Morgunblaðið - 23.01.1990, Page 35

Morgunblaðið - 23.01.1990, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANUAR 1990 35 „Súgfírðingar hafa alla tíð staðið mjög’ vel saman“ - spjallað við Björn Guðbjörnsson formann Súgfirðingafélagsins Suðureyri. ÁTTHAGAFÉLAG Súgfirðinga var stofnað árið 1950 í Reykjavík. Frumkvöðlar _ að stofnun þess voru þeir Árni Orn- ólfsson og Hörður Friðbertsson. Þeir ásamt fleiri mönnum komu saman til að ræða möguleika á að stofna Súgfirðingafélag. Hug- myndin féll í góðan jarðveg og sama ár var félagið stofnað og er aðsetur þess í Reykjavík. Til- gangur þess er sá, að brottflutt- ir Súgfirðingar geti komið sam- an við hin ýmsu tækifæri og rætt málin. Nú hefur félagið ver- ið starfandi í tæplega fjörutíu ár og er óhætt að segja að áhug- inn og félagsandinn sé mikill og þarfiir. Fréttamaður Morgunblaðsins ræddi á dögunum við formann fé- lagsins, Björn Guðbjörnsson, 29 ára gamlan brottfluttan Súgfirð- ing. Björn flutti til Reykjavíkur 18 ára gamall og var kosinn í stjórn félagsins 1983 og hefur verið for- maður þijú síðustu árin. „Það er gaman að hitta fólk frá átthögunum og halda þannig þeim tengslum við uppruna sinn, sem er mörgum svo kær,“ sagði Björn í upphafi samtalsins. „Súgfirðingar hafa alla tíð staðið vel saman og má segja að nær allir brottfluttir Súgfirðingar séu í félaginu góða. Starfsemi félagsins er marg- þætt, en ég vil sérstaklega nefna að á sumrin er farið í Heiðmörk þar sem félagið hefur til umráða fimm hektara land og kemur fólk þar saman til að gróðursetja trjáp- löntur. Þetta hefur verið árlegur viðburður síðan farið var fyrst árið 1952. Þetta er sannkölluð fjölskyl- duferð og hefur fólk gaman af að hittast í þessum unaðsreit til að græða landið lífi og fegra um- hverfið á þessum fallega stað. Þá er tækifærið notað og farið í ýmsa leiki, sungið og grillað. Sú sam- koma sem'félagsmenn eru dugleg- astir við að sækja er kirkjukaffi sem Viðlagasjóður félagsins hefur haldið. Á síðasta kirkjukaffi mættu um 250 manns, sem er virkilega góð mæting. Skráðir félagar í Súgfirðingafé- laginu eru nú um 340 í dag. Ef Morgunblaðið/Róbert Schmidt Stjórn Súgfirðingafélagsins. Talið frá vinstri: Ásta Þórarinsdótt- ir, Sólveig Leifsdóttir, Edda Egilsdóttir, Björn Guðbjörnsson, Lovísa Kristjánsdóttir og Kristmundur Jónasson. Á myndina vant- ar Eyjólf Bjarnason, sljórnarmann. börn þeirra væru talin með, þá færi talan upp í 450-500 manns, sem er hærri tala en íbúafjöldi Súgandafjarðar í dag. Þetta er nokkuð merkileg staðreynd sem kemur eflaust mörgum á óvart. Framundan er stórafmæli á ár- inu, en þá verður félagið 40 ára og þá verður boðið upp á veglega og vandaða dagskrá og vona ég að sem flestir sjái sér fært að mæta.