Morgunblaðið - 05.01.1990, Side 24

Morgunblaðið - 05.01.1990, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1990 Leikklúbburinn Saga: Fúsi froska- gleypir aft- ur á íjalirnar SÝNINGAR Leikklúbbsins Sögu á Fúsa froskagleypi hefjast að nýju eftir nokkurt hlé á sunnu- daginn, en þá verður 7. sýning á leikritinu. Sýningin hefst kl. 17. og er leikritið sýnt í félagsmið- stöðinni Dynheimum við Hafhar- stræti. Næsta sýning á verkinu verður á þriðjudagskvöldið 9. janúar og síðustu sýningarnar verða helgina 13. Og 14. janúar næstkomandi. Leikritinu hefur verið vel tekið og aðsóknin góð. Alls taka 23 leikarar þátt í sýningunni og eru þeir á aldr- inum 13-22 ára. Leikstjórar eru þau Jakob Bjarnar Grétarsson og Stein- unn Ólafsdóttir. Olga Guðrún Árna- dóttir þýddi verkið, tónlist er eftir Jóhann Morávek, Arnar Tryggva- son og Friðþjóf Sigurðsson, en höf- undur söngtexta er Ólafur Haukur Símonarson. Leikritið fjallar um óþokkann Fúsa froskagleypi sem pínir litlu strákana sem skortir vöðva en ekki vit, því þeir leika Fúsa oft grátt. Morgunblaðið/Rúnar Þór Sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri var formlega sett við athöfh í húsakynnum deildarinnar við Glerárgötu, en það lánaði Kaupfélag Eyfirðinga skólanum endurgjaldslaust til þriggja ára. I fyrsta hópnum sem nám hefúr við deildina eru 14 nemendur, en námið er til fjögurra ára og er markmið þess að mennta einstaklinga í undirstöðuatriðum íslensks sjávarútvegs og þjálfa þá í að beita faglegum vinnubrögðum við lausn verkefna í sjávarútvegi. Sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri formlega tekin til starfa: Stjórnvöld vænta árangurs af starf- Þrettánda- gleði Þórs Þrettándagleði íþróttafé- lagsins Þórs verður haldinn á félagssvæði Þórs á morgun, laugardaginn 6. janúar og hefst hún kl. 17.00. Álfakóngur og drottning mæta á svæðið ásamt ýmsum furðuver- um, álfum, púkum og tröllum og munu þau skemmta gestum. Boð- ið verður upp á skemmtiatriði og má þar nefna að Halli og Laddi munu bregða á leik, Bjartmar Guðlaugsson spilar og syngur og Jóhann Már Jóhannsson söngvari syngur nokkur lög. Að lokum verður flugeldasýn- ing, en Þórsarar ætla einnig að selja flugelda í Hamri frá kl. 13.00 um daginn á stórlækkuðu verði. Brennuball Þórsara verður haldið í húsi aldraðra um kvöldið og þar sem Halli og Laddi og Bjartmar Guðlaugsson skemmta. semínní til hagsbóta fyrir þjóðarbúið - segir Jón Þórðarson forstöðumaður sjávarútvegsdeildar Sjávarútvegsdeild við Háskólann á Akureyri var formlega sett við athöfn i húsakynnum deildarinnar við Glerárgötu í gær. Við setninguna voru viðstaddir ráðherrar, þingmenn kjördæmisins, bæjarfulltrúar og fulltrúar sveitarsljórna við Eyjafjörð, starfsmenn Háskólans og stúdentar sem nám eru að hefja við hina nýju deild. Alls verða nemendur við deildina 14, en nýir nemendur verða væntanlega teknir inn næsta haust. „Það að stofnað er til deildar- innar nú þrátt fyrir verulega efhahagsörðugleika og fyrirsjáanleg- an samdrátt í sjávarfangi á næsta ári, sýnir að sljórnvöld vænta árangurs af þessari starfsemi til hagsbóta fyrir þjóðarbúið. Það verður hlutverk okkar sem hér störfum að sjá til að svo verði,“ sagði Jón Þórðarson forstöðumaður sjávarútvegsdeildar Háskólans á Akureyri. Við setningarathöfnina kom fram að stofnaður hefur verið starfshópur sem í vinna skal að þvi að efla samstarf rannsóknastofn- ana á sviði sjávarútvegs. Starfsemi Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins mun verða undir sama þaki og sjáv- arútvegsdeildin og einnig mun unn- ið að því að útibúi Hafrannsókna- stofnunar sem verið hefur á Húsavík verði flutt til Akureyrar. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra sagði við setningu deildarinnar að efla þyrfti menntun á svið sjávarútvegs, en það hefði of lengi verið vanrækt á Islandi. Þá minntist hann einnig á að ekki væri fyrir hendi nægilega mikill áhugi fyrir því meðal landsmanna að starfa við sjávarútveg og væri m.a. sá hugsunarháttur víða ríkjandi að eitt það versta sem menn gæti hent væri að vinna í ffystihúsi. „Þetta er mikill misskiln- ingur, þessi störf eru afar mikilvæg samfélaginu og þvf fyllsta ástæða til að hvetja ungt fólk til að fara inn á þessar brautir," sagði Hall- dór. Hann ræddi einnig um mikil- vægi rannsókna, en þær væru ekki í miklum mæli stundaðar á svæð- inu. Vilji væri hins