Morgunblaðið - 23.01.1990, Qupperneq 20
20
-''•í' i í’í }iiJO/.<rjui?}!'i 7i*5/ jíjyiTOj o /
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANUAR 1990
Hernaðaríhlutun Kremlverja í Kákasuslöndunum
Sjónvarpsávarp Míkhaíls S. Gorbatsjovs Sovétleiðtoga;
Koma varð í veg fyrir
valdarán þjóðernissinna
Moskvu. Reuter.
MIKHABL S Gorbatsjov, leiðtogi sovéska kommúnistaflokksins, sagði í
12 minútna sjónvarpsávarpi er hann flutti á laugardag, að nauðsynlegt
hefði reynst að senda herafla Sovétríkjanna inn í Sovétlýðveldin Arm-
eníu og Azerbajdzhan til að koma í veg fyrir frekari morð og grimmdar-
verk þar og stilla til friðar með Azerum og Armenum. Þjóðernissinnar
í Azerbajdzhan hefðu ekki reynt að dylja þann ásetning sinn á ná völdum
í Iýðveldinu, þvert á stjórnarskrá Sovétríkjanna og slíkt yrði ekki liðið.
Gorbatsjov harmaði að hernaðaríhlutun hefði verið eini kosturinn og
vottaði ættmennum og vinum hinna föllnu samúð sína.
Gorbatsjov var klæddur dökkum anna. Þeir hefðu leitt hörmungar og
jakkafötum og þótti hörkulegur á
svip en jafnframt nokkuð þreytuleg-
ur er hann flutti ræðu sína sem sjón-
varpað var um öll Sovétríkin. Hann
hóf mál sitt með því að rifja upp til-
raunir Sovétstjórnarinnar á undan-
förnum tveimur til að leysa deilu
Armena og Azera um yfirráðarétt
yfir héraðinu Nagorno-Karabak, sem
heyrt hefur undir stjórnvöld í Az-
erbajdzhan þótt Armenar séu þar í
meirihluta. Leiðtogar lýðveldanna
tveggja hefðu þráfaldlega verið boð-
aðir á fund stjómvalda í höfuðborg
Sovétríkjanna og sendinefndir frá
Moskvu hefðu haldið til Armeníu og
Azerbajdzhan til viðræðna við
flokksleiðtoga þar. Þessar tilraunir
allar hefðu reynst árangurslausar
eins og raun bæri vitni. Sýnt hefði
verið að deilurþjóðanna myndu kosta
enn frekari blóðsúthellingar og því
hefði verið ákveðið að stilla til friðar
með hervaldi. Sú hefði verið krafa
sovésku þjóðárinnar.
Látið undan kröfum
þjóðernissinna
Gorbatsjov gagnrýndi harðlega
yfirvöld í lýðveldunum tveimur og
sagði flokksleiðtoga þar hafa sýnt
af sér ábyrgðarleysi og skort á yfir-
vegun. Þá hefðu yfirvöld í Armeníu
og Azerbajdzhan látið undan kröfum
þjóðernissinna þó svo þær færu í
engu saman við vilja stjórnvalda í
Moskvu, stjórnarskrá Sovétríkjanna
eða fyrri yfirlýsingar flokksstjórna
Azera og Armena. Leiðtogar Þjóð-
fylkinganna, hreyfinga þjóðernis-
sinna í lýðveldunum tveimur, hefðu
óáreittir fengið að ala á öfgum og
magna upp hatrið í garð nágrann-
gætu náð markmiði sínu. Liðsmenn
Rauða hersins og sveita innanríkis-
ráðunejdisins hefðu framkvæmt það
skylduverk sitt að veija stjórnarskrá
Sovétríkjanna og lög ríkisins. Ráða-
menn vonuðu að alþýða manna í
Sovétríkjunum styddi þessar aðgerð-
ir.
Reuter
þjáningar yfir íbúa Armeníu og Az-
erbajdzhan.