“ - Hvernig heldur félagið tengslum við átthagana? „Við gefum út fréttabréf sem heitir Súgandi og þar birtum við ýmsar fréttir um daglegt líf að heiman og uppákomur úr félags- starfseminni. Svo á félagið tvo sumarbústaði sem staðsettir eru í Selárdal í Súgandafirði. Félags- menn hafa verið áhugasamir um að fara vestur og nýta sér bústað- ina. Hugmynd um að reisa sumar- bústaði fyrir vestan hafði verið nokkuð rædd þegar Suðureyrar- hreppur gaf félaginu land undir bústaðina í afmælisgjöf árið 1980 og ári síðar voru húsin fullbúin. Það gekk vel að reisa þau og er það því fólki, sem þar vann í sjálf- boðavinnu, að þakka. Bústaðimir eru mjög rúmgóðir og henta vel fyrir fjögurra til fimm manna fjöl- skyldur. Þeir eru hvor um sig 28 fermetrar að grunnfleti með stofu, eldhúskrók, salerni og svefnher- bergi og svefnlofti. Staðsetning þeirra er góð og þar er víðáttumik- ill kjarrskógur og gott beijaland. Utivistarsvæði er einnig gott og útsýnið frábært. Allur fjörðurinn blasir við og sólin skín þarna langt fram á kvöld yfir sumartímann. Fuglalíf er þar mikið og fjölskrúð- ugt, svo má sjá mikið af selum sem sækja í víkina fyrir neðan bústað- ina. í kvöldkyrrðinni á sumrin má heyra ijúpur ropa og.tófur gagga í dalnum, þannig að ef fólk er að leita eftir náttúrulegu umhverfi í sumarfríinu sínu þá er þessi staður tilvalinn. Þeir eru leigðir út frá 20. júní til 10. september, eða rúmlega 3 mánuði, tíðarfarið leyfir ekki lengri notkun. Þá er uppi sú hug- mynd að félagið festi kaup á opnum bát með utanborðsmótor á næsta ári og á hann að fylgja bústöðun- um. Gestirnir gætu því farið í skoð- unarferðir um fjörðinn og farið í veiðitúra svo eitthvað sé nefnt.“ - Hver er tilgangurinn að vera í félagi eins og Súgfirðinga- félaginu? „I því andstreymi sem nú ríkir í þjóðfélaginu, er það lífsspursmál að geta varpað af sér viðjum hvers- dagslífsins og notið þess að eyða góðum stundum meðal fólks þar sem samkennd ríkir og allir hjálp- ast að við að efla kærleika og tengsl við uppruna sinn,“ sagði Björn Guðbjörnsson formaður Súg- firðingafélagsins að lokum. - Róbert Schmidt NÚ ERUM VIÐ Á LAUGAVE ■Ul II NN ' Ný og betrí húsakynni Aukin ag bætt þjónusta Aldrei meira úrvai bíla LAUGAVEGUR: c= 3-L. n mOTABIR BÍlAfí LAUGAVEGI 174 — SÍMI 695 660 - 695 500 Lögmannsstofa Hef opnað lögmannsstofu á Laugavegi 18a, 5. hæð, sími 91-11003. Símatími frá kl. 11.00-15.00. Jón Sigfús Sigurjónsson, hdl. BRÉFA- BINDIN frá Múlalundi... ... þar eru gögnin á góðum stað. Múlalundur Lútur, vax, sápur, lakk og bón u/trc ÁRMÚLA 38 ■ 108 REYKJAVÍK ■ SfMI 681818 VIÐSKIPTATÆKNI Aukin samkeppni í verslun og við- skiptum kallar á sérhæft nám í hernaðarlíst viðskiptanna. Raunhæf dæmi kmfin tíl mergjar, faríð yfir grunnatríðí og nýjar baráttuaðferðír í stjórnun og stefnumótun , fjármáium og markaðsmálum. 92 tímar. Skráning hafin í síma 626655. Viðskiptaskólinn HAGNÝTT NÁM - ÞEKKING SEM NÝTIST! Vinningstölur laugardaginn 20. jan. ’90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 3 1.878.568 O PujSÆgSlÍ áím 4 af 5^(0 12 46.926 3. 4af5 174 5.582 4. 3af 5 6.039 375 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 9.434.709 kr. UPPLÝSIIMGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.