Morgunblaðið - 06.01.1990, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1990
15
Iðnlánasjóður:
Afgreidd lán 1,1 millj -
arður króna árið 1989
Breyting á rekstri sjóðsins vegna bankasameiningar
IÐNLÁN AS JÓÐUR lánaði samtals
1,1 miHjarð króna árið 1989, eða
svipaða ijárhæð og árið 1988. Með
sameiningu Iðnaðarbankans, Al-
þýðubankans, Verslunarbankans
og Útvegsbankans verður sú
breyting á rekstri sjóðsins að hann
tekur við því hlutverki, sem Iðnað-
arbankinn hefur farið með fyrir
hann með eigin starfsfólki. Iðnað-
arbankinn hefur allt frá árinu
1953 annast daglegan rekstur
Iðnlánasjóðs, enda kveðið á um
það i lögum sjóðsins. Bragi Hann-
esson, fyrrverandi bankastjóri
Iðnaðarbankans, er forstjóri Iðn-
iánasjóðs.
í Iðnlánasjóðstíðindum, sem nú
hefja göngu sína, segir meðal annars
að Iðnlánasjóður muni í lok þessa
mánaðar flytja í ný húsakynni í Ár-
múla 13a en þar hefur sjóðurinn tek-
ið á leigu tvær efstu hæðirnar.
Starfsmenn Iðnlánasjóðs verða um
16 talsins.
Að sögn Braga Hannessonar, for-
stjóra Iðnlánasjóðs, er sjóðurinn ann-
ar stærsti atvinnuvegasjóður lands-
ins á eftir Fiskveiðasjóði. Efnahags-
reikningur Iðnlánasjóðs er um 10
milljarðar króna. Á árinu 1989 dró
úr beiðnum um fjárfestingarlán hjá
sjóðnum en skuldbreytingarbeiðnum
fjölgaði. Samdráttur varð í byggingu
Kjarvalsstaðir:
Myndir eftir og af Kjarval
SÝNING á verkum Jóhannesar
Sveinssonar Kjarvals í eigu
Reykjavíkurborgar verður opnuð
í austursal Kjarvalsstaða í dag,
laugardag. í forsal eru sýndar ljós-
myndir af listamanninum. Sýning-
in ber yfirskriftina „Kjarval og
landið“.
Á sýningunni eru 25 verk frá öllum
ferli Kjarvals. Þau elstu eru frá
fyrsta áratug aldarinnar og þau
yngstu frá sjöunda áratugnum.
Nokkur verkanna hefur safnið eign-
ast á síðustu árum og hafa þau ekki
verið sýnd almenningi áður.
I austur-forsal eru ljósmyndir af
Kjarval teknar við ýmsar aðstæður
og við myndirnar eru tilvitnanir úr
Kjarvalskveri eftir Matthías Johann-
essen.
Öllum skólanemum hefur sérstak-
lega verið boðið að sjá sýninguna,
sem opin er daglega kl. 11-18 til 11.
febrúar. Aðgangur á hana er ókeypis.
Bragi Hannesson forstjóri Iðnl-
ánasjóðs.
iðnaðarhúsnæðis á árinu en eftir-
spurnum eftir lánum til bygginga-
framkvæmda hafði hins vegar aukist
verulega árið 1988.
Iðnlánasjóður hóf feril sinn í Út-
vegsbanka árið 1935, þar sem rekst-
urinn var í umsjá starfsmanna Fisk-
veiðasjóða en þegar Iðnaðarbankinn
tók til starfa, árið 1953, var starf-
semin flutt þangað.
Stjórnarformaður Iðnlánasjóðs er
Jón Magnússon en aðrir í stjórn eru
Ólafur Davíðsson og Þórleifur Jóns-
son.
