Morgunblaðið - 23.01.1990, Qupperneq 4
4
MORGUNBLÍAÐKV ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1090 '■<
Hatton-Rockall svæðið:
Boði Breta um tvíhliða
viðræður verði tekið
-segir í bókun firá utanríksmálanefnd Alþingis
Utanríkismálanefiid Alþingis samþykkti á fundi sínum í gær
bókun þess efhis að forsætisráðherra svari hið fyrsta bréfi frá
Margaret Tatcher, forsætisráðherra Bretlands frá 7. desember
síðastliðnum og þiggi boð hennar um áframhaldandi tvíhliða viðræð-
ur um hafsbotnsréttindi á Hatton-Rockall svæðinu. Það verði gert
í samráði við utanríkismálanefnd Alþingis.
í bréfi Tatchers segir hún meðal
annars svo: „Eftir að hafa skoðað
málið aftur er ég sannfærð um að
norðurhluti Hatton-Rockall slétt-
unnar tilheyrir brezka landgrunn-
inu og enginn grundvöllur er í al-
þjóðalögum fyrir þeim kröfum sem
skarast og settar eru fram 1985
af Danmörku og síðan íslandi.
Við höfum náð samkomulagi við
írska lýðveldið um markalínu sem
nær þvert yfir hásléttuna. Við eru
um það bil að festa í brezk lög
línuna sem samkomulag er um.
Undir þessum kringumstæðum eru
nauðsynlegar forsendur fjórhliða
viðræðna til að nálgast spurning-
una um skiptilínur ekki fyrir hendi.
Þetta útilokar hins vegar ekki að
skiptast á tvíhliða skoðunum og
við erum mjög fús að halda áfram
viðræðum milli Bretlands og
íslenzkra sérfræðinga í lögum, sem
byrjuðu fyrir nokkrum árum. Ef
þér eruð því sammála að þetta
geti verið gagnlegt til að færast
nær viðfangsefninu mundi sendi-
herra yðar ef til vill seta sig í sam-
band við brezka utanríkisráðuneyt-
ið.“
Eyjólfur Konráð Jónsson, al-
þingismaður, sagði í samtali við
Morgunblaðið, að bréf Tatcher’s
væri það jákvæðasta, sem frá Bret-
um hefði borizt í umræðunum um
Hatton-Rockall svæðið. Alþingi
hefði ályktað um það í á annan
áratug, að leggja áherzlu á sam-
vinnu nágrannalandanna um
mögulega nýtingu á þessu svæði.
Hins vegar væri það eðlilegt að
Bretar teldu nú ekki forsendur
fyrir fjórhliða viðræðum til að
nálgast spurninguna um skiptilín-
ur, þar sem samkomulag hefði
náðst milli þeirra og íra um mark-
alínu þvert yfir Hatton-Rockall
hásléttuna.
VEÐURHORFUR í DAG, 23. JANÚAR.
YFIRLIT í GÆR: Gert er ráð fyrir stormi á VI, VII, VIII, Norður-
djúpi, Austurdjúpi, Færeyjadjúpi og Suðausturdjúpi. Um 200 km
norður af Melrakkasléttu er 960 bm lægðarmiðja sem fjarlægist.
Álíka djúp lægð skammt fyrir vestan land mun grynnast. Um 800
km suður af landinu er vaxandi 970 mb lægð á hreyfingu norðaust-
ur. Hiti breytist lítið í fyrstu, en á morgun fer að kólna.
SPÁ: Norðan og norðvestan hvassviðri eða stormur með snjókomu
norðaustanlands, norðan kaldi eða stinningskaldi og él norðvestan-
lands en hæg norðvestanlæg eða breytileg átt og dálítil él suðvest-
urlands, en úrkomulítið suðaustanlands. Kólnandi veður.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Norðlægátt. Snjó-
koma eða éljagangur norðanlands, einnig dálítil él við vesturströnd-
ina á miðvikudag en annars léttskýjað um alit suðvestanvert landið.
Frost 4-10 stig.
TÁKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
x Norðan, 4 vindstig:
^ Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
10° Hitastig:
10 gráður á Celsíus
V
y
Skúrir
Él
= Þoka
= Þokumóða
’ , » Súld
OO Mistur
—|- Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltl veöur Akureyrl 1 skýjað Reykjavík 0 skýjað
Bergen 8 alskýjað
Helsinkí +10 kornsnjór
Kaupmannah. 8 þokumóða
Narssarssuaq - vantar
Nuuk vantar
Osló vantar
Stokkhólmur 2 rigning
Þórshöfn 6 hálfskýjað
Algarve 16 léttskýjað
Amsterdam 9 súld
Barcelona 11 léttskýjað
Berlín 10 skýjað
Chicago 1 aiskýjað
Feneyjar 1 þoka
Frankfurt 5 skýjað
Glasgow 7 skúr
Hamborg 9 rigning
Las Palmas 19 léttskýjað
Lóndon 11 skýjað
Los Angeles 12 heiðskírt
Lúxemborg 1 þoka
Madríd 6 léttskýjað
Malaga 15 léttskýjað
Mallorca vantar
Montreal vantar
New York vantar
Orlando 20 skýjað
París 5 rigning
Róm 13 þokumóða
Vín 10 skýjað
Washington vantar
Winnipeg +7 léttskýjað
Morgunblaðið/Sigurgeir
Ólafúr Guðmundsson og Ágúst Einarsson gera við skemmdirnar í
brú skipsins.
