Morgunblaðið - 23.01.1990, Side 24

Morgunblaðið - 23.01.1990, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1990 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1990 25 3n*¥$tnitljifrUÞ Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík FlaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 90 kr. eintakið. Gorbatsjov í miklum vanda Aátökunum í suðurhluta Sovétríkjanna eru tvær hliðar. Annars vegar eru deilur Azera og Armena sem eiga sér djúpar rætur, trúarlegar og þjóðernislegar. Á þessum slóð- um eins og víðar innan sovéska nýlenduveldisins telja menn af ólíku þjóðerni sig eiga harma að hefna gagnvart nágrönnum sínum. Hins vegar er um sjálf- stæðisbaráttu undan ofurvaldi Kremlveija að ræða. Forystu- menn einstakra lýðvelda sætta sig æ verr við að lúta forræði Moskvuvaldsins. Þegar Mikhaíl Gorbatsjov Sovétforseti undirritaði fyrir- mælin í síðustu viku um að senda herafla til Azerbajdzhan lagði hann að sjálfsögðu höfuð- áherslu á, að hlutverk liðsins væri að stilla til friðar milli hinna stríðandi fylkinga. Hér væri fremur um lögregluaðgerð að ræða en valdbeitingu í þágu Kremlverja. Sjálfstæðiskröfur Azera höfðu þá fallið í skuggann fyrir deilum þeirra við Armena. Á föstudagskvöldið gerðist það hins vegar, að sovéska herliðinu var beitt í Bakú, höfuðborg Az- erbajdzhan, til að styrkja sov- ésku yfirráðin, til að koma í veg fyrir að Azerar tækju öll völd í sínar hendur og hefðu óskir frá Moskvu að engu. Eins og fjöld- aútförin í Bakú sýndi í gær ætla Azerar ekki umyrðalaust að beygja fyrir sovéska hemum, þótt þeir hafi orðið undir í átök- unum á föstudagskvöld og laug- ardag. Líklegt er að um lang- vinnan hemað verði að ræða. Einu sinni áður á undanföm- um misserum hefur sovéska hernum verið beitt til að brjóta á bak aftur mótmæli. Það var 9. apríl á síðasta ári í Tíflis, höfuðborg Georgíu. Þá var beitt eiturgasi gegn hópi friðsámra borgara sem vora á bæn og sungu sálma. Það grimmdar- verk dugði ekki til að þagga niður í þeim sem vilja sjálfstæði í Georgíu. Á sunnudag fóru Úkraínumenn út á götur og kröfðust aukins sjálfstæðis. I austri hafa Mongólíumenn haft uppi kröfur um afnám harðræð- is. Innan Eystrasaltsríkjanna vex þeim ásmegin sem andmæla Moskvuvaldinu. Þetta er sá veraleiki sem Gorbatsjov stendur frammi fyr- ir, þegar tæp fimm ár era liðin frá því að hann komst til æðstu valda. Hernaðaríhlutunin í Az- erbajdzhan er ef til vill aðeins forsmekkurinn af því sem koma skal, ef Kremlverjar ætla áð halda í nýlenduvöldin með vopn- um. Vegna þess að í suðurhlut- anum var að nokkru um lög- regluaðgerð og viðleitni til að stilla til friðar að ræða, hefur íhlutun sovéska hersins þar mætt skilningi. Um leið og her- valdi yrði beitt til að neyða Lit- háa til að sætta sig við fyrir- mæli frá Moskvu væri öllum ljóst, að ekkert hefði breyst í Kreml. Af öllu þessu sést, hve þrengt er að þeim, sem enn lifa í þeirri trú, að sovéska nýlenduveldið haldi velli og hve fáar friðsam: legar leiðir þeim eru færar. í fjölmiðlum á Vesturlöndum verða þær raddir æ fleiri, sem segja, að í raun séu valdadagar Gorbatsjovs