Morgunblaðið - 23.01.1990, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1990
Horft til Langadals með Skagfjörðsskála Ferðafélagsins.
Þórsmörk að vetri
eftir Kristján M.
Baldursson
Flestir ferðamenn hafa heim-
sótt Þórsmörkina að sumarlagi
og þekkja hana því sem hlýiegan
skógardal, með skjólgóðum og
gróðursælum giljum og dalverp-
um í víðum fjallasal umluktan
jöklum. Á öðrum árstímum og þá
sérstaklega á veturna gjörbreytir
landið um svip og koma blæbrigði
árstíðanna óvíða skýrar fram en
þar. í Mörkinni er einnig óvenju-
leg veðursæld á öllum árstímum
þó auðvitað geti skjótt skipast
veður í lofti þar sem annars stað-
ar. í ferðaáætlun Ferðafélagsins
fyrir árið 1990 eru kynntar sér-
stakar árstíðaferðir í Þórsmörk.
Tilgangur þeirra er að leggja
aukna áherslu á að ferðafólk
kynnist þessum blæbrigðum árs-
tíðanna í Mörkinni. Það að hafa
komið þangað eingöngu að sum-
arlagi sé ekki nóg. Fyrsta árs-
tíðarferðin, Þórsmörk að vetri, er
á áætlun 2.-4. febrúar næstkom-
andi og er tilgangur þessa pistils
að minna sérstaklega á hana.
Strangt til tekið á Þórsmerkur-
nafnið aðeins við um ílangan og
þríhymdan hálendishrygg er
teygir sig vestur frá Mýrdalsjökii
út á milli Krossár og Þröngár.
Þegar dalurinn var á fyrri tíð
nytjaður til beitar og skógarítaks
var honum skipt niður í afrétti
þar sem stærsti afrétturinn var
Þórsmörk. Sunnan Krossár er
Goðaland stærsti afrétturinn og
síðan eru nokkrir smærri afréttir
með ýmsum nöfnum.
Landslag í Þórsmörk einkennist
af móbergshnúkum og móbergs-
hryggjum er hlóðust upp við gos
undir jökli á kuldaskeiðum ísald-
arinnar. Þetta móbergslandslag
er sundurskorið af giljum, smádöl-
um og gljúfrum.
Þórsmörk í vetrarbúningi er
gjörólík sumarlandinu Þórsmörk.
Landslagið gjörbreytir um svip, í
stað blómskrúðugra lauta og gilja
laufkrýndra trjáa er kominn snjór
og klaki. Frostrósir og grýlukerti
skreyta gil og hellisskúta og mjöll-
in hylur jörð og kjarrgróður. Aug-
anu mætir fegurð ekki síðri en
sjá má að sumarlagi.
Langidalur má heita miðsvæðis
í Þórsmörk og þar er Skagfjörðs-
skáli Ferðafélagsins með afbragðs
gistiaðstöðu. Þar eru öll þægindi
sem hægt er að ætlast til að séu
Útsýni af Valahnúk til Goðalands.
Á Krossáraurum. Valahnúkur til vinstri.
fyrir hendi í vetrarferðum í óyggð-
um svo sem góð upphitun, stór
eldhús, þægilegt svefnpokapláss
m.a. í herbergjum og svo setu-
stofa til samveru og borðhalds.
Frá Langadal liggja gönguleiðir
sem henta vel að vetrarlagi og
væri of langt mál að telja þær
allar upp hér. Freistandi er þó að
nefna staði sem gaman er að
heimsækja á vetrargöngu svo sem
Sönghelli í Húsadal, Sóttarhelli
skammt utar, Merkurrana,
Hamraskóga, Slyppugil og Stóra-
og Litlaenda. Göngubrúin á
Krossá auðveldar að heimsækja
einnig staði á Goðalandi og
Stakksholti svo sem Stakkholts-
gjá sem oft er í stórkostlegum
klakaböndum.
Oftast er sæmilega ökufært í
Mörkina á vetuma, en eingöngu
vel búnum fjallabílum. Yfir marg-
ar ár er að fara á Þórsmerkurleið-
inni og klakaskarir og snjór geta
stundum tafið för. Ökuferðin inn-
eftir býður því stundum upp á
hæfilega áreynslu við að ýta eða
draga rútuna í gegnum snjóskaf la
sem gerir ferðina eftirminnilegri.
