Morgunblaðið - 23.01.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANUAR 1990
27
Félag starfsmanna
Landsbankans;
Bankamenn
áttu enga
möguleika
gegn Garðari
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi yfirlýsing frá Félagi
starfsmanna Landsbanka Is-
lands.:
„í tilefni fréttar í Morgunblaðinu
sunnudaginn 21. janúar sl. varðandi
ráðningu Garðars Sigurðssonar að
Landsbankanum vill stjórn Félags
starfsmanna Landsbanka íslands
gera eftirfarandi athugasemd við
ummæli Sverris Hermannssonar
bankastjóra.
Bankastjórn Landsbankans ætti
að vera ljóst að í kjarasamningum
bankamanna er skýrt tekið fram
að allar stöður sem losna er skylt
að auglýsa innan bankans.
Ennfremur er kveðið svo á í.
kjarasamningum að bankamenn
sitji fyrir við ráðningar í slíkar stöð-
ur.
Haft er eftir Sverri að allir haft
átt jafna möguleika, en að mati
stjórnar félagsins átti enginn mögu-
leika þar sem Garðar hafði þegar
hafið störf í bánkanum áður en
umsóknarfrestur um téða stöðu var
iiðinn. Reyndir og hæfir banka-
menn sóttu um stöðuna, en þeim
umsóknum var hafnað.
Stjórn Félags starfsmanna
Landsbanka íslands mótmælir
harðlega stöðuveitingu þessari, og
telur brot á kjarasamningum,
móðgun við þá aðila sem sóttu um
stöðuna, og síðast en ekki síst, að
hér sé um mjög svo alvarlegt for-
dæmi að ræða.“
Runólfur SH 135 i Grundarfjarðarhöfn.
Grundarfj örður:
Morgunblaðið/Ragnheiður Gunnarsdóttir
Runólfiir bilar á leið úr slipp
Grundarfirði.
TOGARINN Runólfur SH 135 frá
Grundarfírði varð fyrir því
óhappi seint á föstudág að
skrúfuöxull fór úr sambandi og
gekk aftur í stýrið. Skipið var
statt út af Deild á heimleið frá
Akureyri þar sem það hafði verið
i slipp í rúman mánuð.
„Það bara dró niður í vélinni og
svo drap hún á sér,“ sagði Runólfur
Ný neyðarþjónusta Al-virkis:
Viðgerðarmenn til
taks allan sólarhringinn
AL-virki hf. er verktakafyrirtæki sem nýlega var stofnað á Suður-
nesjum. Það býður upp á neyðarþjónustu allan sólarhringinn, en auk
þess tekur það að sér smærri og stærri verkefni við húsbyggingar,
viðgerðir og viðhald, smíði á gluggum, hurðum, innréttingum svo
eitthvað sé nefnt.
skipstjóri í símtali við fréttaritara.
,;Varðskipið Óðinn dró okkur inn á
Onundarfjörð þar sem kafað var
niður og bilunin athuguð. Þarna
lágum við svo fram á laugardags-
morgun en veðrið var slæmt á föstu-
dag og fram á nóttina. Menn eru
að vonum óhressir að fara aftur í
slipp en ekki á veiðar," sagði Run-
ólfur Guðmundsson að lokum. Run-
ólfur SH 135 er annar af 'tveimur
togurum Grundfirðinga pg leggur
upp hjá Sæfangi hf. Óðinn dró
Runólf til Akureyrar. Togarinn var
tekinn upp í slipp hjá Slippstöðini
á sunnudag og strax hafist handa
við viðgerð.
- Ragnheiður
Lífiínan:
Kristileg-
ur boðskap-
urígegn
umsíma
„FÓLK getur hringt á nóttu
sem degi og hlustað á upp-
örvandi kristilegan boðskap
eða valið fyrirbæn og leið-
beiningar," sagði Eiríkur
Sigurbjörnsson sem nýlega
stofiiaði Líflínuna, sem er
kristileg símaþjónusta.
Líf línan var opnuð í desem-
ber síðastliðinn og sagði Eirík-
ur að frá upphafi hafi mörg
hundruð manns hringt inn.
Hann sagði að fólk gæti lagt
inn skilaboð eftir að hafa
hlustað á boðskapinn og þá
er haft samband við það og
reynt að hjálpa því eftir óskum
þess með fyrirbænum og upp-
örvun.
