitaskuld flytur félagið að auki frakt í öllum áætlunarferðum til um.13 viðkomustaða erlendis. Flugleiðir eru að undirbúa nýjungar í þjónustu fyrir innan- landsfrakt. Fyrsta skrefið var að opna nýjan afgreiðslustað í frakt- miðstöð félagsins að Bíldshöfða 20. Að auki er fraktmóttaka fyrir innanlandsflug á Reykjavíkurflugvelli. Meira en 700 þúsund blöð og tímarit á hverju ári Farþega í millilandaflugi þyrstir oft í nýjar fréttir að heiman og frá þeim stöðum sem þeir ætla að heimsækja. Til að fullnægja þessari fréttaþörf lána Flugleiðir farþegum meira en 700 þúsund eintök af dagblöðum og tíma- ritum á hverju ári. Að auki fá allir farþegar í millilandaflugi eintak af ílugblaðinu Atlantica og farþegar í innanlandsflugi fá Við sem fljúgum. Við erum að taka í notkun nýja blaðavagna sem eru handhægari og ættu að gera blaðadreifinguna auðveldari. Um borð í millilandaflugvélunum eru öll íslensku dagblöðin, tímarit og einnig fjöldi erlendra dagblaða og tímarita. Flugleiðir leggja líka kapp á að hafa ný íslensk dagblöð í Saga Class setustofunum erlendis. Skammdegisbót í ódýrum helgarpökkum Vaxandi ráðstefnuþjónusta á Hótel Loftleiðum Gleðilegt flugsælt ár! Hötel Loftleiðir býður viðskiptavinum ráðstefnu- þjónustu hótelsins sérstak- iega hagstæð kjör á gerð skýringa- mynda, litskyggna, litaglæra og litmynda. Myndirnar eru unnar af Teikniþjónustunni sf, sem hefur gert samning um þessa vinnu við hótelið og býður ráðstefnugestum þess 15% afslátt. Við myndvinnsluna er beitt fullkomnum tölvubúnaði sem gerir línurit, súlurit, kökurit og texta- myndir og getur auk þess tekið við myndum úr fjölda forrita af tölvum viðskiptavina. Hótel Loftleiðir býður upp á mesta og fjölbreyttasta úrval fundasala á íslandi. Þar eru 14 vel búnir fundasalir sem henta fyrir allt frá nefndafundum til fjölmennra alþjóðaráðstefna. Öll veitingasala hótelsins hefur verið endur- skipulögð í nýjum og glæsilegum salarkynnum á fyrstu hæð. Endurnýjun hótelsins lýkur ekki þar því á næstu vikum verða nýjar og glæsilegar innréttingar settar í 110 herbergi hótelsins. Hótel Loftleiðir heilsar því viðskiptavinum sínum á nýju ári með nýium svip. Næstu tvo mánuði bjóða Flugleiðir sannkallaða skammdegisbót í helgar- pökkum til fimm borga Evrópu. Þú velur þá borg sem þú kannt best við eða kannar nýjar slóðir. Flug og gisting í þrjár nætur á góðu hóteli kostar frá 23.290 krónum fyrir manninn. Hvort það er leikhúsið, skemmtistaðimir, verslanimar eða bara fjarlægðin sem togar í þig, þá geturðu valið um helgarpakka Flugleiða til eftirfarandi borga: London (kr. 23.830), Lúxemborg (kr. 23.850), Stokkhólmur (kr. 27.440), Glasgow (kr. 23.290), Frankfurt (kr. 24.100). Flogið er út á fimmtudögum, föstudögum og laugardögum og aftur heim á sunnudögum, mánudögum og þriðjudögum. Þú kemur heim hvíld(ur) og endumærð(ur) úr skammdegisupplyftingu með Flugleiðum. AUK/SlA k110d98-450

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.