Morgunblaðið - 23.01.1990, Side 38
oce‘viÖRciuNBiAÐib r>kiÐ:iuDA(;tn^ 23. 'jXnúáu' '1990
38.
Minnhig:
Sigfus Sigmundsson
frá Gunnhildargerði
Fæddur 11. apríl 1905
Dáinn 15. janúar 1990
Hægfara ganga haustsins dagar yfir,
hægfara fellur laufið gult og skært,
hressandi svali, heiðskírt loft og tært
en hrörnun sína flýr ei neitt sem lifir.
(Alexander Blok)
Sigfús Sigmundsson föðurbróðir
minn lést þann 15. þ.m. eftir
skamma sjúkdómslegu. Þegar jóla-
hátíðin gekk í garð, veiktist hann
og var fluttur á Borgarspítalann.
Þaðan átti hann ekki afturkvæmt.
Löngum, starfssömum og farsælum
ævidegi er lokið. Sigfús var af hinni
dugmiklu aldamótakynslóð, sem
mótuð var af rammíslenskri bænda-
menningu og tímar kreppu og
tveggja heimsstyrjaida settu mark
sitt á. En aldamótakynslóðinni lán-
aðist að leggja grundvöllinn að því
velferðarþjóðfélagi sem við nú lifum
í. Sigfús valdi uppfræðslu ung-
menna að ævistarfi. Stundaði hann
kennslu í rösklega fjörutíu ár,
lengst við Miðbæjarskólann og
Austurbæjarskólann í Reykjavík.
Hann veitti forstöðu bamalesstofu
á vegum Bæjarbókasafns
Reykjavíkur í tæp þijátíu ár. Ég
álít að kennarastéttin hafi verið
lánsöm að fá Sigfús í sínar raðir
og þá ekki síður þau ungmenni sem
nutu fræðslu hans og handleiðslu.
Sigfús naut sín vel í kennara-
starfinu og komu þar til meðfæddir
hæfileikar ekki síður en uppeldi.
Hann gerði strangar kröfur til sjálfs
sín og einnig til nemenda sinna, sem
vafalaust kom þeim til góða síðar
á lífsleiðinni. Hann fylgdist vel með
nemendum sínum og hvatti þá til
dáða, enda reyndu margir foreldrar
að koma bömum sínum í nám til
hans.
Frændi minn sóttist ekki eftir
titlum og mannvirðingarstöðum. Þó
voru honum falin ýmis trúnaðar-
störf á vegum stéttar sinnar. Hann
var um árabil bókavörður við bóka-
safn kennarafélags Miðbæjarskól-
ans og átti sæti í stjóm Stéttarfé-
lags barnakennara í nokkur ár. Að
loknum starfsdegi í skólanum hóf
hann fræðistörf sem aðallega fólust
í að safna fróðleik um æskustöðv-
arnar og lifnaðarhætti þar á fyrri
tímum. Birtist hluti af ritsmíðum
hans um þetta efni í bókinni Gunn-
hildargerðisætt, niðjatali Sigmund-
ar Jónssonar og Guðrúnar I. Sigfús-
dóttur, sem út kom 1985.
Sigfús var af sterkum austfirsk-
um stofnum kominn, yngstur af tíu
börnum hjónanna Sigmundar Jóns-
sonar og Guðrúnar Ingibjargar
Sigfúsdóttur, er bjuggu í Gunn-
hildargerði á Fljótsdalshéraði. Hann
er síðastur systkinanna sem kveður
jarðlífið. Þessi stóri, mannvænlegi
barnahópur sleit bamsskónum í
foreldrahúsum ásamt fjórum fóst-
ursystkinum sem voru að nokkru
Ieyti alin þar upp.
í Gunnhildargerði var bæði gest-
kvæmt og mannmargt, oft um
15-20 manns í heimili. Bömin voru
snemma vanin á vinnusemi, því
ekki var þar auður í búi fremur en
gerðist á þeim tímum. Gunnhildar-
gerðishjón lögðu einnig ríka áherslu
á að mennta böm sín eftir föngum.
Sigfús stundaði nám við Eiðaskóla
í tvo vetur en áður hafði hann ver-
ið við undirbúningsnám hjá Sigur-
jóni Jónssyni presti á Kirkjubæ og
var með þeim vinátta upp frá því.