„Við erum nokkur sem
stöndum fyrir þessu. Við not-
um tölvutækni, svipaða og
símabankamir nota. I framtíð-
inni munum við bæta við upp-
lýsingum um kristilegt efni í
útvarpi og sjónvarpi, góðar
bækur, fyrirlestra, fréttir utan
úr heimi og fleira.
Ég ákvað að byija þar sem
neyðin er mest. Það eru marg-
ir sem þola skammdegið illa
og eitthvað þarf að gera fyrir
þetta fólk," sagði Eiríkur.
Símanúmer Líflínunnar er
91-623700.
Leiðrétting
í ættfræðipistli Guðjóns Friðriks-
sonar í sunnudagsblaðinu misritað-
ist nafn Jóns Ragnars Jónassonar.
Var hann sagður heita Jón Einar
Jónasson. Morgunblaðið biðst vel-
virðingar á mistökunum.
Grétar Guðlaugsson, einn eig-
enda Al-virkis hf. sagði í samtali
við Morgunblaðið að fyrirtækið taki
að sér ákveðin verkefni og sér síðan
um að útvega þá iðnaðarmenn sem
þarf til verksins. Að fyrirtækinu
standa fimm menn, þar af fjórir
smiðir.
Neyðarþjónustan byggist á því
að ef t.d. pípulögn bilar eða rúða
brotnar er hægt að hringja í ákveð-
ið númer hjá Al-virki, hvenær sólar-
hringsins sem er, og þeir senda við-
FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM
22. janúar.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 86,00 70,00 82,07 53,776 4.413.370
Þorskur(óst) 72,00 64,00 68,88 1,675 115.369
Þorskur(smár) 54,00 30,00 40,61 1,222 49.620
Ýsa 125,00 87,00 116,88 13,538 1.582.205
Samtals 86,05 75,952 6.535.145
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 80,00 52,00 69,05 16,715 1.154.197
Þorskur(ósl.) 70,00 60,00 66,84 4,097 273.847
Ýsa 103,00 65,00 90,38 2,227 201.270
Ýsa(ósl.) 122,00 65,00 92,75 3,165 293.546
Ufsi 40,00 40,00 40,00 0,036 1.440
Samtals 72,76 33,466 2.435.105
i dag verða meðal annars seld 12 tonn af ýsu og 18 tonn af grálúðu úr
Jóni Baldvinssyni RE og fleirum.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Linuþorskur 104,00 72,00 89,47 7,197 643.924
Þorskur(1-2n) 82,00 53,00 70,51 43,761 3.085.463
Ýsa 110,00 40,00 95,33 7,544 719.130
Karfi 43,00 36,00 42,14 3,254 137.116
Ufsi 43,00 17,00 42,59 19,911 848.071
Samtals 66,05 89,023 5.880.289
I dag verður selt óákveðið magn úr línu - og netabátum.
SKIPASÖLUR í Bretlandi 15. til 19. janúar.
Þorskur 142,33 116,315 16.554.616
Ýsa 226,92 4,575 1.038.154
Ufsi 103,34 1,200 124.014
Grálúða 158,72 1,125 178.564
Samtals 145,41 123,325 17.932.283
Selt var úr Gullveri NS f Grimsby 18. janúar.
GÁMASÖLUR í Bretlandi 15. til 19. janúar.
Þorskur 129,42 465,235 60.208.911
Ýsa 193,60 101,959 19.739.221
Ufsi 99,42 5,791 575.781
Karfi 92,08 4,635 426.775
Koli 170,13 16,998 2.721.665
Samtals 141,13 626,922 88.479.580
SKIPASÖLUR í Vestur-Þýskalandi 15. til 19. janúar.
Þorskur 120,32 0,846 101.793
Ufsi 97,80 - 32,420 3.170.587
Karfi 136,11 107,915 14.688.538
Samtals 118,59 155,365 18.425.376
Selt var úr Margréti EA í Bremerhaven 15. janúar.
gerðarmenn á staðinn á innan við
klukkustund hvar sem er á Suður-
nesjum eða á höfuðborgarsvæðinu.
Efni og verkfæri eru tilbúin á kerru
sem skellt er aftan í bíl og lagt af
stað.
Grétar sagði að fyrirtækið væri
það nýtt að enn væri ekki komin
reynsla á þessa þjónustu. Nú er
verið að kynna hana t.d. hjá öllum
fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu
og Suðurnesjum.
