Morgunblaðið - 23.01.1990, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 23.01.1990, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1990 Utanríksmálanefiid Alþingis: Hart verði brugðizt við ólöglegum laxveiðum UTANRÍKISMÁLANEFND Alþingis hefiir samþykkt bókun, þar sem því er beint til stjórnvalda að hart verði brugðizt við ólöglegum lax- veiðum erlendra skipa skammt utan landhelgi okkar. Bókun þessi er samþykkt í kjölfar þess, að rétt utan landhelginnar varð í síðustu viku vart tveggja báta að laxveiðum og vitað var um þann þriðja á leið- inni. Hins vegar sást ekkert til bátanna í flugi Gæzlunnar yfir svæðið í gær. I bókun utanríkismálanefndar segir ennfremur: „Leitað verðis sam- vinnu við viðeigandi ríki um að koma lögum yfir sökudólgana hvar sem til þeirra næst. Landhelgisgæzlunni verði falið að fylgjast með skipunum og afla nauðsynlegra upplýsinga um veiðar þessar." Landhelgisgæzlan flaug yfir svæðið, þar sem bátarnir sáust áður en brældi undir lok vikunnar, en þeir fundust ekki, þrátt fyrir vand- aða leit. Þeir hafa ekki komið fram annars staðar svo vitað sé, en áfram verður reynt að fylgjast með þessu veiðisvæði eftir því sem veður leyf ir. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Það var mikið um að vera hjá ríkissáttasemjara í gær vegna viðræðnanna og viðbúið að svo verði einn- ig næstu daga. ________________ Ef lífeyrisgreiðslur skerða ekki tekjutryggingu; Kostnaðarauki ríkisins 200 millj. fyrir hverjar 5.000 kr. FORUSTUMENN Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasambands íslands sátu á fúndi hjá ríkissáttasemjara í gærkvöldi og reyndu að komast að samkomulagi um mögulegan ramma kjarasamnings sem gengið verður út frá í viðræðum við ríkisvald, viðskiptabanka og Stétt- arsamband bænda um þá þætti sem að þessum aðilum snúa. Var unnið að því að setja upp nokkur möguleg dæmi um þróun verðlags og kaup- máttar miðað við tilteknar forsendur og vonast til að þeirri vinnu lyki í gærkvöldi eða nótt. Samningafundurinn hófst klukkan 14 í gær og hafði samninganefndun- um verið skipt í níu vinnuhópa tii þess að fara yfir afmarkaða efnis- þætti. Hópamir fjalla um niður- færslu vöruverðs, lífeyrissjóðamál, kaupmátt lægstu laúna, kaupmáttar- tryggingu, vaxtamál og láns- kjaravísitölu, ríkisábyrgð á launum, desemberuppbót, starfslok og félags- Slasaðist í árekstri STÚLKA slasaðist nokkuð í árekstri á Álftanesvegi á sunnu- dag. Hún missti vald á litlum fólksbíl sem hún ók í krappri beygju á hálum veginum skammt vestan við Engidal. Við það rann bíllinn á jeppa sem ekið var í gagnstæða átt. Stúlkan var flutt á sjúkrahús. Fólk í jeppan- um mun ekki hafa sakað. Bílarnir skemmdust báðir. Fólksbíllinn er tal- inn gjörónýtur. legt húsnæði. Fundum í flestum hóp- unum var lokið á sjöunda tímanum og hafa þeir verið boðaðir að nýju til fundar klukkan 14 í dag. Hópurinn sem fjallar um lífeyris- mál ræddi við heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra í gær um skerðingu tekjutryggingar vegna tekna úr lífeyrissjóðum og hugmyndir um breytingu á fyrirkomulagi þjónustu heimilislækna og sérfræðinga sem rætt hefur verið um í fjölmiðum að undanförnu. Þóttu undirtektir ráð- herra dræmar, en reiknað hefur ver- 'ið út að hverjar fimm þúsund krónur tekjutryggingar sem verði óháðar tekjum úr lífeyrissjóði kosti ríkissjóð 200 milljónir í auknum útgjöldum. Gert er ráð fyrir að málið verði tek- ið upp í viðræðum við formenn stjórn- arf lokkanna, þegar önnur atriði sem ræða þarf