Morgunblaðið - 05.01.1990, Side 40

Morgunblaðið - 05.01.1990, Side 40
e EINKAREIKNINGUR Þ/NN í IANDSBANKANUM m FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Gjaldið fyrir skrán- ingu hlutafélaga tólf- faldað með reglugerð UM ÁRAMÓTIN var gefín út ný reglugerð um aukatekjur ríkis- sjóðs. Með reglugerðinni eru ýmis gjöld vegna löggildingar og opin- berrar skráningar hækkuð verulega, jalhvel margíölduð frá þvi sem var. Meðal annars hækkar gjald fyrir skráningu hlutafélaga og sam- vinnufélaga úr 8.000 í 100.000 krónur, rúmlega tólffalt. Það hafði á liðnu sumri verið hækkað úr 6.800 krónum í 8.000. Hins vegar hækk- ar gjald fyrir leyfísbréf til heildsölu ekkert frá því sem var í tveggja ára gamalli reglugerð og er eftir sem áður 70.200 krónur. Að sögn Ólafs Ragnars Grímssonar fjármálaráðherra ligg- ur það að baki þessum hækkunum að færa til eðlilegs horfs greiðslu fyrir leyfi til atvinnustarfsemi, verslunarstarfsemi, reka hlutafélag eða annarrar leyfis- eða skráning- arskyldrar starfsemi og til að tryggja það að um alvöru verknað sé að ræða. „Eins og við vitum er mikið af gervihlutafélögum í landinu sem hafa verið stofnuð án nokkurs rekstrartilgangs, hugsan- lega eingöngu í skyni skattahag- ræðingar fyrir hluthafana. Með þessu er verið að tryggja að menn fari ekki út í stofnun hlutafélags án þess að hafa í huga að hefja alvörurekstur. Ef menn hafa slíkt '“"í huga þá er þetta gjald aðeins brot af því sem til þarf,“ sagði fjármála- ráðherra. Af öðrum hækkunum samkvæmt reglugerðinni má nefna að leyfi til lögmanna til málflutnings fyrir Hæstarétti og leyfi til læknis til að kalla sig sérfræðing hækkar úr 14.300 krónum í 75 þúsund krónur og leyfi til að stunda almennar lækningar og tannlækningar og til að flytja mál fyrir héraðsdómi hækka úr 4 þúsund krónum í 50 þúsund krónur. Morgunblaðið/Sverrir Alfreð Gíslason íþróttamað- ur ársins Alfreð Gíslason, landsliðsmað- ur í handknattleik, var í gær kjörinn Iþróttamaður ársins 1989 af Samtökum íþrótta- fréttamanna. Alfreð átti góðu gengi að fagna í ár, eins og félagar hans í landsliðinu sem sigraði í B- keppni heimsmeistaramótsins í Frakklandi. Þar var Alfreð kjör- inn besti leikmaður mótsins. Fé- lagar Alfreðs úr landsliðinu, Kristján Arason og Þorgils Óttar Mathiesen, komu næstir í kjöri SÍ og þar á eftir Bjami Friðriks- son júdómaður og Ragnheiður Runólfsdóttir, sundkona. Sjá nánar íþróttir bls. 39. Atlanta hf. kaupir Arnarflugsþotuna: Um 35 skip á loðnumiðunum BÚIST var við að um 35 skip yrðu á loðnumiðunum norð- austur af Langanesi í nótt en loðnuveiðar hófust á ný á miðvikudag. „Þama em nokkuð góðar dreifar af ágætis loðnu en hún stendur nokkuð djúpt og straumurinn er óhagstæður,“ sagði Ást- ráður Ingvarsson hjá Loðnu- nefiid. Rannsóknaskipið Árni Frið- riksson fór í loðnuleiðangur í gær. Fjögur loðnuskip tilkynntu um afla_ í gærmorgun. Guð- mundur Ólafur tilkynnti um 600 tonn til Raufarhafnar, Beitir 1.100 tonn til Neskaupstaðar, Guðrún Þorkelsdóttir 600 tonn til Éskifjarðar og Hólmaborg 400 tonn til Eskifjarðar. 100 mílljóna skuld Aruar- flugs við rikid án trygginga Arnarflugsþotan hefur lækkað í verði um 56 milljónir króna á einu ári ARNARFLUG hf. skuldar Ríkisábyrgðasjóði yfír 100 milljónir kr. eftir að rikið hefiir selt flugfélaginu Atlanta hf. þotuna sem ríkið leysti til sín frá Arnarflugi fyrir tæpu ári, að sögn fjármálaráðherra. Skuld þessi er ekki sérstaklega tryggð og það em ekki heldur gamlar skatt- skuldir Arnarflugs við ríkið sem enn eru ógreiddar. Búist er við að fulltrúar fjármálaráðuneytis og Arnarflugs ræðist við í dag til að fara yfír stöðu mála eftir sölu þotunnar. í febrúar á siðasta ári, þegar Arnar- flug leysti til sín þotuna, var markaðsverð hennar talið vera um 8 milljónir bandaríkjadala en verð hennar hefur lækkað og var hún seld Atlanta hf. á 7,1 milljón, verð hennar hefiir því lækkað um 56 miHjón- ir íslenskra króna á þessum tima. Ríkið leysti til sín þotuna sem Amarflug hafði fengið á kaupleigu frá erlendu fyrirtæki vegna þess að félagið gat ekki staðið við skuld- bindingar sínar en áunninn eignar- hluti Amarflugs í vélinni hafði verið settur sem trygging fyrir greiðslum af láni sem ríkið hafði ábyrgst. Ríkið leysti þotuna til sín á 4,2 milljónir bandaríkjadala og lánið með ríkis- ábyrgðinni var upphaflega 2,5 millj- ónir dala. Að auki hefur ríkið þurft að greiða leigu frá þeim tíma sem Amarflug var með vélina, hluta af skoðun hennar og ýmsan annan kostnað. