Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 9
-t MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1990 C 9 SÁLARFRÆDI/7V/ vamar viökvœmum tilfinningumf Hin harða skel ÞAÐ tíðkast talsvert að eigna heilum þjóðum vissa eiginleika eða a.m.k. telja þá svo algenga að líta megi á þá sem e.k. þjóðar- einkenni. Oftast nær hygg ég að þetta séu heldur vafasamar full- yrðingar. Því heyrist t.a.m. oft fleygt að íslendingum hætti til að vera kaldir og fráhrindandi á ytra borði, en aftur á móti hlýir og tilfinninganæmir þegar inn úr skelinni er komið. Ég er alls ekki viss um að þetta sé rétt. Fremur að um sé að ræða e.k. ímynd sem menn vilja hafa um íslendinga, kannski fyrst og fremst þeir sjálfir. Mín reynsla segir að yfirleitt sé fólk hér á landi heldur hlýlegt, vinsamlegt, hjálpfúst og ljúft í viðmóti — og þannig er raunar að mínu viti eðlilegast að heilbrigt fólk sé hvaða þjóð svo sem það tilheyrir. sem nýlega eru orðnir reyklausir hættir nefnilega til að drekka hraðar en ella, meðal annars vegna þess að þeir geta ekki lengur notað sígarett- ur sem tíma- og sjússamæli. Líka vegna þess, náttúrlega, að þeir vilja kannski deyfa með áfenginu kringl- óttar kenndir og hugsanir sem tób- akið hefði að öðrum kosti deyft. Þið takið fljótt eftir því að eftir nokkurra vikna tóbaksleysi er húðin orðin mýkri og rjóðari og úthald á flestum sviðum betra. Þetta þýðir eflt sjálfsálit og þá er létt verk að ná af sér aukakílóunum sem hjálpuðu undirmeðvitundinni til að taka þá ákvörðun að hætta að reykja. Þegar að því rekur getið þið átt alveg lausar reyklausar stundir og lopapeysurnar farið að safna í sig skít á ný. Einfald- ara getur það varla verið, eða hvað? Alltaf finnast þó einstaklingar með öllum þjóðum sem er öðru vísi farið. Til eru menn sem virð- ast vera hijúfir, kaldir og gróf- gerðir „allt í gegn“, ef svo má að orði kveða. Það er ekki að sjá að þeir eigi til við- kvæmar eða fíngerðar tilfinn- ingar. Fremur er sjaldgæft að sjá eftir Sigurjón fólk af þessu tagi, Björnsson enda er það ekki sú manngerð sem ég ætla að ræða um. Þar er held- ur ekki um neina skel að ræða. Tilfinningaríkt fólk finnur oft til þess hve það getur verið vam- arlítið, sérstaklega ef það hefur ekki lært í uppvexti að stýra til- fmningum sínum og beina þeim í farvegi. Stundum er talað um „ræktun“ í þessu sambandi. Til- finningar geta verið ræktaðar eða legið í órækt. í síðarnefnda tilvik- inu er þeim hætt við að gjósa upp, óbeislaðar og frumstæðar. Þess háttar „gos“ eru sjaldnast heppileg og geta haft slæmar af- leiðingar í för með sér. Fólk reyn- ir því að sjá til þess að slíkt komi sem sjaldnast fyrir. Ein aðferðin er einmitt að koma sér upp eins konar skráp eða skel og brynja sig með kaldranalegu og harð- hnjóskulegu yfirbragði. Enn eru þeir sem orðið hafa fyrir einhverjum áföllum tilfinn- ingalegs eðlis eða þá að aðrir hafa brugðist trausti þeirra, hvort held- ur er í bemsku eða síðar á ævinni. Hafi fólk átt slíku að mæta, verð- ur það að vonum tortryggið, hætt- Til eru menn sem virðast vera hrjúfir, kaldir og grófgerðir „allt í gegn“, ef svo má að orði kveða. Það er ekki að sjá að þeir eigi til viðkvæmar eða fíngerðar til- fínningar. / ir til að skriða inn í skel sína og hleypir engum nálægt sér. Brennt barn forðast eldinn. Að sjálfsögðu þýðir þetta að viðkomandi er ávallt í tilfinningalegu svelti og er það síður en svo fullnægjandi en samt sem áður betra en verða vonsvikinn. Vandi kemur hins veg- ar upp þegar viðkomandi þarf að vera samvistum við þá eða þann sem krefst nánari tengsla. Þá má reyndar segja að vandinn hvíli á mótaðilanum, þolinmæði hans, skilningi og umfram allt að hann sé þess trausts verður sem hann biður um. fátækleg og sumstaðar að mestu látin ónotuð; berklar eru algengir; sjúklingar leita seint til læknis, oft- ast vegna mikilla vegalengda og vondra samgangna; mænusóttar- bóluefni er ekki til nema stundum. Og í Mósambík og Eþíópíu þar sem mönnum gengur illa að halda frið- inn eru slys af völdum hernaðar daglegt brauð og ekki auðhlaupið að ná til kunnáttumanna. Líf og heilsa eru fólki fyrir mestu í þessum heimshlutum sem öðrum, en um allar jarðir eru vandamálin margs konar. Þau börn þriðja heimsins sem komast á legg þurfa eins og önnur börn að læra það sem nauðsynlegast er talið hveijum manni í æsku og það er að lesa. Skorti á skólum er óvíða um að kenna hve menntun er enn glopp- ótt. Á þessu ári hefja 100 milljónir sex ára barna skólagöngu í fyrsta sinn á ævinni en einungis 6 af hveij- um 10 munu ljúka því sem nefnt er barnaskóla- eða grunnskólanám. Hin fjögur hætta áður en því er lokið, gefast af einhveijum ástæð- um upp í miðjum klíðum. Langflest þeirra verða aldrei læs. Takmarkið er ekki aðeins heilbrigði heldur einnig menntun allra. Hvenær því takmarki verður náð er ógnvekjandi óráðin gáta. Vissulega hefur mikið áunnist. Ólæsi hefur víða um heim verið á undanhaldi síðustu áratugi og ein- stakar þjóðir og samtök þjóða hafa lyft grettistökum í heilbrigðismál- um. Utrýming bólusóttar er áreið- anlega einn glæsiiegasti vitnis- burður um alþjóðasamvinnu fyrr og síðar. Þrátt fyrir veika hlekki í keðj- unni eru nú 7 af hveijum 10 börnum þriðja heimsins bólusett gegn barnasjúkdómum, og vökvun gefin einu af hveijum þrem sem er ógnað af skituskrælnun. Fuiltrúar liðlega hundrað ríkisstjórna komu saman í fyrra og urðu ásáttir um að beina athygli heimsins að börnunum. Þeir segja í skýrslu sinni: „Kjarni sið- menningar er í fyrsta lagi verndun þeirra sem eru viðkvæmir og mega sín lítils og í öðru lagi nærgætni gagnvart framtíðinni. Börn og um- hverfi eru viðkvæm og börn og umhverfi eru líka framtíðin.“ # Viltþú w losna við virðisaukaskatt ? Samkvœmt reglugerð um virðisaukaskatt er heimilt aö draga skattinn írá við kaup á nýrri sendibiíreið, sé hun eingöngu notuð vegna skattskyldrar starísemi. Hér er tœkiíœrí til aukinnar hagkvœmni i rekstrí. V.W. Polo heíur serstaklei bilanatíðni og er þessve, afar ódýr í rekstri. ■ *». .. . .. • S.& .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.