Morgunblaðið - 06.01.1990, Page 18

Morgunblaðið - 06.01.1990, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1990 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri . Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. MatthíasJohannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Erfið leið til lýðræðis egar Samstaða knúði kommúnistaflokkinn í Póllandi til að efna til kosninga í lartdinu með því skilyrði, að flokkurinn ráðstafaði ekki öll- um þingsætum til sjálfs sín, fengu andstæðingar kommún- ista aðeins leyfi til að skipa ákveðinn fjölda sæta. Kosning- amar sýndu á hinn bóginn svo eindreginn stuðning við and- stæðinga kommúnista, að full- trúa Samstöðu var falin forysta í ríkisstjórn Póllands. Síðan þetta gerðist hafa sögulegir atburðir orðið í öðmm Austur-Evrópuríkjum, nú síðast í Rúmeníu. Alræði kommún- istaflokksins er á undanhaldi og þeir sem halda um stjórnar- taumana segjast styðja fjöl- flokkakerfí og lýðræðislegar kosningar. Ástandið er mis- munandi eftir löndum, þó er víst að valdastétt kommúnista ætlar hvergi að hverfa frá kjöt- kötlunum fyrr en í fulla hnef- ana, og alls staðar leitar hún einhverra ráða til að tryggja stöðu sína eftir missi alræðisins. Hvarvetna hefur hið sama gerst, að skipt er um æðstu stjórnendur lands og flokks. Eftir að fyrirlitnum valdhöfum á borð við Honecker, Kadar, Husak, Zhikov og Ceausescu er ýtt til hliðar koma nýir menn til sögunnar. Alls staðar er sýnt fram á spillingu á æðstu stöðum og flett ofan af því, að ráða- menn hafa með einum eða öðr- um hætti skarað eld að eigin köku. Þá segjast menn vilja starfa í samræmi við óskir fólksins o g niðurstöðu í almenn- um_ kosningum. Á næstu vikum og mánuðum á eftir að koma í ljós hvort og með hváða hætti verður staðið við fyrirheitin um lýðræðislega stjómarhætti og afnám ríkis- einokunar og eignarhalds ríkis- ins á öllu, stóru og smáu í þess- um löndum. Á það í raun eftir að gerast, að fólkinu takist með mótmælum á götum úti að ýta 40 ára stjóm til hliðar? Verður fyrirstaða einræðisaflanna sem ráðið hafa lögum og lofum ekki meiri en svo, að fólkið getur neytt þau til að hörfa með þess- um hætti? Franskir blaðamenn, einkum á ríkissjónvarpsstöðinni Ant- enne 2, hafa vakið máls á því, að byltingin í Rúmeníu hafi ef til vill ekki verið að fmmkvæði almennings heldur byggst á launráðum skipulagðs hóps kommúnista, sem sá að Ceaus- escu-hjónin vora orðin óbærileg byrði fyrir flokkinn og komm- únistum fjötur um fót. Þeir sem þjóðarráðið svonefnda hefur tilnefnt í ríkisstjórn í Rúmeníu segja þetta af og frá. Þjóðarráð- inu og ríkisstjóminni er mikið í mun að kommúnista-stimpill- inn festist ekki á þeim. Á milli jóla og nýars sagði Dumitra Mazilu, varaforseti Rúmeníu- stjórnar: „Það verður aldrei framar kommúnismi í Rúm- eníu.“ Einmitt þessa setningu vilja Rúmenar heyra, þeir vilja losna undan oki kommúnis- mans. Vegna fréttanna frá Frakklandi efast menn um, að það hafi raunveralega gerst, þótt Ceausescu-hjónunum hafi verið ratt..