Morgunblaðið - 23.01.1990, Síða 15

Morgunblaðið - 23.01.1990, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1990 15 Júlíus Sólnes „Það urðu okkur því mikil vonbrigði þegar fjármálaráðherra sá ástæðu til að hækka verulega ýmis gjöld, t.d. skráningargjald nýrra hlutafélaga, upp úr öllu valdi nú strax eftir áramótin.“ burðunum í Austur-Evrópu. Þó megum við ekki gleyma mikilvægi - þeirra samninga, _sem nú fara í hönd, fyrir okkur íslendinga. Hvað verður um þetta litla þjóðfélag í þessu stóra Evrópusamfélagi, sem virðist vera hinum megin við hornið. Eitt af því, sem menn greinir á um, er hvort íslendingar geti sætt sig við þá kröfu EB, að EFTA-ríkin bindist fastari böndum innbyrðis en verið hefur, til að hægt verði að mynda hið sameiginlega evrópska efnahagssvæði. Það kann að út- heimta vissar yf irþjóðlegar stofnan- ir, sem löndin verða að sætta sig við, og þannig ef til vill gefa eftir hluta af sjálfforræði sínu. Margir áhrifamenn í íslenzkum stjórn- málum hafa lýst því yfir, að slíkt komi ekki til greina. Borgaraflokkurinn hefur lýst yfir stuðningi sínum við þessar samningaviðræður og vill, að í þær verði farið með opnum hug. Við erum ekki svo hrædd við yfirþjóð- legar stofnanir sem margir aðrir. Til dæmis höfum við bent á, að það er nauðsynlegt að geta skotið ágreiningsmálum vegna alþjóðlegra viðskiptasamninga til einhvers dómstóls. Sem dæmi má nefna, að styrkir Norðmanna til norskra skipasmíðastöðva hljóta að bijóta í bága við fríverzlunarsamning EFTA-landanna. Þessi niðurgreidda norska skipasmíði hefur átt dijúgan þátt í því að leggja íslenzka málm- og skipasmíðaiðnaðinn nánast í rúst. Enginn ákærudómstóll er til á vegum EFTA-landanna. Eina leið- in, sem er fær, er að stefna norsku ríkisstjórninni fyrir brot á fríverzl- unarsamningnum fyrir norskum dómstól. Ætli það væri vænleg leið til árangurs? Engu að síður eru ýmis varnaðar- orð við hæfi. Við viljum undir eng- um kringumstæðum loka okkur inni á bak við tollmúra í einhveiju alls- heijar Evrópuvirki, sem gæti komið í veg fyrir frekari viðskipti okkar við ríki Ameríku og Austurlönd. Ef hætta er á slíku gæti það verið alltjént eins hagstætt fyrir okkur íslendinga að vera utan allra banda- laga og notfæra okkur hina hag- stæðu landfræðilegu legu okkar til að stofna til viðskiptasambanda þvers og kruss. Þá má ekki gleyma þeirri einföldu staðreynd, að við erum algert dvergríki í samanburði við hin Evrópulöndin. Allt hjal um það, að við getum gert einhveija samninga um fijálsa verzlun, þar sem íslenzkur iðnaður geti staðið jafnfætis háþróuðum iðnaði Vest- ur-Evrópulandanna í samkeppnis- legu tilliti er fjarstæðukennt. Sam- kvæmt skilgreiningu Brusselskrif- finnanna hljótum við ávallt að telj- ast til hinna vanþróuðu jaðarsvæða Evrópu,þar sem er gert ráð fyrir, að iðnaður njóti styrkja og ýmiskon- ar aðstoðar Evrópubandalagsins. Þess vegna er álitamál hvort við hefðum ekki átt að krefjast þess, þegar við inngönguna í EFTA, að fá að hafa jöfnunargjald um alla framtíð á allar innfluttar iðnaðar- vörur til að halda uppi einhverri samkeppnisstöðu fyrir hinn veik- burða iðnað okkar. Efiiahagsmál nútíðarinnar Gömlu stjórnmálaflokkarnir og fjölmiðlarnir