Eftir skólagöngu á Eiðum, stundaði
hann ýmis störf bæði við búskap,
kennslu, vegagerð og fleira sem til
féll. En samkvæmt læknisráði hvarf
Sigfús að miklu leyti frá erfiðis-
vinnu og hóf nám við Kennaraskól-
ann og lauk því vorið 1934. Arið
1938 steig Sigfús frændi sitt gæfu-
spor, er hann kvæntist Önnu Guð-
rúnu Frímannsdóttur bónda Guð-
mundssonar á Efstalandi í Öxnadal
og eiginkonu hans, Margrétar Jóns-
dóttur.
Heimili þeirra Sigfúsar og Önnu
hefur verið í Reykjavík siðan, lengst
af í Blönduhlíð 31 eða sl. 40 ár.
Þau eignuðust þrjá syni: Baldur
Frímann, f. 4.5. 1939, lækni. Hann
er kvæntur Halldóru Þ. Halldórs-
dóttur hjúkrunarfræðingi og eiga
þau þijú börn. Sigmund, lækni, f.
26.7. 1945. Hann er kvæntur Ingi-
björgu Benediktsdóttur sjúkraliða
og eiga þau fjögur börn. Yngstur
er Rúnar Ingimar rafmagnsverk-
fræðingur, f. 10.1. 1949. Hann er
kvæntur Björgu Östrup Hauksdótt-
ur hjúkrunarfræðingi og eiga þau
tvö börn. Sigfús og Anna voru sam-
hent við að fegra og prýða heimili
sitt og gera það friðsælt og menn-
ingarlegt. Við uppeldi sona sinna
lögðu þau ríka áherslu á að þroska
og örva hæfileika þeirra og mann-
kosti, enda skiluðu þau þjóðfélaginu
þremur góðum og virtum þegnum.
Sigíús var góður heimilisfaðir, það
var honum mikils virði að eiga gott
heimili þar sem hann gat notið
hvíldar eftir erilsamt dagsverk ekki
síst vegna þess að hann gekk ekki
heill til skógar dijúgan hluta starfs-
ævinnar. Hann lá þijú ár á Land-
spítalanum, 1941-1944, vegna
berkla í hrygg og eftir það hijáði
bakveiki hann. Sigfús lét þennan
krankleika sinn aldrei aftra sér og
gekk að störfum sem fullhraustur
væri.
Ég leit á heimili Önnu og Sigfús-
ar sem mitt annað heimili í gegnum
tíðina. Þegar ég og Margrét systir
mín fluttum utan af landi til
Reykjavíkur ungar að árum, vorum
við þegar boðnar velkomnar til
þeirra hjóna og ætíð síðan sóttum
við þangað góð ráð og nutum gest-
risni og greiðasemi þeirra. Ég á
margar góðar minningar um jól
með fjölskyldunni. Á jóladag var
þar oft annar mér mjög minnisstæð-
ur gestur, Einar Loftsson, sam-
kennari Sigfúsar, bókhneigður og
mjög dulspakur maður. Það var
ákaflega fróðlegt að hlusta á sam-
ræður þeirra vina um hin ólíkustu
málefni. Ég stend í mikilli þakkar-
skuld við frænda minn og hans
góðu konu. Á heimili þeirra lærði
ég margt nytsamlegt, nærtækast
er að telja heimilishagfræði Sigfús-
ar, frábæra snyrtimennsku beggja
hjónanna og einstaka reglufestu.
Gestrisni var mikil og oft dvaldi
utanbæjarfólk þar um lengri eða
skemmri tíma.
Sigfús var greindur maður og
glaðsinna. Hann var viðræðugóður,
hafði fastmótaðar skoðanir á mönn-
um og málefnum og leitaðist gjarn-
an við að kryfja hvert mál til mergj-
ar. Hann var hógvær í orðum en
rökfastur. Kímnigáfu hafði hann
góða og grunar mig að leikarahæfi-
leikar hafí blundað með honum
enda leiddist engum í návist hans.
Sigfús frændi var bókhneigður og
átti gott bókasafn. Á efri árum
lærði hann bókband og af sinni al-
kunnu snyrtimennsku batt hann inn
allskonar rit sem honum höfðu
áskotnast í gegnum árin.
