Morgunblaðið - 23.01.1990, Page 9
MORGUIsBLAÐIÐ f'RIÐJUDAGIJR 23. ’JANÚAR 1990
9
Einhell
vandaðar vörur
Loftpressur
FYRIR LIGGJANDI
ALLTAF SAMA LÁGA
VERÐIÐ
Skeljungsbúðin
Siðumula 33
simar 681722 og 38125
FESTINGAR
boltar og rær, allar
geröir og stærðir.
I
Opið frá 8 — 18
Laugardaga9-13
STRANDGATA 75
HAFNARFJÖRÐUR
■B 91-652965
a guaranlee lor quallty
Þ.Þ0RGRÍMSS0N&C0
MB RUTLAND
BB ÞÉTTIEFNI
Á ÞÖK - VEGGI - GÓLF
ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640
— " 1 1 ^
Allt á einum stað \
Komdu með bílinn á staðinn og þeir 0
á verkstæðinu sjá um að setja nýtt pústkerfi undir. p
PÚSTKERFIÐ FÆRÐUHJÁ OKKUR 0
Verkstæðið er opið alla virka daga frá kl. 8.00-18.00
nema föstudaga frá kl. 8.00-16.00.
Ath. Verslunin er opin laugardaga kl. 10-13.
BíbvörubúÓin
FJÖÐRIN.
Skeifunni2
82944
Púströraverkstœði
83466
TOYOTA
NOTAÐIR BÍLAR
44144 - 44733
TOVOTl COROLLA 414 '00
Hvítur. 5 gíra. 5 dyra. Ekinn 23 þús/km.
Verð kr. 1.130 þús.
TOYOTA COROLLA LD 88
Hvítur. Sjólfskiptur. 5 dyra. Ekinn 35 þús/km.
Verð kr. 760 þús.
TOYOTA COROLLA SPECIAL SERIES '87
Hvítur. 5 gíra. 5 dyra. Ekinn 27 þús/km.
Verð kr. 580 þús. Mjög gott eintak.
TOYOTA TERCEL 4X4 ’87
Hvítur. 5 gíra. 5 dyra. Ekinn 40 þús/km.
Verð kr. 740 þús. <
WAGONEER ’84
Hvitur. Sjólfskiptur. 4ra dyra. Ekinn 100
þús/km. Verð kr. 1.080 þús. Gott eintak.
Skipti möguleg.
MMC LANCER 4X4 '87
Hvítur. 5 gira. 5 dyra. Ekinn 60 þús/km.
Verð kr. 830 þús.
TOYOTA
NÝBÝLAVEGI 6-8, KÓPAVOGI, S.:91 44144
ajLi
Fært eða ófært?
Er núna lag fyrir breiða samfylkingu til að fella Sjálfstæðisflokkinn í
Reykjavík? Snarpar umræður til tæplega 2 að morgni um framboðs-
mál á fjölmennum fundi ABR. Samþykkt með 78 atkv. gegn 66 að
fresta ákvörðun til næsta fundar. Sterk krafa um forystu Alþýðu-
bandalagsins
Framboð án flokks
Helsta keppikefli sumra andstæðinga Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavíkurborg sýnist nú vera það að bjóða fram utanflokka í
borgarstjórnarkosningunum. Þær raddir eru háværastar innan
Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins að stofnað verði til þver-
pólitísks framboðs. Það myndi að öllum iíkindum leiða til klofn-
ings í báðum flokkum, en ástandið er þannig í Borgaraflokknum
að hann getur hvorki klofnað né staðið einn að framboði og flest
bendir til að Kvennalisti og Framsóknarflokkur hafni slíkri sam-
vinnu. Enn er of snemmt að segja fyrir um niðurstöðuna á þess-
um vangaveltum. í Staksteinum er hins vegar staldrað við að-
dragandann.
Keypt atkvæði
Lesendur. Staksteina
ættu að gera sér í hugar-
lund hvílíkt ramakvein
hefði verið rekið upp
meðal vinstrisinna í öll-
um hornum, ef frá því
hefði verið skýrt, að á
fundi í Sjálfetæðisflokkn-
um, þar sem rætt væri
um forsendur fyrir fram-
boði flokksins hefði einn
fundarmanna lagt fram
300.000 krónur til að
tryggja sínum sjónarmið-
um atkvæði. Ætli það
hefði staðið á fullyrðing-
um um að nú hefði
grímulaus kapítalisminn
loksins birst í allri sinni
mynd? Gkki væri nóg að
stunduð væru atkvæða-
kaup meðal almennra
kjósenda heldur gætu
menn tryggt sér stuðning
innan flokksins á fundum
hans með því að veife þar
ávísunum — að visu væru
víxlar ekki taldir nægja.
Hvað ætli margir hefðu
verið kallaðir til við-
ræðna um þessi ósköp í
rikisQölmiðlunum?