á íslandi komast ekki upp úr því hjólfari að ræða aðeins efnahagsmál fortíðarinnar. Sí og æ er verið að fjargviðrast út af hinum og þessum mistökum, sem gerð voru fyrir mörgum árum. Margir stjórnmálamenn eyða öllum ræðum sínum í það að rifja upp það, sem þessi eða hinn flokkur gerði í 'ein- hverri stjórn nítján hundruð og súrkál, sem enginn man eftir nema sagnfræðingar. Að vísu skal það viðurkennt, að efnahagsvandamál nútíðarinnar stafa af mistökum fyrri ára svo ekki er alveg hægt að horfa fram hjá því, sem áður hefur gerzt. Enda er lausn vanda- mála oft fólgin í því að læra af mistökunum og forðast fyrri skyss- ur._ í hnotskurn má segja, að efna- hagsvandamál nútíðar séu tvíþætt. í fyrsta lagi fiskast ver en fyrir nokkrum_ árum. Minnkandi þors- kafli á íslandsmiðum veldur eðli- lega minnkandi þjóðartekjum. í öðru lagi ætlast flestir til þess, að hægt sé að halda uppi því lúxus- þjóðfélagi, sem við höfum byggt upp á undanförnum árum, eins og ekkert hafi í skorizt. Helzt eigi að lækka skatta, því enginn vill borga þá, en samt séu ekki nægar fjárveit- ingar til hinna mörgu mikilvægu verkefna, sem ætlazt er til, að ríkið standi undir. í raun mætti taka upp þorskvísitölu og nota hana við fjár- lagagerðina, þ.e. útgjaldahliðina. Árið 1989 var heimilað að veiða 300 þúsund tonn af þorski. Árið 1990 er gert ráð fyrir aðeins 260 þúsund tonna þorskafla. Þannig kæmi til greina að margfalda allar útgjaldatölur fj árlagafrumvarpsins 1990 með stuðlinum 26/30 miðað við útgjöld ársins 1989. í raun þyrfti að lækka ríkisútgjöld um eina 10 milljarða króna á einu bretti ef taka ætti tillit til minnkandi þorsk- afla og annarra þátta. Fáir vilja hækka skattana, enda flestir sam- mála, að komið sé fram á yztu nöf í þeim efnum. Hvað er þá til bragðs? Hér er úr vöndu að ráða. Er þjóð- in reiðubúin að fara í þann mikla niðurskurð á ríkisútgjöldum, sem í raun er óumflýjanlegur. Almenn- ingur talar um, að allt of miklu sé eytt í yfirstjórn landsins og erum við borgaraflokksmenn sammála því. Það skilar þó ekki miklum árangri þótt við myndum t.d. fækka alþingismönnum í u.þ.b. 30 og ráð- herrum í 5-7, sem þó væri hæfilegt fyrir svo litla þjóð, sem við erum. Það myndi til samans spara ríkisút- gjöld sem næmi 250-300 milljónum króna. Betur má ef duga skal. Erum við reiðubúin til að loka helmingn- um af grunnskólum landsins. Fækka framhaldsskólum verulega. Afleggja allt valfrelsi í mehntakerf- inu. Loka Háskólanum á Akureyri og færa hjúkrunarfræði-, sjúkra- liða- og kennaranám af háskólastigi til fyrra náms. Loka um helmingn- um af öllum heilsugæzlustöðvum og sjúkrahúsum landsins og jafnvel taka upp einfalt kerfi heimilislækn- inga á nýjan leik. Hætta öllum styrkjum til landbúnaðarins og láta það lönd og leið hvort einhver byggðarlög í dreifbýlinu leggi upp laupana. Hver vill kasta fyrsta steininum? Ilöfundur er ráðherra Hagstofu íslands. mottu og TEPPA 20-50% Gram Teppi afsláttur FRJÐRIK BERTELSEN Pn n 1 usWMM" A TEPPAVERSLUN FRIÐRIKS BiRTELSEN FÁKAFEN 9 -SÍMI 686266 ÉT Um áramótin lækkaöi allt lambakjöt um 8% 3 i Sparaöu og kauptu lambakjöt. SAMSTARFSHOPUR UM SÖLU LAMBAKJÖTS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.