Þegar þetta er ritað um miðjan
janúar er þó enn lítið af snjó á
Merkursvæðinu.
Þórsmerkurferðin 2.-4. febrúar
verður þorrablótsferð Ferðafé-
lagsins.
Dögunum verður varið til
gönguferða um Mörkina en þorra-
blót og kvöldvaka verða á laugar-
dagskvöldið.
Taka þarf fj ármálastj órn
Kópavogs föstum tökum
eftir Sigurð Helgason
Bæjarstjómarmeirihlutinn hefur
misst tök á fjármáiastjórn bæjarfé-
lagsins og við blasir að Kópavogsbær
er þegar kominn langt yfir mörk
boðaðra laga Félagsmálaráðherra
sem eiga að banna sveitarfélögum
að skulda meira en 50% af nettó-
skuldum sem hlutfall af rekstrartekj-
um.
Kemur þetta skýrt fram við hlut-
lausan lestur reikninga Kópavogs
fyrir árin 1986, 1987 og 1988, sbr.
neðanskráð sýnir:
Rekstrartekjur (þús. kr.)
Rekstrartekjur (kr./íb.)
Nettóskuldir (þús. kr.)
Nettóskuld sem % af tekjum
Hreint veltufé (þús. kr.)
Veltfjárhlutfall
Hér kemur í ljós hvemig fjárhagur
bæjarfélagsins hefur farið úr bönd-
um. Verði haldið áfram á sömu braut
þá blasir við algjör fjárþröng og að
sveitarfélagið geti ekki staðið við
skuldbindingar sínar.
Reikningar kannaðir nánar
Hér að framan eru upplýsingar
teknar úr gögnum bæjarins og með
áframhaldandi óstjóm meirihluta
Alþýðubandalagsins og Alþýðu-
flokksins hér í bæ þá blasir við að
félagsmalaráðherra verði að setja
fjárhaldsstjórn á sveitarfélagið, en
allt verður að gera til þess að koma
í veg fyrir slíka hneisu.
Það sem þó er alvarlegast að þau
sveitarfélög, sem erfiðast standa í
dag eru yfirleitt minni kaupstaðir,
sem geta skýrt erfiðleika sína með
því að þeir hafi verið að hætta fjár-
munum til þess að halda atvinnulíf-
inu gangandi á staðnum ogjafnframt
upplýsa að tekjur Ma hafi stórlækk-
að. Hér hjá okkur er ekki við nein
slík vandamál að glíma og tekjur
íbúa mjög góðar.
I ársreikningum 1988 em skuldir
samtals kr. 991.917.743,- og höfðu
aukist um 356.557.612,- eða 56% í
1986 1987 1988
551.118 737.836 969.449
stað þess að samkvæmt fjárhags-
áætlun fyrir sama tímabil var gert
ráð fyrir að þær myndu minnka um
68 milljónir. Það undrar því engan
að eitthvað fari úrskeiðis, þegar ekk-
ert mark virðist tekið á fjárhagsáætl-
uninni. Til eignar árið 1988 er reikn-
aðar tæpar 300 milljónir í óinn-
heimtum tekjum, t.d. útsvömm og
aðstöðugjöldum, en vitað er að stór
hluti skuldanna mun aldrei innheimt-
ast. Hér er oft um áætlanir að ræða
og gjaldþrotaskuldir, sem hlaða á sig
óraunhæfum vöxtum. Væri eðlilegt
og raunhæft að afskrifa þessa eign
um minnst 100 milljónir og það þýð-
ir að nettóskuld í árslok 1988 er
orðin 52% af nettótekjum, sem er
þegar töluvert yfir væntanlegum
leyfilegum mörkum, sem félagsmála-
ráðherra boðar að sett verði í lög
fyrir vorið og sveitarfélögum beri að
hlýða.
Ekki liggur endanlega fyrir,
hvernig fjárhagsstaða bæjarins er
nú við árslok 1989, en vitað er að
skuldir hafa stóraukist og enn frekar
hefur öll fjármálastjórn farið úr
böndum. Tel ég sennilegt að Kópa-
vogur sé kominn í hóp þeirra sveitar-
félaga, sem illa eru talin hafa stjórn-
að eigin fjármálum og mikið er rætt
um í fjölmiðlum þessa dagana.