„And-sovésk og and-sósíalísk öfl
færðu sér þetta ástand í nyt til þess
að ýta enn frekar undir hatrið og
óvildina og til þess að magna barátt-
una enn frekar. Átök brutust út,
einkum á landamærum og á svæðum
þar sem Armenar og Azerar búa,“
sagði Gorbatsjov og vék að ofsóknum
Azera á hendur Armenum í Bakú,
höfuðborg Azerbajdzhan. „í Bakú
gerðust sérlega hörmulegir atburðir
—fólk sætti ofsóknum, morð voru
framin og flytja þurfti saklausa
borgara á brott. Aðgerðir öfgamanna
í Azerbajdzhan urðu í vaxandi mæli
and-félagslegar og miðuðu að því að
draga úr valdi ríkisins og áhrifa-
mætti stjómarskrárinnar,“ sagði
Sovétleiðtoginn og bætti við að
greinilegt hefði verið að þjóðernis-
sinnar hygðust taka völdin í lýðveld-
inu í sínar hendur.
Gorbatsjov sagði að því miður
hefði hernaðaríhlutunin kostað frek-
ari mannfómir. Hermenn hefðu
neyðst til að svara skothríð „hryðju-
verkamanna.“ Gorbatsjov vottaði
ættingjum hinna föllnu samúð sína
og sagði þessa sorglegu atburði sýna
ljóslega hvaða fómir menn þyrftu
að færa létu þeir þjóðernishyggju og
heift leiða sig í gönur. „Það er glæp-
ur að hvetja menn til bræðravíga í
nafni blinds haturs, “ sagði Gorbatsj-
ov.
Skyldur ríkisvaldsins
Hann kvað það vera skyldu ríkis-
valdsins að koma í veg fyrir glæpa-
verk og mannfórnir sem færðar væru
til þess að valdasjúkir öfgamenn
Svona er nú umhorfs í útjaðri Bakú þar sem sovéski herinn braust
—————í gegnum vegartálma Azera.
Fallinna minnst með við-
höfii í Bakú og Jerevan
Moskvu. Reuter.
ÚTFÖR þeirra sem féllu í árás sovéska hersins á Bakú hófst í gærmorg-
un. Mörg liundruð þúsund Azera fylgdu hinum látnu til grafar þrátt
fyrir bann yfirvalda í Moskvu við fjöldasamkomum. Um þijú þúsund
Ármenar efndu til minningarathafnar á sunnudag um leiðtoga frelsis-
hreyfingar Armena sem féll á fóstudag. Ekki er ljóst hve margir féllu
í árásinni á Bakú aðfaranótt laugardags en sovéskir blaðamenn sem
komu frá borginni til Moskvu um helgina segja að sovéskir hermenn
hafi skotið hvað sem fyrir varð til þess að yfirbuga Azera sem girt
höfðu Bakú af. Blaðamennirnir telja að hundruð hafi fallið.
rO EvróPa
I
- V '
^ - Sovétríkin
____aoa
Hermenn Moskvuvaldsins og
vopnaðir Azerar skiptust á skotum
í Bakú um helgina. Talsmenn sovéska
hersins sögðu að leyniskyttur,Azera
hefðu víða komið sér fyrir í yfirgefn-
um íbúðum andspænis herbúðum.
Fréttir hermdu einnig að Armenar
hefðu gert árásir á þorp Azera í
héraðinu Nakítsjevan sem liggur
milli Armeníu og írans. Einnig var
greint frá því að 1.500 Azerar sætu
um armenskt þorp nærri Azerbajdz-
han. I héraðinu Nagomo-Karabak
leysti herstjórn yfirvöld, sem hafa
stjórnað þar um si. ár í nafni Kreml-
ar, frá störfum.
Að sögn starfsmanns Azerinform,
fréttastofu í Bakú, gerði her og lög-
regla enga tilraun í gærmorgun til
að hindra fjölda fólks í að fylgja látn-
um Azerum til grafar. Þeim var bú-
inn legstaður, sem kallaður hefur
verið Frelsisgrafreiturinn, á hæð í
borginni. Ljósmyndum af hinum
látnu, sem kallaðir voru píslarvottar,
var dreift. Þjóðfylking Ázera, borg-
arráð Bakú og Samtök múslíma í
Kákasuslöndum skipulögðu útförina.
