Morgunblaðið - 31.12.1989, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 31.12.1989, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐH) SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1989 B 25 nar um árið 1990 ? Vogin 23. september til 22. október Vogarfólkið er yfirleitt blítt og þýtt, hlýlegt í viðmóti og hefur jákvæðara lífsviðhorf en flest önnur merki - með sínum undantekn- ingum að vísu. Vogin er heilsteypt merki, áhugamál fólks í því af öllum mögulegum toga en meirihlutinn á það sameiginlegt að það langar til að öðrum geðjist að því. Vegna þess að vogin er sjálf ljúf í lund kemur henni óþyrmilega á óvart neikvæð afstaða annarra og allur gróf leiki hvort sem er í framkomu fólks eða öðru. Vogin er seinþreytt til vandræða en reiðist illa. Henni er margt betur gef ið en vera snögg að taka ákvarðanir, sveif last þar nokkuð. Vogin er gædd skarpri ályktunarhæfni og hún gæti nýtt hana betur en hún gerir, einmitt undir þeim kringumstæðum þegar vefst fyrir henni að finna réttu niðurstöðuna. Árið nýja verður mikilvægt í lífi vogarinnar, einkum seinni hluti þess. Margir eftirminnilegir atburðir munu gerast, einkum hjá þeim sem eru komnir af barnsaldri. Breytingar í sambandi við nám og starf eru þar efstar á blaði eftir því sem segir í stjömunum. Vogin verður að gera ráð fyrir að axla aukna ábyrgð í kjölfarið og þar sem hún er að eðlisfari samviskusöm ætti það ekki að vefjast fyrir henni. Margar vogir eru í þann veginn að taka á sig skuldbindingar í einkalífi; ógiftar vogir ganga margar í hjónabönd og/eða stofnað er til varanlegra kynna. Svo virðist sem einhver ókyrrð sé á heimavígstöðvum þar sem voginni finnst tekið fram fyrir hendum- ar á sér. Ástæðan kynni að vera sú að vogin hefur verið svo lengi að ákveða sig að einhverjum fjölskyldumeðlima hefur þótt nóg um. Þó svo að vogin sé væn og góð er víðs fjarri að hún láti ráðsk- ast með sig. Þvert á móti getur hún átt til stífni sem kemur ýmsum á óvart sem þekkja hana aðeins sem blíðlynda og hugljúfa. Hún stendur fast á sínu þegar hún hefur ákveðið hvað það er og rök- fimi bregst henni ekki þegar svo stendur á. Ýmsar vogir era að ljúka viðburðaríku ári sem þær búa lengi að. Margar þeirra þurfa tíma til að melta þau áhrif með sér fram eftir nýja árinu. Nokkrir íslenskir rithöfundar í vogarmerki: Ólafur Jóh. Sigurðs- son, Steinn Steinarr, Sigríður frá Munaðarnesi, Svava Jakobs- dóttir, Stephan G. Stephansson, Guðbergur Bergsson, Guðmundur Daníelsson. Steingeitin 22. desember tii 19. janúar Steingeitin hefur upplifað svo miklar breytingar á gamla árinu og aðskiljanlegar sviptingar að spurningin er hvort hún hefur ekki fulla þörf fyrir að blása mæðinni ögn. Samkvæmt því sem stjöm- urnar segja mun líka hægjast nokkuð um á fyrra helmingi ársins og steingeitin getur þá sinnt fjölskyldu sinni betur og styrkt tengsl við vini sína sem hún mun þurfa mjög á að halda þegar kemur fram á vorið. Svo virðist sem steingeitin þurfi að taka meiriháttar ákvörðun á árinu og það getur síðan brugðið til beggja vona hvernig eða hvort það skilar þeim árangri að ekki sé nú minnst á ánægjuna sem steingeitin vonaðist eftir. Steingeitin er seig og gædd miklum dugnaði. Hún kemst og oft framúr öðram þó hún fari ekki alltaf geyst. Aðrar steingeitur era ákafameiri en þeim hættir til að ganga fram af sjálfri sér og öðr- um. Steingeitin hefur fíngert taugakerfi og viðkvæma lund þó hún virki oft hranaleg og hispurslaus. Margar steingeitur hafa hvassa og bragðmikla kímnigáfu sem gerir þær vinsæl samkvæmisljón. Margt bendir til að steingeitin þurfi á árinu að ijúfa tengsl við fortíð sem henni þykir eftirsjá að. Þegar fram líða stundir mun hún líklega átta sig á að það verður öllum fyrir bestu. Skapandi steingeitur ná miklum og góðum árangri á nýju ári og era yfirleitt í piýðis góðu formi til allrar tjáningar. Peningamál gætu snögg- breyst til hins betra þegar kemur fram á sumar. Þá er samt nauð- synlegt að sýna aðgát og flana ekki að neinu. íslenskir rithöfundar í steingeitarmerki: Bjami