Morgunblaðið - 05.01.1990, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1990
27
Eygerður Péturs-
dóttir - Kveðjuorð
Fædd 30. júní 1942
Dáin 27. desember 1989
Það var snemma vors árið 1947
að hafist var handa við byggingu
húsanna nr. 16 og 18 við Nýbýla-
veg. Þetta var í „gamla.daga" áður
en nýi tíminn tók að þrengja að
okkur frumbyggjum Kópavogs. Við
krakkarnir á nr. 12 fylgdumst með
byggingu húsanna af áhuga og
daglega brann á vörum okkar stóra
spumingin sem við þorðum ekki að
spyrja uppátt: Skyldu koma krakk-
ar í þessi hús — skemmtilegir
krakkar og þá á okkar reki? Tíminn
leið og undir haust var flutt í húsið
nr. 16 og þá fengum við svar við
spumingunni. Það voru krakkar í
húsinu — þrjár stelpur og einn
strákur, yngstur alveg eins og hjá
okkur. Sigrún Asta stóra systir,
tvíburarnir Eygerður og Anna og
loks Davíð litla barn. Þarna vora
þau komin ásamt fjölskyldu sinni,
foreldranum Ástu Davíðsdóttur (f.
1912) og Pétri Guðmundssyni (f.
1903 d. 1971) og afa og ömmu.
Er ekki að orðlengja það nema
mikill vinskapur tókst með okkur
miðSystrunum tveimur og Péturs-
stelpunum þremur þrátt fýrir nokk-
um aldursmun. Fyrstu vikurnar
gekk okkur illa að þekkja tvíburana
í sundur en það stóð ekki lengl,
hvor um sig hafði sín sterku per-
sónueinkenni sem ekki leyndu sér.
Og mikið voru þetta skemmtilegar
stelpur allar þijár. Sigrún svo
ábyrgðarfull og „stór“ þó hún væri
ekki nema hálfu öðra ári eldri en
litlu systumar. Þær ijöragar eins
og lömb á vorin, dálítið stríðnar og
óstýrilátar þegar þær vora saman
sem oftast var en komust ekki upp
með moðreyk þegar okkur var að
mæta. Við þurftum ekki annað en
að ógna þeim með Dýrinu ógurlega
sem við áttum í fóram okkar og
gátum kallað á að vild ef þær vora
með uppsteyt. Þá urðu þær Ijúfar
eins og lömb.
Já, þetta vora góðir dagar í frels-
inu við Nýbýlaveginn og þar ólst
Eygerður upp frá 5 ára aldri. Pétur
faðir hennar vann sem bifreiða-
stjóri hjá Norðurleið hf. um árabil
og síðan sem verkstjóri hjá Kópa-
vogskaupstað. Ásta var heimavinn-'
andi húsmóðir eins og þá tíðkaðist
og það var ekkert letilíf hjá heima-
konunum í þá daga þegar þvotta-
vél, ísskápur og ryksuga var lúxus-
varningur sem fæstar húsfreyjur
dreymdi um að eignast. Þá vora
líka framreiddar tvær heitar máltíð-
ir á dag í hverju húsi og karl og
krakkar nestaðir í vinnu og skóla
um morgna og eftirmiðdaga.
Það var glaðvær fjölskylda og
samheldin sem bjó á Nýbýlavegi
16; Pétur mikill félagsmálamaður
og pólitíkus, einn af stofnendum
Alþýðuflokksfélags Kópavogs og
fyrsti formaður þess. Hann vildi
sem vonlegt var útbréiða boðskap-
inn og var iðinn við kolann sérstak-
lega fyrir kosningar. Þá sat hann
löngum stundum í eldhúsinu hjá
foreldram okkar og reyndi að
„kristna" þau en með litlum árangri
a.m.k. að því er móður okkar
áhrærði. Því fremur sem þau
greindi á þeim mun skemmtilegra
var að hlusta á tal þeirra um lands-
mál og heimsmál, stríð og stór-
veldi, krata og komma. Og síðast
en ekki síst; um mál málanna í
Kópvogi í þá daga — innansveitar-
stríðið milli Finnboga Rúts og Þórð-
ar á Sæbóli en Pétur var ötull tals-
maður Þórðar og dyggur stuðnings-
maður hans. Ekki er víst að tvíbur-
arnir litlu hafi haft jafn gaman af
pólitíkinni og við systurnar en þeim
mun sólgnari voru þær í draugasög-
urnar hennar mömmu, einkum þeg-
ar þær vora sagðar á síðkvöldum
eftir að farið var að dimma. Þá var
eins víst að litlu stúlkurnar þyrftu
fylgd heim til sín þó að leiðin væri
ekki löng.
