Morgunblaðið - 23.01.1990, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1990
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Það ríkti mikil kátína hjá börnunum í Glerárhverfi þegar þau fengu að stinga sér til sunds í fyrsta
sinn i nýja sundlaug sem verið hefur i byggingu við Glerárskóla siðustu ár.
Sundlaugin við Gler-
árskóla tekin í notkun
Kostnaður alls nálægt 70 milljónum króna
NÝ sundlaug við Glérárskóla var formlega tekin í notkun á sunnu-
dag. Við athöfiiina fluttu ávörp Sigfús Jónsson bæjarstjóri, Sigurð-
ur J. Sigurðsson forseti bæjarstjórnar, sem opnaði laugin form-
lega, Vilberg Alexandersson skólastjóri Glerárskóla og Sunna
Árnadóttir formaður Foreldrafélags Glerárskóla. Félagar úr sund-
félaginu Óðni syntu boðsund og að lokum fengu börn að taka
sundsprett i lauginni.
í máli Sigfúsar Jónssonar kom
fram að bygging sundlaugar-
mannvirkisins á sér langan að-
draganda, því rúmur áratugur er
síðan fyrst var farið að ræða
nauðsyn þess að byggja sundlaug
í Glerárhverfi. Áskoranir þess efn-
is bárust frá kvenfélaginu Bald-
ursbrá, kennurum við Glerár-
skóla, Foreldrafélagi skólans og
íþróttafélaginu Þór á árunum
1977-80. A árinu 1981 var lögð
fram tillaga og líkan af sundlaug
og vorið 1982 var samþykkt að
halda áfram teiknivinnu við bún-
ingsaðstöðu og að bjóða út fyrsta
áfanga laugarinnar það ár. Frá
árinu 1982-85 lá málið að mestu
niðri, m.a. vegna þess að þá fóru
fram byggingaframkvæmdir við
Síðuskóla, en í október 1985 var
samþykkt í bæjarráði að for-
hönnun innisundlaugar skyldi
gerð.
Arkitektastofunni við Ráðhús-
torg var falið verkið og eru arki-
tektar þeir Gísli Kristinsson og
Páll Tómasson. Verkfræðiskrif-
stofa Sigurðar Thoroddsens ann-
aðist teikningar á burðarvirki,
pípulögnum, hreinsikerfi og loft-
ræstikerfi, en Rafael sf. teiknaði
raflagnir.
Framkvæmdir við bygginguna
hófust haustið 1987 eftirað undir-
ritaður hafði verið samningur við
Híbýli hf. Húsið er 843 fermetrar
að stærð og er laugin 10X16
metrar. Á síðasta ári var unnið
við múrverk, pípulagnir, loftræsti-
kerfi, raflagnir, málningu, inn-
réttingar og fleira, múrarameist-
ari var Gísli Bragi Hjartarson,
trésmíðameistari Páll Alfreðsson,
pípulagningameistari Bjami Jóns-
son, raflagnir annaðist Rafmar
hf. málarameistari var Héðinn
Jónasson, um blikksmíði sá
Blikkrás hf. og járnsmíði Járn-
tækni hf. og Vélsmiðja Steindórs.
Um hellulögn sá gatnadeild bæj-
arins. Veggskreytingu hannaði
Soffia Ámadóttir.
Heildarkostnaður vegna sund-
laugarbyggingarinnar varum 70
milljónir króna, en eftir er að
ganga frá lóð umhverfis laugina
og í framtíðinni er gert ráð fyrir
heitum pottum vestan laugarinn-
ar. Forstöðumaður sundlaugar-
innar er Samúel Jóhannsson.
Dalvík:
Arás á lögreglirniann
fyrír utan heimili hans
RÁÐIST var á lögreglumann á Dalvík fyrir utan lieimili hans að-
faranótt sunnudags. Hann hefúr nú kært árásina og annast rannsókn-
arlögreglan á Akureyri rannsókn málsins.
„Það er orðið'ansi hart ef maður
hefur ekki frið á heimilinu og mælir-
inn er fullur þegar öryggi fjölskyld-
unnar er ógnað,“ sagði Sævar Inga-
son lögreglumaður á Dalvík, sem
varð fyrir árásinni.
