Morgunblaðið - 06.01.1990, Side 12

Morgunblaðið - 06.01.1990, Side 12
oeei AAU/iAi .3 fl;JUAQÍfAOUAJ QldA.iatTJOflOM MOR'GUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6: JANÚAR'1990-------- SI 12 Minning: Jón Eiður Guðmundsson Fæddur 21. ágúst 1964 Dáinn 1. janúar 1990 Hin langa þraut er liðin nú loksins hlaustu friðinn og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem) Um svipað leyti og nýja árið var að ganga í garð kvaddi vinur okkar og frændi Jón Eiður Guðmundsson frá Siglufirði þennan heim. Hann hafði af veikum mætti haldið sín hinstu jól heima hjá foreldrum og systkinum. Það gerðu sér allir ljóst að þetta yrðu hans síðustu stundir sem hann gat vænst þess að vera í faðmi fjölskyldunnar, þar var hann umvafinn umhyggju og ástúð, líkt og hann hafði vanist allt frá barn- æsku. Jón Eiður fæddist á Siglufirði 21. ágúst 1964. Hann var sonur hjónanna Margrétar Jónsdóttur og Guðmundar Jónassonar fyrrverandi útibússtjóra. Hann var yngstur þriggja systkina, en systkini hans eru Jónas lektor við Samvinnuhá- skólann að Bifröst, giftur Anh-Dao Tran kennara og sr. Amfríður gift, sr. Gunnari Matthíassyni, en þau eru bæði við framhaldsnám og í starfi í Bandaríkjunum. Jón Eiður ólst upp í foreldrahús- um, og á meðan hann hafði mögu- leika á, stundaði hann sitt frumnám á Siglufirði. Eins og algengt var á Siglufírði í þá daga var næga at- vinnu að fá á sumrin, sem hann og stundaði. Snemma kom í ljós hans trú- mennska, hvort sem var við nám eða við störf. Eftir skyldunám heima, hélt hann í Verslunarskóla íslands og lauk þar verslunarskóla- prófí 1982. Jón Eiður átti gott með að læra og ekki er ólíklegt að hann hefði haldið áfram námi ef hans miður góða sjón hefði ekki komið í veg fyrir það. Að námi loknu réðst hann til starfa í Samvinnubankanum, og þar vann hann þar til veikindi hans komu í veg fyrir áframhaldandi starf, fyrir tæpu ári síðan. Hann var lengi búinn að stríða við lasleika þrátt fyrir að hann ynni áfram, frekar af vilja en mætti. Manni virð- ist sem að læknavísindunum hafí yfírsést að greina hinn illkynja sjúk: dóm þar til að í óefni var komið. í febrúar á sl. ári lagðist hann inn á sjúkrahús og þá greindist sjúk- dómur sá, sem svo marga hefur lagt að velli, og sem spyr hvorki um aldur né aðstæður. Frá sjúkrastofnuninni var ekki aftur snúið, þar dvaldi hann sitt síðasta ár, við frábæra umönnun líknarhanda og hjartahlýju hjúkr- unarfólks. Þar var allt gert fyrir hann sem mannlegur máttur réð yfír. Jón Eiði var þakklæti og tryggð eðlislæg. Ég dreg í efa að hann hafí talið sig hafa enst þrótt- ur til að þakka þeim mörgu sem reyndu að gera honum lífið bæri- legra. Við viljum því leyfa okkur að bera fram fyrir hans hönd þakk- ir til starfsfólksins á deild 32A. Þið hefðuð ekki getað rækt starf ykkar með meiri alúð og nærgætni heldur en þið gerðuð. Það er ákaflega mikils virði að kynnast slíkri mann- gæsku og lipurð sem þar ríkti. í Samvinnubankanum vann Jón Eiður sér traust og vináttu sam- starfsfólksins, þaðan naut hann al- veg sérstakrar vináttu eftir að heilsu hans fór að hraka, þegar hann varð tuttugu og fímm ára á sl. sumri, hélt samstarfsfólk hans, honum veglegt afmælishóf, þar var enginn stéttarmunur, þar voru allir jafnir. Hóf þetta bar vott um virð- ingu þá og vinsemd sem hann hafði áunnið sér, þar með er ekki öll sag- an sögð, samstarfsfólk hans var óþreytandi að heimsækja hann á sjúkrabeðinn, taka hann inná heim- ili sín og fara með hann í ökuferðir meðan kraftar hans buðu upp á slíkt. Einnig hefur þetta fólk sýnt aðstandendum hans einstaka vin- semd og hluttekningu, það er aldrei fullþakkað