Morgunblaðið - 23.01.1990, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1990
4
®1969 UmvfMl Pf—» Syndiote
„ þú fxsb fynrbtKlsb'iL eftir ivö ár."
Ekkert kjaftæði. — Þú
veist vel í hvaða kirkju ...
Með
morgunkaffimi
Skondið. Ég ætlaði einmitt
að spyrja þig sömu spurn-
ingar?
HÖGNI HREKKVÍSI
VERÐA FASTEIGNASAL-
AR „SADDIR AÐ INNAN“?
Til Velvakanda.
Á sunnudögum fylgir Morgun-
blaðinu kálfur sérstaklega ætlaður
fasteignasölum til að auglýsa vöru
sína.
Sitjandi yfir morgunkaffinu og
lesandi blöðin renndi ég augunum
yfir kálfinn og brá heldur betur er
ég sá það málfar sem tíðkast hjá
seljendum fasteigna.
Flestir skilja þau hugtök sem
lengi hafa verið notuð til að iýsa
ástandi fasteigna, á hvaða bygging-
arstigi þau eru.
Hús getur verið „tilbúið undir
tréverk", „fu!lfrágengið“ eða „fok-
helt“. Fleira mætti eflaust nefna.
Furða mín var ekki lítil þegar
ég sá að flestallir fasteignasalar
virðast ekki lengur skilja orðið
„fokhelt“. Allavega virðast þeir
halda að viðskiptavinir þeirra skilji
það ekki, orðið verði að skýra nánar.
Þess vegna verður til þessi hlá-
legi samsetningur að „hús sé fok-
helt að innan“. Ekki nóg með það,
sumir bæta um betur og auglýsa
að „hús sé í fokheldu ástandi að
innan“.
Eg ætia að þessir ágætu menn
séu sjálfum sér samkvæmir í notkun
málsins. Eftir góða máltíð eru þeir
eflaust ekki aðeins „saddir" heldur
„saddir að innan“ eða jafnvei „í
söddu ástandi að innan“. Verði þeim
að góðu!
Eg sting niður penna vegna þess
að mér finnst fyrrnefnd dæmi sýna
vel háskalega þróun íslensk máls.
Að útrýma snjöllum stuttum orðum
og setja í stað þeirra klúðurslegar
og röklausar áetningar. í stað orðs-
ins „fokhelt" sem er stutt, aðeins
tvö atkvæði, er komin rökleysan „í
fokheldu ástandi að innan“, fimm
orð sem eru samtals tíu atkvæði.
Miðað við þá þróun sem þessi
dæmi lýsa finnst mér þágufalls-
sýki, flámæli og réttritunarvillur
hjóm og hismi.
Annað dæmi.
Allmikil umræða hefur verið
undanfarin ár í fjölmiðlum um
kynferðisafbrot. Ekki ætla ég að
blanda mér í þá umræðu út frá
siðferði- eða lögfræðilegum sjónar-
miðum heldur málfarslegum.
Háværar kröfur voru uppi um
að karlmenn sem uppvísir yrðu að
glæpsamlegu athæfi gegn bömum
skyldu gerðir óskaðlegir með geld-
ingu. Annað orð yfir sama hugtak
er vönun.
Fjölmiðlafólki virðist hafa þótt
þessi orð ónothæf eða of gróf því
nýyrðið „afkynjun" stakk skyndi-
lega upp kollinum og fór eins og
eldur í sinu um alla fjölmiðla.
Sumir bættu um betur og töldu að
þetta þyrfti að skýra nánar. Varð
þá til klúðurssetningin að afbrota-
menn skyldu „gangast undir af-
kynjunaraðgerð“.
Auðvitað er þessi setning rök-
leysa. Ef hestur er geltur verður
hann ekki „hvorugkyns", hann er
áfram karlkyns. Sama gildir einnig
um karlmenn þótt vonandi fáum
við sem flestir að vera það með
fullum réttindum og skyldum.
