Morgunblaðið - 21.01.1990, Side 30

Morgunblaðið - 21.01.1990, Side 30
30 C MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFIMIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1990 ÆSIiUMYNDIN... ER AF SIGMARIB. HAUKSSYNI, SÆLKERA Uppfinninga- samur og 1*7 / ,n 1 kunni að segfa sögur Sigmar B. Hauksson, sælkeri og útvarpsmað- ur, er fæddur í Reykjavík hinn 3. október, 1950 og er sonur hjónanna Hauks Bents Guðjónssonar og Svanborgar Jónsdóttur. Hann er kvæntur Helgu Thorberg, leikkonu. Með henni á hann son, en átti annan fyrir. Hugmyndaríkur Þótti staðráðinn í að láta sér ekki leiðast. UR MYNDASAFNINU ÓLAFURK. MAGNÚSSON Fráþeim gömlu góðu Hjörleifur Hjörtþórsson var einn leikfélagi Sigmars í bernsku. „Sigmar var skemmtilegur leik- félagi því hann var frekar upþ- finningasamur enda ímyndunaraf- lið í góðu lagi. Ég held að það hafi alltaf fylgt honum ... hvað hann er hugmyndaríkur. Og það er óhætt að segja að Sigmar hafi verið stað- ráðinn í að láta sér aldrei leiðast. Við hikuðum ekki við það að fara í langa og mikla sjóróðra í ein- hverjum kassa, sem við fundum á víðavangi og lifðum okkur svo inn í' ævintýrið, að engu skipti þó við værum langt yfir sjávarmáli. Þetta var alvöru sjóferð. Á því lék enginn vafi. Við lékum okkur mest á heima- slóðum í holtunum og Múlahverfi og sérstaklega var gijótnámið vin- sælt. Þar var hægt að ímynda sér allt og reyndar var þetta hálfgerð sveit þá svo ekki skorti okkur at- hafnarýmið. Annars er það kannski eitt öðru fremur, sem ég man eftir í fari Sigmars, en það er hversu góður sögumaður hann var alveg frá fyrstu tíð. H'ann var mjög laginn við að halda áheyrendunum spennt- um og við efnið og enn þann dag í dag man ég eftir mörgum mergj- uðura draugasögum sem hann sagði.“ Guðrún Hauksdóttir, systir Sigmars, tekur undir þetta. „Hon- um veittist auðvelt að koma fyrir sig orði. Við vorum mikið saman, enda stutt á milli okkar, og hann var yfirleitt fyrirliðinn um hvað skyldi næst taka sér fyrir hendur. Þó var hann nú ekki mikið fyrir íþróttir eða svoleiðis, miklu frekar gefinn fyrir bókina. Hann var mér afar góður „stóri bróðir“ og gætti mín vel. Fylgdist vel með mérí þegar ég byijaði í Laugamesskóla og sá til þess að ekki væri gengið á minn hlut. Það hvessti náttúrulega stundum milli okkar, eins og gerist milli systkina, en aldrei var það nú langlíft. Hins vegar var nú ekkert sérstakt, sem benti til þess að hann yrði jafn- mikill sælkeri og raun bar síðar vitni. Ég minnist þess helst að hon- um þótti skyr afar gott og borðaði það helst í öll mál.“ Björn Einarsson, sem var mikill vinur Sigmars þegar dró nær tán- ingsárunum, samsinnir því að Sigmar hafi verið uppátækjasamur, „en hann var enginn prakkari í sér. Hann fékk ótal hugmyndir, en þær gengu allar út á að skemmta sér á eigin kostnað — ekki annarra. Sigmar var strax mikill húmoristi þegar við byijuðum að umgangast og það ágerðist með árunum ef eitt- hvað var.“ Ekki alls fyrir löngu bhtum við myndir úr smiðju Ólafs K. Magnússonar „frá þeim gömlu góðu árum þegar KK blés í sax“, eins og segir í textanum góðkunna og voru þær myndir af fyrsta KK sextettnum, sem hóf göngu sína í október 1947. í fórum Ólafs fundust fleiri myndir frá þessum tíma og meðal annars ein sem tekin var í samkomusal Mjólkurstöðvarinnar nokkru síðar, eftir að mannabreyt- ing hafði orðið í hljómsveitinni. Gunnar heitinn Ormslev saxafón- leikari var þá kominn í stað Trausta Thorberg gítarista, en að öðru leyti var liðsskipan sextettsins hin sama. í sama umslagi voru ennfremur lausar myndir af Gunnari Ormslev og Halli Símonarsyni bassaleikara, sem síðar haslaði sér völl í blaðamennsku, en svo skemmtilega vill til