Morgunblaðið - 06.01.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.01.1990, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1990 Ast er... Ég ætla að ná yfirvinnutímun- .Eitt er víst. Því verður aldrei um hvað sem hver segir ... stolið.......... HOGNI HREKKVISI Þessir hringdu . . Húfa Svört loðhúfa með áföstum trefli og með rauðmynstruðu fóðri tap- aðist aðfaranótt laugardagsins 16. desember, iíklega í leigubíl frá Hótel íslandi inn í Fossvog. Laura Ashly merkimiði er í húfunni. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 36766. Heyrnartæki Heyrartæki í hvítum kassa tap- aðist, líklega í Skeifunni eða Aust- urbænum. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 75609 eftir kl. 16. Þakklæti Þórunn hringdi: „Ég vil þakka ungu stúlkunum sem afgreiða í Bjömsbakaríi við Eiðistorg fyrir yndislega fram- komu. Eg versla stundum þarna og það er alltaf jafn gott að koma til þeirra." Skór Svartir leðurinniskór í hylki töpuðust í Vesturbænum. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 13077. Kettlingar Sjö vikna kettlingar, angóra- blendingar, fást gefins. Upplýs- ingar í síma 40867. Taska Svört hliðartaska tapaðist á nýárskvöld við bílastæði í Fífuseli eða nálægt Miklubraut 1. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 34207. Fundarlaun. Var það of mikið? Jóhannes hringdi: „Eftir hver áramót hafa fjöl- miðiar alltaf einhveija þörf fyrir að tíunda uppá krónu kostnaðinn vegna flugelda sem skotið er upp um hver áramót. Minnist ég þess varla að hafa lifað þau áramót að þessi frétt hafi ekki biasað við augum manns á áberandi stað í blöðunum og útvarpið hefur ekki iátið sitt eftir liggja. Maður gæti ætlað að fjölmiðlafólki þætti alltof miklu fé eytt í þessa vitleysu og fréttaflutningurinn þannig eins konar óbein umvöndun. Það er hins vegar ekki minnst á fyrir hversu mikið menn keyptu brennivín en ég hef lúmskan grun um að þar sé um mun hærri upp- hæðir að ræða. Margir hafa gam- an af flugeldunum en áfengið veldur einungis böli. Væri ekki nær að tíunda hversu mikið hafi verið keypt af þessu eitri um ára- mótin en flugeldum? Það gæti orðið til þess að einhver áttaði sig.“ Víkverji skrifar Helsta einkenni nútímans er sennilega hversu allt er breyt- ingum undirorpið; hvort heldur er í stjómmálum, viðskiptum eða tækni. Ekki er hægt að ganga þar að neinu vísu. Þekking sem var góð og gild í gær, gæti verið einskis virði í dag. Aþreifanleg dæmi um þetta gerast allt í kringum okkur. Tækni er t.d. mikili breytingakraftur sem breytir framleiðslutækjum heilu iðngrein- anna og jafnvel eðli þeiija. Þannig hafa reyndar tæknibreytingar alla tíð breytt tilvem mannsins, skapað ný gildi samtímis því sem gömlu gildin ganga sér til húðar. Hjólið gerði f lutninga mögulega, gufuvélin orsak- aði iðnbyltinguna, prenttækni Guten- bergs losaði menntun úr einangrun klaustranna, og tölvubylting nú- tímans hefur orsakað þvílíka upplýs- ingabyltingu að enn er ekki útséð hver áhrif hennar verða. Sú bylting stendur yfir og eins og ætíð, er erf- itt að átta sig á framgangi mála í ringulreið byltingarástands. Alveg eins og erfitt er að átta sig á því hvemig Evrópuþjóðir muni laga sig að þeirri lýðræðisbyltingu sem orðið hefur í- Austur-Evrópu. Ný tækni leysir stöðugt af hólmi gamla og reynda. Nýja tæknin er yfirleitt bæði uppbyggjandi og eyðileggjandi í senn. Hún getur vald- ið því að menntun sem áður var tal- in góð og gild til lífstíðar er til einsk- is nýt, heilu atvinnugreinamar eru lagðar í rúst og áður stöndug fyrir- tæki leggja upp laupana. Og stjóm- málamenn koma og fara örar en. nokkm sinni fyrr. Formaður í dag, fallinn á morgun. Ifyrirtæki em sam- einuð og stjómendum sagt upp. Allt er þetta nýtt fyrir okkur, en er hluti af þeirri byltingu sem nú umskapar heiminn. xxx Hin nýja heimsmynd gerir alit aðrar kröfur til okkar, að ekki sé talað um kröfumar sem gera verð- ur til menntakerfisins. Hraði breyt- inginna er slíkur að það á mjög örð- ugt með að fylgja þeim eftir. Þetta á eðli síns vegna sérstaklega við ýmiss konar verkmenntun. Ef verk- menntaðir menn framtíðar ætla að eiga möguleika í harðri samkeppni þarf menntun þeirra að vera mun sérhæfðari, ítarlegri og ekki síst sveigjanlegri en nú er. Þegar ný tækni er annars vegar er ekki spurt um iðnréttindi eða háskólagráður, heldur um kunnáttu og færni. Áður lærðu menn einhveija iðngrein og dugði sú kunnátta þeim til að fram- færa sér sómasamlega til lífstíðar. Sá tími er liðinn. Nú getur það hrein- lega gerst að sú þekking sem áður var einskorðuð við ákveðnar iðngrein- ar færist út til fjöldans, þannig að grundvellinum sé beinlínis kippt und- an áður stöðugum iðngreinum. Iðn- réttindi eru því einskis virði nema þeim fylgi meiri þekking en aðilar hafa utan hennar. Það er því sorg- legt að horfa uppá það, að íslenska verkmenntakerfið skuli ekki bregðast við þessu, heldur kenna í mörgum tilvikum um tækni og viðhorf gær- dagsins. Á sama hátt er það grátlegt að fylgjast með rótgrónum fyrirtækj- um fara á hausinn eða vera gleypt af öðrum, aðeins vegna þess að stjómendur þeirra áttuðu sig ekki á breyttum aðstæðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.