Afaforeldrar Sigrúnar og Davíðs
bjuggu uppi á lofti og voru ná-
kvæmlega eins og afi og amma eiga
að vera, virðuleg og prúð. Hann
svolítið þybbinn með fallegt hár sem
hvorki þynntist að ráði né gránaði
þó að aldurinn færðist yfir. Hún
grönn og beinvaxin, uppábúin og
fín í peysufötum þegar hún fór í
„bæinn“. Það var gott að vera bam
á þessu heimili enda runnu systkin-
in upp eins og fíflar í túni og ekki
minnkaði gleðin þegar fimmta
barnið fæddist í hópinn um það bil
sem hin voru að komast á unglings-
aldurinn. Það var Kristín litla —
yndi allra og augasteinn.
En sérhvað hefur sína tíð og brátt
vora Eygerður og Anna orðnar
ungar stúlkur, kjarkmiklar og dug-
legar og brannu í skinninu eftir að
fá að reyna vængina. Þær vildu
faðma allan heiminn og gátu varla
beðið eftir lífinu, það var svo
skemmtilegt og spennandi. Helst
hefðu þær viljað fara eitthvað langt
út í heim en létu sér nægja — svona
í fyrstu lotu — að taka á leigu her-
bergi hjá Maríu í Neðridal, grann-
konunni góðu sem Ásta mamma
treysti eins og sjálfri sér. Þær voru
16 ára og ennþá óaðskiljanlegar og
oftast nefndar í sama orðinu.
En brátt var komið að þáttaskil-
um í lífi þeirra. Þær hittu hvor um
sig sinn draumaprins og verðandi
lífsförunaut og Eygerður giftist
Benedikt Eiríkssyni vélstjóra árið
1962. Óskabömin Pétur og Guðrún
fæddust með eins og hálfs árs milli-
bili árin 1963 og 1965 og meðan
þau vora lítil var Eygerður heima-
vinnandi húsmóðir. Eftir að þau
stálpuðust og um hægðist hóf hún
störf við prentiðn en við það hafði
hún starfað fyrir giftingu. Hún
vann í ýmsum prentsmiðjum, lengst
af í Ríkisprentsmiðjunni Gutenberg
sem var jafnframt síðasti vinnu-
staður hennar. Það var góður
vinnustaður og þar leið henni vel
og hafði ekki í hyggju að breyta
um á næstunni.
Eygerður var hörkudugleg kona
að hveiju sem hún gekk og félags-
lynd eins og svo margir ættmenn
hennar. Hún hafði mikinn áhuga á
stéttarfélagi sínu, Félagi bókagerð-
armanna, og var oft kjörin til trún-
aðarstarfa á vegum þess m.a. í
samninganefndir og sem trúnaðar-
maður á vinnustað enda virt og vin-
sæl að verðleikum.
Við leiksystkinin á Nýbýlavegin-
um forðum daga höfum ekki hist
reglulega né haldið hópinn síðan á
unglingsárum. Oft höfum við þó
talað um — þegar einhver okkar
hittust á fömum vegi — að gaman
væri að koma saman og endumýja
kunningsskapinn og í vor sem leið
var ekki látið lengur sitja við orðin
tóm heldur efnt til samkomu í Fé-
lagsheimili Kópavogs. Þarna kom-
um við saman flestir gömlu „krakk-
amir“ úr húsunum nr. 10-18 og
rifjuðum upp bernsku- og æskuárin
sem vora svo sérstæð. Þar var Ey-
gerður hrókur alls fagnaðar eins
og endranær. Hún mundi ótal atvik
og prakkarastrik sem sum okkar
voru búin að gleyma — viljandi eða
óviljandi. Var ákveðið að hittast
aftur að vori en þá munum við
sakna vinar í stað þar sem Eygerð-
ur hefur nú yfirgefið hópinn svo
skyndilega.
Við kveðjum nú kæra leiksystur
og góðan félaga. Við tvær og systk-
ini okkar Guðjón og Hermann flytj-
um fjölskyldu Eygerðar innílegar
samúðarkveðjur og biðjum Guð að
styrkja þau.
Eygerður Pétursdóttir var jarð-
sungin frá Seltjarnarneskirkju í
gær, fimmtudaginn 4. janúar.
Helga Sigurjónsdóttir,
Jóna Siguijónsdóttir.
t
Móðir okkar,
BERGÞÓRA S. ÞORBJARNARDÓTTIR,
lést á Droplaugarstöðum 4. janúar.
