Morgunblaðið - 21.01.1990, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1990
C 31v
Gunnar Ormslev blæs í tenórsaxafóninn.
KK sextettinn 1948.
Fremst frá vinstri: KK, Gunnar
Ormslev, Guðmundur Vil-
'bergsson, Steinþór Stein-
grímsson og fyrir aftan Svavar
Gests við trommurnar og Hall-
ur Símonarson á kontrabassa.
SÍMTALID...
ER VIÐ KATRÍNU ÓSKARSDÓTTUR HJÁ KJÓLFÆXLEIGU
KATRÍNAR. ____
ÍKJÓL OGHVÍTT
76928
Halló.
- Já, er þetta hjá Katrínu?
Jú, Katrín hér.
- Komdu sæl, þetta er Kristín
Maija Baldursdóttir á Morgunblað-
inu, ert þú ekki með kjólfataleigu?
Jú.
- Hvenær nota karlmenn kjólföt,
- eru þeir ekki löngu hættir því?
Nei, það er heilmikið að aukast
get ég sagt þér. Það eru margir
sem gifta sig í þeim, og þá klæðast
oft svaramennirnir þeim líka, svona
við stærri brúðkaup. Nú þegar
menn fara sem gestir í eitt skipti
í stúkur eða reglur þá leigja þeir
sér föt. Svo kemur fyrir að ég leigi
söngvurum . . .
- . . . Já, þeir eru auðvitað allt-
af í kjólfötum.
Oft, ef það eru fínni tónleikar.
Ungir menn fá líka leigð kjólföt,
ég leigði tveimur núna síðast á
laugardaginn sem voru að fara á
árshátíð.
- í kjólfötum??
Já já, það er mikið að aukast að
ungir menn noti kjólföt.
- Ég skal segja ykkur það, og
hvernig stendur á því?
Ég get nú varla svarað því, ja
fólk er bara orðið fínna heldur en
það var.
- Einhver tíska?
Ekki tíska held ég, því kjólföt
verða alltaf fínustu spariföt herra.
Þetta er meira
spurning um
tíðarandann.
- En hvað áttu
mörg kjólföt?
Nú fórstu al-
veg með mig,
bíðum nú við,
maður getur nú
aldrei legið með
mikið magn af
fatnaði, ætli ég
sé ekki með
fimmtán föt í öll-
um stærðum.
Nú svo er allt
sem tilheyrir,
skyrtan, vestið,
slaufan, axla-
böndin . •. .
- Það er sem sagt hægt að fá
allt.
Já, að vísu er ég ekki með pípu-
hatta.
- Er nokkur sem notar þá?
Jú, t.d. á peysufatadegi Verslun-
arskólans, þá er spurt um pípuhatta
hér daginn út og daginn inn.
- En hvað ertu búin að vera með
þessa leigu lengi?
Ég er búin að vera með brúðar-
kjólaleiguna í fimm ár, síðar komu
smokingar, kjólföt og núna síðast
samkvæmiskjólar.
- Er mikið um að fólk noti sér
þessa þjónustu?
Já og eykst stöðugt. Það er nauð-
synlegt að geta leigt sér svona fatn-
að, sérstaklega fyrir fólk sem þarf
ekki að nota hann nema kannski
einu sinni til tvisvar á ári.
- Hvernig fékkst þú þessa hug-
mynd?
Mér féll það ekki vel að þurfa
að vinna úti, því ég var með börn
og heimili, og fór þá að hugsa hvað
ég gæti gert. Svo var ég stödd í
verslun og heyrði þá einhvern segja
hvað það væri slæmt að geta ekki
leigt sér brúðarkjól. Þeir eru jú
bara notaðir einu sinni, eru rándýr-
ir, og mikið umstang að láta sauma
þá. Ég held að hugmyndin hafi
orðið til þá.
- Svona inni í verslun, alveg
óvart!?
Já, en ég hafði nú líka þekkt
konu sem var
einnig með leigu,
þannig að ég var
ekki alveg ókunn-
ug-
- Þeir fara þá
að koma til þín
herramennimir
núna þegar
árshátíðir byija?
Jú það vona ég,
og með dömurnar
með sér til að fá
samkvæmiskjóla!
- Að sjálf-
sögðu. Jæja,
Katrín, ég þakka
þér fyrir spjallið
og gangi þér vel.
Jú þakka þér fyrir.
Katrín Óskarsdóttir
FRÉTTALJÓS
ÚR
FORTÍÐ
STUNDUM ÞYKIR
æskilegt að takmarka
þjónustu við almenna
borgara í þeim tilgangi
að fyrirbyggja óæski-
legar samkomur, ólæti
eða „hangs“. Má t.d.
minnast áforma um
styttri opnunartíma
pylsuvagna og greiða-
sölu í miðbænum um
helgarnætur. Á fyrri
hluta sjöunda ártugar-
ins var ráðist gegn
„sjoppuhangsi" með
skyldum aðferðum.
r
Osæmilegtog
ónauðsynlegt
■ Sjoppuhangs 1964
; DosW-visi ní'-t
Jeppuhangsið ur sc"""”.
Ctm * •**?
Sjoppumar hafa víða verið til
ónæðis. Það hefur verið algengt
að unglingar úr hverfunum hafi
safnazt saman inn í sjoppunum og
hangi þar fram eftir öllum kvöld-
um, þambandi gosdrykki, og temj-
andi sér miður góða mannnasiði.
