Morgunblaðið - 23.01.1990, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANUAR 1990
Nýir möguleikar við
flutning á hrááli
Hugmyndir um staðsetningu álvers í Þorlákshöfii ræddar
Selfossi.
Á FUNDI Sambands sunnlenskra sveitarfélaga og Alþýðusambands
Suðurlands á Selfossi 12. janúar kom fram stuðningur við athuganir
á möguleikum til staðsetningar álvers við Þorlákshöfh. Á fundinum
voru flutt erindi um þætti sem snerta staðsetningu álvers. Þar kom
fram í máli Edgars Guðmundssonar verkfræðings að nýir möguleik-
ar hafa skapast við flutning á hrááli til landsins. Þessir möguleikar
styrkja þá hugmynd að álver rísi í Þorlákshöfti.
Iðnaðarráðherra flutti ávarp á
fundinum og sagði meðal annars
að þörf væri á nýju álveri fyrir efna-
hagslífið og að það væri hagsmuna-
mál fyrir þjóðina að það risi sem
fyrst. Þeir möguleikar sem Edgar
Guðmundsson benti á byggjast á
því að flytja hráál til Rotterdam
með stórum skipum og þanað til
íslands með minni skipum. Hann
sagði staðarvalsnefnd gera of mikið
úr hafnarmálum í Þorlákshöfn.
Á fundinum voru flutt erindi um
aðflutning orku, atvinnumarkað á
svæðinu, hafnarmál, staðarval ál-
vers, skipaflutninga, útflutning
jarðefna og álit heimamanna.
Fundinn sátu þingmenn kjör-
dæmisins, fulltrúaráð Samtaka
sunnlenskra sveitarfélaga og stjórn
Alþýðusambands Suðurlands. I lok
fundarins var samþykkt eftirfar-
andi ályktun:
„Fundur Sambands sunnlenskra
Edgar Guðmundsson verkfræð-
ingur í ræðustól.
sveitarfélaga og Alþýðusambands
Suðurlands haldinn 1. janúar 1990
styður heilshugar athuganir á
möguleikum til staðsetningar álvers
við Þorlákshöfn.
Greinargerð: Þær athuganir sem
þegar hafa verið gerðar benda ótví-
rætt til þess að skilyrði séu fyrir
hendi við Þorlákshöfn varðandi
byggingu og rekstur álvers. í þessu
sambandi blasa við augljósir kostir,
svo sem hagkvæmir orkuflutningar
og nálægð við orkuver, Eins eru
nú þegar fyrir hendi góðar sam-
göngur á sjó og landi. í kringum
þéttbýlið við Þorlákshöfn er mikið
landsvæði sem auðvelt væri að
tengja hafnarmannvirkjum. Um-
hverfisaðstæður eru með tilliti til
þétbýlis, gróðurs og mengunar
óvíða jafn góðar og á þessu svæði.
Varðandi mannafla er bent á
atvinnusvæði í góðum samgöngu-
legum tengslum sem telur 10-15
þúsund íbúa, Árborgarsvæðið og
nærsveitir. í þessu sambandi og til
áréttingar er eins bent á skýrslu
Alþýðusambands Suðurlands þar
sem fram kemur að íbúasvæðið
getur vel annað þeirri eftirspurn
eftir mannafla sem skapast myndi
ef stóriðja á borð við álver yrði reist
í Þorlákshöfn.
- Sig. Jóns.
Morgunblaðið/Sigurður Jðnsson.
Frá fúndinum á Selfossi um staðsetningu álvers í Þorlákshöfn.
Varanlenar vestur-þýskar gæðavðrur
frá BOSCH
JÓHANN ÓLAFSSON & CO. HF.
43 Sundaborg 13 -104 Reykjavlk - Sími 688 588
Morgunblaðið/Þorkell
Á myndinni sést hvar dr. Olafúr R. Dýrmundsson afhendir Jón-
asi Jónssyni búnaðarmálastjóra og Þorsteini Tómassyni for-
stjóra Rannsóknarstofúunar landbúnaðarins styrk úr Minningar-
sjóði dr. Halldórs Pálssonar búnaðarmálastjóra.
Fyrsta úthlutun úr
Minningarsjóði dr.
Halldórs Pálssonar
FYRSTA úthlutun ur Minnmgarsjoði dr. Halldors Palssonar
búnaðarmálastjóra fór nýlega fram, en þá var veittur styrkur
til kaupa á hljóðmyndatæki að upphæð 550 þúsund krónur.