við ríkisstjómina hafa skýrst. í viðræðunum að undanförnu hef- ur verið varpað fram ýmsum hug- myndum um leiðir að því markmiði að viðhalda kaupmætti launa við eins lágt verðbólgustig og kostur er á. Ákvæði eru um tvisvar sinnum 1,5% hækkun launa í kjarasamningi Bandalags háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna og miðað við þá hækkun í samningnum er talið að verðbólga geti verið á bilinu 5-5,5%. Kaup- máttur á árinu öllu yrði þá svipaður og í desember síðastliðnum, en kaup- mátturinn í desember 1990 yrði 1,5-2% lægri en í desember 1989, samkvæmt útreikningum ASI. Alþýðusambandið hefur varpað fram þeirri hugmynd að vinnuveit- endur greiði iðgjöld til lífeyrissjóða að fullu, en það þýddi 1,6% launa- hækkun vegna þess að skattgreiðslur launþega spöruðust með því móti. Samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins er engin samstaða um innf lutning á kjúklingum, eggjum og smjörlíki, sem er einn möguleiki sem nefndur hefur verið. Gerð er krafa um að búvöruverð haldist óbreytt út árið og bændur taki það á sig, enda hafi laun þeirra hækkað meira en ann- arra á síðasta ári. Þá er einnig rætt um að lægra virðisaukaskattstigið nái til fleiri vörutegunda en nú er, auk annarra atriða. Sjá ennfremur greinargerð ASÍ vegna viðræðnanna á miðopnu. Reykjavík: 911skráð- iránatvinnu ATVINNULAUSUM á skrá í Reykjavík fjölgaði um 98 það sem af er janúar og eru nú samtals 911 skráðir atvinnu- lausir hjá Ráðningarskrif- stofú Reykjavíkurborgar en á sama tíma í fyrra voru 627 skráðir atvinnulausir. Af þeim 911, sem skráðir eru atvinnulausir eru 548 karlar og 363 konur. Þar af eru 80 ör- yrkjar, 47 karlar og 33 konur. Að sögn Gunnars Helgasonar forstöðumanns Ráðningarskrif- stofu Reykjavíkurborgar, er stærsti hópur atvinnulausra verkamenn eða 236,177 karlar og 59 konur. Næstir eru versl- unarmenn 227, þar af 76 karlar og 151 kona. Að sögn Óskars Hallgríms- sonar deildarstjóra í félags- málaráðuneytinu, höfðu borist tilkynningar um 800 til 900 uppsagnir starfsfólks á síðustu mánuðum ársins 1989, sem reikna má með að taki gildi á tímabilinu janúar til mars á þessu ári. Stóra kókaínmálið: Dómari ákveður að víkja sæti vegna fyrri afskipta ÁSGEIR Friðjónsson sakadómari í ávana- og fíkniefnamálum hefúr úrskurðað að sér beri að víkja sæti við dómsmeðferð stóra kóka- ínmálsins svokallaða á þeirri for- sendu að það sé að jafnaði ekki í samræmi við ákvæði 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu að dómari taki þátt í dómsmeð- ferð máls, hafi hann áður byggt ákvörðun um gæsluvarðhald á því að líklegt verði að teljast að brot viökomandi manns varði að minnsta kosti 2 ára fangelsi. Telur Ásgeir að sér sé samkvæmt því rétt að víkja þótt sú niðurstaða fari í bága við réttarvenjur og framkvæmd hérlendis og að við afskipti hans af málinu hafí verið farið í hvívetna að gildandi lögum. Ákæruvaldið hefúr kært úrskurð þennan til Hæstaréttar. Landsbankí íslands fer frarn á greiðslu afiirðalána af skreið Nígerísk skuldabréf ekki fysileg sem greiðsla, segir Sverrir Hermannsson BANKASTJÓRN Landsbankans hefiir sent skreiðarframleiðendum í viðskiptum við bankann bréf þar sem þeir eru beðnir að greiða upp afurðalán á skreið frá árunum upp úr 1980 eða semja um greiðslu á þeim. Framleiðendur eru margir óánægðir með bréf þetta og telja það brot á samkomulagi um að lánin yrðu ekki innheimt, fyrr en í ljós kæmi hvort greitt fengist fyrir útflutninginn og þá með hvaða hætti. Már Hallgrímsson, forstöðumaður