Við fráfall Sigfúsar frænda er
sem síðasti strengurinn sem batt
saman ættmenni niðja Gunnhildar-
gerðishjóna, hafi brostið, því mörg
voru þau tækifæri sem Anna og
Sigfús buðu okkur ættingjum til
veislufagnaðar og fyrir það þakka
ég hjartanlega. Frændi minn var
mjög ættrækinn og fylgdist vel með
öllum afkomendum systkina sinna
og bar hag þeirra fyrir brjósti sem
væru þeir hans eigin börn.
Ég þakka frænda mínum margra
ára samfylgd og vináttu. Fordæmi
það sem hann gaf okkur með vönd-
uðu lífemi sínu og fræðslu verður
okkur gott veganesti og ég bið hon-
um blessunar í nýjum heimkynnum.
Anna mín, þér, sonum og fjöl-
skyldum þeirra sendi ég samúðar-
kveðjur og bið ykkur blessunar þess
almættis sem öllu ræður.
Guðrún Ingibjörg Jónsdóttir
Næst því að eiga góða og um-
hyggjusama foreldra er hveiju
barni og unglingi hollast að mega
njóta góðra kennara. Sigfús Sig-
mundsson var einn þessara góðu
kennara, sem ég og fjpldi annarra
nemenda var svo lánsamur að
ganga til í skóla. Hann var kennari
við Miðbæjarskólann í Reykjavík frá
Auður Friðbjamar-
dóttir - Minning
Fædd 30. september 1894
Dáin 12. janúar 1990
Foreldrar Auðar bjuggu í
Naustavík í Náttfaravíkum og þar
var Auður fædd. Bærinn sést vel
frá Sílalæk og þar bjó eitt sinn
ættfaðir Sílalækjarfólks. Kom þar
að köldum kofum árið 1762, en
fékk Sflalæk til ábúðar 1773. Móð-
ir Auðar var Vilborg Friðfinnsdóttir
Kristjánssonar og faðir Friðbjörn,
bóndi í Naustavík, fæddur 9.4.
1861, dáinn 29.12. 1949, Friðbjarn-
arson, bónda í Björgum í Kinn,
Jónssonar, Hafralæk í Aðaidal,
Jónssonar, Hólmavaði, Magnússon-
ar.
Friðbjörn missti heilsuna í
Naustavík og varð að hætta bú-
skap. Kalt var að sækja sjó á litlum
árabát, en vinur hans Finnur á
Kotamýrum, góður sjómaður, reri
með honum að sækja lífsbjörgina.
Þegar hjónin fluttu úr Naustavík
fengu þau inni hjá nánu frændfólki
með öll börnin sín, fimm dætur og
þijá syni. Friðbjörn fór að Kotamýr-
um með son sinn Guðmund, sem
fékk þar fósturforeldra, Sigríði
Pálsdóttur og Benedikt Oddsson.
Vilborg fer til náfrænku á Gvendar-
stöðum í Kinn með yngsta barnið.
Þessi hjón máttu aldrei hvort af
öðru sjá og var það synd að þau
urðu að fara á sinn bæinn hvort,
nokkur ár. Elsta dóttirin fór í Sand
og Auður eignaðist fósturforeldra á
Sílalæk. Öll börnin fengu fósturfor-
eldra í Aðaldal og Kinn hjá nánum
ættmennum.
Auður átti góða æsku á Sflalæk
og æskuvinkona hennar var Ingi-
björg Andrésdóttir. Þegar þær
stækkuðu voru þær fallegar heima-
sætur og mikil hjálp fyrir mæður
sínar. Gestkvæmt var á Sílalæk,
bærinn í þjóðbraut eftir að Kaup-
félagið var stofnað árið 1882.
Bændur úr Kinn og Bárðardal aka
norður Skjálfandafljót, ísilagt á
vetrum, og austur mýrina að Síla-
læk. Á þeim tíma var húsmóðirin
Guðrún frá Stóru-Tungu í Bárðar-
dal og margir af gestunum hafa
verið náfrændur hennar.
Maður Auðar, 4.8. 1918,
Þorgrímur Halldórsson, f. 22.5.
1891 á Hafralæk, dó 9.8. 1934.
Móðir, Guðrún Jónasdóttir frá Sfla-
læk. Þau bjuggu fimm ár á Hraun-
koti. Þar missti hann heilsuna og
hætti búskap og fer eins og fleiri
um þessar mundir í síldina á Siglu-
firði. Auður kýs að dvelja í heima-
högum og fór ráðskona til bróður
síns á Syðri-Skál um tíma.
