Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 18
18 C MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLAR SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1990 ERU ISLENSKIR • • FJOLMIÐLAMENN IBOFAHASAR? Steingrímur Hermannsson Þorsteinn Pálsson Július Sólnes eftir Jóhönnu Ingvorsdóttur FJÖLMIÐLAR og fjölmiðlafólk er oft á tíðum bitbein manna á meðal og eru ekki allir á eitt sáttir um ágæti íslenskra fjölmiðla. Allir eru sammála um að mikil fjölmiðlabylting hafí átt sér stað á Islandi eftir að einkaréttur rikisins á útvarps- og sjónvarps- rekstri var afhuminn fyrir rúmum þremur árum. Samkeppni um fréttir, hugmyndir, sambönd og auglýsingar hefur aukist gíftir- lega frá því sem áður tíðkaðist og hefiir verulega fjölgað í stétt frétta- og blaðamanna á þessum tíma og fréttatímum hefiir fjölg- að til muna. En hvert skyldi fjölmiðlabyltingin hafa leitt okkur? Eru vinnubrögðin vandaðri? Hvert ersiðferði blaða- og frétta- manna? Ssvari Jóns Baldvins Hannibals- sonar, utanríkisráðherra, við einni af spumingum Morgunblaðs- ins á gamlársdag, kom fram mikil gagnrýni á fjölmiðla. í Morgun- blaðinu á gamlársdag 1989 voru lagðar spumingar fyrir stjóm- málamenn. Spurt var: „Gagnrýni á meðferð fríðinda á æðstu stöðum hefur verið mikil á árinu. Hvernig telur þú skynsamlegast að bregð- ast við henni?“ Utanríkisráðherra segir, f svari sínu, að það sem þama sé puntað upp sem „gagn- rýni“ haf i í reynd verið pólitískar ofsóknir í hefðbundum íslenskum bófahasarstíl. Ennfremur segir ráðherrann í svari sínu: „Nafn- greindir menn í innsta hring tiltek- ins stjórnmálaflokks undirbjuggu og skipulögðu þessar ofsóknir til þess að reyna að hefna þess í fjöl- miðlum sem hallaðist á Alþingi. Þeir misnotuðu í þessu skyni óvandaða fréttamenn, einkum á Stöð 2. Ef „umræðan" gaf tilefni til einhvers þá hefði það verið til vandaðrar umfjöllunar um óheið- arleika og siðblindu tiltekinna fjöl- miðla, sem berir voru að því að snúa „rannsóknarblaðamennsku“ upp í ofsóknarblaðamennsku. Og að þverbijóta allar gmndvallar- reglur um heiðarlegan fréttaf lutn- ing. Sú umræða varð hins vegar nánast engin. Hvers vegna ekki? Hveijir ráða umræðuefnum fjöl- miðla?“ spyr Jón Baldvin. Þá segir ráðherrann síðar í svari sínu: „Fjölmiðlabyltingin hefur því mið- ur étið bömin sín. Til eru þeir fjöl- miðlar í þessu þjóðfélagi sem verða því miður að f lokkast undir þjóðar- böl. Þeir hafa dregið viti borna þjóðmálaumræðu ofan í svaðið og eiga ósmáan hlut í þeirri djúpu bölsýni, sem gripið hefur um sig meðal þess hluta þjóðarinnar, sem ánetjast hefur þessu fjölmiðla- dópi.“ I ljósi þessarra skoðana utanrík- isráðherra, voru nokkrir einstakl- ingar, sem vanir eru að fást við frétta- og blaðamenn og koma ósjaldan fram í fjölmiðlum, spurð- ir álits á íslenskum fjölmiðlum og fjölmiðlamönnum. Þóra Hjaltadóttis- Guðrún Agnarsdóttir Víglundur Þorsteinsson HVERT HIPUR FJÖLMHDLA- BYLTINGIN LEITT OKKUR? Viðmælendur eru sammála um að íslenskir fjölmiðlar eru misjafn- ir að gæðum og fjölmiðlafólk fyndist bæði „vandað“ og „óvandað“ að virðingu sinni. Dæmi væru þess að blaða- og fréttamenn hefðu boðið upp á óheilbrigð viðskipti við stjómmálamenn. Sú skoðun kemur fram að nauðsynlegs siðferðis er ekki ailtaf gætt, samkeppn- in væri nú hömlulausari er áður, vinstri slagsíðu gætti á ríkisfjöl- miðlunum, þáttur stjómmálamanna í fréttum væri of mikill, sjón- varpsvélamar hefðu of mikil áhrif á störf Alþingis, óvönduð vinnu- brögð væm oft viðhöfð í skjóli nafnleyndar auk þess sem mann- fæð, tímaleysi og afkastakröfur kölluðu á stór og smá mistök. í kringum sig. Sjálfsagt er það vegna þess að hann heldur að það virki vel í íslenskri pólitík að telja fólki trú um að menn séu ofsóttir. Þjóðin hef- ur nefnilega alltaf töluverða_ samúð með þeim sem eru ofsóttir. Ég verð að segja það alveg eins og er að veruleikinn er sá að núverandi ríkis- stjóm hefur notið ákaflega mikllar velvildar í fjölmiðlum og ekki síst á það við um formann Alþýðuf lokksins sem notið hefur sérstakrar verndar í nokkrum fjölmiðlum og hefur þann- ig haft betri aðstöðu í þessum efnum en flestir aðrir stjómmálamenn á undanfömum ámm,“ segir Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisf lokks- ins. „Fjölmiðíamir eru, auðvitað ekki gallalausir eða alheilagir frekar en aðrir. Þeir hafa sína Jcosti og sína galla. Ég er ekki'.