Thorarensen, Vatnsenda Rósa, Vilhjálmur frá Skáholti, Guðrún Lárasdóttir, Matthías Johannessen, Tómas Guðmundsson Sporðdrekinn 23. október tii 21. nóvember Sporðdrekinn er kynþokkafyllsta merkið í stjömuhringnum, hann er öfgafullur, slóttugur, kaldur á ytra borði og nýtur sjaldn- ast sannmælis - nema meðal annarra sporðdreka. En sporðdrek- inn hefur marga eiginleika sem öðrum merkjum þykja eftirsóknar- verð og hann hefur yfir sér einhvers konar dulúð sem mörgum finnst spennandi og gerir hann enn leyndardómsfyllri. Sporðdrek- inn er vinafár og það er hans eigið val því hann sér engan sjarma við það að koma sér upp vinahóp. Hinir fáu vinir hans geta treyst honum fullkomlega. Sporðdrekinn er ofurviðkvæmur og þykir'óbærilegt að aðrir finni það svo hann temur sér að halda fólki í hæfilegri fjarlægð - með þægilegu en ópersónulegu viðmóti. Sporðdrekinn er mikill vinnuþjarkur og ímyndunarafl hans er auðugt og hann hefur dijúga skipulagsgáfu. Þetta nýtist honum vel í starfi en sem yfirmaður má hann gæta sín að hrinda ekki fólki frá sér af því hann er smeykur um að gefa af sjálfum sér. Sporðdrekar mýkjast þó nokkuð með aldrinum. Á nýju ári skyldi sporðdreki ekki dvelja við liðna tíð um of. Margt nýtt og spennandi kemur uppá. Það getur gefið honum mikla ánægju að takast á við nýtt verkefni og hann þarf ekki að velkjast í vafa um að hann getur ráðið vel við það. Sumt kemur meira að segja sporðdreka á óvart. Kyndug af- staða innan fjölskyldu gæti bakað honum óþægindi og óþarfa fyrir- höfn. Með lagni virðist mega leysa málið þó það sýnist flókið í fyrstu. Allt hnígur í þá átt að rík sköpunarþörf og sköpunargáfa sporðdrekans blómstri á árinu, en nokkur sjálfsgagnrýni við verk- efni sem honum er falið myndi ekki skaða. Sporðdrekar era miklir höfðingjar og gæta ekki alltaf hófs í eyðslu. Margt sýnist benda til að þeir komi betra lagi á þau atriði á árinu. Rómantíkin verður í því jafnvægi sem hægt er að búast við af sporðdreka. Rithöfundar í sporðdrekamerki: Einar Benediktsson, Jónas Hall- grímsson, Sigurður frá Holti, Jón Sveinsson (Nonni), Kristmann Guðmundsson, Oddur Bjömsson, Vésteinn Lúðvíksson, Matthías Jochumsson. Vatnsberinn 20. janúar til 19. febrúar Vatnsberanum gefst kostur á að fara í langt ferðalag snemma á nýja árinu og geti hann nýtt sér það mun það bjóða uppá alls- kyns lífsreynslu og nýstárlega viðburði sem vatnsberinn er svo sólginn í. Nýr vinskapur sem reynist endingargóður gæti orðið uppskeran. Vatnsberinn er sjálfstæðastur allra stjömumerkjanna og honum er nauðsyn að fá að hafa sjálfan sig í friði. Hann hefur vingjam- legt fas en menn skyldu ekki láta það blekkja sig og halda að þeir hafi öðiast vináttu hans. Vatnsberinn er bestur vina en hann er bæði vandfýsinn og mjög seintekinn. Vatnsberinn er ekki aðeins sjálfstæður í hugsun, honum er nauðsyn að _ ráða sér sjálfur og þolir illa að honum sé sýndur yfirgangur. Á hinn bóginn telur hann oft fyrir neðan virðingu sína að karpa við fólk. Hann tekur hatt sinn og gengur af vettvangi ef honum finnst sér misboðið eða er ofboðið - og hann kemur ekki aftur. Mörgum finnst vatnsberinn erfiður í samvinnu og segja að hann sé þijóskur og einsýnn. Vatnsbera er lagið að túlka slíkar yfirlýs- ingar sér í hag og telur sig fastan fyrir og einarðan í afstöðu sinni. Vatnsberar eru framsýnir og sagt er að þeir hugsi núna það sem aðrir hugsa eftir áratug. Þeir era ekki sagðir rómantískir en það er fjarri sanni. Þeir eiga til rómantík og geta verið afar tilfinn- ingaríkir en flíka hvorugu nema í návist þeirra sem þeir treysta til fuilnustu. _ Vonbrigði era óhjákvæmileg og vatnsberinn er betur undir það búinn en margir að taka þeim, einkum af því honum kemur sjald- an neitt algcrlega á óvart. Slæmar fréttir á vordögum gætu dreg- ið úr honum kjark í bili en hann hefur sig upp úr því. Vatnsberi finnur meiri ánægju í starfi sínu þetta ár en oft áður og gengur þar af leiðandi margt í haginn. Einhveijir vatnsberar sem eru að íhuga breytingu á því sviði ættu að gera alvöru úr því. Einkamál- in era