Það er alkunna, að stundum þegar
fólk hefur komið inn í sjoppurnar
til að kaupa ýmsar vörur, sem það
hefur vanhagað um, hefur það orð-
ið fyrir ágangi og dónalegu orð-
bragði þessa unga fólks og oft
hefur ekki orðið svefnsamt í næstu
húsum.“ Fyrrgreint má lesa i
fréttagrein í dagblaðinu Vfe/þriðju-
daginn 7. apríl 1964. — Hér var
þó ekki „hefðbundin neikvæð frétt"
heldur var fyrirsögnin „Umbætur
á þjónustu". Og umbæturnar voru
m.a: „Með nýju reglununj er verið
að afnema sjoppustandíð svokall-
aða sem viðgengizt hefur undan-
farin ár í öllum hverfum borgarinn-
ar. í staðinn fyrir sjoppurnar eins
og þær hafa verið munu nú koma
sölugöt eða lúgur, viðskiptamenn-
imir standa á stéttinni fyrir utan
lúguna og fá þar afgreiðslu.“
Umbætur
Tilefni þessara fréttaskrifa Vísis
var að fyrsta dag aprílmánaðar
hafði ný samþykkt um afgreiðslu-
tíma verslana o.fl. tekið gildi. Af-
greiðslutími verslana var lengdur
verulega en aftur á móti var starf-
semi söluturna takmörkuð — aðal-
lega að því er virðist - af tillits-
semi við borgarana og umhyggju
fyrir æskulýðnum.
„Umbæturnar" áttu sér nokkurn
aðdraganda. Snemma árs 1962 rit-
uðu Kaupmannasamtök íslands
borgarráði bréf um nauðsyn breyt-
inga á lokunartíma sölubúða. Páli
Líndal skrifstofustjóra borgarstjóra
og Sigurði Magnússyni formanni
Kaupmannasamtakanna var falið
þetta mál til athugunar. Vísir sagði
frá því 5. des. 1962 að tvímenning-
amir leggi til að ein verslun í
hveiju bæjarhverfi yrði opin til kl.
22, einnig á sunnudögum. Enn-
fremur var greint frá því að leitast
hafi verið við „eftir því sem unnt
er með lögum og reglum, að sporna
við hangsi barna og unglinga á
sölustöðum, það er í verzlunum og
söluturnum“, að sögn blaðsins var
gert ráð fyrir því að söluturnum
skyldi lokað eigi síðar en kl. 10 á
kvöldin. Árið 1963 tóku tillögumar
á sig fyllri mynd m.a. um sölulúgur
sölutuma. Sigurður Magnússon
sagði í viðtali við Vísi 17. sept
1963 að í söluturnunum hefði verið
leiðinda- og ómenningarbragur
sem almennt muni vera áhugi fyrir
að uppræta. Og með reglunum:
„Unnið að því að koma í veg fyrir
ósæmilega og ónauðsynlega úti-
veru óþroskaðra unglinga að
kvöldi."
Sölutumaeigendur voru þessu
ósammála og söfnuðu t.a.m. undir-
skriftum þar sem takmörkunum
var mótmælt. Greinargerð frá þeim
birtist í blöðunum 18. og 19. sept-
ember. Þeir sögðu m.a. að tilgang-
ur reglnanna væri að lama eða
eyðileggja starfsemi þeirra, draga
sölu frá þeim til „annarra aðila“,
væntanlega til þeirra verslana sem
fengu að vera opnar á kvöldin og
bentu á að óvíst væri með kvöld-
sölu verslana vegna kjarasamninga
verslunarmanna (og reyndust í því
efni sannspáir). Sölutumaeigendur
sögðu lúgufyrirkomulag færa
neyslu út á götur og óþrif hljótast
af. Þeir mótmæltu því að sjoppu-
hangs ætti sér almennt stað. Haf-
liði Jónsson píanóleikari og sölu-
turnseigandi á Njálsgötu 1 sagði í
samtali við Þjóðviljann 18. septem-
ber, að í eina tíð hefði nokkuð ver-
ið um sjoppuhangs þegar glym-
skrattarnir eða ,jukeboxin“ tíðkuð-
ust, en tæpast lengur.
Málið var tekið til meðferðar í
borgarráði 19. september. Nokkar
breytingatillögur komu fram og var
sú veigamest að söluturnum var
heimilað að hafa lúguna opna fram
til kl. 23.30.
Betri bæjarbrag’ur
Sem fyrr var getið komu regl-
urnar til framkvæmda 1.‘ apríl
1964. Þórhallur Halldórsson heil-
brigðisfulltrúi Reykjavíkurborgar
greindi frá því, 25. apríl í Vísi, að
kvöldsölustöðum hefði fækkað úr
107 í 75, hann fagnaði endalokum
„sjoppuhangsins": „í heild mætti
segja að þaulsetur unglinga á þess-
um stöðum væru úr sögunni og
bæjarbragurinn að því leyti þegar
orðinn allur annar og ánægjulegri."
- En ókleift reyndist að fram-
fylgja þessum reglum. Nokkuð var
um að hurðir söluturna „hrykkju
upp“ en einnig minnast fáeinir við-
mælendur Morgunblaðins nú á
aldrinum 37 til 45 ára þess að
hafa hangið við sjoppulúgur. Mæð-
ur þessara einstaklinga hafa einnig
haft á orði að „sjoppustöður" hafi
verið þeim verulegt áhyggjuefni,
m.a. vegna þess að unglingunum
var ósýnt um að klæða sig eftir
veðri. Fljótlega sótti því aftur í
gamla farið og í dag á reykvískur
æskulýður þess kost að hanga í
sjoppum.