Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 32
32 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1989 Þetta er vafningsviður ... HOGNI HREKKVISI 7-/« y/MA 03OPA þáfí. SOPA?‘* Á FÖRIMUM VEGI Slys verða engu að síður kl. 7.30 til 9 á morgnana Köttur í óskilum essi högni hefur verið í óskil- um að Víðigrund í fjórar vik- ur. Hann er gulur með hvíta bringu og er mjög gæfur. Upplýsingar í síma 42599. Ævisögur skara framúr að var handagangur í öskjunni síðustu dagana fyrir jól því þá byijuðu bækurnar fyrst að seijast. Menn voru órðnir áhyggjufullir um að þessi jólavertíð myndi bregðast vegna þess hve hreyfingin var lítil framanaf og eins skilst mér að sjaldan eða aldrei hafi komið út eins margar bækur og fyrir þessi jól. En þarna voru margar góðar bækur innanum og sennilega minna um lélegar bækur en oft áður. Það tíðkast núorðið að tala illa um ævisögur og gera lítið úr bók- menntalegu gildi þeirra fyrirfram. Það er auðvitað rétt að ævisögufor- mið er dálítið misnotað, þ.e.a.s. sumar ævisögur sem komið hafa út undanfarin ár eru þannig að greinilegt er að ekki hefur verið lögð nægilega mikil vinna í þær. En sé vel að verkinu staðið stendur ævisagan ávalt fyrir sínu. Sé litið aftur um nokkra áratugi eru það einmitt ævisögurnar sem skara framúr og hafa þær sumar hveijar síst minna bókmenntalegt gildi en skáldsögur. Jóhannes HÉR verður vel mannað um áramótin en þá eru brunaslys algengust. Meðhöndlun þeirra er vandasöm og tímafrek. Sjúkling- arnir þurfa mikinn stuðning og uppörvun," sögðu Jórunn Sigur- jónsdóttir, deildarstjóri á slysa- og sjúkravakt Borgarspítalans, og Sigrún Sigmarsdóttir, hjúkr- unarfræðingur, er blaðamenn litu við hjá þeim í vikunni. Á slysa- og sjúkradeildinni vinna um eitthundrað manns, ritarar, starfsstúlkur, sjúkraliðar, hjúkruna- rfræðingar og læknar. Þar af eru um 30 hjúkrunarfræðingar. Þar er lítil skurðstofa, gipsherbergi, tvær svonefndar sárastofur, fimm skoð- unarherbergi, tvær litlar stofur fyrir sjúkravakt og eitt svonefnt bráða- herbergi. Þar er gert að sárum veik- asta og slasaðasta fólksins. „Okkur finnst sem það hafi verið rólegra hér í haust og vetur en áð- ur,“ sögðu Jórunn og Sigrún. „Við kunnum enga skýringu á því en kannski er það vegna minni þenslu í þjóðfélaginu. Svonefnd heimaslys eru færri en í fyrra. Tíðin hefur verið mun betri í vetur og kemur það fram í mun minni gipsnotkun en t.a.m. í fyrra. Það er áberandi hvað við höfum þurft að panta lítið af gipsi fyrir lagerinn í vetur,“ bættu þær við. Aðspurðar sögðu þær Jórunn og Sigrún að slys yrðu engu að síður á morgnana, frá 7.30 til 9. „Þá verða oft mjög alvarleg slys í umferðinni. Okkur virðist sem hjartatilfellum fjölgi í desember, einkum um jól og áramót þar sem þá er mikið álag á Hjúkrunarfræðingarnir Pálína Ásgeirsdóttir (t.v.) og Sigrún Óskars- dóttir huga að sárum á slysadeild Borgarspítaians. Yíkveni skrifar Hvað boðar nýárs blessuð sól“? Þegar Víkveiji gamlaársdagsins veltir þessari klassísku áramóta- spumingu fyrir sér koma fyrst í hug- ann sveitarstjómarkosningar, sem fram eiga að fara 26. dag maímánað- ar 1990. í úrslitum þeirra, hver sem þau verða, liggur svarið við spuming- unni - að minnsta kosti