á stundum saknaðar og trega. Ollum öðrum vinum hans og vandamönnum eru færðar þakkir, þeir hafa reynst vinir í þraut. Við sem eftir stöndum, þökkum honum samfylgdina, tryggðina og traustið. Þegar á okkur hafa brotnað, og brotna brimskaflar andstreymis og sorgar, þá hefur trúin og bænin sem er heitasta og helgasta hjálpin, stutt okkur, styrkt okkur og kyrrt hina þungu sjóa, og boðað okkur birtu og sálarfrið. Hinsta ósk, hins nákomna ætt- ingja okkar beggja, var sú að hvíla í faðmi fjallanna fyrir norðan, á æskustöðvum sínum þar sem hann var borinn og bamfæddur, þaðan vom minningamar frá leik og starfi. Náttúra Siglufjarðar er sterk. í skauti hennar átti hann upphafnar stundir bæði á sumri og vetri. Við óskum þess að þar megi hann hvfla í ró. Við biðjum Guð að styrkja foreldra hans og systkini sem sorgin sverfur að. Við felum hann Guði okkar allra kristinna manna. Með tryggð til máls og manna á mátt hins góða og sanna þú trúðir traust og fast. (Einar Benediktsson) Guðrún og Skúli. Okkur langar að minnast í ör- fáum orðum frænda okkar Jóns Eiðs Guðmundssonar sem lést á Landspítalanum aðfaranótt nýárs- dags að aflokinni tíu mánaða bar- áttu við erfíðan sjúkdóm. Jón Eiður fæddist á Siglufirði 21. ágúst 1964 og var yngstur þriggja barna Margrétar Jónsdóttur og Guðmundar Jónassonar. Mikill samgangur var ætíð milli heimila okkar og í dag fínnst okkur við vera að kveðja meira en bróður en frænda. Jón Eiður var mjög traustur og ábyggilegur vinur. Honum gekk vel í skóla og hélt hann að afloknu grunnskólaprófí suður til fram- haldsnáms og lá leiðin í Verslunar- skóla íslands og lauk hann þar verslunarprófi vorið 1982. Hóf hann störf í Samvinnubankanum að námi loknu og vann þar fram í byijun síðasta árs, þegar hann var lagður helsjúkur inn á spítala. Jón Eiður hafði um nokkurra missera skeið kennt sér einhvers meins sem virt- ist erfitt að skilgreina hvað' væri fyrr en um seinan. Enginn hafði getað áttað sig á því hvað var að gerast eða hvernig hægt væri að létta undir. Jón Eiður var ekki van- ur því að bera vandamál sín á torg. En það duldist engum sem hann þekktu eða umgengust að ekki var allt með felldu. Jón Eiður var með afbrigðum bamgóður og er hans sárt saknað af litlu frændsystkinunum. í honum fundu þau traustan vin og félaga sem ætíð var tilbúinn að bregða á leik með þeim eða setjast niður og lesa fyrir þau. Undanfarna mánuði hafa þau mikið velt fyrir sér lífínu og dauðanum og oft spurt spurn- inga sem erfitt hefur verið að svara. Þegar dauðinn knýr dyra spyijum við öll eins og barnið: „Af hveiju?" Því er oss erfitt að dæma þann dóm, að dauðinn sé hrygðarefni. Þó ljósin slokkni og blikni blóm. Er ei bjartara land fyrir stefni? (E. Ben.) Jón Eiður hefur loks fengið hvíld. Hann tók því sem að höndum bar með æðruleysi og styrk. Erfíðri en hetjulegri baráttu er lokið. Söknuð- urinn er sár, minningarnar hrann- ast upp og við stórum spumingum fáum við engin svör. Undanfarnir mánuðir hafa verið gríðarlega erfíðir fyrir foreldra hans og systkini. Öll stóðu þau saman sem klettur og studdu við bakið á honum fram á hinstu stundu. Samstarfsfólk Jóns Eiðs í Sam- vinnubankanum reyndist honum ólýsanlega vel. Öll þeirra hlýja og umhyggja styrkti bæði Jón Eið og alla aðstandendur og fullvissaði alla um óaðfínnanleg störf hans í bank- anum. Starfsfólkið var óþrjótandi við að létta undir. Þau komu reglu- lega í heimsókn, fóru með hann út í göngutúra og jafnvel heim til sín meðan Jón Eiður var enn ferðafær. Seint mun gleymast 25 ára af- Minning Sigríður Bogadóttir, Bolungarvík Þann 28. desember sl. var til moldar borin frá