Tækið verður í umsjá Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins og
Búnaðarfélags íslands, og er það gefið til rannsókna á fitu- og
vöðvahlutföllum sauðfjár. Með því er unnt að mynda og mæla
fitu- og vöðvaþykkt í hrygg á lifandi gripum, en slíkar mæling-
ar tengjast vefjahlutfóllum skrokksins alls.
Minningarsjóður þessi var
stofnaður þann 18. ágúst 1989 í
lok alþjóðlegs fræðafundar um
sauðfjárrækt, sem haldinn var í
Reykjavík til minningar um dr.
Halldór Pálsson, en hann var
meðal fremstu brautryðjenda í
rannsóknum á vexti og kjötgæð-
um sauðfjár, og mótaði öðrum
fremur rannsóknir og leiðbeining-
ar í íslenskri sauðfjárrækt um
Iangt árabil. Sjóðnum er ætlað
að stuðla að hvers kyns fram-
förum í sauðfjárrækt, vinnslu
sauðfjárafurða og sölu þeirra, og
skulu framlög úr honum einkum
veitt til námsstyrkja, rannsókna
og vöruþróunar, eða til verðlauna
fyrir framúrskárandi árangur á
ofangreindum sviðum. Ýmis félög
bænda, stofnanir og fjöldi ein-
staklinga hafa lagt fram stofnfé
sjóðsins, en stjórn hans skipa dr.
Olafur Dýrmundsson, sem er for-
maður, Böðvar Pálsson, Búrfelli,
Einar E. Gíslason, Syðra-Skörð-
ugili, Ólafur Sverrisson og dr.
Sigurgeir Þorgeirsson.
Með styrkveitingunni að þessu
sinni vill minningarsjóðurinn efla
starf sem miðar að því að mæta
kröfum neytenda um fituminna
dilkakjöt, en það telur sjóðstjómin
vera meðal brýnustu hagsmuna-
mála sauðfjárbænda um þessar
mundir. Undanfarið hefur verið
lögð sívaxandi áhersla á rann-
sóknir og leiðbeiningar sem stuðli
að auknum vöðvaþroska en
minnkandi fitusöfnun lamba, en
skortur á einfaldri og öruggri
mælitækni til að meta þessa eigin-
leika á lifandi gripum hefur tafið
framfarir.
■ DAGATAL flugsins 1990 er
komið út. Dagatalið er prýtt litljós-
myndum úr flugi á íslandi en á
forsíðu þess er mynd af Concorde,
tákni framfara á sviði flugsins, á
flugi yfir Reykjavík. Myndirnar á
dagatalinu tók Pétur P. Johnson
og eru þær úr ýmsum greinum
flugsins, m.a. úr svifflugi, vélflugi,
drekaflugi, módelflugi, _ fallhlífa-
stökki og áburðarflugi. Á dagatal-
inu er að finna margvíslegar upp-
lýsingar, s.s. dagsetningar allra
flugöryggisfunda 1990, en slíkir
fundir verða haldnir í Reykjavík, á
Akureyri og á Egilsstöðum, upplýs-
ingar um öll mót í öllum-greinum
flugíþrótta, upplýsingar um allar
flugkomur og aðrar uppákomur
flugáhugamanna auk fundardaga
ýmissa áhugamannafélaga. Enn-
fremur er við hvem dag gefinn
rökkurtími (myrkur) miðsvæðis
milli Reykjavíkur og Keflavíkur.
Dagatal flugsins 1990 fæst m.a.
hjá forráðamönnum flestra flug-
klúbba á Islandi.
■ / FERÐAÁÆTLUN Ferðafé-
lags Islands fyrir árið 1990 er
boðið upp á nýjung sem eru sérstak-
ar ferðir til kynningar á árstíðunum
í Heiðmörkinni. S.ú fyrsta nefnist
Heiðmörk að vetri og verður farin
næstkomandi sunnudag 21. janúar.
I augum flestra er Heiðmörkin
líklega fyrst og fremst sumarland
til útiveru, en hún getur einnig ver-
ið heillandi á veturna. í árstíðar-
ferðunum verður jafnan farið í
skógarreit Ferðafélagsins, en árið
1950 fékk félagið úthlutað spildu í
Heiðmörkinni þar sem gróðursett
hafa verið um hundrað þúsund
tijáplöntur. Þangað hafa verið farn-
ar gróðursetningarferðir á hverju
vori og á síðari árum til grisjunar
og áburðargjafar.