Jón Þorbergsson keypti Laxa-
mýri um 1930. Hann bauð Þorgrími
að koma til sín í húsmennsku og
annast um kynbótafjárstofn hans.
Jón lærði á yngri árum fjárrækt í
Skotlandi. Grímur þáði þetta boð
og hjónin fluttu þangað. Grímur var
hár maður vexti og fríður sýnum
og blíðlyndur. Hann var augasteinn
móður sinnar og hennar hjálp og
stoð í erfiðum veikindum. Þorgrím-
ur dó á Laxamýri 9.8.1934. Ekkjan
fór þá með syni sína til Húsavíkur.
Halldór, f. 24.5. 1920 á Hraunkoti,
ókvæntur. Seinna byggði hann þeim
fallegt íbúðarhús að Brávöllum 5,
Húsavík, og Aðalgeir, f. 9.2. 1923,
seinna verkstjóri í Hraðfrystistöð-
inni, Húsavík, og byggði sér hús í
Álfhólslandi, Baughól 11. Auður
lifði son sinn, Aðalgeir, sem dó
22.8. 1987. Kona, Ásta Frímanns-
dóttir, fædd 25.3. 1921, frá Efsta-
Landi í Öxnadal. Börn þeirra eru:
Valborg, f. 3.9. 1947, og Þorgrím-
ur, f. 24.5. 1952.
Á æskuárum Auðar á Sílalæk
var margt æskufólk sem gerði sér
oft dagamun. Skrapp á næstu bæi
og nágrannarnir komu í heimsókn
og tóku í spil, tefldu, jafnvel sungið
eða dansað. Farið á milli bæja á
skíðum og skautum á vetrum. Far-
ið í skemmtiferðir á hestum, vítt
um sýsluna að skoða fræga staði.
Á þessum árum sátu konur í söðlum
og einnig heimasæturnar á Sílalæk,
Auður og Ingibjörg. Þær voru tígu-
legar í reiðfötunum sínum með bláa
silkihatta.
Eftir að þær giftust, báðar í
Hraunkoti, var þeirra sárt saknað
á Sílalæk. Heimilið var breytt. Stóri
barnahópurinn fór að týnast burt
út í veröldina. Nýir bændur tóku
við, Friðjón Jónasson og Jónas
Andrésson. Báðir fæddir um alda-
mótin 1900. Þeir eru nú dánir, en
nýir bændur teknir við og sömu
ættar.
Það voru oft sælutímar á vorin,
þegar fuglarnir komu og varpið
hófst og sólin reis hlý að morgni
og sást allan daginn, þó fjöllin í
kring séu mikil og há. Geislum vaf-
in skreytir hún hafflötinn á Skjálf-
andaflóa og Grímseyjarsundi og
hverfur hálf undir hafflötinn um
þijúleytið að nóttu, rís svo aftur
og boðar nýjan morgun og nýjan
dag.
Það var alltaf náinn samgangur
við Sandsheimiiið. Þar býr enn
bróðir Auðar, Njáll og kona hans
Sigurbjörg Guðmundsdóttir.
Árið 1930 varð þessi vísa til. Hún
er eftir Þórodd Guðmundsson á
Sandi og bærinn í vísunni er Síla-
lækur.
Þegar harpa hefst að völdum
htýir vindar blása um kinn.
Mun. þá sól á sumarkvöldum
sveipa gulli bæinn þinn.
Með hinstu kveðju og þakkir fyr-
ir allt og allt.
Fríða
árinu 1935 þar til skólinn var lagð-
ur niður sem barnaskóli árið 1969.
Hann helgaði þessum skóla stærsta
hluta starfsævi sinnar, en hæfileika
hans, elju og dugnaðar riutum við
nemendurnir.
Það voru litlar sálir, sem settust
í sjö ára C í Miðbæjarskólanum
haustið 1946. Við byijuðum í litlu
bjöllu. Hópurinn var stór, á bekkjar-
myndinni okkar úr átta ára bekk
erum við tuttugu og sex, en seinna
bættust fleiri í hópinn. Vorum við
flest þijátíu og tvö og þurfti að
setja upp tvö aukaborð í stofunni.