úr vegi. Frá Austur-Þýskalandi hafa borist fréttir sem benda til þess að kommúnistaflokkurinn þar ali á ótta almennings við nýnas- ista. Með því er höfðað til hinn- ar skipulegu innrætingar sem ástunduð hefur verið í landinu í rúma fjóra áratugi og byggist á því, að veikist vald kommún- ista komi nasistar í staðinn. Fi'á þessum hræðsluáróðri hefur ekki verið horfið og hann kallar á öfgafullar stjórnmálaumræð- ur sem geta auðveldlega getið af sér ofbeldi. Nauðsynlegt er að átta sig á því, að það sem hefur gerst í stjórnum Austur-Evrópuríkja til þessa er að reitunum eftir brottrekna forystumenn hefur verið skipt á milli sjálfskipaðra arftaka. í Tékkóslóvakíu lcpmu menn á toppnum sér til dæmis saman um að sparka 23 harð- línumönnum af þingi landsins og velja aðra í staðinn þeirra, á meðal Alexander Dubcek, sem síðan var kjörinn þingfor- seti. Allt er þetta gert í tákn- rænu skyni, til bráðabirgða og með fyrirheiti um fijálsar kosn- ingar eftir fáeina mánuði. Frá Ungveijalandi berast svo þær fréttir, að kommúnistar þar, sem að vísu hafa þurrkað orðið „kommúnisti" úr heiti flokks síns, hafí beitt ólögmætum að- ferðum til að fýlgjast með ráða- gerðum pólitískra andstæðinga sinna. Leiðin til lýðræðis í Austur- Evrópuríkjunum verður iöng og ströng. Þar er ekki um neinar einfaldar lausnir að ræða. Á þessu stigi skiptir mestu, að enginn láti blekkjast af fagur- gala eða táknrænum ákvörðun- um. Að taka ofan og fyrir hverjum? eftir Þorstein Pálsson Sú var tíð að allir þeir sem þótt- ust vera menn með mönnum gengu með hatt. Þetta breyttist. Þegar ég var unglingur gengu ekki aðrir en allra virðulegustu menn með hatt. Svo hurfu hattamir að mestu en nú eru þeir að koma aftur. Þá bregður svo við að það er ekki nema þeir allra fijálslegustu og djörfustu sem setja þá upp. Þannig hefur hlutverk hattsins breyst í gegnum tíðina. Mér flaug það í hug í vikunni þegar Matthías Johannessen skáld varð sextugur að hatturinn hefur líka fengið nýtt hlutverk gagnvart honum. Þeir sem áður reyndu að hæða skáldið og minnka taka nú ofan fyrir því. Almenna bókafélagið efndi í vik- unni til mjög veglegrar og fjölsóttr- ar hátíðarsamkomu í tilefni af 60 ára afmæli skáldsins. Það var sann- arlega eftirminnilegur viðburður þar sem flutt voru ljóð Matthíasar og sungin ný lög Jóns Ásgeirssonar sem sérstaklega voru samin af þessu tilefni við ljóð skáldsins. Þetta var einkar ánægjuleg og eftirminni- leg stund sem fékk nokkuð dýpri merkingu með ágætu erindi um skáldskap Matthíasar. Það fylgir því vegsemd að vera skáld. Og einhvern veginn er það svo að mér hefur jafnan fundist sem ljóðskáldin héldu á fjöreggi listar- innar. Vegsemd þeirra ætti sam- kvæmt því ekki að vera minni en annarra. Matthías Johannessen hef- ur ekki einvörðungu verið brúar- smiður fortíðar og nútíðar, rótgró- innar íslenskrar menningar og dæg- urmálanna, í ljóðagerð sinni, því að hann hefur líka verið skáld borgara- legra viðhorfa. Hann hefur þegar haft ósmá áhrif á mótun borgara- legra hugmynda á ofanverðri þess- ari öld. Matthías þurfti fyrrum að gjalda þeirra viðhorfa sinna í dóm- um en nú situr hann á heiðursbekk listamanna, ekki óumdeildur, en virtur af öllum. Menningarsamkoma Almenna bókafélagsins í tilefni af afmæli skáldsins var ekki einasta Matthíasi