Morgunblaðið - 23.01.1990, Qupperneq 40
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANUAR 1990
félk f
fréttum
Morgunblaðið/Bjarní
Skipshöfn Sigurbjargar ÓF 1 kom við hjá SH á leið til skips. Þegar myndin var tekin var Páll
Pétursson, við borðsendann nær, að ræða um gæðamál.
FISKVINNSLA
Áhöfti
Sigurbjargar
fær línuna
Skipshöfnin frystitogaranurn
Sigurbjörgu ÓF 1 frá Olafsfirði
mætti öll á fund hjá söludeild Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna á
dögunum. Þar var farið yfir fram-
leiðslu síðasta árs og reynt að spá
í spiiin fyrir nýbyrjað ár.
Jndriði ívarsson sölumaður hjá
SH segir að efnt hafi verið til
þessa fundar í framhaldi af sér-
stökum fundi með útgerðarmönn-
um frystitogaranna sem selja af-
urðir sínar fyrir milligöngu SH.
Hann segir að meðal annars hefði
verið rætt um áherslur í fram-
leiðslu og sölu á þessu ári og sjó-
mennirnir fengið brýningu í
gæðamálum.
Christie vaggar smábarni í
svefii.
LANGLÍFI
Forðast ber horað kvenfólk!
TRÚAROFSTÆKI
Ar frá því að Söngvar
Satans voru brenndir
St. Andrews. Fra Guðmundi H. Frimannssyni, frettaritara Morgunblaðsins.
Rétt rúmt ár er liðið frá því
að brezkir múhameðstrúar
menn í Bradford brenndu bókina
Söngva Satans opinberlega. Þeir
vildu láta í ljósi hneykslun sína
og reiði vegna þess að bókin særði
trúartilfinningar þeirra. Mótmæl-
in jukust síðan stig af stigi þar
til Ayatollah Khomeini, þáverandi
erkiklerkur í íran, gaf út dauða-
dóm yfir Salman Rushide, höfundi
bókarinnar, 14. febrúar vegna
guðlasts og sagði hvern þann, sem
dræpi Rushdie, sanna trúarhetju.
Höfundurinn fer enn huldu höfði
og Múhameðstrúarmenn mót-
mæla bókinni enn.
Rushdie fékk þegar í stað vernd
lögreglunnar allan sóiarhringinn
og hefur farið huldu höfði síðan.
Hann skrifar öðru hverju ritdóma
í blöð og tímarit og er að sögn
vina hans að ljúka barnabók og
hefur haldið dagbók í prísundinni.
6. febrúar nk. verður f luttur fyrir-
lestur eftir hann í London, sem
nefnist „Er ekkert heiiagt?" Leik-
ritahöfundurinn Harold Pinter les.
Múhameðstrúarmenn hafa haft
í frammi stöðugar hótanir við út-
gefendur bókarinnar, Viking
Penguin. Á árinu hafa þeim borizt
5.000 hótunarbréf og. 25
sprengjuviðvaranir. Fimm sinnum
hefur íkveikja verið reynd og ell-
efu sinnum hafa sprengjusérfræð-
ingar verið kallaðir til, einu sinni
til eins af stjórnarmönnum fyrir-
tækisins.
Rushdie þrýstir stöðugt á
Penguin um að koma pappírskilju-
útgáfu bókarinnar á markað.
Múhameðstrúarmenn hófu mót-
mæli á ný við skrifstofur fyrirtæk-
isins í síðustu viku og hyggjast
halda þeim áfram, þar til fyrir-
tækið lýsir því yfir, að pappírskilj-
an verði ekki gefin út. Penguin
hefur ekki sagt, hvenær bókin
komi út, og áhyggjur af öryggi
starfsmanna vega þungt gegn því
að efla réttinn til málfrelsis.
Sýrland og íran hafa bannað
sölu bóka frá Penguin-forlaginu,
en önnur múhameðstrúarlönd
hafa ekki gert það. Talið er að
þau ætli að bíða og sjá, hvort
pappírskiljan kemur út. Penguin-
fyrirtækið sjálft mun ekki skaðast
verulega, þótt múhameðstrúar-
lönd hætti viðskiptum með bækur
frá því. Af um 250 milljón sterl-
ingspunda veltu er einungis rúm-
- lega hálf milljón sterlingspunda
vegna viðskipta við múhameðs-
trúarlönd. En Penguin er hluti af
Pearson-samsteypunni, Sem á
veruleg olíuviðskipti við Austur-
lönd nær. Samsteypan gæti skað-
ast mjög verulega, ef skorið yrði
á viðskipti hennar við múhameðs-
trúarríkin.
