Morgunblaðið - 23.01.1990, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 23.01.1990, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ vœsnpnÆŒViNNUiiF ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1990 Hugbúnaður Sjónvarp Nýr við- skiptaþátt- ur á Stöð 2 STÖÐ 2 hefur hafið sýningar á nýjum viðskiptaþœtti frá hollensku sjónvarpsstöðinni Financial Times Television sem fengið hefur heitið Við- skipti í Evrópu. Þátturinn er 30 mínútur að lengd og verður sýndur síðdegis á sunnudög- um í vetur. Gert er ráð fyrir að sýna þáttinn allt árið fái hann góðar viðtökur hjá áhorfendum Stöðvar 2, að því er segir í frétt frá markaðs- sviði Stöðvar 2. Í hveijum þætti er ein aðal- frétt þar sem ýmist er um að ræða viðburði síðastliðinnar viku eða önnur áhugaverð málefni sem skoðuð eru ofan í kjölinn. Einnig verða sýnd viðtöl við fólk úr viðskipta- og stjómmálaheim- inum í Evrópu. Sérstaklega verð- ur fjallað um verðbréfaviðskipti í Evrópu og aðlögun fyrirtækja að sameiginlegum innri markaði árið 1992. Verðbréfaþing Heildarvið- skipti nær þrefölduðust HEILDARVIÐSKIPTI á Verð- bréfaþingi íslands urðu um 1.483 miHjónir króna á síðastliðnu ári samanborið við um 523 milljónir á árinu 1988. Fjárhæðir í viðskipt- um hafa þvi nær þrcfaldast milli ári. Viðskiptin urðu 145 milljónir í desember og var raunávöxtun í mánuðinum metin á um 7,2% að meðaltali sem var 0,9% hærri ávöxtun en í nóvember. Viðskipti Seðlabankans með spari- skírteini voru langstærsti hluti við- skipta Verðbréfaþings á síðasta ári eða 1.306 milljónir. Viðskipti milli annarra þingaðila fólust einnig að mestu í kaupum og sölu spari- skírteina en önnur bréf komu sára- lítið við sögu á þinginu. Stjórn þings- ins hefur nýlega samþykkt að skrá Einingabréf 1 og Einingabréf 3 sem eru hlutdeildarbréf verðbréfasjóða Kaupþings. SÖLUTÆKNI LISTINAÐ SELJA Sölutæknín fjallar um það hvernig á að gera sölustarfið markvissara, árangursríkara og skilvírkara, með því að þekkja betur mark- aðínn, viðskiptavínínn og ýmsar söluörvandi aðgerðir. 36 tímar. Skráning hafin í síma 626655. Viðskiptaskólinn HAGNÝTT NÁM - ÞEKKING SEM NÝTISTI Ný lína Oracle gagna- grunnsmiðlara á markað UM þessar mundir er Oracle fyr- irtækið að hefja sölu á nýrri línu gagnagrunnsmiðlara, Oracle miðlurum fyrir OS/2, UNIX 386, Banyan VINES og síðar á árinu Novell Netware 386. Af þessu tilefhi verður haldin kynning i byrjun febrúar í Reykjavík á veg- um Tölvulausnar og Oracle Dan- mark á hugbúnaði fyrir ein- meningstölvur. Að sögn Sigríðar Á. Ásgríms- dóttur verkfræðings og fram- kvæmdastjóra Tölvulausnar, sem verið hefur umboðsaðili Oracle á íslandi frá 1986, uppfyllir Oracle með þessu þá stefnu sína að fylgja öllum stöðlum sem máli skipta og tryggja þannig bestu lausn fyrir viðskiptamenn sína óháð tölvuteg- und, stýrikerfi og samskiptastaðli. Þetta þýði að gögn og notendafor- rit Oracle notenda geti færst á milli yfir 80 mismunandi stýrikerfa allt frá DOS einmenningstölvum til VAX/VMS á millitölvum og IBM/MVS á stórtölvum. Hún segir ennfremur að það gildi almennt að gangagrunsmiðlari tengdur við ET-vinnustöðvar í nær- neti geri kleift að fullnýta tölvuaflið í vinnustöðvunum við útreikninga og keyrslu forrita. Auk þess veiti Oracle möguleika á dreifðum lausn- um ásamt heildarlausnum. Hin nýju kerfi Oracle gagngrunn- smiðlara fást á helstu netkerfi á markaðnum og henta einkar vel þar sem margir notendur eru samtímis að vinna með sömu gögnin, að sögn Sigríðar. Sem dæmi um útfærslu Oracle gagngrunnsmiðlara megi nefna læsingar á hverri línu í gagnagrunnstöflu í stað heillar töflu, dreifðan gagngrunn með- höndlaðan sem eina heild, örugga samræmingu í fyrirspurnum þótt annar notandi sé að uppfæra gögn- in, samtíma bak-velta og fram-velta og högun, sem nýti fjölgjörva. SAGA BUSINESS CLASS Kynningarverð kr. 39.900* Hálft fargjald fyrir maka. Þú hefur þaö hvergi betra á flugi. Þægindin á Saga Business Class til Lúxemborgar eru í algerum sérflokki, svo sem breiðari sæti og aukiö fótarými. Og í Betri stofunum í Keflavík og Lúxemborg eru fríar veitingar og einkar þægilegur aðbúnaður til vinnu eða hvíldar. Einn besti tengiflugvöllur sem völ er á er einmitt Lúxemborg. Þaðan bjóðast tíðar ferðir til fjölmargra borga á meginlandinu. Láttu fara vel um þig. Saga Business Class til Lúx er lykillinn að vel heppnaðri ferð. Lágmarksdvöl er engin en hámarksdvöl 5 dagar. Gildir frá 1. janúar til 31. mars. * Fargjaldiö er háö samþykki yfirvalda og án flugvallarskatts. FERDASKRIFSTOFA ISLANDS Skógarhlíð 18-101 Reykjavík-Sími: 91-25855 -Telex- 2049’ Telefax: 91-625895 itb

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.