til heiðurs. Hún var ánægjuefni öll- um þeim sem hana sóttu og einkar góð byijun á nýju ári, þar sem veð- ur mun ráða akri. Fj ölmiðlakryddsíld Á gamlársdag tók ég þátt svolít- illi kryddsíldarveislu um hádegisbil ásamt með formönnum annarra stjómmálaflokka. Tilefnið var að ræða vítt og breitt um þjóðmálin eins og menn gera gjarnan við ára- mót. Fáir hópar manna standa í meira návígi við fjölmiðla en stjórnmála- menn. Það þurfti því ekki að koma á óvart að tal manna við þessar aðstæður snerist að nokkru um fjöl- miðla. Gömlum Morgunblaðsmanni eins og mér kom það hins vegar þægilega á óvart að heyra formenn vinstri flokkanna þriggja hvern fyr- ir sig og alla saman í einum kór lofsyngja Morgunblaðið og frétta- mennsku þess. Sú var tíð að Morgunblaðið var einn helsti skotspónn vinstri manna í landinu. Þeir sáðu hugtakinu „Moggalygi" en nú taka þeir ofan fyrir Mogganum. Það er ekkert nýtt að treysta megi fréttum Morg- unblaðsins, en hitt er nýtt að þær njóti svo almennrar viðurkenningar að helstu stjórnmálaandstæðingar þess viðurkenni þá staðreynd. Það hlýtur að beina kastljósinu að öðmm fjölmiðlum í landinu. Ríkisstjómarflokkarnir beittu sér fyrir því að hækka skatta almenn- ings um tugi milljóna til að þess að geta hækkað framlögin til flokksmálgagnanna. Með öðrum orðum: Það er verið að taka pen- inga úr vasa skattborgaranna til þess að setja þá ofan í kassa f lokks- málgagna sem almenningur í landinu hefur engan áhuga á og vill ekki kaupa. Þetta er ekki bara siðferðilega rangt heldur einnig ósiðlegt við þær aðstæður sem við búum nú við þar sem sú skylda hvílir á stjórnvöldum að gæta aðhalds og sparnaðar á öllum sviðum. Það sjónarmið er greinilega látið víkja þegar flokks- málgögnin eru annars vegar. Ríkisfjölmiðlamir, og þó fremur hljóðvarpið en sjónvarpið, hafa ekki náð að ávinna sér það traust sem til að mynda Morgunblaðið nýtur í fréttamennsku. Þeir sem gerst fýlgjast með störfum Alþingis vita til að mynda að eftir síðustu stjóm-. arskipti er eins og það sé kappsmál að segja sem minnst frá málflutn- ingi stjómarandstæðinga á löggjaf- arsamkomunni og þess jafnan freistað að komast hjá því að leita álits stjórnarandstöðu á því sem ákveðið er af hálfu stjórnvalda. Næturfiindir um fjölmiðla en engir um fiskvinnslu Það virðist hins vegar hafa borið helst til tíðinda um áramótin að ríkisstjórnin og fulltrúar hennar sátu á daglöngum og jafnvel nætur- löngum fundum í þeim tilgangi að finna leiðir til að komast yfir hluta- bréf í Stöð 2. Af fréttum að dæma sýnist sem þetta hafi átt að gerast með ríkisábyrgðum eða einhveijum öðrum leiðum af því tagi, en um- fram allt á kostnað skattborgar- anna. Og ríkisstjórnin var upptekin við þetta í nokkra sólarhringa að- eins fáeinum dögum eftir að hún hafði látið þinglið sitt setja tugi milljóna í kassa flokksmálgagn- anna. Á sama tíma og þetta var að gerast birtu samtök fiskvinnslu- stöðva nýjar upplýsingar um allt að 4% hallarekstur á fiskvinnslu í byijun nýs árs. En fréttir af þessu tagi virtust fara inn um annað eyr- að og út um hitt bæði hjá ríkis- stjórninni og ríkisfjölmiðlunum. Á báðum vígstöðvum virtust menn hafa