þeirrar skoðunar að það sé eitthvert sérstakt markmið hjá fjölmiðlunum að draga upp svart- ar myndir. Miklu fremur sýnist mér að á síðustu misserum hafi gætt til- hneigingar til að gera hlut ríkis- stjómarinnar betri en hann er. Auð- vitað finnur maður fyrir því að víða á fjölmiðlum er skortur á þekkingu til þess að fjalla um mál, sem fjöl- miðlarnir eru að taka fyrir. Oft er tilhneiging hjá fjölmiðlum til þess að draga ályktanir af upplýsingum sem geta leitt til þess að upp koma getsakir. Ég held að það sé óum- deilt að það er vinstri slagsíða á fjöl- miðlunum, helst á ríkisfjöimiðlunum, og að því leyti endurspegla þeir ekki þjóðfélagið nægjanlega vel. Þrátt fyrir athugasemdir af þessu tagi þá er það mín skoðun að íslenskir fjöl- miðlar séu býsna góðir og það sé ekki tilefni til þess að vera með stóra sleggjudóma almennt þó ástæða sé til þess að benda á ýmislegt, sem úrskeiðis fer á einstaka stað. Mín niðurstaða er sú að það sé ekki til- efni til þess að kveða upp neikvæðan dóm um íslenska fjölmiðla. Það er margt mjög vel gert og ég held að það sé enginn vafi á að íslenskir fjöl- miðlar eru í framför og það skiptir auðvitað meginmáli hvort menn séu á réttri leið. Vinnubrögð blaða- og frétta- manna eru mjög misjöfn. Flestir þeir fjölmiðlamenn, sem ég hef samskipti við,_eru samviskusamir og heiðarleg- ir. Ég hef líka átt samskipti við blaða- menn, sem boðið hafa upp á mjög óheilbrigð viðskipti varðandi upplýs- ingamiðlun. Ég hef átt sámskipti við blaðamenn, sem boðið hafa upp á það að yrði lekið til þeirra upplýsing- um þá myndu þeir gjalda það með ÍSLENSKIR fjölmiðlar eru alls ekkert þjóðarböl, ekki einu sinni einn þeirra eins og utanríkisráðherra og fyrrum ritstjóri virðist telja. Ólán einnar fjölskyldu, þó svo stofnar hennar séu merkir, getur vart talist böl heillar þjóðar. I samfélagi nútímans er mikilvægasta hlutverk fjöl- miðla að styrkja og efla frelsi og lýðræði og það verður að segjast að þessu hlutverki sinna sjálfstæðir íslenskir fjölmiðlar eftir mætti. STEINGRÍMUR HERMANNS- SON,forsætisráðherra: SAMKEPPNIN HÖMLULAUSARI Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, segist ekki vilja taka eins djúpt í árinni og utanríkis- ráðherra. Samkeppnin hafi þó orðið hömlulausari eftir að afnám einka- réttar varð að lögum og stöðum fjölg- aði. Nauðsynlegs siðferðs hefði ekki alltaf verið gætt nógu vel. „Fjöl- miðlar gegna mikilvægu hlutverki, en um leið hvílir á þeim mikil ábyrgð í því að miðla upplýsingum rétt ti! þjóðarinnar. Ég held að í mjög mörg- um tilfellum takist það, en því miður verð ég að segja að í sumum tilfellum finnst mér það alls ekki takast og raunar er mjög óábyrgt hvemig fjöl- miðlar fara með sum mikilvæg mál. Yfirleitt finnst mér blöðin töluvert ábyrgari heldur en sjónvarpsstöðv- arnar og ríkissjónvarpið finnst mér stórum betra heldur en Stöð 2. Jafn- framt ber að hafa í huga þau gífur- legu áhrif, sem einstakir fréttamenn geta haft ef þeir láta tilfinningar ráða og jafnvel illkvittni. Það er afar nauðsynlegt að velja fréttamenn þannig að þeir láti aldrei slíkar hvat- ir ráða sínum fréttaflutningi, sér- staklega í sjónvarpi því sagt er að sjón sé sögu ríkari. Þannig held ég að sjónvarpið hafi miklu meiri áhrif á stóran fjölda heldur en dagblöðin. Mikilvægt er að virkt eftiriit sé með fréttamennskunni og ég held að það sé virkara á dagblöðunum en í sjón- varpi. Fréttamenn