Þriðja dæmi.
íslenskir verslunarmenn hafa
unnið það vafasama afrek á undan-
förnum árum að útrýma með öllu
því snjalla orði „rengi“.
Hvaða orð er nú J>að munu
eflaust margir spytja. Eg geri það
stundum af stráksskap, einkum á
þorranum, að fara inn í matvöru-
verslanir og biðja um „súrsað
rengi“. Undantekningarlaust veit
enginn hvað ég er að biðja um. Ef
ég bendi svo á vöruna í afgreiðslu-
borðinu kemur hneykslunarsvipur á
þann í hvíta sloppnum og sagt er
í styttingi: „Nú, þú meinar súran
hval.“
Orðið rengi var lifandi í íslensku
máli allt frá landnámstíð og fram
yf ir miðja þessa öld. Þá tóku ísiensk-
ir verslunarmenn sig til og útrýmdu
því á undraverðum skömmum tíma.
Þeir ættu að sjá sóma sinn í því
að endurreisa það strax. Nú er lag
þegar þorrinn gengur í garð. Á ég
von á því að ganga inn í matvöru-
verslun á þessum vetri og sjá á
spjaldi að þar sé boðið til sölu súrs-
að rengi?
Jákvætt dæmi.
Ég tek ofan fyrir þeim sem
endurreisti með glæsibrag orðið
„teiti“ og útrýmdi vonandi þar með
orðinu „partý“. Þetta er orðið viður-
kennt orð í textum sjónvarpsins og
mér heyrist einnig meðal yngri
kynslóðarinnar. Þetta sýnir hvað
hægt er að gera og ekki síður áhrif-
amátt sjónvarpsins og annarra fjöl-
miðla til jákvæðrar þróunar.
Ýmis dæmi.
Allt er orðið „væntanlegt". Það
er með fádæmum hvernig þetta
orð er of- og rangnotað, sérstakiega
af fjölmiðla- og stjórnmálamönnum.
Fátt er „líklegt“, ekki er „búist“
við einu né neinu.
Vissulega er vorið væntanlegt og
í framhaldi af því sumarið. Sjómenn
eru væntanlegir af hafi, ferðamenn
væntanlegir frá útlöndum.
En að heyra og lesa að væntan-
lega verði meira atvinnuleysi næsta
ár, suðurlandsskjálftinn væntanleg-
ur sem og djúpa lægðin hættulega,
fæ ég ekki skilið. Þó að ég sé
enginn málfræðingur tel ég samt
að þetta orð sé dregið af sögninni
að vænta eða vona. Þessvegna er
eingöngu hægt að nota orðið í já-
kvæðri merkingu. Væntanlega
verður friðvænlegra í heiminum
framvegis og vonandi telur enginn
kjarnorkustyijöld „væntanlega“.
Það er býsna ásett á borðum
margra stjórnmálamanna. Við
heyrum að málið sé komið inn á
„mitt borð“ eða farið út af „mínu
borði“. Eða var það komið aftur
inn á „mitt borð“?
Nú eru flest mál eða hlutir svona
„að mínu mati“. Fæstir „áiíta“,
„halda“ eða „finnst" eitthvað.
Til eru opinberar stofnanir sem
heita Póst- og símamálastofnun,
Siglingamálastofnun, Hafnamála-
stofnun.
Hvers vegna öll þessi „mál“?
Hvers vegna ekki Póst- og síma-
stofnun, Siglingastofnun, Hafna-
stofnun?
Til er Hafrannsóknastofnun. Eru
það mistök? Átti hún að heita
Hafrannsóknarmálastofnun?
Að lokum. Útrýmum endanlega
orðskrípinu „strætisvagnabílstjóri".
Hvar eru allir þessir „strætisvagna-
bílar“ sem mennirnir aka?