meiri áhuga á því hvemig unnt væri að klófesta Stöð 2. Þessir atburðir segja því tals- Fiskverðsdeilan á Eskifirði: Fólkinu verður ekki stíllt upp sem andstæðingum - segir Hrafiikell A» Jónsson, formaður verkalýðsfélagsins Arvakurs á Eskifírði „í JAFNLITLU samfélagi og Eskifjörður er, þar sem algengt er að konan vinni í fiskinum og karlinn sé á sjónum, er ekki hægt að búast við öðru en samstaða skapist um hluti eins cg launakjör sjómanna. Auðvitað er hægt að segja við þetta fólk að það sé bara að bítast um sömu bitana af sömu kökunni og reyna þannig að stilla því upp sem andstæðingum. Slíkt gengur einfaldlega ekki _upp. Þetta samfélag kemur ekki til með að þola svoleiðis skiptingu. Ég held að landverka- fólk hér á Eskifirði geri sér fúlla grein fyrir því, að þetta kann að leiða til þess að vaxandi hluti af afla togaranna verði fluttur óunninn út. Samt styður það baráttu sjómanna," segir Hrafnkell A. Jónsson, formaður verkalýðsfélagsins Árvakurs á Eskifírði. Félagar 5 Árvakri eru bæði sjó- menn og landverkafólk og því kann að virðast svo sem staðá formanns- ins í deilu þessari sé erfið. Hann styður sjómenn í baráttunni fyrir betri kjörum, en hún kostar land- verkafólkið atvinnuna um tíma. Hrafnkell segir ennframur: „Að mínum dómi gerir fólkið sér líka grein fyrir því, að fái mennirnir, sem sækja þennan fisk í sjó, ekki borgað fyrir það á svipaðan hátt og starfsbræður þeirra annars stað- ar, er ákaflega stutt í það, að ekk- ert hráefni berist á land. Það þarf sjómenn til að gera út skip og fáist þessir menn ekki í skipsrúm fyrir þau kjör, sem bjóðast, verður eng- um skipum haldið úti. Þetta mál snýst því einnig um það, hvort ein- hver fiskur fáist hér til vinnslu. Bæði verkafólk og sjómenn hér á Eskifirði gera sér grein fyrir því að fýrirtæki hér í sjávarútvegi eru ekkert ofsæl af sínum hlut. Málinu er bara komið þannig að fólkið, sem vinnur í þessum fyrirtækjum, treystir sér ekki lengur til að slá meira af kröfum sínum, en það hefur þegar gert. Launþegar í þess- um greinum hafa orðið fyrir gífur- legum kjaraskerðingum á síðustu misserum og mér finnst það mikil tilætlunarsemi að þetta fólk leggi meira að mörkum til að halda at- vinnurekstrinum gangandi. Það eru ýmsir aðrir aðilar í þjóðfélaginu, sem það stendur nær. Það er þó ekki endilega hægt að segja svo, að hækki fiskverð til sjó- manna, þýði það endilega að minna hráefni verði til ráðstöfunar í landi. Þetta segi ég vegna þess, að hluti fiskvinnslunnar í landinu hefur ver- ið að borga hærra fiskverð en Verð- lagsráðsverðið síðustu misseri. Þessi fyrirtæki búa við sambærileg- ar aðstæður og Hraðfrystihús Eski- fjarðar. Ég held maður verði líka að taka það með í reikninginn, að geti fiskvinnsla á íslandi ekki keppt við fiskvinnslu erlendis, sem minnsta kosti að hluta til er að framleiða inn á svipaða markaði og við, en borgar miklu hærra verð, þá er eitthvað stórkostleg að í undir- stöðunni. Ég teldi það þá þarfara verk að reyna að búa þannig að sjómönnum, að þeir séu þokkalega ásáttir við kjör sín og leysa þess í stað þau yandamál, sem gera þaðj

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.