Morgunblaðið - 21.01.1990, Side 16

Morgunblaðið - 21.01.1990, Side 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1990 kominn annar hver starfs- maður Stöðvar tvö og maki, auk nokkurra annarra, sem ég þekkti ekki. Gestirnir leggja augljóslega mikið upp úr íburðarmiklum klæðnaði, svo að ekki er fyrir ótínda alþýðuna að sýna sig þar. Umræðuefnin voru mjög fjölbreytt: allt frá álþreifing- um til nýliðins uppskurðar vegna tannholdsbólgu. Sannarlega heillandi um- ræðuefni! En þrátt fyrir allt og allt er agæta skemmtun að hafa í Óperukjallaranum. Tónlistin er meira og minna öll frá „gullöldinni" og ég varð ekki var við neina pústra, sem er vægast sagt fáheyrt á íslenskum skemmtistað. ■■■■■■■■■ Rauðaljó- RAUDA nið hlýtur UÓNIÐ að vera Við Eiðistorg furðuleg- asti pöbb í heimi. Sjálfur pöbbinn er reyndar ekkert heimsundur, en umhverfið er það svo sannarlega. Þarna veltast um hundruð ungra íslendinga í þjóðhátíðarskapi undir glerhvolfi miklu, sem skýlir þeim fyrir veðri og vindum, Og stemmningin er óneitanlega keimlík því sem gerist á útihátíðum, fyrir utan það að tjöldin, rigning- una og forina vantar. En þó svo maður sé sjálfur e.t.v. ekki í neinu verslunarmanna- helgarskapi er hægt að skemmta sér konunglega sem hlutlaus áhorfandi, svo framarlega sem maður hefur gaman af að fylgjast með drykkjusiðum landans. ■■■^■■M Sport- SPORT- klúbbur- KLÚBBURINN inn er Borgartúni 22 reistur á rústum Klúbbsins, sem seinna nefndist Evrópa. Nú er hún Snorrabúð stekkur. Eins og nafnið gefur til kynna fer íþróttastarfsemi af ýmsu tagi fram í húsinu, aðallega knattborðsleikir. Minna er þó stundað af öl- fimi en áður gerðist í húsinu. Nú eru aðeins vínveitingar í kjallaranum, en þar er pöbb. Vegna knattborðanna er stemmningin í breskara lagi, sem er skemmtilega frá- brugðin því sem gerist á flestum öðrum pöbbum hér- lendis. Hinir fótamenntaðri geta valið um lifandi tónlist og dauða um helgar. ■■■■■■■ Staupa- STAUPA- steinn er STEINN u.þ.b. Smiðjuvegi 14d miðja vegu milli Kópavogs og Breiðholts og nýtur þess. Af sama leiðir að gestahópurinn er frekar ósamstæður, sem SKYNDIVERÐLÆKKUNARVEISLA á frábærum fötum frá merkjum sem gefa h'nuna Láttu það eftir þér að líta inn! , VWMRM8TI LAUGAVEGI 39 • SÍMI 11388 i B; Öl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.