Morgunblaðið - 23.01.1990, Blaðsíða 23
ÍíÓRduNBLAÐIÐ ÞRlÐJÚÖÁGtlR 23. JAltÚAR 1990
23
Bretland:
Sir Anthony
Meyer ekki
studdur til
þingfram-
boðs á ný
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari
FVímannssyni, fréttaritara Morgunblaðs-
ins.
Ihaldsflokkurinn í Clwyd í
Norður-Wales hafnaði því að
styðja Sir Anthony Meyer á ný
til framboðs til þings. Hann heíur
ekki útilokað að bjóða sig fram
utan flokka í kjördæminu í næstu
kosningum.
Sir Anthony Meyer bauð sig fram
til leiðtoga gegn frú Margaret
Thatcher sl. haust. Hann fékk að-
eins 33 atkvæði. í framhaldi af því
ákvað íhaldsflokkurinn í kjördæmi
hans sl. föstudag að styðja hann
ekki til framboðs á ný í næstu kosn-
ingum. Mjög afgerandi meirihluti
flokksmanna var andsnúinn hon-
um.
Það hefur ekki gerzt í 30 ár að
íhaldsflokkurinn hafi neitað að
styðja þingmann til framboðs í kjör-
dæmi sínu. Þá neitaði flokkurinn í
Bournemouth að styðja þáverandi
þingmann sinn vegna andstöðu
hans gegn innrás Breta í Súez.
Sir Anthony sagði um helgina,
að hann myndi hafa óbundnar hend-
ur fram að næstu kosningum og
gagnrýna stjórn Thatcher óspart á
þeim tíma.
Hann sagði framboð sitt í næstu
kosningum ráðast af því, hvaða
frambjóðanda flokkurinn í Clwyd
veldi. Byði hann fram eindreginn
stuðningsmann Thatcher, myndi
hann fara fram sem óháður fram-
bjóðandi.
Meirihluti Sir Anthonys við
síðustu kosningar var mikill og
hann nýtur verulegs persónufylgis
í kjördæminu. Framboð hans gæti
því orðið íhaidsflokknum skeinu-
hætt í þessu kjördæmi.
■ WASHINGTON - Vaclav Ha-
vel, forseti Tékkóslóvakíu, mun á
næstunni sækja heim ráðamenn í
Moskvu og Washington og leggja
að hvorumtveggja að draga heri
sína frá Evrópu. Ekki er enn fullráð-
ið hvenær Havel fer en búist er
við, að hann verði í Moskvu um
mánaðamótin næstu en í Washing-
ton um miðjan febrúar.
H VÍN - Hans-Dietrich Gensch-
er, utanríkisráðherra Vestur-
Þýskalands, lét svo ummælt á
sunnudag að Austurríkismanna biði
beinn og breiður vegur inn í EB.
Austurríki, sem lýsti yfir ævarandi
hlutléysi árið 1955, sótti um aðild
að EB í fyrra en Genscher sagði,
að vegna þeirra miklu breytinga,
sem orðið hefðu á samskiptum
Evrópuríkjanna, skipti hlutleysi
eða ekki hlutleysi minna máli en
áður.
Á
A
■' ’ ■
l
I nýtt, stærra og glæsilegra húsnæði
Rekstrarvörur, verslunar- og tramleiðslutyrirtæki með almennar rekstrar- og hreinlætisvörur
íyrir íyrirtæki og stofnanir, var eitt af þeim fyrirtækjum sem lenti í stórbrunanum að Réttaiiiálsi
2, þann 4. janúar 1989. RV hefur nú flutt starfsemi sína aftur á Réttarháls 2 í nýtt, stærra og
glæsilegra húsnæði.
... 1 ^ Nú geta allir komið á RV - IVIarkað og verslað
w rekstar- og hreinlætisvörur á mjög hagstæðu
R. o Q I verði. RV - Markaöur er ávallt með sérstaka til-
| wf I boðspakka og mánaðartiiboð sem sniöin em
að þörfum stofnana, fyrirtækja og heimila sem
vi|ja spara.
A RV - Markaðnum eru allar vömr strika-
metktar til að hraða afgreiðslu og lækka
rekstarkostnað.
Viöl
fcúWjrtRorVl
pjonusf-i
—1 " .. og þu faord
ALLT
ÁSAMA
STAÐ
Þekking - Urval - Þjónusta Dw
REKSTRARVÖRU R l'V
Réttarhálsi2 - 110R.vik - Simar31956-685554 __L
<^p
REKSTRARVORUR Rv
|