árið 1986 að mestu leyti og ekki afurðalánadeildar Landsbankans, sagðist í samtali við Morgunblaðið, lítið geta tjáð sig um málið. Bréfið hefði verið sent skuldunautum sam- kvæmt ákvörðun bankastjómar, en þar er þeim gef inn kostur á samning- um um greiðslu og beðnir að gera grein fyrir stöðu sinni innan eins og hálfs mánaðar. Þetta sé þó gert til að þrýsta á niðurstöðu í málum þess- um. Skreiðin hafi verið flutt utan fengizt greidd. Oft hafi verið talað um einhveijar ráðstafanir stjórn- valda til úrbóta jafnframt þvi, sem útflytjendur vinni að því að kappi að fá greitt fyrir skreiðina. Opinber nefnd íslenzkra embættismanna hafi á sínum tíma farið til Nígeríu til að vinna að málinu, en lítið virðist koma af greiðslum. Hér er fyrst og fremst um að ræða afurðalán af skreið, sem fór utan á vegum íslenzku umboðssöl- unnar og Sameinaðra framleiðenda með flutningaskipinu Horsham. Engin greiðsla hefur enn borizt fyrir þann farm, sem var um 60.000 pakk- ar. En einnig er um að ræða skreið, sem flutt var utan á vegum vegum Skreiðarsamlagsins. Fulltrúar þess- ara útflytjenda eru nú að vinna að innheimtu skreiðarskuldanna, en mögulegt kann að vera að þær fáist greiddar með ríkisskuldabréfum með tryggingu frá Seðlabanka Nígeríu. Sambandið tók fyrir nokkrum miss- erum slík bréf upp í greiðslu og keypti Landsbankinn bréfin af því á nafnverði, þrátt fyrir að gangverð væri mun lægra. Því finnst framleið- endum innan vébanda annarra út- f lutningssamtaka að fái þeir skulda- bréf af þessu tagi sem greiðslu, beri bankanum að taka þau sem greiðslu á nafnverði. Sverrir Hermannsson, bankastjóri, sagðist í samtali við Morgunblaðið lítið vilja tjá sig um þann möguleika að nígerísk skuldabréf yrðu tekin sem greiðsla. Hefði bankinn gert svo áður, hefði það verið fyrir hans tíma og því þekkti hann ekki með hvaða hætti það hefði verið gert. Hins veg- ar teldi hann slík bréf ekki fýsilega greiðslu. Bankinn vildi fá þessar skuldir greiddar í reiðufé eða greiðslu tryggða á viðunandi hátt. í 20 tilvikum hefur sakadómur í ávana- og fíkniefnamálum haft af- skipti af máli þessu á rannsóknar- stigi. Kveðnir hafa verið upp gæslu- varðhaldsúrskurðir, meðal . annars yfir manni sem sat frá maí til nóvem- ber í haldi en neitaði staðfastlega öllum sakargiftum. „Stóra kókaín- mlaið“ svokallaða snýst sem kunn- ugt er um ætlaðan innflutning og sölu á einu kílói af kókaíni, meira magni en áður hefur orðið uppvíst um smygl á hingað til lands. Með tveimur ákærum hafa 8 menn verið ákærðir vegna málsins, 3 vegna inn- f lutnings en 5 vegna dreifingar inn- anlands. Alls voru 23 á kæruskrá. Með nýsettum lögum veitti Alþingi heimild til að fjölskipaður dómstóll færi með málið. í úrskurði Ásgeirs Friðjónssonar segir að öll afskipti hans af málinu hafi verið lögbundin, eðlileg og óhjá- kvæmileg. Úrskurðurinn er mjög ítarlegur og byggður meðal annars á könnun á nýlegum niðurstöðum danskra dómstóla, mannréttinda- nefndar Evrópu og Mannréttinda- dómstóls Evrópu um hliðstæð álita- efni. Þar hefur það að sakadómari, sem kveðið hefur upp gæsluvarð- haldsúrskurð yfir manni á þeim grundvelli að líkur séu á að viðkom- andi hafi gerst sekur um brot sem varði fangelsi í ákveðinn tíma, taki jafnframt þátt í dómsmeðferð ekki talist samrýmast ákvæðum mann- réttindasáttmála Evrópu um að sak- aður maður njóti réttlátrar og opin- berrar rannsóknar innanhæfilegs tíma fyrir óháðum , óhlutdrægum, lögmæltum dómstóli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.