Kópavogsbúar verða
að grípa í taumana
Það er eðlilegt að kannað sé nú,
þegar bæjarstjórnarkosningar
standa fyrir dyrum, hvetjir bera
ábyrgðina á þessari framvindu mála
í Kópavogi. Höfum í huga, að til
Kópavogsbæjar hefur verið litið með
verðskuldaðri virðingu fyrir dugnað
og atorku. Uppbygging Kópavogs
þegar hann varð sjálfstætt bæjarfé-
lag var athyglisverð og þá ekki síst,
ef allar aðstæður væru betur kannað-
ar. Land sveitarfélagsins stórt og
byggðin dreifð og mikil og athyglis-
verð barátta var þá háð af frum-
byggjum Kópavogs til þess að koma
á nauðsynlegri þjónustu.
Hér skal og vísað til mikils at-
hafnatímabils í sögu Kópavogs, þ.e.
árin 1970-1978, þegar sjálfstæðis-
menn og framsóknarmenn fóru með
Sigurður Helgason
„Tel ég sennilegt að
Kópavogur sé kominn í
hóp þeirra sveitarfé-
laga, sem illa eru talin
hafa stjórnað eigin fjár-
málum og mikið er rætt
um í fjölmiðlum þessa
dagana.“
meirihluta í bæjarstjóminni, en þá
var öll bæjarstjómin samtaka í því
að lyfta Grettistaki til framfara, sem
vakti verðskuldaða athygli allrar
þjóðarinnar, hún hafði og mikinn
stuðning bæjarbúa, sem að sjálf-
sögðu skiptir höfuðmáli.
Þá var samið um Hitaveitu Kópa-
vogs, á flestar götur bæjarins sett
slitlag, samið var um að lagning
Hafnarfjarðarvegar væri að mestu
leyti kostuð af ríkinu, uppbygging
miðbæjarins hafin, stór ný iðnaðar-
hverfi risu og ársverk í iðnaði og
verslun tóku stakkaskiptum, komið
á fót nýskipan í félags- og íþrótta-
málum, sem byggt hefur verið á
síðan, einn glæsilegasti íþróttavöllur
landsins reistur, sem bauð upp á
nýja óþekkta möguleika, stórátak var
gert í skólamálum og ný dagheimili
og leikvellir reistir. Þá var og hrund-
ið af stað Sunnuhlíðarsamtökunum,
sen nær allir Kópavogsbúar tóku
þátt í að efla og styrkja og reist
hafa mannvirki fyrir aldraða Kópa-
vogsbúa, sem við öll erum stolt af
og svona mætti lengi telja.
Höfuðábyrgð á slæmri fjármála-
stjórn bæjarins bera bæjarfulltrúar
Alþýðubandalagsins og Alþýðu-
flokksins, en þeir hafa verið dyggi-
lega studdir af bæjarfulltrúa Fram-
sóknarflokksins allt kjörtímabilið og
hefur hann verið varahjól meirihlut-
ans. Hann boðar í síðasta tölublaði
Framsýnar, að hann sé ekki sáttur
við fjármálastjórn meirihlutans og
muni taka það fyrir sérstaklega.
Virðist það nú nokkuð seint í rassinn
gripið.
Aftur á móti hafa bæjarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins varað við þeirri
óheillastjórn, sem meirihlutinn hefur
viðhaft og vísa ég til margra greina
í Vogum þessu til stuðnings.
Kópavogsbúar, nú styttist til bæj-
arstjórnarkosninga og það er algjör-
lega í ykkar höndunm, hvort gera
eigi breytingar á stjórn Kópavogs-
bæjar. Samhentur meirihluti sjálf-
stæðismanna mun geta nú sem fyrr
unnið þrekvirki á skömmum tíma og
breytt ímynd Kópavogs, þar sem all-
ir verða hvattir til dáða og málin
rædd opinberlega og til ykkar leitað
um víðtæka samstöðu til úrbóta.
Er ég þess fullviss að með réttum
vinnubrögðum og í góðri samvinnu
við Kópavogsbúa munum við snúa
þessari þróun við á skömmum tíma.
Höfundur er viðskipta- og
lögfræðingur.
37.528 49.068 62.340
130.826 309.434 448.920
24% 42% 46%
86.844 4.124 -i-40.067
1,70 1,01 0,92
íbúafjöldi 14.687 15.037 15.551