Morgunblaðið/Þorkell
Frá kynningu á starfsemi Fjölmiðlaskóla Islands. Á myndinni eru talið frá vinstri: Sigrún Stefáns-
dóttir, ijölmiðlafræðingur, Lúðvík Geirsson, formaður Blaðamannafélags Islands og Gunnar Már
Gunnarsson, einn eigenda Viðskipta- og málaskólans hf.
Kennsla hafin í Fj öl-
míðlaskóla Islands
VIÐSKIPTA- og málaskólinn hf. hefiir sett á stofii Fjölmiðla-
skóla íslands að Borgartúni 24, sem að sögn forráðamanna
skólans er ætlað að uppfylla sívaxandi þörf fjölmiðla fyrir hæft
starfsfólk. Jafnframt býður skólinn upp á námskeið fyrir fólk
sem vill kynnast fjölmiðlum og koma málum sinum þar á fram-
færi, og endurmenntunarnámskeið verða fyrir starfandi blaða-
menn.
í Fjölmiðlaskóla íslands verður
til að byija með fyrst og fremst
boðið upp á stutt námskeið, en í
undirbúningi er eins árs nám í
blaðamennsku á háskólastigi,
sambærilegt því sem norrænir
blaðamannaskólar bjóða upp á.
Skólinn mun leitast við að fá til
starfa vel menntað og reynslumik-
ið fólk, en ráðgjafi og forstöðu-
maður skólans fyrst um sinn verð-
ur dr. Sigrún Stefánsdóttir fjöl-
miðlafræðingur. Fjölmiðlaskóli ís-
lands hefur gert samkomulag við
Blaðamannafélag íslands um að
það styrki félagsmenn sína fjár-
hagslega sem sækja námskeiðin,
og einnig munu útgefendur
styrkja starfsmenn sína á sum
námskeiðin.
Meðal námskeiða sem boðið
verður upp á í Fjölmiðlaskóla Is-
lands á vorönn, sem hefst í byijun
febrúar, er námskeið í fjármála-
fræði fyrir blaðamenn, námskeið
fyrir starfsfólk lítilla fréttablaða
og aðra þá sem áhuga hafa á
blaðamennsku, námskeið í sjón-
varpsframkomu, námskeið í gerð
kvikmyndahandrita, námskeið í
siðfræði blaðamanna og lögum
um tjáningarfrelsi, námskeið í
tölvunotkun á ritstjórn, námskeið
í notkun umbrotsforritsins „quark
express“, námskeið í handritsgerð
fyrir útvarp og sjónvarp og nám-
skeið fyrir félagasamtök og fyrir-
tæki sem þurfa að koma kynning-
arefni á framfæri.
Sinfóníuhljómsveit æskunnar heldur tónleika í Háskólabíói á
sunnudag undir stjórn Pauls Zukofskys.
Sinfóníuhljómveit æskunnar:
Yerk eftir Schönberg
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT æskunnar frumflytur hérlendis verkið
Pellias og Melisande eftir Schönberg nk. sunnudag undir stjórn
Pauls Zukofskys.
Þessir tónleikar eru afrakstur
námskeiðs sem Sinfóníuhljóm-
sveit æskunnar hefur staðið fyrir
nú yfir áramótin. Hljómsveitin
hefur áður frumflutt viðamikil
verk hérlendis, þar á meðal 6. og
9. sinfóníur Mahlers.
Sinfóníuhljómsveit æskunnar
er nemendahljómsveit fyrir tón-
listarnemendur af öllu landinu
sem náð hafa ákveðinni leikni á
sitt hljóðfæri og hefur hún starfað
síðan á ári æskunnar 1985. Á
þessu námskeiði eru um 80 tón-
listamemendur sem æft hafa
sleitulaust síðustu 10 daga og
mun námskeiðinu ljúka með tón-
leikum í Háskólabíói, sunnudag-
inn 7. janúar 1989 kl. 14.00.
Forsala aðgöngumiða er í
Bókaverslun Sigfúsar Eymunds-
sonar.