Þetta mál hefur efit kynþátta-
fordóma á Bretlandseyjum í garð
múhameðstrúarmanna. Ráðizt
hefur verið inn á skrifstofur
sumra þeirra, sem staðið hafa að
mótmælunum, börnum múham-
eðstrúarmanna hefur verið hótað
og stundum hefur þeim verið mis-
þyrmt. Múhameðstrúarmenn
segjast munu halda baráttu sinni
áfram, unz hætt hefur verið við
frekari útgáfu bókarinnar og hún
ekki höfð opinberlega í frammi
neins staðar.
Christie Brinkley í góðum félagsskap.
HJARTAHLÝJA
Með jólin 1 farteskinu
Fyrirsætan og móðirin, Christie
Brinkley, eiginkona popparans
Billys Joels, tók sig til skömmu
fyrir síðustu jól og fékk risafyrir-
tæki eitt til þess að reiða fram
stórfé fyrir jólagjöfum sem hún
ætlaði að mæta með í hið svokall-
aða „Covenant house“ í New York,
en þar búa hundruð munaðarlausra
bama á ýmsum aldri.
Christie keypti gjafimar að
morgni og fór síðan á heimilið
ásamt þriggja ára dóttur sinni,
Alexu, eftir hádegið. Eyddi degin-
um þar og var vel tekið sem von
var. Hún sagði að það hefði verið
erfitt að átta sig á þeirri neyð sem
mætti finna allt í kring um mann
þar til hún hefði litið inn á stað sem
þennan. En börnin hefðu verið ynd-
isleg og þau gæfu lífinu aukið
gildi . . .
Fyrir skömmu var greint frá konu
nokkurri, Carrie White, sem er
viðurkennd af heimsmetabók Guinn-
es sem elsta núlifandi mannveran.
Var og frá því greint að það væri
hennar líf og yndi að sjá nafn sitt
svart á hvítu í hinni merku bók. En
nú bendir allt til þess að Carrie gamla
sé komin í annað sætið og hafi raun-
verulega alltaf verið þar. Fram er
nefnilega kominn Georgiu-búinn
Jackson Pollard sem fullyrðir að
hann sé 122 ára gamall, en frú
White er „aðeins" 115 ára.
Ritstjórar heimsmetabókarinnar
eru nú að kanna sannleiksgildi orða
Pollards, en hann segist hafa fæðst
á jóladag 1866, aðeins 21 mánuði
eftir að Abraham Lincoln þáverandi
Bandaríkjaforseti var veginn í lok
borgarastríðsins vestra. Sheila
Goldsmith, talsmaður ritstjómar
bókarinnar, sagði að væru þessi
tíðindi sönn væri Pollard ekki einung-
is elsti núlifandi maðurinn, heldur
jafnframt sá elsti sem nokkru sinni
hefði verið á skrá hjá þeim sem
slíkur.
Pollard hefur búið einn alla sína
tíð og eitt af leyndarmálunum að
baki langlífisins er að hans sögn pip-
arsveinslíferni, „menn verða að gera
sér grein fyrir því hið fyrsta, að kon-
ur eru vandamál holdi klædd, þær
tæra menn af áhyggjum og það stytt-
ir líf manna. Þetta uppgötvaði ég
þegar í æsku og lét enga horaða
kerlingu setja mig undir sinn hæl,“
segir öldungurinn. Pollard hefur og
verið annálaður meðal nágranna
sinna fyrir sjálfstæði sitt. Þetta sást
árið 1972, er heilbrigðisyfirvöld í
Dublin í Georgiu ætluðu að flytja
„gamalmennið" á elliheimili. Þá tók
hann á móti liðinu úti á tröppunum
Jackson
Pollard
frá honum þessa dagana, enda sækja
margir til hans og vilja leiðsögn.
Áður var getið að menn skyldu vara
sig á kvenfólki. En önnur holl ráð
Poilards eru til dæmis þessi: Sleppið
áfengi. Borðið nýtt grænmeti. Reykið
pípu (!) og treystið Guði.
Srdman Rushdie með bók sína, Söngva satans.
heima hjá og veifaði haglabyssu
ófriðlega. Er einhveijir í hópnum
reyndu að tala um fyrir honum skaut -
hann upp í loftið og lofaði því að
næsta hleðsla færi í afturendann á
einhveijum viðstöddum. Var þá horf-
ið frá því að setja karlinn í vist og
talið heppilegast að hann væri einn
með sjálfum sér, um sinn að minnsta
kosti.
Pollard dvelur nú á Central State
sjúkrahúsinu í Milledgeville í Georg-
iu. Þaðan streyma langlífisheilræðin