Talsmenn sovéska hersins segja
að hermenn hafi reynt að halda still-
ingu sinni þegar brotist var í gegnum
vegartálma við Bakú en þeir hafi
orðið að veijast skothríð Azera. Þjóð-
fylkingarmenn segja hins vegar að
sínir menn haf i alls ekki borið vopn.
Lík Movses Gorgesyans, leiðtoga
Frelsishreyfingar Armena, var borið
með viðhöfn um götur Jerevan, höf-
uðborgar Armeníu, á sunnudag.
Gorgesyan féll á föstudag í átökum
við Azera nærri iandamærum Arm-
eníu og Nakítsjevans. Hundruð vopn-
aðra Armena, tveir brynvarðir bílar
og u.þ.b. þtjú þúsund almennir borg-
arar voru í líkfylgdinni. Lögregla sá
um að ryðja henni braut í gegnum
Georgla
km
\KaapIhat
J •,
r' l~> Azerbajdzha'n p-,,,.,
Armenfa 'HaW
Nakítsjevbn
Tyrkland
Lehkoran
Iran
KRGN
borgina að minnismerki um 1 'k millj-
ón Armena sem haldið er fram að
hafi fallið í 'iTyrklandi árið 1915. Við
minnismerkið, sem gnæfir yfir borg-
ina, var tekin gröf og Gorgesyan
lagður þar til hinstu hvílu. Viðstadd-
ir hrópuðu siagorð gegn „Tyrkjun-
um“. Margir íbúa borgarinnar töldu
þess ekki langt að bíða að sovéski
herihn afvopnaði þá Armena sem
bera vopn og setti neyðarlög eins og
í Bakú.
Nakítsjevan segir sig úr logum> við Sovétríkin:
Sjálfstætt ríki Azera tak-
mark uppreisnarmanna
Moskvu. Daily Telegraph, Reuter.
DEILUR Armena og Azéra hafa á skömmum tíma breyst í þjóða-
uppreisnir gegn yfirráðum Rússa í löndunum. Mest athygli beinist
nú að ástandinu í Bakú, eftir að innrás sovéska hersins hefur sam-
einað Azera gegn Moskvuvaldinu, en úrsögn héraðsins Nakítsjevan
úr Sovétríkjunum og sjálfstæðisyfirlýsing þess er lýsandi dæmi um
hætturnar sem steðja að sovéska ríkjasambandinu og stöðu 'Míkhaíls
Gorbatsjovs. Aldagamall rígur Azera og Armena kom aftur upp á
yfirborðið eftir áratuga hlé er kristnir Armenar í héraðinu Nag-
orno-Karabak hófú fyrir tveim árum að mótmæla yfirráðum Azera,
sem eru múslimar, í héraðinu.
Nagomo-Karabak er á stærð við
Reykjanesskagann og íbúafjöldinn
um 160 þúsund, þar af eru Ármen-
ar um 80%. Landið er fjöllótt en
dalimir fijósamir. Þarna voru fyrr
á öldum vinsælar veiðilendur höfð-
ingja en helstu framleiðsluvörur
eru nú silki og vín. Héraðið hefur
undanfarin 1100 ár verið undir
yfirráðum múslima en Armenar
hafa verið í meirihluta síðustu ald-
imar. Þeir hafa af mikilli þijósku
varist tilraunum höfðingja múslima
sem vildu fá þá til að kasta trúnni.
Oft hefur komið til blóðsúthellinga
í þessum deilum. Undanfarin 70
ár hafa þó jámtök Moskvustjómar-
innar þó komið að mestu í veg fyr-
ir öll raunveruleg stjómmálaátök,
þ. á m. þjóðemisbaráttu og deilur
um landamæri.