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra segir að skuld Arn- arflugs eftir söluna sé enn yfir 100 milljónir kr. Forráðamenn Arnar- flugs segjast ekki hafa átt von á að skuldin væri svo há. LIU áskilur útgerð- um rétt til skaðabóta Grindavíkurbátar reru ekki í nótt LANDSSAMBAND íslenskra útvegsmanna sendi í gær aðvörun til verkalýðs- og sjómannafélaga á Austfjörðum, sem eiga I deilum við útgerðir og fískkaupendur um fískverð. Orðsending LIU hafði reyndar ekki borist öllum félögunum í gær. í bréfinu er útgerðarfélögunum áskilinn réttur til skaðabótakrafna vegna aðgerða sjómanna á skipum félaganna. Sjómenn á Eskifirði, Fáskrúðsfírði og Vopnafírði hafa ekki komið til skips og því ekki verið hægt að halda til veiða eftir áramót- in. Sjómenn víðar um landið hafa krafíst hækkunar á skiptaverði. Til dæmis tókust ekki samningar í Grindavík þannig að bátar þar reru ekki 'i nótt. Deila sjómanna á Eskifjarðartog- urunum Hólmanesi og Hólmatindi er óleyst og starfsfólk Hraðfrysti- hússins komið á atvinnuleysisskrá þess vegna. Sjómenn krefjast 30% hærra fiskverðs en útgerðin hefur boðið 10%. , Fáskrúðsfjarðartogaramir Hoffell og Ljósafell eru bundnir við bryggju. Sjómennimir krefjast 37% hækkunar fiskverðs og slitnaði upp úr viðræð- um þeirra og útgerðarinnar, Kaup- félags Fáskrúðsfirðinga, í gær. Ekki tókust samningar á milli sjó- manna á Vopnafjarðarskipunum Brettingi og Eyvindi Vopna í gær. Brettingur átti að halda til veiða í fyrradag og Eyvindur Vopni í gær en bæði skipin eru enn í höfn vegna Morgunblaðiö/Ámi Sæberg Sjómenn á Eskifirði fylgjast með þegar Hrafnkell A. Jónsson, formað- ur Verkalýðsfélagsins Arvakurs, ræðir við löglræðing Sjómannasam- bands íslands um lagalega stöðu sjómanna í fiskverðsdeilunni. deilunnar. Sjómenn á þeim vertíðarbátum í Grindavík sem landa hjá fiskverk- endum lögðu í gær fram kröfu um fast fiskverð. Útvegsmenn/fiskverkendur gerðu þeim tilboð um klukkan 22 í gær- kvöldi. Fulltrúar sjómanna ræddu saman um tilboðið um borð í Hörf- ungi II og höfnuðu því fyrir miðnæt- tið. Sögðust þeir ekki róa í nótt. Víðar hafa sjómenn rætt um hækkun fiskverðs. Þannig hafa sjó- menn á skipum Þormóðs ramma á Siglufirði krafist hækkunar en fiski- skipin héldu þó til veiða eftir áramót- ín. Sjá fréttir á miðopnu. Þijú tilboð í vélina hafa að undan- fömu verið til athugunar í fjármála- ráðuneytinu. Tilboð Arnarflugs hf. í samvinnu við írskt fyrirtæki um að taka vélina á leigu og kaupa hana eftir eitt ár eða tvö á 8 milljónir bandaríkjadala, eða um 494 milljónir íslenskra króna, var ekki talið ásætt- anlegt. Arnarf lug gæti skilað vélinni og væri ekki skuldbundið til að kaupa hana auk þess sem félagið gæti ekki sett fullnægjandi tryggingar fyrir leigugreiðslum. Amarflug stóð í samningum við hollenska f lugfélagið KLM um að útvega verkefni fyrir þotuna. Þá stóðu eftir bein kauptil- boð Atlanta hf. og fransks fyrirtæk- is sem bæði miðuðust við stað- greiðslu. Tilboð Atlanta hf. var hærra, 7,1 milljón dollara,. eða 438 milljónir ísl. króna, og var því tekið. Skrifað var undir kaupsamning í gær. Stjórnendur Amarflugs telja að þotan hafi verið seld fyrir full lágt verð en ráðuneytismenn telja sölu- verðið eðlilegt miðað við þær athug- anir sem þeir hafi gert á markaðn- um. Markaðsverð vélanna hafi lækk- að verulega á því tæpa ári sem hún hafi verið í eigu ríkisins, sérstaklega í kjölfar þess að í ljós komu gallar á þotu sömu gerðar á Hawaii og því þyrfti að gera kostnaðarsama breyt- ingu á þotunni innan ákveðins frests. Atlanta hf. er íslenskt flugfélag sem er í leignflugi erlendis, núna fyrir Finnair, og hyggst nota þotuna meðal annars við þau verkefni. Arn- grímur Jóhannsson, fyrmm yfirflug- stjóri Arnarflugs, er einn af eigend- um félagsins. Hann segir að vélin sé keypt með aðstoð bandarísks kaupleigufyrirtækis. Sjá einnig fréttir á bls. 16.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.