að synir beggja þessara manna eru . þekktir menn í íslensku þjóð- félagi í dag og vinna báðir á sama vinnustað, Stöð 2. Það eru þeir Pétur Ormslev, knattspyrnumaður- inn kunni, og Hallur Hallsson fréttamaður. Menn geta svo til gamans velt því fyrir sér hvort syn- irnir líkjast nokkuð feðrum sínum, en þeir Gunnar og Hallur Sím. voru talsvert yngri þegar þessar myndir voru teknar en synir þeirra eru nú. STARFIÐ AUÐUR EYDAL, FORSTÖÐUMAÐUR KVIKMYNDAEFTIRLITS RÍKISINS Auður Eydal HORFIR A BÍÓMYNDIR „ VIÐ SKOÐUM um það bil 750 myndir á ári, 500 fyrir mynd- bandamárkaðinn og um 250 fyrir kvikmyndahúsin," segir Auður Eydal, forstöðumaður Kvikmynda- eftirlits ríkisins. Hún sér um dag- legan rekstur eftirlitsins auk þess sem starf hennar felur í sér kvik- myndasýningar oft á ári, en hún ásamt fimm skoðunarmönnum skipta á milli sín þeim myndum, sem berast. Tveir fúlltrúar eftir- litsins verða að sjá hveija mynd, lögum samkvæmt. Já, þétta eru orðnar fáeinar mynd- ir, sem maður hefur séð. Það væri óbærilegt að vera í þessu starfi ef maður hefði ekki áhuga á kvik- myndum því oft getur maður þurft að horfa á margar myndir á dag. Myndirnar koma ekki eftir neinum reglum inn til okkar. Við getum nokkum veginn stýrt myndböndun- um, en kvikmyndahúsin kalla yfir- leitt á okkur með svona tveggja daga fyrirvara,“ segir Auður. Kvikmyndaeftirlitið starfar eftir lögum um vernd barna og ungmenna frá 1966 auk laga um bann við of- beldismyndum frá 1983, en síðan þá hefur eftirlitið tekið rúmlega 100 myndir af myndbandamarkaðnum — myndir, sem innihalda ofbeldi af hrottalegustugerð.„Sjálfri finnst mér skemmtilegast að horfa á góðar og vel gerðar myndir, sem þjóna ein- hveijum listrænum tilgangi og segja góða sögu. Ætli skemmtilegustu tímarnir hjá okkur séu ekki í kringum Listahátíðir," segir Auður. ÞETTA SÖGDU ÞAU PÁ . . . Sem fyrirliði leyfði ég mér ítrekað að benda dómaranum á að tiltekinn maður bryti lög hvað eftir annað . . . Þessu svar- aði dómarinn með því að skipa mér að þegja . . . Skipar dómar- inn mér enn að þegja . . . Vísaði hann mér þá útaf, en þar sem ég taldi að ég hefði ekki í þessu tilfelli brotið leikreglur fór ég ekki útaf. Þjóðvi(jinn, 28. sept. 1961. BÓKIN ÁNÁTTBORÐINU Marteinn Marteins- son verslun- armaður Fjallkirkjan eftir Gunnar Gunn- arsson er nú á mínu náttborði og enn sem komið er líst mér vel á hana. Málið finnst mér þó ekki nógu kjarnyrt. Svo var ég að lesa tvö leikrit, Mávinn eftir Tsjekhov og ímyndunarveikina eftir Moliere. Það kom reyndar til af því að ég er í leikhóp. Eg er svona á rómantísku línunni hvað bókmenntir varðar. Ég vil engan hasar, hvorki Hammond In- nes né Alistair Maclean. Ég hef nýlega lokið við þýdda skáldsögu, sem ég fékk í jólagjöf, „Týndar slóð- ir“. PLATAN ÁFÓNINUM MYNDIN í TÆKINU Eg fékk plötu með Phil Collins í jólagjöf og hef verið að hlusta á hana. Eg held að ég geti hlustað á alls konar tónlist, allt frá poppi og upp í klassík, þó að undanskildu þungarokki. Á það líst mér ekki. Eg horfði síðast á ensku grínmyndina „Hot to Trot“. Hún var góð. Ég hef mjög gaman af enskum grínmyndum með smá spennu í og einnig finnst mér íslensk fyndni góð. Kristján A. Magnússon framhalds- skólanemi BirgirÞór Kristinsson atvinnulaus Queen og Europe eru góðar. Svo hlusta ég líka á Bjartmar Guð- laugsson. Nýja platan hans er frá- bær. Islenska tónlistin er alltaf að sækja í sig veðrið. að nýjasta hveiju sinni er mitt uppáhald. Síðast horfði ég á myndina „Þijú á flótta“ með Nick Nolte og Martin Short í aðalhlut- verkum. Þetta er sprenghiægileg gamanmynd. Grímyndirnar finnst mér bestar og svo koma spennu- myndirnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.