Fyrir tveim árum fóm íbúar
Nagorno-Karabaks að krefjast
stjómarfarslegrar sameiningar við
Armeníu og fengu þegar stuðning
þjóðbræðra sinna í Ármeníu. Azer-
ar brugðust ókvæða við og drápu
tugi Armena í uppþotum í borginni
Sumgajt við Kaspíahafið. Meira en
200 þúsund Azerar, sem bjuggu
fyrir í Armeníu, voru flæmdir á
brott. Margir þeirra hafa orðið að
hírast í tjöldum í Bakú, höfuðborg
Azerbajdzhan og fjórðu stærstu
borg Sovétríkjanna. Þar var fyrir
mikill húsnæðisskortur og atvinnu-
leysi og flóttamennirnir era sagðir
hafa gengið hart fram er ráðist var
á armenska minnihlutann í borg-
inni fyrir skömmu. Hófsamir leið-
togar Azera gagnrýndu ofsóknim-
ar en fengu ekki að gert.
Hófsöm öfl á undanhaldi
Fyrir rúmu ári var stofnuð í
Azerbajdzhan Þjóðarfylkingin sem
upprunalega vildi koma á lýðræðis-
umbótum ogauknu sjálfræði lands-
ins. „Við viljum ekki úrsögn úr
Sovétríkjunum en aukið sjálfræði
innan ríkjasambandsins," sagði
Zahrab Shambalov, talsmaður
hreyfingarinnar fyrir aðeins tveim
vikum. Ljóst er hófsprn öfl hafa
nú látið undan síga. Milljónir Azera
búa sunnan landamæranna, í íran,
og verða kröfur um sjálfstætt Az-
erbajdzhan allra Azera æ hávær-
ari. Landið varð Sovétlýðveldi árið
1920 eftir að hafa notið sjálfstæðis
um hríð eftir valdarán bolsévikka
1917. Að sögn danska blaðsins
Jyllands-Posten eru frumkvöðlar
sjálfstæðishugmyndanna í hérað-
inu Nakítesjevan er nú hefur sagt
sig úr lögum við Sovétríkin.
Nakítsjevan er undir stjórn Az-
erbajdzhan en umlukið armensku,
írönsku og tyrknesku landi. Það
Lík Azera á götu í Bakú eftir innrás sovéska hersins.
Reuter
er á stærð við Nagomo-Karabak
og íbúarnir um 250 þúsund, flestir
Azerar. Þjóðfrelsisfylking Azera,
Kyzyl-Basi, í Nakítsjevan er undir
stjóm Mahomeds Hafamis. Hann
höfðar óspart tii rómantískra þjóð-
ernishugsjóna og lætur fylkingar-
menn bera purpurarauð höfuðföt,
sem eiga að minna á fomfræga
stríðsmenn Azera. Það var Þjóð-
frelsisfylkingin sem stóð fyrir því
að landamæragirðingar milli hér-
aðsins og írans vora eyðilagðar um
áramótin, við mikinn fögnuð Azera
beggja vegna girðinganna.
Ótti Kremlverja
Hashemi Rafsanjani íransforseti
er nú í erfiðri stöðu. Ofstækisfullir
klerkar munu nú reyna að þvinga
hann frá sáttastefnu gagnvart Sov-
étmönnum og gera útbreiðslu isl-
ams aftur að leiðarljósi utanríkis-
stefnunnar. Það sé ekki hægt að
þola Kremlveijum að trúbræður í
Azerbajdzhan séu drepnir er þeir
krefjast sjálfstæðis. Sovétstjórnin
hefur lokað nær 30.000 moskum
síðan 1917 og margir múslimar
hafa veslast upp í fangelsum vegna
trúar sinnar. Þótt trúarofstæki ein-
kenni ekki kröfur Azera eða ann-
arra múslimaþjóða í Sovétríkjunum
hlýtur sovéskum valdamönnum að
hijósa hugur við því sem gæti
gerst; að 55 milljónir sovéskra
múslima sameinist gegn miðstjórn-
arvaldinu í Kreml.