Upphaf málsins er það, að
skömmu eftir að Sævar hafði lokið
vakt sinni kl. eitt aðfaranótt sunnu-
dags komu tveir menn að heimili
hans og var annar ölvaður. Vildu
þeir fá upplýsingar vegna skráning-
ar á bifreið og voru þeir all æstir.
Er Sævar tjáði þeim að allar slíkar
upplýsingar gætu þeir fengið næsta
dag upphófust nokkur Iæti er mögn-
uðust. Fleiri menn bættust í hópinn
og var orðinn allmikill hávaði við
húsið.
Sævar segir að vegna hávaðans
hafi hann gengið út fyrir og að
bílastæði í námunda við húsið.
Menn voru orðnir æstir og ákvað
hann þá að handtaka einn mann-
anna, en skipti þá engum togum
að annar réðst aftan að honum.
Fóru leikar svo að tveir mannanna
gistu fangageymslu lögreglunnar.
Málið hefur verið kært, en rann-
sóknarlögreglan á Akureyri fer með
rannsókn málsins.
Ólafsfjörður:
Stal fjórum bifreiðum
FJÓRAR bifreiðir við sömu götu
í Ólafefirði voru teknar trausta-
taki aðfaranótt mánudags og
endaði ökuferð bifreiðasljórans í
öllum tilfellum uppi í snjóskafli.
Samkvæmt upplýsingum lögregl-
unnar í Ólafsf irði voru bílamir tekn-
ir á tímabilinu frá kl. 4 til 6 að-
faranótt mánudags. Þeir stóðu allir
við sömu götuna og voru lyklar
þeirra geymdir í hanskahólfi. Mjög
mikill snjór er í Ólafsfirði og fórst
ökumanni stjórn bifreiðanna ekki
betur úr hendi en svo 'að öllum var
þeim ekið upp í skafl þar sem þær
sátu fastar og var þá gripið til
næstu bifreiðar. Reyndi maðurinn
við fimmtu bifreiðina, en greip þá
í tómt er hann leitaði lykla í hanska-
hólfi hennar.
Maðurinn var dmkkinn og próf-
laus og er málið upplýst.
Knattspyrnudeild Þórs:
Signrður endur-
kjörínn formaður
SIGURÐUR Arnórsson var end-
urkjörinn formaður Knatt-
spyrnudeildar Þórs á aðalfúndi
deildarinnar sem haldinn var í
fyrrakvöld, en hann hefúr gegnt
því embætti undanfarin ár.
Á fundinum kom fram einhugur
manna að vinna vel saman að undir-
búningi knattspyrnuvertíðarinnar
næsta sumar og fram komu hug-
heilar þakkir til þeirra fjölmörgu
fyrirtækja og einstaklinga sem stutt
hafa við bakið á deildinni með aug-
lýsingum og styrkjum.
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar:
Áætlaðar sameiginlegar tekjur bæjar-
sjóðs á árinu tæplega 1,3 milljarðar
FRUMVÖRP að fjárhagsáætlun fyrir bæjarsjóð Akureyrar og bæjar-
stofiianir verða tekin til fyrri umræðu á fiindi bæjarstjórnar sem hald-
inn verður í dag. Áætlaðar sameiginlegar tekjur bæjarsjóðs á þessu
ári eru 1.298.950 þúsund. Rekstrargjöld eru áætluð 956.283 þúsund,
fjármunatekjur og gjöld 78.800 þúsund, gjaldfærður kostnaður 131,460
þúsund og 132.407 þúsund verða færðar til eignabreytinga.
Tekjur bæjarsjóðs af útsvöram á
yfirstandandi ári eru áætlaðar 744
milljónir, 223,2 vegna aðstöðu-
gjalda, 268,5 milljónir vegna skatta
af fasteignum, tekjur af fasteignum
eru áætlaðar 42,6 milljónir, ýmsar
tekjur 17,1 milljón og aðrar skattar
og tekjur 3,5 milljónir.