V estmannaeyjar:
Loðnuskipið Gígja
fékk á sig brotsjó
Vestmannaeyjum.
LOÐNUSKIPIÐ Gígja VE fékk á
sig brotsjó á sunnudag er hún
var við Hrolllaugseyjar á leið til
Eyja með loðnufarm. Engin slys
urðu á mönnum en talsverðar
skemmdir urðu í brú skipsins.
Brotsjór skall á brúnni bakborðs-
megin og fór gegnum glugga á
brúnni. Talsverður sjór komst í brú
skipsins og fór hann í rafmagns-
töflu þannig að skipið varð raf-
magnslaust.
Skipstjóri og vélstjóri voru í
brúnni er brotið reið yfir en þá sak-
aði ekki.
Sighvatur Bjarnason VE var á
svipuðum slóðum og Gígja er
óhappið varð og fylgdust bátarnir
að til Eyja.
I gær var unnið að viðgerð á
Gígju. Sjór hafði komist í tæki og
var unnið að því að hreinsa þau auk
þess sem unnið var að lagfæringum
á því sem brotsjórinn skemmdi.
Vonast er til að viðgerð á Gígju
ljúki í kvöld og hún komist þá á
veiðar á ný.
Grímur
Skoðanakönnun FII:
72% vilja íslenskar
vörur í stað erlendra
í skoðanakönnun, sem Gallup vann fyrir Félag íslenskra iðnrek-
enda í desember sl. sögðu 72% aðspurðra að fremur ætti að velja
innlendar iðnaðarvörur en erlendar. Til samanburðar má nefiia að
í desember 1988 voru 66,5% þessarar skoðunar og í janúar í fyrra
68,5%. I könnuninni i desember sl. kom einnig fram, að 60% að-
spurðra töldu smásöluverð innlendrar vöru hærra en erlendrar.
Þetta kemur fram í nýútkomnu
fréttariti Félags íslenskra iðnrek-
enda, Á döfinni. Þar segir enn frem-
ur, að þegar umrædd 72%, sem
vildu velja íslenskt fremur en er-
lent, voru spurð hvers vegna fólk
ætti fremur að velja íslenskar iðnað-
arvörur nefndu 22,4% þeirra að það
væri til að tryggja atvinnu. Þegar
fólk var spurt nánar sögðu 63% að
það ætti að styrkja íslenskan iðnað.
í könnuninni í desember var fólk-
ið, 1000 manna úrtak á aldrinum
15 til 70 ára, beðið um að bera
saman innlendar vörur og erlendar
sem það kaupir að jafnaði. Þá töldu
24% þeirra gæði íslenskra iðnaðar-
vara vera meiri, 6% minni, 37%
álíka en 30% misjöfn. En 4% töldu
verðið á íslenskum vörum almennt
betra, 60% verra, 14% álíka og 17%
misjafnt. Þegar að gæðum hráefna
kom töldu 47% að íslensk hráefni
væru betri, 5% verri, 23% álíka en
17% misjöfn.
Sjálfstæðismenn á Selfossi:
Bryndís efet í prófkjörinu
Selfossi.
ÚRSLIT í profkjöri sjálfstæðis-
manna á Selfossi vegna niðurröð-
unar á framboðslista við bæjar-
stjórnarkosningarnar í vor urðu
þau, að Bryndís Brynjólfsdóttir,
*
Arangurs-
laus fundur
með Sleipni
SÁTTAFUNDUR í kjaradeilu
Sleipnis, félags langferðabíl-
stjóra, og viðsemjenda þeirra hjá
ríkissáttasemjara í gær var ár-
angurslaus og lauk án þess að
boðað væri til annars fundar.
Stjórn og trúnaðarráð Sleipnis
fundaði í gærkvöldi um stöðu mála,
en kjarasamningur þeirra gekk úr
gildi um áramót. Sleipnismenn voru
í þriggja daga verkfalli í síðustu
viku.
bæjarfúlltrúi og framkvæmda-
sfjóri, varð efst. Sigurður Jónsson
kennari í öðru sæti og Björn I.
Gíslason, háskerameistari í þriðja
sæti. Prófkjörið, sem var á laugar-
dag, var bindandi í þijú efstu
sæti á lista flokksins.
í fjórða sæti varð Haukur Gísla-
son, bæjarfulltrúi, Þorgeir Ingi
Njálsson, hérðasdómari í fimmta,
Ingunn Guðmundsdóttir, banka-
starfsmaður í sjötta sæti, í því sjö-
unda varð Óskar Jónsson, bygginga-
riðnfræðingur, áttunda Svavar
Valdimarsson, byggingaverktaki og
því níunda Sigurður Þór Sigurðsson,
framkvæmdastjóri.
Frambjóðendur í prófkjörinu voru
19 talsins og í kosningunni var
merkt við 9 framnbjóðendur. Ails
tóku 517 þátt í prófkjörinu. Sjálf-
stæðismenn eiga þrjá fulltrúa í bæj-
arstjórn, Brynleifur H. Stein-
grímsson, oddviti þeirra og forseti
bæjarstjórnar, gaf ekki kost á sér í
prófkjörinu.
Sig. Jóns.