Morgunblaðið - 06.01.1990, Síða 17

Morgunblaðið - 06.01.1990, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1990 17 Noriega gaf sig fram fyrir fortölur prestsins Daily Telegraph. ÞAÐ var fyrir fortölur kaþólsks prests, að Manuel Noriega, fyrrum einvaldur í Panama, ákvað að gefa sig fram við bandarísku hermenn- ina. „Viltu láta nunnurnar hér þvo af þér nærfotin það sem þú átt eftir ólifað?“ spurði Jose Sebastian Laboa, sendimaður páfa í Pa- nama, og Noriega átti engin svör við spurningunni. Starði bara á hvítkalkaða veggina í herberginu þar sem ekkert var nema einn kross, rúmfletið og gamalt, bilað sjónvarpstæki. Jafiivel rúðurnar í gluggunum voru ógagnsæjar. í herberginu var engin loftkæl- ing og þegar Noriega hafði sötrað bjórinn, sem hann fékk við komuna í sendiráðið, var honum meinað um allt áfengi. Fékk ekki einu sinni eitt staup af uppáhaldsviskíinu sínu, Old Parr. Uzi-hríðskotabyss- an var tekin af honum og hann fékk ekki að klæðast stjörnum Washington. Reuter. NÝ skýrsla mannréttindasamta- kanna Amnesty International um aðferðir ísraelska hersins hefur vakið mikla athygli og er þar um að.ræða eina harkalegustu gagn- rýni sem samtökin hafa látið í ljós gagnvart Islraelsstjórn. Isra- elssljórn hefur neitað þeim ásök- unum sem þar koma fram og Bandaríkjastjórn hefur stutt ísraela og telur of djúpt í árinni tekið í skýrslunni. í skýrslu Amnesty International sem kom út fyrr í vikunni segir að ísraelski herinn hafi nú þá stefnu að myrða Palestínumenn sem taka Azerbajdzhan: Landamæra- girðingar riftiar upp Moskvu. Reuter. TIL átaka kom í gær á landa- mærum sovétlýðveldisins Az- erbajdzhans og Irans en ekki er talið, að þau hafi verið jafn mik- il og í fyrradag þegar þúsundir manna réðust á og rifu niður varðturna og girðingar. Erlend- um fréttamönnum var þá bannað- ur aðgangur að svæðinu og einn- ig skipað á brott frá höfúðborg- inni Baku. Haft er eftir Nazim Ragimov, blaðamanni í Azerbajdzhan, að um 30.000 manns hafi safnast saman á fimmtudag í landamærahéraðinu Nakhistjevan til að mótmæla frétta- flutningi Prövdu og Ízvestíu af ástandinu. Að því búnu hefði fólkið farið að landamærunum við Iran og rifið upp þær girðingar, sem enn stóðu eftir atburði gamlársdags. í sovéskum fjölmiðlum hefur mátt lesa, að uppþotin stöfuðu af vax- andi trúarofsa meðal múslima en sjálfir segja Azerar, að ástæðan sé eftirsókn eftir ræktarlandi við landamærin auk þess sem þeir vilji nánara samband við Azera í íran. Séndinefnd frá sovéska komm- únistaflokknum var í gær í Nak- histjevan til viðræðna við yfirvöld þar og þá var einnig skýrt frá því, að formaður flokksins í héraðinu hefði iátið af embætti. í Azerbajdzhan búa sex milljónir manna en Azerar í íran eru sagðir átta milljónir og að sumra sögn miklu fleiri. Eru þeir múslimar af shíta-grein en tungan er tyrkneskr- ar ættar. i • itvds n.utvtli i prýddum hershöfðingjabúningnum. Skyrtubolur og bláar buxur voru einkennisklæðnaðurinn hans í tíu daga. Noriega hefur lengi hatast út í kirkjuna en að lokum leitaði hann á náðir hennar í þeirri von, að hann kæmist til Kúbu. George Bush Bandaríkjaforseti skýrði Páfagarði svo frá, að Nori- þátt í mótmælum gegn hernámi Israela á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu. Að sögn Amnesty eru viðmiðunarreglur sem ísraelsk- um hermönnum er gert að starfa eftir við notkun skotvopna þess eðlis að þær heimili óréttmæt dráp. Einng er gagnrýnt að rannsókn á misgjörðum hermanna sé oft ábóta- vant. Lýst er yfir áhyggjum yfir því að svo virðist sem hlutfallslega margir Palestínumenn