Hólskirkju í Bol- ungarvík heiðurskonan Sigríður Bogadóttir, en hún andaðist á sjúkrahúsinu í Bolungarvík 22. des- ember sl. á 91. aldursári og þá, að ég best veit, elsti borgari í Bolung- arvík. Ekki er ætlan mín að rekja hér lífshlaup hennar, enda munu trúlega aðrir gera það, en eigi að síður fínn ég þörf til að minnast hennar örfáum orðum. Sigga Bogga, en svo var hún kölluð á mínu æskuheimili og gekk undir því nafni svo lengi sem ég man og allt til dauðadags, var mik- il vinkona móður minnar, enda þær náskyldar. Sigga frænka var ein af fáum frænkum mínum f móður- ætt, sem með einhveijum hætti náði vel til mín, svo einrænn sem ég er, fylgdist með mér og laðaði mig að sér á sinn sérkennilega hátt, sem betur fer fyrir mig. Sigga hafði til að bera mikinn persónuleika, mannkærleika og hjálpsemi til hinna minni máttar í þjóðfélaginu og þeirra sem á annan hátt urðu útundan f lífínu. Þó ég þekki ekki nægilega vel æviferil hennar veit ég þó að hún varð fyrir mikilli lífsreynslu á yngri árum og raunar oftar á lífsleiðinni. En þessi iífsreynsla lagði henni líkn með þraut, eins og mörgum öðrum sem trúa og treysta Guði og geta þeir með því miðlað öðrum sem veikari eru á svellinu. Oft þegar ég ræddi þetta við Siggu sagði hún: „Auðvitað hef ég, eins og margur annar, orðið fyrir mikilli lífsreynslu en við mig hafa allir verið góðir, ekki síst Guð.“ Þetta hugarfar lýsir, að mér fínnst, hvað best þeirri trú á Guð, mannkærleika og það góða í mann- inum, sem mér fannst vera leiðar- Ijós Siggu Boggu. Þegar ég set þessar línur á blað leitar hugurinn til baka. Mér fínnst sérstaklega þrennt hafa verið styrk- ur þessarar einstæðu frænku minnar. Það er trúin á Guð, trúin á að hún gæti orðið að liði og virð- ing fyrir samfélaginu. Þetta eru í mfnum huga miklar dyggðir. Mér er kunnugt að mikill tími Siggu fór í að hlúa að fjölskyldu sinni og vernda hana. En umfram þetta hafði hún einnig tíma til að sinna öðrum sem á þurftu að halda að hennar mati. Og ekki dugði þetta f verkahring húsmóðurinnar. Hún var hand- verksmanneskja af Guðs náð. Hún fékkst mikið við hannyrðir og ekki hvað sfst við sauma. Örugglega eiga margir djásn úr höndum Siggu og saumavélar hennar og minna, ásamt öðru í hennar fari, á þessa gæðakonu. Enda gaf fólkið hennar, eins og hún orðaði það, henni nýtískusaumavél þegar hún varð níræð, og ekki veit ég betur en hún hafi þegar farið að nota hana. Geri aðrir betur. En það var fleira sem hvfldi á herðum frænku minnar. Árið 1931 var stofnað hér Verkalýðs- og sjó- mannafélag. Formaður þess félags var kosinn Guðjón Bjarnason, eigin- maður Siggu. Guðjón var mikil hugsjónamaður, einlægur verka- lýðssinni og átti gott með að laða saman ólík sjónarmið til samstilltrar baráttu. Af því veitti ekki á þessum tímum. Það var því ekki vandalaust af fátækum heimilisföður að taka að sér forystu fyrir félagsskap, sem af mörgum var ekki bara illa liðinn, heldur fordæmdur og talinn eitt mesta óþurftarverk sem til hafði verið stofnað í Bolungarvík. Svo langt var gengið af sumum atvinnu- rekendum að atvinnumissi var þeim hótað sem með einhveijum hætti voru viðriðnir félagið. Og sú hótun var í sumum tilvik- um framkvæmd og bitnaði það meðal annars á Guðjóni, sem og fleira, sem hann og fjölskylda hans máttu þola fyrir það að hann skyldi leyfa sér, ásamt öðrum, að leiða fólk á þessum örbirgðartímum til samstöðu, takast hönd í hönd og treysta samtakamáttinn, minnugt þess að sameinaðir stöndum við en sundraðir föllum við. En félagið, undir forystu Guð- jóns, stóð af sér öll iilviðri og storma þessa umbrotatíma f verkalýðs- baráttu hér í Bolungarvik. Hann