Morgunblaðið - 05.01.1990, Side 16

Morgunblaðið - 05.01.1990, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1990 Veldur okkur von- brigðum - segir Hörður Ein- arsson stjórnarfor- maður Arnarflugs „OF snemmt er að segja til um það. Það fer meðal annars eftir uppgjöri við ríkið,“ segir Hörður Einarsson hrl., stjómarformaður Arnarflugs hf., þegar hann var spurður um áhrif þess á framtíð félagsins að ríkið seldi Atlanta hf. þotuna sem ríkið leysti til sín frá Amarfiugi fyrir tæpu ári en Arn- arflug hefur reynt að fá vélina keypta. Forráðamenn Amarflugs hafa vonast eftir verulegum söluhagnaði af vélinni sem átti að vera liður í því að rétta fjárhag þess af. Aðspurður um niðurstöðu sölunnar með tilliti til þessa, segist Hörður telja að vélin væri seld fyrir full lágt verð. Hann kveðst þó vona að þetta ríði félaginu ekki að fullu og baráttunni yrði hald- ið áfram. „En það veldur okkur von- brigðum að vélin skyldi vera seld svona, þar sem við teljum að fyrir hafi legið hagstæðari kostur, okkar tilboð," segir Hörður. Kristinn Sigtryggsson, fram- kvæmdastjóri Arnarflugs, telur að markaðsverð þotunnar sé nær 8 milljónum dollara en þeim 7,1 milljón sem hún var seld á til Atlanta hf. „Við vorum búnir að gera ráðuneyt- inu tilboð sem er að mínu mati miklu betra en það sem ráðuneytið gekk að og hefði leyst málið betur. I því fellst hagstætt samkomulag sem við vorum langt komnir með að ná við hollenska flugfélagið KLM um nýt- ingu þotunnar í þeirra þágu. Ekki var búið að reyna á samninga við okkur á þessum grundvelli," segir Kristinn. Kristinn og Hörður vildu ekki tjá sig um uppgjör á því sem eftir stend- ur af skuld Amarflugs við ríkið, sem fjármálaráðherra segir að sé yfir 100 milljónir kr. Hörður segir þó að þessi upphæð sé hærri en þeir hafi átt von á. Morgunblaðið/RAX Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra og Arngrímur Jóhannsson forsvarsmaður Atlanta hf. skipast á undirrituðum samningi um þot- una sem ríkið seldi flugfélaginu. Aðrir sem viðstaddir voru undirritun samningsins eru f.v.: Sigurgeir Jónsson ráðuneytissljóri, Hörður Torfason hrl., Sigurður G. Thoroddsen deildasrsljóri hjá Ríkisábyrgðarsjóði, Harald S. Andrésson forstöðumaður Ríkisábyrgðarsjóðs (á bak við íjármálaráðherra), Þórhallur Arason skrifstofustjóri íjármálaráðuneytis óg Tómas Þorvaldsson hdl. Atlanta hf. hyggst nota Arnar- flugsþotuna í verkefiii erlendis FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hf., sem er íslenskt félag í leiguflugi erlend- is, keypti í gær Arnarflugsþotuna sem ríkið leysti til sín fyrir tæpu ári. Kaupin fjármagnar Atlanta hf. með aðstoð erlends kaupleigufyr- irtækis og staðgreiddi kaupverðið, sem er ja&ivirði 440 milljóna íslenskra króna. Söluandvirði þotunnar gengur til greiðslu upp í skuld Arnarflugs við ríkið. Að sögn Ólafs Ragnars Grímssonar fjár- málaráðherra dugar það ekki fyrir öllum skuldunum, yfir 100 milljón- ir kr. stæðu eftir. Fjármálaráðuneytið hefur haft þijú tiiboð í þotuna til athugunar að undanförnu, frá Arnarflugi hf. í samvinnu við írskt fyrirtæki, frá frönskum aðila og frá Atlanta hf. Að sögn Ólafs Ragnars Grímssonar fjármálaráðherra var tilboð Arnar- f lugs að forminu til kaupleigusamn- ingur. Arnarflug' hefði átt rétt til kaupa á vélinni eftir eitt ár eða tvö ár, án skuldbindingar um kaupin. Félagið hefði því fyrirvaralust getað skilað vélinni til ríkisins eftir eitt ár eða tvö. Tilboð félagsins hafi falið í sér nýjan leigusamning, en ekki sölu á vélinni og hafi tilþoðið því ekki verið ásættanlegt. Tilboð Frakkanna og Atlanta hafi verið kauptilboð þar sem boðin var stað- greiðsla, eins og venja væri í við- skiptum með notaðar flugvélar. I tilboði