taldir. Hverfi hann frá völdum er það vegna þess að heima fyrir tókst honum hvorki að treysta stöðu sína með bættum lífskjöram né halda ríkinu saman um leið og hann leyfði fylgiríkjunum í Austur- Evrópu að fara hvert sína leið. Grimmd gegn börnum A Isjónvarpi hafa undanfarið verið sýndar fréttamyndir frá Austur-Þýskalandi og Rúmeníu, sem sýna slíka fyrirlitningu á börnum og þeim sem minna mega sín að með ólíkindum er. Sanna þær ekkert annað en maðurinn sé grimmasta dýr jarðar, mesta skepnan. í fyrsta lagi skal minnt á mynd frá Leipzig þar sem skýrt var frá mengun og áhrifum hennar á ungböm. I öðra lagi er hér vísað til myndar frá Rúm- eníu þar sem sýnt var hvemig alið var á ofbeldishneigð hjá bömum í von um að þau myndu síðar vinna grimmdarverk í þágu Ceaucescu-hjónanna. í þriðja lagi var á sunnudagskvöld sýnd mynd frá hælum eða sjúkrahúsum í Rúmeníu, þar sem kom fram hve fyrirlitlega var farið með vanheil ungmenni. Menn þurfa að sjá þessar óhugnanlegu myndir til að trúa því, sem þar er um að ræða. Slíku er ekki unnt að lýsa á prenti fremur en svo mörgu öðra, sem kemur í ljós, þegar skyggnst er inn í afkima komm- únistaríkjanna. Skipulagðri leit að Reader hætt: Ein erfiðasta leit sem margir leitarmanna hafa tekið þátt í „EKKERT er hægt að fullyrða, en flest bendir til að Bretinn hafi farist. Skipulagðri leit var hætt seinni partinn á laugardag, en þegar veður leyfír ætla Öræfingar að kanna betur Hvalvörðugilið, þar sem dýnan fannst,“ sagði Guðbrandur Jóhannsson, leitarstjóri, við Morgun- blaðið í gær aðspurður um leitina að Bretanum Stephen V. Reader, sem lagði á Hvannadalshnjúk frá Hofi 1 á mánudag í síðustu viku. Tæplega 200 manns úr björgun- arsveitum í Öræfum, á Höfn, Kirkjubæjarklaustri og höfuðborg- arsvæðinu tóku beint þátt í leitinni auk Landsstjómar björgunarsveita. „Þetta er besti mannskapur og ein skipulagðasta leit, sem ég man eft- ir,“ sagði Jóhannes Briem hjá Landsstjórninni. Guðbrandur Jó- hannsson sagði að leitin hefði verið mjög erfið, ein sú erfiðasta, sem margir hefðu lent í, en allir hefðu komist ómeiddir frá henni. „Þetta var eins og að leita að snjókomi á jökli,“ ságði Guðbrandur. Eina vísbending, sem fannst um manninn, var einangrunardýna, sem talið er að hafi verið í hans eigu. Hún fannst í Hvalvöðugili, um tvo til þrjá km norðvestur af Hofi. Dýnan er hins vegar mjög Iétt og að sögn Jóhannesar gæti hún hafa fokið töluverða vegalengd, en vind- ur, átta til 10 vindstig, stóð af fjalli. Björgunarmenn notuðu 34 vélsleða við leitina, fjóra snjóbíla, 21 bifreið og tvær þyrlur. Mjög slæmt veður var á svæðinu á sunnudag og í gær gekk á með éljum að sögn Ara Magnússonar, bónda á Hofi 1. Hann sagði enn- fremur að snjóflóð hefði fallið, þar sem dýnan hefði fundist og erfitt væri að leita í gilinu, því meðfram því væru ógengir klettar. Alp Mehmet, ræðismaður í Breska sendiráðinu, sagði að sam- kvæmt upplýsingum frá Englandi, hefði Bretinn verið áhugamaður um útivist í köldu loftslagi og átt sér þann draum að ganga á Hvanna- dalshnjúk. „Björgunarsveitirnar hafa staðið sig sérstaklega vel og fyrir það viljum við þakka,“ sagði Mehmet. Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson. Leit að Bretanum Stephen V. Reader fór fram við mjög erfíðar aðstæð- ur. % Þyrlur fluttu leitarmenn upp í Ijöllin. Heimafólk sá um mat handa öllum leitarmönnum í félagsheimUinu Hofgarði. Leitarmenn þurftu að fara um gil girt ógengum klettum. Greinargerð Alþýðusambands íslands vegna viðræðna um kjarasamninga: Grandvallaratriði að stöðva kaup- máttarfall og tryggja atvinnu Forsvarsmenn Alþýðusam- bands íslands hafa á undanförn- um vikum á fundum með verka- lýðsfélögum víða um land kynnt grundvöll þeirra viðræðna um nýja kjarasamninga sem fram hafa farið við vinnuveitendur á tveimur undanfornum mánuðum. Hér á eftir birtist í heild greinar- gerð þeirra um helstu atriði við- ræðnanna. Eins og kunnugt er hafa að und- anförnu farið fram undirbúnings: viðræður að samningum milli ASÍ og atvinnurekenda. I þeim viðræð- um hefur einkum verið rætt með hvaða hætti megi ná þeim kaup- mætti sem um semst með eins lítilli verðbólgu og hægt er og tryggja á þann hatt lækkun vaxta, treysta atvinnu og koma á stöðugleika í atvinnulífinu. Það ber að taka skýrt fram að enn er langt í að hægt sé að segja að samningur sé í burðarliðnum. Það hafa ekki gengið kröfur og gagnkröfur á milli aðila heldur hafa málin verið rædd almennt og ýmis dæmi verið skoðuð án skuldbind- inga. Grundvallarviðhorf ASI hefur verið að: stöðva kaupmáttarfallið, tryggja kaupmáttinn með öruggum hætti og tryggja atvinnu og stöðug- leika í atvinnulífinu. Miklar kauphækkanir við núver- andi aðstæður myndu sennilega leiða fljótt til gengisfellingar, áframhaldandi verðbólgu og óör- uggrar atvinnu hjá mörgum laun- þegum. Aukinn kaupmáttur og at- vinna yrði því ekki tryggð með mikl- um hækkunum launa. Þegar litið er til ofannefndra at- riða hefur verið lögð á það aðal- áhersla að varðveita kaupmáttinn með litlum kauphækkunum og að- gerðum sem hamlað geti gegn verð- bólgu. Helstu atriðin sem hafa verið rædd til að halda verðlagi lágu eru: lækkun vaxta, stöðugt gengi, óbreytt búvöruverð, aðhald í verð- lagningu opinberrar þjónustu og almennt verðlagsaðhald. Vantrú ríkir um það meðal launa- fólks að forsendur um lækkun verð- bólgu haldi þegar á hólminn er kom- ið og því geti kaupmáttur rýrnað verulega á samningstímanum. Slíka hættu er aðeins hægt að forðast með kaupmáttartryggingu í kjara- samningi. ASÍ hefur og mun leggja mikla áherslu á kaupmáttartrygg- ingu í samningum, ef farin verður . leið lítilla hækkana launa og verð- lags. Til þess að samningar verði ásættanlegir er nauðsynlegt að gengið sé tryggilega frá verðbólg- uspá og tryggingum þannig að heildarniðurstaða verði viðunandi. Þá er einnig nauðsynlegt að ákveða fyrirfram þær aðgerðir sem nauð- synlegar eru til þess að fyrirbyggja verðhækkanir. En leiðin að slíkri niðurstöðu er þröngt einstigi þar sem fótur má hvergi skrika. Hér á eftir er gerð lausleg saman- tekt á þeim helstu atriðum sem hafa verið rædd að undanförnu. I Aðhald í verðlagsmálum 1. Véxtir Samhliða lækkandi verðbólgu þarf að setja upp dagsetta áætlun um það hvemig