sigldi þessu fari sínu og annarra heilu í höfn og skilaði því í öruggri umgjörð til þeirra sem við áttu að taka. Guðjón var formaður félagsins frá stofnun þess allt til dauðadags 1942. Því rifja ég þetta upp með Guð- jón til að minna á að það var ekki bara hann og aðrir, sem til forystu veljast í verklýðshreyfingum, sem mælisdagur hans í ágúst sl. Þá buðu vinir og samstarfsmenn hans í bankanum til afmælisfagnaðar í matsal bankans. Jafn glaðan og þakklátan höfðum við ekki séð Jón Eið í langan tíma. Þessi hlýja og vinarþel sem fjölskyldunni var sýnd gaf aukinn kraft á erfiðum tímum og verður seint þökkuð. Við viljum að leiðarlokum þakka Jóni Eiði fyrir allt það sem hann gaf okkur börnum okkar. í vinahóp- inn er búið að höggva stórt skarð sem ekki verður upp fyllt. Elsku Magga, Guðmundur, Jón- as, Anh-Dao, Addý og Gunnar. Guð gefi ykkur styrk í sorg ykkar. Blessuð sé minning elskulegs frænda okkar Jóns Eiðs Guðmunds- sonar. Ólöf, Helga, Ásta Jóna, Kristín, Jónas og Inga Margrét. Ungur maður er fallinn í valinn eftir langa og stranga sjúkdóms- raun. Hann glímdi við geigvænleg- an sjúkdóm sem engin læknisráð hafa fundist gegn. Það eru þung örlög fyrir rúmlega tuttugu og fimm ára gamlan mann að horfa fram á vonlausa baráttu sem aðeins gat endað á einn veg, þurfa að sjá á bak öllum framtíð- arvonum og yfirgefa lífsönnina svo ungur. Oft hafa hlotið að vera erfið- ar stundir í langri sjúkdómsþraut hans. Jón Eiður Guðmundsson fæddist og ólst upp á ágætu heimili for- eldra sinna á Siglufírði. Hann var sonur Guðmundur Jónassonar, fyrr- verandi útibússtjóra Kaupfélags Eyfirðinga og eiginkonu hans, Margrétar Jónsdóttur. Eftir að hafa lokið námi frá Gagnfræðaskóla Siglufjarðar fór Jón Eiður í Verslunarskóla íslands í Reykjavík og lauk þar námi. Hann átti auðvelt með að læra og var ástundunarsamur enda náði hann góðum prófum frá þessum skólum. Að loknu námi hóf hann störf í Samvinnubankanum í Reykjavík og vann þar uns sjúkdómurinn batt enda á störf hans. Atvikin höguðu málum svo að ég var síðastliðið sumar um tíma á sömu sjúkradeild og þessi bróður- sonur minn. Ég dáðist að því hve vel og karlmannlega hann bar sinn þunga kross. Jón Eiður var hlé- drægur að eðlisfari og flíkaði ekki tilfinningum sínum. Hann var mik- ill reglumaður og prúðmenni í um- gengni allri. Við fráfali hans í blóma lífsins fórna. Makinn, börnin og allt venslaliðið fórnaði miklu, að minnsta kosti á þessum tíma, vegna afskipta af verkalýðsmálum. Guð- jón varði félagið sem honum var trúað fyrir í eldlínu út á við, en að sjálfsögðu kom það í hlut Siggu sem húsmóður að vera bakhjarlinn, hinn trausti grunnur innan heimilisins, sem líka þurfti að veija og það brást ekki í hennar höndum. Hún var því eitt af mörgum lífakkerum, sem varð til þess að Verkalýðs- og sjó- mannafélag Bolungarvíkur hefur dafnað og orðið Bolungarvík til blessunar. Bolvískir launþegar eiga því Guð- jóni og Siggu mikið að þakka og raunar Bolvíkingar allir. Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur minnist þessara heiðurshjóna með virðingu og þökk og biður þeim Guðs blessunar. Ég veit að elsku frænka mín verður umvafin í hinum nýju heim- kynnum. Það vissum við bæði fyrir- fram. Að lokum þakka ég hina miklu umhyggju frænku minnar fyrir mér og veit að hún hefur verið ljós á vegi mínum. Ég og fjölskylda mín, ásamt öllum frændgarðinum úr Jónínubúð, biðjum Sigríði Guðs blessunar. Far þú i friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég votta aðstandendum öllum innilega samúð og bið þeim blessun- ar. Karvel Pálmason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.