falli án þess að hafa tekið þátt í óeirðum. í skýrslunni segir að 560 Pa- lestínumenn hafi verið skotnir til bana tvö fyrstu ár uppreisnarinnar á hernumdu svæðunum, 70 hafi látist af völdum táragass og 15 verið barðir til dauða. Talsmenn ísraelshers segja að 543 Palestínu- menn hafi fallið í átökum við herinn á sama tímabili. Samkvæmt Reut- ers-fréttastofunni hafa 607 fallið á þessum tveimur árum. ega yrði ekki hleypt til Kúbu og' þá var ekki annað fyrir Laboa að gera en láta reyna á fortöluhæfi- leikana. „Þú færð trúlega notalegan fangaklefa með ýmsum þægindum ef þú bíður ekki of lengi, annars lendirðu í Alcatraz," sagði Laboa einu sinni og minnti Noriega á annan einræðisherra, Anastasio Somoza, sem hrökklaðist frá Nic- aragua og var síðan drepinn í Paraguay. Noriega svaraði þessu fáu til að byija með, virtist mjög áhyggjufull- ur og jafnvel hálfruglaður, allt öðruvísi en hinir flóttamennirnir í sendiráðinu. Meðal þeirra voru til dæmis fjórir baskneskir hryðju- verkamenn, sem höfðu áður notið verndar hershöfðingjans. Þeim var lýst sem „fyrirmyndargestum“ og þeir fóru úr sendiráðinu á undan Noriega. Hann reyndi að halda það út lengur en gafst upp þegar hann heyrði hrópin í þúsundum manna, sem safnast höfðu saman fyrir utan sendiráðið, þar á meðal í fólki, sem leynilögregla hans hafði pyntað. Noriega setti þrjú skilyrði fyrir uppgjöfinni: Að hann yrði ekki tek- inn af lífi; að hann fengi að vera í hershöfðingjabúningnum og yrði fluttur burt í skjóli nætur. Forseti Rússlands: Framboð Jeltsíns BORIS Jeltsín, einn af þekktustu leiðtogum umbótasinna á sovéska þinginu, verður í framboði til embættis forseta Sovétlýðveldis- ins Rússlands í mars, að sögn danska blaðsins Jyllands-Posten. Jeltsín var tilnefndur forsetafram- bjóðandi af kjósendum í Ramenkíj- hverfi í Moskvu. Hann var áður flokksformaður í Moskvu en féll í ónáð er hann gagnrýndi Míkhaíl Gorbatsjov fyrir seinagang í umbóta- baráttunni. Rússland er lang-stærsta og fjölmennasta lýðveldi Sovétríkj- anna. Reuter Lestarslys íPakistan Fundist hafa yfir 300 lík á slysstað á Sangi-brautarstöðinni nálægt borginni Sukkur í Pakistan þar sem farþegalest ók á fullri ferð á vöruflutningalest á miðvikudag. Meira en 400 slösuðust og enn er óvíst hve margir týndu lífi. Stjórnandi farþegalestarinnar komst lífs af, mikið slasaður, og segir hann járnbrautarstarfsmenn hafa sagt sér að leiðin væri greið framundan. Hann hefði ekki séð hina lestina, sem var ekki á ferð, fyrr en of seint. Umræddir starfsmenn er flúnir, að sögn lögreglu. Benazir Bhutto forsætisráðherra hefur fyrirskipað rann- sókn á tildrögum slyssins. Innilegar þakkir fœri ég öllum þeim, sem glöddu mig meÖ heimsóknum, gjöfum og heillaóskum á áttrœÖisafmœli mínu 31. des- ember sl. Guð blessi ykkur öll á nýja árinu og alla tíma. Vilborg Helgadóttir, Eystra-Súlunesi. Atökin á hernumdii svæðunum: Skýrsla Amnesty vek- ur harkaleg viðbrögð Starfsmenn bandaríska eiturlyfjaeftirlitsins leiða Noriega um borð i flugvélina, sem flutti hann til Bandaríkjanna. Músíkleikfimin hefst mánudaginn 15. janúar. Styrkjandi og liðkandi æfingar fyrir konur á öllum aldri. Byrjenda- og framhaldstímar. Kennsla fer fram í íþróttahúsi Melaskóla. Kennari Gígja Hermannsdóttir. Upplýsingar og innritun í síma 13022 um helgar og virka daga i sama síma eftir kl. 16. Samskipti foreldra og barna Ný námskeið eru að hefjast. Leiðbeinendur: Hugo Þórisson og Wilhelm Norðfjörð, sálfræðingar. Upplýsingar og skráning í símum 621132 og 626632.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.