Kristrún Karlsdóttir,
Þorbjörn Karlsson.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÞÓRDÍS HARALDSDÓTTIR,
Hagamel 52,
andaðist 28. desember.
Jarðarförin hefur farið fram. Starfsfólki Hafnarbúða sendum við
þakkir fyrir margra ára umönnun og alúð.
Helga Brynjólfsdóttir,
Ragnheiður Brynjólfsdóttir,
Brynjólfur Þór Jónsson,
Guðrún Svanborg Hauksdóttir og
Bryndís Brynjólfsdóttir,
Jón Níelsson,
Helga Bryndís Jónsdóttir,
Þorbjörn Jónsson.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÁGÚSTA HARALDSDÓTTIR,
Hásteinsvegi 9,
Vestmannaeyjum,
verður jarðsungin frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laugardaginn
6. janúar kl. 14.00.
Trausti Jónsson,
Haraldur Traustason,
Jón Steinar Traustason,
Ágústa Traustadóttir,
Brynja Traustadóttir,
Óli ísfeld Traustason,
Steinunn Traustadóttir,
Ásta Traustadóttir,
barnabörn og langömmubörn.
EddaTegeder,
Guðmundur B. Sigurgeirsson,
Bonnie Harvey,
Skarphéðinn H. Einarsson,
Sigurður Stefánsson,
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
ÓLAFUR ÁGÚST ÖRNÓLFSSON
loftskeytamaður,
Drápuhlfð 2,
Reykjavík,
lést 4. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar.
Kristín Ingvarsdóttir
og synir.
t
Fósturfaðir okkar,
BJÖRN VIGFÚSSON
frá Guliberastöðum,
Lundarreykjadal,
sem andaðist í sjúkrahúsi Akraness 28. desember sl., verður jarð-
sunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 11. janúar kl. 10.30.
Ingimundur Guðmundsson,
Ragnhildur H. Moss,
Þórður B. Sigurðsson
og fjölskyldur.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
ÁRMANN SIGURÐSSON,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 8. janúar kl.
13.30.
Ragna Kristjánsdóttir,
Ragnheiður Ármannsdóttir,
Sigrfður Ármannsdóttir,
Sigurður Ármannsson,
Kristján Ármannsson.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma,
GUÐMUNDA GUÐMUNÐSDÓTTIR
frá Hurðarbaki,
Skólavöllum 8,
Selfossi,
verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 6. janúar nk. kl.
13.30.
Kristján Guðmundsson,
Guðmundur G. Kristjánsson, Sólveig R. Friðriksdóttir,
Haraldur M. Kristjánsson, Guðlaug Guðmundsdóttir,
Lárus Þór Kristjánsson
og barnabörn.
t
Útför hjartkærs sonar okkar, bróður og mágs,
JÓNS EIÐS GUÐMUNDSSONAR,
sem lést 1. janúar sl., verðurgerð frá Siglufjarðarkirkju laugardag-
inn 6. janúar kl. 13.30.
Margrét Jónsdóttir,
Guðmundur Jónasson,
Jónas Guðmundsson, Anh-DaoTran,
Arnfrfður Guðmundsdóttir, Gunnar Rúnar Matthfasson.
t
Við þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför bróður
okkar, mágs og frænda,
STEFÁNS GUNNARSSONAR,
Samtúni 10.
Sérstakar þakkir fær allt starfsfólk lyflækningadeildar 14 G í
Landspítalanum fyrirfrábæra hjúkrun og kærleiksríka umönnun.
Ragna Gunnarsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir,
Lilja Gunnarsdóttir, Bjartmar Eyþórsson,
Garðar S. Helgason,
Gunnar Bjartmarsson, Guðrún Guðnadóttir,
Guðbjartur S. Gunnarsson, Lilja V. Gunnarsdóttir.
—
MLennsla
Vélritunarkennsla
Ný námskeið eru að hefjast.
Vélritunarskólinn, s. 28040.
Wélagslíf
□ St:.St:. 5990164 Rh.KI. 16.00
[KJj Útivist
Þrettándaganga
Laugardag 6. janúar. Lagt upp
frá Árbæjarsafni kl. 16.00 og
gengið i Ijósaskiptunum eftir
skemmtilegri leið aö álfabrennu
í Fossvogsdal. Þar verður tekið
þátt í dagskrá sem Lif f Foss-
vogsdal og skátafélagiö Kópar
standa fyrir. Boðið upp á rútu-
ferð til baka.
Sjáumst.
Útivist.