vegar fyrir því að tengja stofnanir sjávarútvegsins betur starfsemi Háskólans á Akur- eyri. Fiskeldi Eyjafjarðar hefur ver- ið falið að annast þjónustu Hafrann- sóknastofnunar á Akureyri um stundarsakir. Svavar Gestsson menntamála- ráðherra lagði á það áherslu að mikil ábyrgð hvíldi á forráðamönn- um sjávarútvegsdeildar og vand- lega yrði fylgst með störfum deild- arinnar. Hann sagði að stuðningur Við vitum að þetta verður erfitt nám - segja Ágúst, Erlingnr og Kristinn sem eru að hefja nám í sjávarútvegsdeild „VIÐ VITUM að þetta verður erfitt nám, en þá er bara að vinna vel og við munum reyna að standa okkur eins vel og við framast getum,“ sögðu þeir Agúst Guðmundsson frá Akureyri, Erlingur Amarson frá Keflavík og Kristinn Ólafsson frá Reykjavík, en þeir eru að hefja nám við sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri. Erlingur sagði að hann hefði í fyrstu íhugað að fara til Tromsö í Noregi í sjávarútvegsfræðinám, en hætt við er hann sá auglýst eftir stúdentum í deildina á Akureyri. „Ég ákvað að fara í þetta nám strax og ég hafði lokið námi í út- gerðartækni við Tækniskólann," sagði Erlingur, en hann hefur unn- ið við sjávarútveg bæði á sjó og í landi. Ágúst hefur fram 15 ára aldri unnið hann m.a. mikið hafa unnið vestur á Patreksfirði, en Kristinn hefur einnig verið til sjós og þá hefur hann unnið við kvíaeldi. Nám í sjávarútvegsdeild skiptist í fimm meginhluta, í þeim fyrsta er áhersla lögð á efnafræði, við- skipta- og hagfræðigreinar í öðrum hluta og félags- og skipulagsgrein- ar í þeim þriðja. I fjórða hlutanum er lögð áhersla á tæknigreinar og líffræði og fiskifræði i þeim fimmta. Ekki er von til þess að rannsóknir verði stundaðar í öllum þessum greinum af starfsmönnum deildarinnar á fyrstu starfsárum deildarinnar og sagði Jón Þórðar- son forstöðumaður hennar sam- Morgunblaðið/Rúnar Þór Kristinn Ólafsson, Erlingur Arnarson og Ágúst Guðmundsson, en þeir eru að heíja nám við sjávarútvegsdeild Háskólans á Akur- eyri. komulag við rannsóknastofnanir sjávarútvegsins um stuðning og samstarf því ómetanlegt. „Við erum bjartsýnir á þetta nám og það hefur á allan hátt verið vel að þessu staðið,“ sögðu piltarnir, en Jón Þórðarson sagði í lok ræðu sinnar við setningu deildarinnar að útgerð hennar verði að sjálfsögðu háð þeim kvóta sem úthlutað verði af fjárlögum hverju sinni. „En það verður skylda okkar sem við deild- ina störfum að hámarka aflaverð- mæti og gæði afurða á hveijum tíma.“ við Háskólann á Akureyri væri víðtækur á Alþingi og það væri fagnaðarefni að deildin skyldi nú taka til starfa, þó svo að víða væri verið að spara og skera niður. Markmiðið að mennta einstaklinga í undirstöðuatriðum sjávarútvegs í máli Jóns Þórðarsonar forstöðu- manns sjávarútvegsdeildar kom fram að markmið námsins er að mennta einstaklinga í undirstöðuat- riðum íslensks sjávarútvegs og þálfa þá í að beita faglegum vinnu- brögðum við lausn verkefna í sjáv- arútvegi. Starfsmenn deildarinnar eru í upphafi 3, enþeim mun fjölga eitthvað á árinu. I fyrsta hópnum eru 14 nemendur, en umsóknir voru um 20, einhveijir hættu við og aðr- ir uppfylltu ek,ki skilyrði um starfs- reynslu við sjávarútveg. Kaupfélag Eyfirðinga hefurján- að skólanum húsnæði á tveimur hæðum við Glerárgötu og þar verð- ur innréttuð kennslustofa fyrir verklega efnafræði og rannsóknar- stofa sem þjóna mun sjávarútvegs- deildinni og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Einnig verður það aðstaða fyrir aðra verklega kennslu og vinnuaðstaða bæði fyrir kennara og nemendur. Bókleg kennsla verð- ur í húsnæði skólans við Þórunnar- stræti. Jóhannes Sigvaldason for- maður stjórnar Kaupfélags Eyfirð- inga sagði að stjórn KEA hefði samþykkt að gefa skólanum kost á að fá endurgjaldslaus afnot af hús- næðinu á þeim tíma þegar óljóst var hver örlög skólans yrðu skömmu fyrir jól. Hann sagði skólann einn af sterkustu hlekkjun- um til eflingar byggðar á svæðinu og því hefði stjórnin talið eðlilegt að styðja við bak hans með þessum hætti. Haraldur Bessason rektor þakk- aði kaupfélaginu sem og öllum öðr- um þeim sem lagt hefðu skólanum lið. Skeyti barst skólanum frá Sig- mundþ Guðbjamasyni rektor Há- skóla íslands þar sem hann óskaði Háskólanum á Akureyri farsældar á nýju ári. „Megi hann fara ótroðn- ar slóðir, traustum skrefum."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.