eru mjög mismun- andi. Stundum finnst mér fréttamað- urinn ekki hafa minnstu hugmynd um það sem hann er að spyrja um og aðrir hafa augljóslega sett sig vel inn í málin. Það gerist eflaust oft að stjómmálamenn skýra ekki full- komlega frá málum og það er mjög breytilegt frá einum fréttamanni til annars hvort hann er það vel inni í málinu að hann geti spurt svo allur sannleikurinn komi í ljós. Ég hef líka stundum velt því fyrir mér hvaða rétt sjónvarpsstöð hefur á því að klippa til viðtal. Sjónvarpsviðtöl eru klippt til á alla kanta og sitthvor viðtölin jafnvel klippt saman þannig að það líti út fyrir að viðkomandi menn séu í rökræðu. Þetta gefur auðvitað alranga mynd og stundum er mikilvægustu þáttum málsins sleppt úr. Ef viðtal reynist of langt, þá mætti vel hugsa sér að það ætti að taka upp á nýtt.“ Forsætisráðherra segir að allt of mikið sé um að trúnaðarmál séu lát- in „leka“ í frétta- og blaðamenn.og það eitt spilli meira en flest annað eðlilegu sambandi stjórnmálamanna við fjölmiðlafólk. Ekki sé við press- una að sakast í þeim efnum, heldur þá sem leka. „Fréttamenn leika oft þann leikinn að ná í hluta máls, koma síðan til næsta manns og segjast vita svo og svo mikið, „hvað viltu segja um það?“ Ég hef aldrei haft á móti því að veita fjölmiðlafólki upp- lýsingar ef málið er þess eðlis og ef það kann að vera fréttamanninum til gagns í fréttaflutningnum. Mér finnst þó of mikið af því að frétta- menn séu að leita að yfirborðskennd- um æsifréttum. Þess vegna fagna ég því ef fréttamaðurinn vill upplýs- ast um einstök mál áður en hann fer svo að kanna það nánar. Ég neita því ekki að ég verð stundum dálítið þreyttur af ágangi fjölmiðlamanna. Ég bauð fjölmiðlum eitt sinn upp á vissa fundartíma, en þeirri hugmynd var skjótlega hafnað. Menn vilja gjaman hafa fyrir því að ná í sínar fréttir sjálfir í stað þess að fá þær mataðar í sig. Það er vel skiljanlegt að allir vilji vera fyrstir með fréttirn- ar.“ ÞORSTEINN PÁLSSON,for- maður Sjólfstæðisflokksins: BOÐIÐ HEFUR VER- IÐ UPPÁÓHEIL- BRIGÐ VIÐSKIPTI Mér fannst ummæli Jóns Bald- vins í meira lagi brosleg. Hann gerir það gjaman þegar hann kemst í vörn að mála skrattann á alla veggi Ef éinhvers staðar er misbrestur þá er hann að finna á flokks- blöðunum því sú hagsmunagæsla sem þar fer fram í nafni frétta- mennsku samræmist illa kröfu okkar tíma um frjálst og eðlilegt upp- lýsingastreymi. Hitt er syo annáð mál að blaða- menn og fjöl- miðlar, rétt eins og þingmenn og ráðherrar, eru ákaf- lega misjafnir og skynja misvel ábyrgð orða sinna og gerða. Hér skal því haldið fram að fjölmiðlar geri sér ekki allir alltaf grein fyrir því að þeir geta dæmt menn án laga og án þess að sanna sekt. Blaðamenn telja þann rétt heilag- an að fá að kalla skíthæl skíthæl. Hérlendir fjöl- miðlar vilja fá að birta ásökun álíti þeir að hún sé sönn, eða hafi þeir einhvern fyr- ir henni. Vandinn sem þessu fylgir er sá að vegna áhrifa miðlanna jafngildir birting ásakana oftast áfellisdómi. í fiestum siðmenntuðum iöndum njóta sak- bomingar þeirra mannréttinda að dómskerfið skilgreinir þá saklausa, þangað til sekt er sönnuð. Sá sem ákærir verður að sanna sekt. Sak- borningur fyrir rétti fjölmiðla þarf hins vegar að sanna sakleysi sitt. Fjölmiðlurn eða þeim sem í gegnum < þá tala ber ekki skylda til þess að færa sönnur á oft hálfkveðnar ásak- anir og er undirritaður þar engin undantekning. „Mud sticks" er oft skýring enskumælandi manna á þessu eðli fjölmiðla og eiga þá við að erfitt geti reynst að losna við aur sem slett hefur verið. Það má þv! segja með nokkrum sanni að dóm- stóll fjölmiðla sviptir sakborninga þeim mannréttindum að fá meðferð sem sakleysingi þar til úrskurður er kveðinn upp. Fjölmiðlar geta svo sem sagt að það séu ekki þeir sem fella dóminn BflKSVlÐ eftir Ásgeir Fridgeirsson t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.