Amarflugs var miðað við 8 milljónir dollara en Ólafur sagði að því hefðu fylgt ýmsir skilmálar sem hefðu lækkað kaupverið verulega. Tilboð Atlanta var 7,1 milljón bandaríkjadollara, jafnvirði 440 milljóna íslenskra króna, en franska tilboðið lægra. Því hafi hann ákveð- ið að taka tilboði Atlanta. Við undirritun samnings ríkisins og Atlanta hf. í gær sagðist Ólafur Ragnar vera ánægður með að geta selt þotuna til íslensks fyrirtækis sem, þó hljótt hefði farið, hefði getið sér gott orð erlendis. Þotan þjónaði áfram íslenskum viðskipa- og atvinnuhagsmunum. Atlanta hf. er með leiguflugvél í verkefni fyrir Finnair og fer nýja þotan til þeirra verkefna og við- bótarverkefna sem félaginu hafa boðist. Einn af eigendum Atlanta hf., Arngrímur Jóhannsson fyrrum yfirflugstjóri Arnarflugs, býst ekki við að vélin verði notuð í leiguflug hér á landi. Atlanta hefur starfað í um tveggja ára skeið, aðallega í leiguverkefnum erlendis, og er heimili félagsins í Mosfellsbæ. Um þijátíu Islendingar vinna hjá félag- inu. Arngrímur segir að eigendur Atlanta hefðu verið að leita að hent- ugri f lugvél og þótt þessi kaup fýsi- legasti kosturinn. Hann segir kaup- in fjármögnuð með aðstoð erlends kaupleigufyrirtækis. Umrædd þota er af gerðinni 737-200. Arnarflug fékk hana sam- kvæmt kaupleigusamningi á árinu 1984. Áunninn eignarhluti félags- ins í vélinni var settur til trygging- ar greiðslum af láni sem ríkið hafði ábyrgst og til tryggingar leigu- greiðslunum sjálfum. Þegar Arnar- f lug gat ekki staðið í skilum notaði ríkið kauprétt Arnarf lugs að vélinni til að tryggja hagsmuni sína. Ríkið eignaðist þotuna í febrúar á síðasta ári og hefur hún verið til sölu síðan, eða í tæpt ár. Arnarflug og Sam- vinnuferðir hafa haft hana á leigu stóran hluta þess tíma, eða þar til þotan þurfti að fara í stóra skoðun í Bandaríkjunum á dögunum. Þeirri skoðun er nú lokið en vélin er enn í Bandaríkjunum. Hún verður af- hent flugvélaginu Atlanta hf. eftir nokkra daga. Söluverð þotunnar fer til lækkun- ar á skuld við ríkisábyrgðarsjóð. Ólafur Ragnar segir að söluverðið dugi ekki fyrir allri skuldinni, eftir muni standa yfir 100 milljónir kr., en tók fram að eftir væri að fara yfir þau mál og ræða við Arnar- flug. Aðspurður um framtíð Arnar- flugs í ljósi þessa sagði fjármála- ráðherra að það væri ekki verkefni ríkisins að greiða úr slíkum spurn- ingum, heldur stjómenda fyrirtæk- AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Stjórnarfundur Sambandsins í dag: Líkur eru á að kauptilboði Landsbankans verði tekið Megn óánægja meðal sumra í stjórninni með tilboðið STJÓRN Sambands íslenskra samvinnufélaga kemur saman til fundar á hádegi í dag og fjallar um kauptilboð Landsbankans í 52% hlut Sambandsins í Samvinnubankanum. Búist er við því að fundurinn verði stormasamur, þar sem innan stjórnarinnar munu skoðanir vera skiptar um ágæti tilboðsins. Þó er talið líklegt að úr þessu sé lítið annað að gera fyrir stjórnina en samþykkja kauptilboðið og að það sjónarmið verði ofan á, þótt einhverjir stjórnarmenn verði sölunni andvígir. Þeir sem eru eigendur að þeim 48% sem eftir standa í Samvinnu- bankanum, verði af samningum á milli Landsbankans og Sambands- ins telja að til augljósra hags- munaárekstra geti komið innan nýs bankaráðs Samvinnubankans, þar sem fulltrúar Landsbankans myndi meirihluta stjómar. Því mun það vera vilji forsvarsmanna þeirra fyrirtækja sem þama eiga hlut að máli, eins og ESSO, Sam- vinnutrygginga, KEA, KRÓN og fleiri að selja Landsbankanum einnig sína hluti í Samvinnubank- anum, eignist bankinn á annað borð meirihluta í Samvinnubank- anum. Sú mun einnig vera hug- mynd Landsbankans, en fyrst í stað mun hann