Það þarf mikið þrek, úthald og vilja-
styrk til að kenna svo stórum hópi.
Þessum bekk kenndi Sigfús allar
bóknámsgreinar til barnaprófs.
Undir handleiðslu Sigfúsar óx hóp-
urinn að visku og vexti, hug og
dug. Við vorum komin í stóru bjöllu.
Margt af því, sem lært var á
þessum árum, situr enn svo fast í
minni, að það verður ekki þaðan
máð og margar minningar standa
enn Ijóslifandi fyrir hugskotssjón-
um, sumar spaugilegar, aðrar
óþægilegar eins og gengur, en í
þessum minningum er Sigfús alltaf
fastur punktur. Við nemendur bár-
um mikla virðingu fyrir honum og
agavandamál var óþekkt innan
veggja skólastofunnar, þótt stund-
um værum við strákarnir óstýrilátir
í röðinni úti í skólaporti eða inni á
gangi. Þá átti Sigfús það til að
byrsta sig og valdi okkur orð við
hæfí. Rann þá berserksgangur fljótt
af, og óróaseggirnir urðu heldur
niðurlútir.
Sigfús var ákaflega vandvirkur
kennari enda afburða samvisku-
samur, laginn við að glæða skilning
okkar og ljúka upp fyrir okkur
ýmsum leyndardómum. Það var
útilokað að koma í skólann og hafa
ekki lesið heima, slíkt datt engum
í hug hjá Sigfúsi. Á þessum árum
var áskilið í námsskrá barnaskóla
að læra svo og svo mikið af kvæð-
um. Var það misvinsælt hjá okkur
nemendum en mér þótti það heldur
gaman. Kvæðunum skiluðum við
svo hvert fyrir sig uppi við kenn-
arapúltið eða á lesstofunni. Sigfús
hafði umsjón með lesstofu skólans
í mörg ár, og þar átti ég hjá honum
margar góðar stundir.
Mér er Sigfús einnig minnisstæð-
ur úti í skólaporti í frímínútum.
Tveir kennarar voru í senn við port-
vörsluna. Gengu þeir yfirleitt saman
vítt og breitt um skólaportið, sáu
til þess að sæmilegur friður héldist
meðal nemenda og skökkuðu leik-
inn ef með þurfti. Svo mikla virð-
ingu báru nemendur fyrir kennur-
um á þessum árum, að lítið þurftu
þeir að beita sér.
Á skólaárunum eftir barnaskóla
vorum við Baldur, elsti sonur Sig-
fúsar, óaðskiljanlegir félagar. Af
fþví leiddi að ég var heimagangur
hjá Sigfúsi og Önnu í fjölda ára og
kynntist þá Sigfúsi á nýjan hátt.
Á heimilinu ríkti mikil reglusemi
um alla hluti. Sigfús var sívinnandi
því vinnu kennarans lýkur ekki þeg-
ar skóladegi lýkur. Var raunar
furðulegt hversu þrekmikill hann
var, þar sem hann fékk skemmd í
mjóbak á besta aldri og varð þá
að liggja rúmfastur um árabil. Bag-
aði þetta mein hann alla tíð, en
kjarkurinn var óbilandi, harkan við
sjálfan sig mikil og karlmannslund-
in traust. Á seinni árum varði hann
miklum tíma í söfnun gamalla bóka
og tók jafnframt til við bókband.
Veitti það honum mikla ánægju. í
þessu var atorka hans og elja sem
fyrr óbilandi.
Sigfús var ræðinn, fróður um
menn og málefni, hafði mótaðar
skoðanir og fylgdi skoðun sinni fast
eftir ef því var að skipta, rökfastur
og hugkvæmur en jafnframt glett-
inn og spaugsamur. Hann hafði
yndi af að segja sögur frá gamalli
tíð, ekki síst frá kennsluárunum.
Kom þar í ljós, að ólátabelgir og
tossar áttu velvild hans engu síður
en hinir, enda honum fjarri, að
halda misjafnt upp á nemendur.
Hann var vinmargur og vinfastur,
frændrækinn og góður fjölskyldu-
faðir. Marga góða komu hef ég átt
í Blönduhlíðina og margan bitann
þegið þótt ferðum þangað hafi nú
fækkað. Ávallt var þar gestrisni og
hlýhug að mæta.
Nú að loknum lífsdegi vil ég