að hluta til. Fái ríkisstjómarflokkamir skell í þeim kosningum - skell sem um munar - fylgja þingkosningar trú- lega í kjölfarið. Þá verður hið nýja ár mikið uppgjörsár almennings við stjómvöld í landinu, tvennra kosninga ár, sem haft getur mótandi og von- andi heilladijúg áhrif á framvinduna í þjóðarbúskapnum og samfélaginu. Hér verður ekki gerð tilraun til að spá í hið ókomna að þessu leyti. Ymislegt má þó sjálfsagt ráða af viðblasandi staðreyndum ársins sem er að kveðja. Og það þarf ekki mikla framsýni til að leiða líkur að því að vinstri stjómir geti fallið vestan jám- tjalds sem austan. xxx Hver kynslóð skrifar eigin kapít- ula í mannkynssöguna. Rit- föngin eru þekking, hugvit og breytni, sem hún hefur tileinkað sér. Kapítular kynslóðanna kunna að sýnast mismerkir, eftir á skoðaðir. Hvert ár sem við lifum er þó mið- punktur tilverunnar meðan það varir. Og hluti samfelldrar framvindu, þeg- ar grannt er gáð. Það getur reynzt erfitt að ráða í rúnir hins liðna, eygja samhengi sög- unnar, ekkert síður en að rýna í framtíðina. Þetta á ekki sízt við um þá sögu sem skráð er fremur til að styðja einhveija kenningu, til dæmis marxisma, en að þjóna sannleikan- um. Þessvegna verður sagnfræði gærdagsins stundum að hégilju í dagsbrún komandi tíma. Trúlega stenzt marxísk söguritun A-Evrópuþjóða síðustu áratugi, svo dæmi sé tekið, ekki gagnrýna endur- skoðun - eða ljós veruleikans. Merg- urinn málsins er að hyggja að reglu Ara fróða, það er að fara ofan í sauma á því sem kann að vera of- sagt eða vansagt - og hafa það heldur sem sannara reynist. XXX Yíverkji hyggur að árið sem er að kveðja marki tímamót í sög- unni, einkum í sögu A-Evrópu. Það er að vísu alltof snemmt að slá því föstu, hver framvindan verður austur þar. Það getur enn slegið í baksegl á siglingu þessara hijáðu þjóða til almennra þegnréttinda, lýðræðis og þingræðis. Þær hafa og mjög mis- munandi sögulegt bakland að þessu leyti, það er misfijóan jarðveg fyrir lýðræðið að festa rætur í. Vonandi gengur þeim þó allt í haginn og þær eiga að geta gengið að stuðningi vestrænna velferðarríkja vísum við uppbyggingarstarf. Það þjóðfélagskerfi, sem fyrir var, er hrunið. Gjaldþrot sósíalismans blasir hvarvetna við um þessi áramót - að vísu með misalvarlegum hætti. Og til þess eru vítin að varast þau. Framtíðin ein sker hinsvegar úr um það, hvem veg mál þróast og hve langan tíma tekur að bæta fyrir þau mistök sem vóru og eru innbyggð í marx-lenínismann. xxx Mergurinn málsins hér heimafyrir er, að dómi Víkveija, að búa atvinnuvegunum rekstrarlegt um- hverfi til að skila hagnaði, vaxa og dafna, eða með öðrum orðum til að tryggja atvinnuöryggi, auka þjóðar- tekjur og bæta lífskjörin í landinu. Það þarf og að skjóta fleiri stoðum undir atvinnu og afkomu lands- manna, m.a. með orkufrekum iðn- aði. Samhliða þarf að bæta og tryggja markaðsstöðu framleiðslu okkar, ekki sízt í Evrópu. Afkoma okkar og efnahagslegt sjálfstæði byggist á traustum atvinnuvegum og viðskiptakjörum við umheiminn. Ef við kunnum fótum okkar forráð að þessu leyti skráum við góðan kapítula i íslandssöguna á komandi árum og verðum okkar eigin gæfu smiðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.