Sigurður Grétar Guðmundsson
Víkveqi skrifar
Aundanförnum misserum hef-
ur nokkuð verið rætt um ör-
yggismál á Reykjanesbraut, en
þar verða hvað eftir annað alvar-
leg bifreiðaslys. Rætt hefur verið
um að leggja aðra akrein á þess-
ari leið og einnig hefur verið talað
um að taka verstu beygjur og
blindhæðir af brautinni. Víkverji
er þeirrar skoðunar, að nú þegar
eigi að ráðast í þá framkvæmd
að koma fyrir raflýsingu við
Reykjanesbraut.
Umferð um brautina er töluvert
mikil í myrkri, ekki sízt snemma
á morgnana í skammdeginu, og á
kvöldin, þegar fólk ekur til og frá
vinnu og einnig er mikil umferð
vegna flugfarþega á leið til
Keflavíkur. Þessi vegur er vara-
samur í myrkri, ekki sízt vegna
þess, hve mikil umferð er um hann
á þeim tíma sólarhrings.
Vegurinn milli Reykjavíkur og
Mosfellsbæjar er allur upplýstur.
Það er mikill munur að aka eftir
þeim vegi í myrkri fyrst og fremst
vegna Iýsingarinnar. Vafalaust
kostar það töluverða fjármuni að
koma fyrir raflýsingu við Reykja-
nesbraut en slík lýsing mundi
draga mjög úr slysahættu á meðan
yfirvöld hugleiða hvaða aðrar ráð-
stafanir beri að gera á þessu
svæði.
xxx
Annars er það svo, að vega-
framkvæmdir af ýmsu tagi
þvælast mjög fyrir mönnum hér
vegna kostnaðar. Þá er og áber-
andi togstreita á milli landshluta,
þegar samgöngubætur eru á döf-
inni. Þannig má telja víst, að yrði
tekin ákvörðun um að leggja aðra
akrein milli Reykjavíkur og
Keflavíkur yrði því tekið afar illa
af fólki á landsbyggðinni. Með
sama hætti bregðast íbúar höfuð-
borgarsvæðisins hinir verstu við,
þegar rætt er um gerð jarðgangna
fyrir norðan eða vestan.
Víkverji vill í þessu sambandi
ítreka ábendingu, sem hreyft hef-
ur verið hér í þessum dálkum áð-
ur, en það er að fjármagna þessar
framkvæmdir að einhveiju leyti
með veggjaldi. Slíkt gjald er mjög
algengt erlendis. Víkvéiji hefur
áður sagt frá því, að það kostar
2000 krónur að aka í bíl frá París
til Lyon og til baka til Parísar
vegna veggjalda. Slíkt gjald er
innheimt víða um lönd og þykir
sjálfsagt.
Við höfum slæma reynslu af
þessu vegna þess, að Suðurnesja-
menn tóku veggjaldi mjög illa á
fyrstu árum Reykjanesbrautar,
sem varð til þess, að það var iagt
af. Ástæðan fyrir reiði Suður-
nesjamanna þá var sú, að þeir
töldu það óréttlátt, að þeir einir
íbúa landsins kæmust ekki að
heiman án þess að borga veggjald.
Ef slíkt gjald yrði hins vegar tek-
ið víða um land vegna vegafram-
kvæmda og jarðgangna horfir
málið öðru vísi við. Þá sitja fleiri
við sama borð.
xxx
A* undanförnum árum hefur
Víkverji hvað eftir annað
skorað á hundaeigendur að fylgja
settum reglum og hafa hunda sína
í bandi, þegar þeir viðra þá úti
við. Þessar áskoranir Víkverja
hafa lítinn árangur borið. Það er
ótrúlega algengt, að hundar séu
lausir á ferð með eigendum sínum
og ónáði aðra vegfarendur. Nú eru
sveitarstjórnarkosningar fram-
undan. Hundaeigendur ættu að
hafa það í huga, að fylgi þeir ekki
settum reglur getur bann við
hundahaldi í þéttbýli orðið að
kosningamáli í vor.