Þegar alþýðubanda-
lagsmenn deildu um það
á fundi sl. miðvikudags-
kvöld, hvort ganga ætti
til sameiginlegs fram-
boðs vinstrisinna í
Reykjavik eða ekki hljóg
mikill hiti í deilumar. í
Þjóðvifjanum (Nýju helg-
arblaði) á föstudaginn
stóð: „Mikill ágreiningur
kom fram um það, hveij-
ir hefðu kosningarétt á
fundinum. Bæði Guðrún
Helgadóttir [forseti Sam-
einaðs þings] og Reynir
Ingibjartsson [fyrrum
Möðruvellingur, þ.e.
framsóknarmaður eins
og Ólafur Ragnar, hús-
vörðin- í Hamragörðum,
félagsmiðstöð SIS, og
frammámaður Búsetaj
buðust til að lána við-
stöddum fyrir skuldfölln-
um félagsgjöldum og
reiddi Reynir siðan fram
300 þús. kr. ávísun þessu
til staðfestu."
í DV á laugardag segir
Reynir Ingibjartsson hins
vegar, að sér hafí ofboðið
að menn voru krafðir um
að greiða félagsgjald,
þegar þeir komu á fond-
inn. Og hann bætir við:
„Þar sem ég var með
skjalatöskuna með mér
náði ég í víxileyðublað
sem ég fann og skrifaði
á það þessa tilteknu upp-
hæð, 300 þúsund krónur.
Þá steig ég í pontu og
bauð þeim sem höfðu
ekki peninga á sér að
þessi víxill kæmi til móts
við þá sem greiðsla. Eftir
smáþref var víxillinn
ekki talinn nógu gildur
og því beðið um ávísun.
Ég reiddi hana þá fram,
upp á sömu upphæð, með
þeim orðum að þeir sem
ættu ekki fyrir félags-
gjaldinu en vildu gera
upp gætu það og þeir
peningar drægjust frá
upphæðinni. Það var
greitt þannig fyrir
nokkra félagsmenn og
það verður mitt að rukka
þá.“ Og Reynir sagði í
DV, að peningamir væru
af sparisjóðsbók sem
hann ætti eftir foður sinn
I Alþýðubankanum.
Sáttasemjari
— borgar-
stjóraefiii?
Reynir Ingibjartsson
reiddi fram ávísunina á
fúndi í Alþýðubandalags-
félagi Reylqavíkur
(ABR), sem hefur verið
þungamiðjan í starfi Al-
þýðubandalagsins. Innan
vébanda þess hafa for-
ystumennimir talið sig
komast í best samband
við grasrótina. Frásögn
Þjóðvftjans af þessum
átakafúndi í félaginu um
framboðslistann í vor
bendir eindregið til þess
að félagið sé ónýtt. Þar
sé ekki samstaða um
neitt heldur takist á tvær
fylkingar og hefur önnur
þegar stofiiað nýjan fé-
lagsskap: Birtingu.
Reynir borgaði að-
gangseyrinn fyrir Birt-
ingarfélaga að ABR-
fundinum. Atkvæði féllu
þannig á fúiidinum að
hvorir tveggju segjast
geta unað glaðir við sitt.
Raunar kom það í hlut
gamla Fylkingarfélagans
og byltingarmannsins í
nafni kommúnismans,
Ragnars Stefanssonar, að
leggja fram einskonar
málamiðlunartillögu, það
er einu tillöguna sem var
borin undir atkvæði, en
tillaga Birtingarmanna
og breytingartiUaga Álf-
heiðar Ingadóttur við
hana komu ekki til at-
kvæða og var vísað tíl
næsta félagsfúndar ABR.
Tillaga Ragnars og Guð-
mundar Albertssonar var
hins vegar borin tvisvar
undir atkvæði og sam;
þykkt í bæði skiptin! í
henni er slegið úr og í
til þess að cngum dyrurn
sé lokað. Kann stjóm-
viskan sem Ragnar sýndi
á þessum upplausnar-
fúndi ABR að verða til
þess, að tU hans verði
leitað að nýju og hann
fenginn til að vera sátta-
semjari flokkanna sem
stefiia að sameiginlegu
framboði vinstrisinna í
Reylq'avík á vordögum.
Gins og málum er nú
háttað er líklegt, að
Framsóknarflokkur og
Kvennalisti bjóði fram
sérstaka Usta í Reykjavík
í vor. Viðræðumar yrðu
þess vegna á miUi Al-
þýðubandalags, Alþýðu-
flokks og Borgaraflokks.
Innan allra þessara
flokka er ágreiningur um
sameiningu þeirra um
framboð utan flokka.
Brautin í þá átt hefúr
hins vegar verið mótuð
og ef til viU á Ragnar
Stefánsson eftir að vera
málamiðlarinn sem leiðir
flokkanna þijá saman.
Verður hann borgar-
stjórarefhi þeirra?
SKAMMTÍMASPA R N A Ð U R
Hvemig er best að ávaxta
300 þúsund krónur
í ijóra til fímm mánuði?
Átt þú peninga sem þú þarft að geyma í
„ nokkrar vikur eða mánuði? T.d. afborgun af íbúð,
lán sem þú varst að fá útborgaö en þarft ekki að
nota strax, peninginn sem á að fara í sumarfríið
eða bara sparifé sem þú vilt geta gengið að
einhverntíma á næstu 10 mánuðum?
Með því að kaupa Sjóðsbréf 3 hjá VÍB færðu
7,5-8% vexti yfír lánskjaravísitölu, getur tekið
spariféð út án kostnaðar 50 dögum eftir að þú
kaupir bréfin og verið viss um að það sé vel
geymt. Vertu velkomin í VIB.
VlB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF
Ármúla 7, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30