dálítið ruglingsleg framan af en skýrast eftir fyrsta árs- fjórðung eða svo. Nokkrir íslenskir rithöfundar í vatnsberamerki: Davíð Stefáns- son, Elín Pálmadóttir, Oddný Guðmundsdóttir, Páll J. Árdal, Ár- mann Kr. Einarsson, Jón úr Vör og Jón Thoroddsen yngri. Bogmaðurinn 22. nóvember til 21. desember Ny viðhorf, nýjar áherslur, nýtt gildismat hjá bogmanni á nýju ári. Hvorki meira né minna. Samt sem áður ætti bogmaður að fara svona sæmilega hægt í sakirnar. Það bendir samt margt til þess að uppstokkunin geti leitt til betri afkomu og jákvæðari straumar sem leika um merkið gera lífið allt töluvert bjartara en ýmiss konar strit liðins árs, sem endaði þó vel hjá flestum bog- mönnum. Bogmaðurinn hefur nautn af því að vera í sviðsljósinu og það verður hann án efa á þessu næsta ári. Hann er eftirsóttur, leggur margt viturlegt til mála og nær trausti og vináttu fólks sem hefur ekki verið alveg visst um hvar það hefði hann. Þó stjömumar gefi vísbendingu um skemmtilegt og ábatasamt ár er ekki alveg víst að bogmaðurinn kunni að notfæra sér hin ýmsu tækifæri sem eru innan seilingar. Því ræður hlédrægni hans sem fæstir taka alvarlega. Öllum finnst að þetta glaðbeitta og hressa fólk geti ekki verið feimið eða í vandræðum með sig. En auðvitað er málið sjaldnast svo einfalt. Bogmaðurinn hefur hins vegar tamið sér öragga framkomu og þannig stíl að það er kannski ekki von að allir átti sig á honum. Sagt hefur verið að bogmaðurinn sé næst á eftir vatnsbera það merki sem þarfnast þess mest að vera sjálfstæður og fara eigin leiðir. Hann er þó samvinnuþýður ef rétt er að honum farið og sveigjanlegri og opnari persónuleiki en vatnsberi. Bogmaðurinn er afskaplega fróðleiksþyrstur og vill vita margt um sem flest. Hann er vandlátur á félagsskap en dyggur sínu fólki. íslenskir rithöfundar í bogmannsmerki: Öm Amarson, Einar Ól. Sveinsson, Hannes Pétursson, Hannes Hafstein, Einar Kára- son, Kristján Þórður Hrafnsson. Fiskarnir 19. febrúar til 20. mars Fiskarnir eru annað tveggja merkja stjörnuhringsins sem er tvískipt og gegnir að mörgu leyti sama máli með þá og tvíbura að ólíkari einstaklingar eru innan þess en hinna tíu. Fiskurinn er þó almennt mikil tilfinningavera og hefur oft verið nefndur í sömu an'drá og krabbinn hvað það snertir. En fiskurinn er oft mikill baráttumaður, orðhákur og hikar ekki við að fara inn á nýjar braut- ir - stundum er kappið þó meira en forsjáin. Árið sem er að líða hefur vitanlega verið upp og ofan en ýmis- legt situr eftir sem fiskamir eiga bágt með að sætta sig við. Þeim finnst þeir ekki metnir að verðleikum og skella skuldinni á aðra, eins og mörgum er eiginlegt til að afbera mótlætið. En fiskamir era eindregið hvattir til að l(ta í eigin barm. Þó það geti verið dálítið ónotalegt. En stjömurnar spá því að margir fiskar verði með ýmis umsvif á nýju ári og er þá bæði átt við hið félagslega svið og hið fjár- hagslega. Þeir eru áfjáðir í að brydda upp á nýjungum en skortir suma úthald til að góðar hugmyndir verði að.veraleika. Fiskarnir sem era nær vatnsberamerki annars vegar og hrútsmerki hins vegar eru þó ívið skeleggari og kappsamari en þeir sem eru um miðbikið. Margir telja fiska veikgeðja en slík alhæfing er auðvitað út í hött enda hafa margir fiskar sýnt og sannað allt annað. Breytingar í starfi gætu orðið til góðs og virðist oft fylgja fjárhagslegur ávinn- ingur. Fiskar sem hafa tekið á sig miklar peningalegar skuld- bindingar mega hafa sig alla við en munu sjálfsagt spjara sig. Svo virðist sem seinni hluti ársins verði skemmtilegri og gæti dreg- ið til óvæntra tíðinda þegar minnst vonum varir. Fiskamir ættu ekki að hika við að grípa gæsina þegar hún gefst. Einhver vand- ræði hafa verið innan fjölskyldu fisksins trúlega sakir veikinda ogværi öllum sem í hlut eiga best að sýna umburðarlyndi og styrk. íslenskir rithöfundar í fiskamerki: Páll Ólafsson, Jón Dan, Hann- es Sigfússon, Þorsteinn frá Hamri, Pétur Gunnarsson, Sigurður Breiðfjörð, Þórbergur Þórðarson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.