Lítil veiði
vegna brælu
LÍTIL loðnuveiði hefúr verið und-
anfarna daga vegna brælu á mið-
unum fyrir austan land.
A sunnudag tilkynntu þessi skip
um afla: Sighvatur Bjamason 700
tonn til FIVE, Gígja 670 til FES,
Fífill 260 til SR á Seyðisfirði, Börk-
ur 100 til Neskaupstaðar, Sjávarborg
300 til Eskifjarðar, Háberg 200 til
Eskifjarðar, Sunnuberg 230 til Eski-
fjarðar, Þórshamar 100 til Eskifjarð-
ar, Bergur 50 til Eskifjarðar, Víkur-
berg 160 til Neskaupstaðar og Júpít-
er 300 til Eskifjarðar.
Kveimalistakomir
báðu ekki um dóm
forseta Alþingis
MORGUNBLAÐINU hefúr borist
eftirfarandi athugasemd frá
kvennalistakonum:
„Misskilnings gætir í grein Þor-
steins Pálssonar í Morgunblaðinu
laugardaginn 20. janúar sl., þar sem
hann fjallar um þátt Kvennalistans
og forseta Alþingsi í bankaráðsmál-
inu.
Kvennalistakonur báðu ekki for-
seta Alþingis að kveða upp neinn
dóm í því máli. Þær leituðu aðeins
fulltingis forseta við að fá álit til
þess hæfra aðila, sem þær töldu
fyrst og fremst vera Bankaeftirlit
Seðlabankans og Lagastofnun há-
skólans, en eins og Þorsteinn veit
er það vissum vandkvæðum bundið
fyrir þingmenn og þingflokka að
leita sjálfir álits Lagastofnunar
háskólans.
Það er svo aftur annað mál, að
forsetar leituðu aldrei álits Laga-
stofnunar, eins og um var beðið.
Það sem hins vegar skiptir mestu
er, að kvennalistakonur nýttu til-
efnið til víðtækrar umfjöllunar og
fengu þijár nokkuð ítarlegar álits-
gerðir með þrenns konar niðurstöð-
um, sem leiddu það glöggt í ljós,
hversu ófullnægjandi reglur um
þessi efni eru. Ur því verður að
bæta, og að því munu kvennalista-
konur vinna. Þær hafa þegar lagt
fram á Alþingi fyrirspurn um full-
trúa í stjórnum og ráðum peninga-
stofnana hins opinbera og ennfrem-
ur tillögu til þingsályktunar um
setningu reglna um stjórnir pen-
ingastofnana.
Rækjutogarinn Drangavík ST:
Reglurnar iim spilbúnaðinn
taka ekki gildi fyrr en 1. júlí
REGLUR um spilbúnað í skipum frá 1988 taka gildi 1. júlí n.k. sam-
kvæmt upplýsingum Magnúsar Jóhannessonar siglingamálastjóra,
þegar Morgunblaðið ræddi við hann um vöntun á grandaspili í rækju-
togaranum Drangavík ST. Siglingamálastjóri sagði einnig, að haf-
færnisskírteini togarans rynni út 10. febrúar og það væri Ijóst fyrir
að togarinn þyrfti að fara í skoðun.
Magnús sagði ennfremur að það
kæmi fyrir að ekki væri hægt að
Ijúka ákveðnum breytingum innan
tilgreinds tíma. „Til að taka slíkt
til greina verður einhver skýring,
sem við teljum eðlilega og réttmæta
í slíkum tilfellum, að liggja fyrir.
Við höfum reynt að hafa strangt
aðhald og yfirleitt hefur samkomu-
lagið verið gott. Það hefur sýnt sig
að þessi leið hefur skilað mjög góð-
um árangri."
í blaðinu fyrir helgi var haft eft-
ir Hafþóri Rósmundssyni, formanni
Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglu-
firði, að vinnuslys í rækjutogaran-
um Drangavík, er skipveiji hand-
leggsbrotnaði, mætti rekja til þess
að grandaraspil væri ekki um borð
í skipinu. Högni Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri skipsins, sagði í gær
að þetta væri ekki rétt, en vildi að
öðru leyti ekki ræða um málið, sagði
að ekkert hefði verið vanrækt og
benti á reglugerð um grandaraspil.
Drangavík kom til Siglufjarðar á
fimmtudagskvöld, en hélt aftur út
á laugardagskvöld.