og hvenær nafn- vextir lækki. Vextir eru nú rúmlega 30%. Lækki nafnvextir í 15% þýðir það helmingslækkun vaxta- greiðslna. Jafnvel þótt raunvextir, þ.e. vextir umfram verðbólgu, væru óbreyttir lækka greiðslur hjá fólki og fyrirtækjum sem nemur lækkun verðbólgunnar. Vaxtagreiðslur af óverðtryggðum skuldum hjá innlánsstofnunum nema 2,6% af veltu atvinnulífsins í heild. Lækki nafnvextir um helming ætti vöraverð því að lækka um og yfir 1% miðað við það sem ella væri. Það má segja að verðbótaþátt- ur vaxtanna sé álag sem fyrirtækin taka og velta út í verðlagið. Mikilvægi vaxtalækkunar fyrir almenning er væntanlega öllum ljós. Knýja þarf á um minni vaxtamun í bankakerfinu og eins að þjónustu- gjöld standi undir kostnaði. 2. Gengi Atvinnurekendur era tilbúnir að samþykkja óbreytt gengi m.v. nokkra kauphækkun í trausti þess að verðlag á fiski erlendis bæti þeim þann kostnaðarauka, auk þess að bæta þeim upp verðbótina sem féll út um áramót. Atvinnurekendur í fiskvinnslu segja jafnframt að verði kauphækkanir meiri versni staða þeirra svo að þeir geti ekkert tekið á sig í genginu. Þá verði að lækka gengið hratt til að þeir haldi sínu í verðbólgukapphlaupinu. 3. Búvöruverð Til þess að búvöraverð haldist óbreytt mega ekki verða verulegar kostnaðarhækkanir við landbúnað- arframleiðsluna. Afnám uppsöfnunaráhrifa sölu- skatts og lækkun vaxta gefa mögu- leika á því að nokkrar kostnaðar- hækkanir geti orðið án þess að bú- vörur hækki. Fyrir liggur að áburð- ur hækkar í vor og hluta af verð- hækkun sauðfjárafurða sl. haust var frestað fram til september á þessu ári. Strax og kauphækkun fer yfir 3-5% verður talsvert erfitt að halda búvöruverði óbreyttu og þá minnka einnig möguleikar á hraðri nafn- vaxtalækkun. Möguleikar á óbreyttu verði búvara felast í eftir- gjöf af hálfu bænda eða aukningu niðurgreiðslna. Lækkun kostnaðar gæti náðst fram með skipulagsbreytingum í búvöruframleiðslu og vinnslu bú- vara. Slíkar aðgerðir taka hins veg- ar tíma. Spurning er hvort bændur séu tilbúnir til þess að taka eitthvað á sig m.a. í ljosi þess að sl. haust hækkaði launaliður bænda um 14% umfram það sem laun hækkuðu al- mennt. Rætt hefur verið við fulltrúa bændasamtakanna og virðast þeir gera sér fulla grein fyrir því að mjög erfitt er að verja hækkanir á búvörum um þessar mundir. Þeir hafa tekið vel undir hugmyndir um að reyna að halda landbúnaðarvöru- verði óbreyttu út árið. 4. Opinber þjónusta Ýmis opinber fyrirtæki hafa ósk- að eftir því að hækka taxta sína. Orkufyrirtækin vega væntanlega þyngst í þeim hópi. Til greina kemur að setja algjöra verðstöðvUn á opinber fyrirtæki en stjórnvöld telja nokkrar hækkanir óhjákvæmilegar. Geta skal þess að i framhaldi af tilmælum aðila vinnumarkaðarins þá fór iðnaðarráðherra þess á leit við orkuveitur að þær frestuðu fyrir- huguðum hækkunum 1. janúar 1990 og verðbreytingar yrðu síðan endurskoðaðar i samræmi við niður- stöður kjarasamninga. 