vilja reka Sam- vinnubankann sem sjálfstæðan banka, en kaupa síðan upp hluti annarra eigenda á ákveðnu tíma- bili og sameina rekstur Lands- bankans og Samvinnubankans, Þó gæti það orðið ágreiningsatríði milli Landsbankans og áður- nefndra fyrirtækja að Lands- bankinn mun ætla sér góðan tíma í kaupin, en forsvarsmenn fyrir- tækjanna telja að ganga beri frá þeim innan skamms. Þótt talið sé að meirihluti verði á fundi stjórnar Sambandsins fyr- ir sölunni á hlut þess í Samvinnu- bankanum, þá ér ekki þar með sagt að almenn ánægja ríki með það tilboð sem um verður fjallað á fundinum í dag. Eru ýmsir Sam- bandsmenn þeirrar skoðunar að Jón Sigurðsson, bankamálaráð- herra hafi beitt Landsbankann ákveðnum þrýstingi til lækkunar verðtilboði sínu, þannig að rétt- læting_ á verði því sem ríkið fékk fyrir Útvegsbankann fengist, en eins og kunnugt er hefur það af mörgum verið talið of lágt. Sambandsmenn sem eru þess- arar skoðunar, telja jafnframt að í upphaflega tilboðinu þann 1. september hafi verið gert ráð fyr- ir þeim fyrirvörum sem svo marg- oft síðan hafa verið tíundaðir í fjölmiðlum. Farið hafi verið yfir hvern hlut fyrir sig og samið um hvem hlut fyrir sig. Samið hafi verið um að lækka fasteignamatið um 50 milljónir króna. Auk þess hafi verið samið um að ef færustu sérfræðingar, sem báðir aðilar samþykktu, kæmust að þeirri nið- urstöðu að lífeyrissjóðsskuldbind- ingar Samvinnubankans væru umfram það sem þá var gert ráð fyrir, þá gengi Sambandið í ábyrgð fyrir þær. Sambandsmenn hafa reyndar haldið því fram allar götur síðan í september að lífeyr- issjóðsskuldbindingarnar væru ekki umfram það sem þá kom fram. Loks hafi aðilar gert með sér samkomulag um að varasjóðir í bankanum til þess að tryggja tapaðar skuidir væru nægilega stórir. Það mat sem byggst hafi á því að tapaðar skuldir væru 89 milljónir króna, væri miðað við nánast verstu mögulegu útkomu. Það liggur fyrir að ákveðnir stjómarmenn Sambandsins og varamenn em andvígir þessu til- boði og ætla á fundinum í dag að leggjast gegn því. Á hinn bóg- inn er staða þeirra talin veikari en hinna, því þeir hafi engan val- kost að bjóða upp á, í stað Lands- bankans. Þeir sem eru talsmenn þess að tilboðinu verði tekið, þrátt fyrir galla þess, að þeirra mati, segja að andstæðingar þessara viðskipta hafi frá áramótum túlk- að þetta nýja tilboð neikvætt, án þess að kynna sér til hlítar hvað í því felist. Benda þeir á að þeir fyrirvarar sem bankaráð Landsbankans hafi sett í septemberbyijun sl. varð- andi lífeyrisskuldbindingar, töpuð útlán Samvinnubankans og lægra fasteignamatsverð hefðu getað falið það í sér að verð bankans lækkaði úr 1593 milljónum króna 11160 milljónir króna. Nú sé gert mun lægra kauptilboð í hlut Sam- bandsins í Samvinnubankanum, eða 605 milljónir króna í stað 828, en engir fyrirvarar séu i ára- mótatilboðinu. Samningarnir við Landsban- kann fyrir hönd Sambandsins vom einkum í höndum Kjartans P. Kjartanssonar, fjármálastjóra Sambandsins, sem sagði starfi sínu lausu um áramót, m.a. vegna óánægju sinnar með þetta nýja kauptilboð Landsbankans. Kjart- an sagðist í gær ekkert hafa um málið að segja á þessu stigi. Hann sagði að slíkt væri óeðlilegt á meðan það væri enn til umfjöllun- ar og óútkljað innan stjórnar Sam- bandsins. í Þjóðviljanum í gær er látið að því liggja að Guðjón B. Ólafs- son, forstjóri Sambandsins hafi í höndunum atvinnutilboð frá bandarísku fyrirtæki, sem hann verði að svara fyrir lok þessa mánaðar. Guðjón sagðist í sam- tali við Morgunblaðið í gær hvorki neita þessu né játa. Á hinn bóginn væri hann ekki að hlaupast á brott frá verkefnum sínum hjá Sam- bandinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.