Hvað rekstrargjöldin varðar er
mestu varið til félagsmála, rámlega
291 milljón króna, og til fræðslu-
mála rúmlega 165 milljónum. Þá er
áætlað að veija 72 milljónum til
umhverfismála, rámlega 67 milljón-
um vegna yfirstjórnar bæjarins, 61,4
milljónum vegna gatnagerðar og
holræsa og tæplega 60 milljónum
til menningarmála. Til hreinlætis-
mála er áætlað að veija 55,6 milljón-
um, 37,5 milljónum til íþrótta- og
æskulýðsmála, 33,8 milljónum til
skipulaga- og byggingamála, ýmis
útgjöld era áætluð 25,6 milljónir og
rámlega 20 milljónum er áætlað að
veija vegna eldvama og almanna-
varna. Til heilbrigðismála er áætlað
að veija 18,3 milljónum, til atvinnu-
mála 17,5 milljónum og til strætis-
vagna og vegna fasteigna er áætlað
að veija rámlega 15 milljónum
króna.
Á þessu ári verður 221 milljón
króna varið til fjárfestinga sam-
kvæmt framvarpinu og þá er áætlað
að lántökur bæjarsjóðs vegna nýrra
lána nemi 135,9 milljónum. Afborg-
anir lána nema 200 milljónum króna.
í framvarpi að fjárhagsáætlun
fyrir hafnarsjóð Akureyrar kemur
fram að áætlaðar tekjur samtals á
árinu muni nema 62,7 milljónum
króna. Stærsti gjaldaliður er vegna
hafnarvörslu, skrifstofu og stjórnun-
arkostnaðar, samtals 16,9 milljónir
og 11,4 milljónir vegna reksturs
hafnarm ann virkj a.
Hvað Hitaveitu Akureyrar varðar
er gert ráð fyrir 18,5% hækkun á
árinu. Gert er ráð fyrir að tekjur
veitunnar verði tæplega 415 milljón-
ir króna á þessu ári. Stærsti út-
gjaldaliður hitaveitunnar er vegna
vaxta á erlendum lánum, samtals
240,6 milljónir króna. Þá nema af-
borgarnir innlendra og erlendra lána
tæplega 38 milljónum króna á þessu
ári. Til framkvæmda verður varið
alls 40 milljónum króna.
Gert er ráð fyrir að tekjur Raf-
veitu Akureyrar verði rúmlega 416
milljónir króna, en áætluð gjöld veit-
unnar á þessu ári verði 64,6 milljón-
ir króna.
Tekjur Vatnsveitu Akureyrar eru
áætlaðar 90 milljónir á árinu. Sam-
kvæmt framvarpinu er ráð fyrir því
gert að framkvæmdir á vegum veit-
unnar nemi 27,3 milljónum króna
og þá er gert ráð fyrir 4,5 milljónum
til Hörgárdalsveitu.
Rúta fauk út
af veginum
BETUR fór en á horfðist er 25
manna rúta fauk út af veginum
við Litlu- Hámundarstaði í
vonskuveðri á sunnudagskvöld.
Rútan var á leið frá Dalvík til
Akureyrar og er komið var rétt
innan við Litlu-Hámundarstaði á
Árskógsströnd tókst bifreiðin á
loft og fauk út af veginum þar sem
hún valt. Sex farþegar vora í
bílnum, en engan þeirra sakaði.
Rútan skemmdist lítilsháttar, að
sögn Ævars Klemenzsonar sér-
leyfishafa. Önnur bifreið var send
á vettvang sem flutti fólkið aftur
til síns heima.
Slysavarnafé-
lagið aðstoðaði
Lögreglan á Dalvík hefur
óskað eftir því að fram komi
vegna upplýsinga sem hún gaf
blaðinu sl. föstudag, að það
var björgunarsveit Slysa-
varnafélagsins á Dalvík sem
aðstoðaði skólabörn heim úr
skóla í óveðrinu sem gekk yfir
á föstudaginn, en ekki hjálpar-
sveit skáta, eins og fram kom
í fréttinni.