5. Almennt verðlagsaðhald Almennt verðlagsaðhald og verð- lagseftirlit er mjög mikilvægt til þess að halda aftur af verðhækkun- um. Almenn verðstöðvun er aftur á móti ekki inni í myndinni hjá at- vinnurekendum og þar gætir full- kominnar andstöðu gagnvart þeirri leið. Reynslan sýnir að ná má árangri í verðlagsmálum með verðkönnun- um og almennum áróðri en það er ólíklegt að fólk treysti því að verð- lagsspár standist. Ekki síst af þess- um ástæðum eru tryggingarákvæði nauðsynleg. II Verðtrygging launa Ljóst er að krafa launþega um kaupmáttatryggingu í samningum er þung ef semja á um litlar launa- hækkanir. Andstaða atvinnurek- enda á þessu sviði hefur verið mik- il, sérstaklega gegn beinni verð- tryggingu launa. Helstu leiðir sem verið er að ræða í þessu sambandi má segja að séu hefðbundnar og vel þekktar, þó er nýtt í leið þijú hér að neðan að launanefnd hafi ákvörðunarvald um verðhækkanir. Þessar leiðir eru: 1. Bein verðtrygging launa með vísitölubindingu. 2. Rauð strik, þannig að kaup hækki ef verðlag fer yfir tiltekin mörk. 3. Rauð strik, en launanefnd ákvarði launabreytingar að gefn- um forsendum en hafi jafnframt auga á verðlagsbreytingum og e.t.v. ákvörðunar- eða tilögurétt um aðgerðir gegn verðhækkun í stað þess að ákvarða einungis um launabreytingar eftir á þegar verðhækkanir eru staðreynd. I 4. Að samningar verði uppsegjan- legir með stuttum fýrirvara ef verðlag fer fram úr gefnum við- miðunarmörkum. III Kauphækkanir 1. Tiltölulega litlar kauphækkan- ir — samanburður við aðra. Samkvæmt gildandi samningum BHMR hækkuðu laun um 1,5% þann 1. janúar sl. og eiga að hækka um 1,5% 1. maí og um 3-9% 1. júlí sem á að vera sérstök leiðrétting á kjör- um þeirra miðað við háskólamenn á almennum markaði. Hækkunin 1. júlí er með fyrirvara um kauphækk- anir annarra, þannig að hækki laun hjá öðrum hópum um meira en 3% fær BHMR sjálfkrafa hækkun sem því nemur. Ef ofannefndar forsendur um aðhald í verðlagsmálum, fast gengi, lægri vexti, óbreytt verð á búvöra og opinberri þjónustu ganga eftir, má reikna með að við 3% kauphækk- un til ASÍ verði verðbólgan um 5-5,5% á árinu 1990. Meðalkaup- máttur á árinu 1990 yrði þá sá sami og var í desember 1989, en um það bil 1,5 til 2,0 kaupmáttarlækkun yrði frá desember 1989 fram í des- ember 1990. Takist ekki að halda aftur af verð- hækkunum með sérstökum aðgerð- um og ná niður vöxtum þá má ætla að verðbólga verði 1-1,5% hærra en áður er nefnt og kaupmáttur því samsvarandi minni. Með 5% kauphækkun á 3 mánaða fresti gæti náðst sami kaupmáttur í desember 1990 og var í desember 1989 en gengi myndi þá ekki verða stöðugt og verðbólga yrði yfir 20%. Þá lækkuðu vextir ekki og ástæða væri til þess að hafa auknar áhyggj- ur af atvinnuástandinu. Stöðugleiki skiptir miklu ef treysta á atvinnu. Því er rökrétt að stefna að sem mestum árangri í kaupmætti við lægra verðbólgustig og minni kaup- hækkanir. Til umræðu hefur verið að taka kauphækkun á þann hátt að lífeyris- iðgjald launþegans yrði atvinnurek- endagjald. Með því verður greiðslan skattfijáls hjá þeim sem á annað borð greiða skatt sem þýðir 1,6% aukningu ráðstöfnunartekna. Óljóst er hvernig ríkissjóður brygðist við því tekjutapi sem af þessu hlytist. Það ákvæði sem er í samningi BHMR um 3% hækkun umfram aðra í júlí skapar örðugleika í samn- ingsgerðinni og setur í hættu þær forsendur um verðþróun sem unnið er út frá. Samningamenn ASÍ hafa ekki tekið undir hugmyndir atvinnu- rekenda um að sett verði lög vegna samninga háskólamanna. Það er hins vegar eðlilegt að settur verði skýr fyrirvari um að hækki það fólk eða aðrir hópar umfram hækkanir í samningi ASÍ séu okkar samning- ar lausir. Ef ASÍ semur um aðhald að gengi, vöxtum og verðlagi njóta all- ir hópar þess. Það er því óhjákvæmi- legt að gera tilkall til þess að allir hópar axli ábyrgð áþeim forsendum sem lagðar eru. ASI getur ekki tek- ið að sér að semja um lágar hlut- fallshækkanir launa og skapa for- sendur til minni verðhækkana ef aðrir launþegahópar fylgja ekki með. Rætt hefur verið við forsvars- menn BSRB um samstarf og því verið vel tekið. Spurning er hvort BHMR væri einnig tilbúið til sam- starfs. IV Aðgerðir í félagsmálum og skattheimtu Lífeyrismál hafa verið til umræðu og þá sérstaklega tengsl tekjutrygg- ingar og lífeyrisgreiðslna. Rætt hef- ur verið um hugmynd Benedikts Davíðssonar frá síðasta sambands- stjórnarfundi um að skipta lífeyris- greiðslum frá lífeyrissjóðunum í lífeyri, vexti og verðbætur þannig að vöxtum og verðbótum yrði haldið utan við útreikning á tekjutrygg- ingu almannatrygginga. Þetta yrði til samræmis við það að vextir af skuldabréfum og bankainnstæðum leiða ekki tii skerðingar á tekju- tryggingu. Lækkun tekjuskatts, þ.e. lægri skattprófsenta eða hærri skattleys- ismörk. (hærri persónuafsláttur) hafa verið til umræðu. Einnig kæmi til greina að virðisaukaskattur yrði lækkaður, annaðhvort prósentan almennt eða skattur á einstökum vöram. Ríkisstjómin gefur hins veg- ar engin vilyrði um neitt sem rýrir stöðu ríkissjóðs. Endurskoða þarf reglur um or- 'lofs- og desemberappbætur svo þær gangi með einhveijum hætti til fólks sem hættir störfum fyrir greiðslu- dag. Lagfæra þarf lög um ríkis- ábyrgð á launum. Setja þarf reglur um réttindi fólks í tengslum við fæðingarorlof. Fleiri félagsleg mál hafa verið nefnd svo sem að semja þurfi um starfslok m.a. til þess að tryggja að eldra fólki sé ekki sagt upp að ástæðulausu áður en 70 ára aldri er náð. V Vinnan undanfarið Að undanförnu hafa forystumenn úr verkalýðshreyfingunni haldið fundi með stjórnum félaga, lands- sambanda og svæðasambanda og kynnt þar þá umræðupunkta sem verið hafa til umfjöllunar í viðræð- um við atvinnurekendur. Segja má að góð samstaða hafi verið á þessum fundum um að halda áfram viðræð- um við atvinnurekendur út frá fram- komnum hugmyndum um kaup- hækkanir í lægri kantinum sem tryggja lækkun verðbólgu, vaxta- lækkun og ekki síst verðtryggingu þess kaupmáttar sem um semst. Ákveðið var að mynda fjóra und- irhópa í samninganefndinni til þess að ræða nánar við atvinnurekendur, ríkisvald og viðskiptabanka um þau atriði sem hafa verið á borðinu í viðræðunum. Atriði þessi era flest kynnt og reifuð hér að framan, en hóparnir fjalla um: A. Kaupmáttartryggingu í kjara- samningum B. Lífeyrismál C. Félagsleg atriði D. Vaxtamál

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.