Morgunblaðið - 23.01.1990, Qupperneq 48
Sleipnir boðar
til verkfalla
STJÓRN og trúnaðarmannaráð
Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis
boðaði í gærkvöldi til tveggja
verkfalla, fjögurra daga verkfalls
31. janúar næstkomandi og fimm
daga verkfalls 10. febrúar.
Að sögn Óskars Stefánssonar,
gjaldkera Sleipnis, voru menn, eftir
árangurslausan fund Sleipnis-
manna með viðsemjendum sínum í
gær, einhuga um að ekkert annað
kæmi til greina en að boða til verk-
falls á ný.
„Við fengum engin svör við kröf-
um okkar. Við vonum að það verði
ekki jafn mikil harka í þessum verk-
föllum ogþví síðasta," sagði Óskar.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Sundlaugin við Glerárskóla vígð
NY sundlaug var vígð við Glerárskóla á Akureyri um helgina. Sundlaugarbyggingin hefur verið lengi á döfinni, en er nú loks orðin að veruleika
unga fólkinu til mikillar ánægju, enda fékk það að vígja laugina. Kostnaður við byggingur laugarinnar nemur um 70 milljónum króna.
Sjá nánari frétt á Akureyrarsíðu.
Fríhöfhin á Keflavíkurflugvelli flytur veltufé sitt á reikninga hjá Islandsbanka:
Miinar milljónum frá vöxt-
um sem Landsbanki greiddi
Fimmtungi
minna sorp
vegna kreppu
„HINGAÐ barst um 15-20% minna
sorp á síðari árshelmingi 1989 en
á fyrri árshelmingi. Á þessu kann
ég aðeins eina skýringu, að
kreppu sé um að kenna og af
henni leiði minni neysla en verið
hefúr,“ sagði Jóhann Diego, um-
sjónarmaður sorphauganna í
Gufúnesi.
Jóhann sagði að þegar harðnaði
í ári kæmi það fyrst fram í magni
sorps. „Það dró úr magni hér á
síðasta ári, en þó var það sérstak-
lega áberandi síðari hluta ársins.
Þar sker síðasti ársfjórðungur sig
úr, jafnvel þó jólin komi þar inn í.
Við erum til dæmis vanir að taka
við töluverðu magni sorps milli jóla
og nýárs. Nú var það í minnsta'fagi."
Jóhann sagði að árið 1986 hefði
verið tekið við 532 þúsund tonnum
af sorpi á viku, árið 1987 hefðu það
verið 621 þúsund tonn á viku og
árið 1988 658 þúsund tonn. Þar er
átt við allt sorp, bæði húsasorp og
iðnaðarsorp. „Tölur fyrir síðasta ár
liggja ekki fyrir, en það er ljóst að
um samdrátt er að ræða. Yfir allt
árið er það kannski um 7%, en sé
aðeins litið á síðari árshelming, þá
hefur sorpið örugglega minnkað um
15-20% miðað við fyrri árshelming,"
sagði Jóhann Diego.
Jón Rúnar Kristjónsson, fjár-
málastjóri Granda, sagði í samtali
við Morgunblaðið, að fyrirtækið
hefði sent alla sína hausa snemma
sumars 1986, um 5.000 pakka,
utan með skipi á vegum Samein-
aðra framleiðenda, en íslenzka
umboðssalan hefði haft útflutn-
ingsleyfið. Þeir hefðu haft í hönd-
unum skeyti frá útflytjendunum
þess efnis að greiðsla fyrir haus-
ana væri tryggð. Sú greiðsla hefði
aldrei borizt. Þá hefði Grandi átt
1.500 pakka af skreið.í því marg
FRÍHÖFNIN á Keflavíkurflug-
velli flutti um áramót bankavið-
skipti sín frá Landsbanka til ís-
umtalaða skiþi Horsham, sem fór
utan síðar um sumarið, og fyrir
þá hefði heldur engin greiðsla
borizt.
„Við viljum með þessu láta
reyna á hvort umboðsmenn og
útflytjendur beri ekki einhveija
ábyrgð gagnvart framleiðendum.
Hvort þetta fé fæst greitt er óvíst,
en við vitum þá betur á eftir hver
ábyrgð útflytjendanna er. Eins og
málin hafa gengið, virðist hún
anzi lítil, því miður,“ sagði Jón
Rúnar Kristjónsson.
landsbanka vegna hagstæðari
samninga um vexti á veltureikn-
ingum. Velta Fríhafnarinnar á
síðasta ári nam um 1.300 milljón-
um króna og að sögn Guðmundar
Karls Jónssonar framkvæmda-
stjóra Fríhafnarinnar eru kjþr
þau sem fyrirtækið nýtur hjá Is-
landsbanka hagstæðari sem nem-
ur milljónum króna. Hann sagði
að Fríhöfnin hefði leitað til Is-
landsbanka um hvaða vexti bank-
inn byði fyrirtækinu eftir að ekk-
ert svar hafði borist við beiðni til
Landsbankans um endurskoðun
vaxtakjara.
Guðmundur Karl Jónsson vildi
ekki upplýsa í samtali við Morgun-
blaðið hversu háa vexti innistæður
Fríhafnarinnar bæru í Islands-
banka, né hvaða vexti Landsbank-
inn hefði greitt. Hann sagði að
meðan á viðskiptum við Lands-
bankann stóð hafi fé fyrirtækisins
verið lagt á bók en fært yfir á
tékkareikning eftir því sem þörf
krafði en stæði á tékkareikningum
hjá íslandsbanka.
Almennir tékkareikningar í báð-
um bönkunum bera 1% vexti. Sér-
tékkareikningar og almennar spari-
sjóðsbækur í Landsbanka bera 7%
vexti en 9% í íslandsbanka sam-
kvæmt upplýsingum á peninga-
markaðssíðu Morgunblaðisins í dag.
Guðmundur Karl Jónsson staðfesti
að Fríhöfnin nyti betri kjara en
þeirra sem almennt væru í boði
enda væri um meira veltufé að
ræða en gerist og gengur.
Höskuldur Jónsson forstjóri
ÁTVR sagði að fyrir tveimur árum,
þegar vaxtaákvarðanir færðust til
bankanna, hefði ÁTVR leitað fyrir
sér með hagstæðari viðskipti en
stofnunin átti þá við Landsbankann.
Þá hefði verið gengið að tilboði
Alþýðubanka um hluta viðskipt-
anna. Á liðnu hausti hefði ÁTVR
að nýju leitað tilboða frá bönkum
og þá hefði hluti viðskipta færst frá
Alþýðubanka, nú íslandsbanka, til
Sparisjóðs Reykjavíkur og Spari-
sjóðs Hafnarfjarðar. Þá ætti ÁTVR
viðskipti við Landsbankann á fjór-
um stöðum úti á landi og sagði
Höskuldur að á þeim stöðum hefði
íslandsbanki ekki útibú. Hann vildi
ekki skýra frá hveiju munaði á kjör-
um þeim sem bankarnir býðu en
sagði að hvatinn að þessum breyt-
ingum hefði verið leit að bestu fáan-
legum kjörum. Hann sagði að velta
ÁTVR hefði verið um 10 milljarðar
króna á árinu 1989.
Aðspurður kvaðst Guðmundur
Karl Jónsson framkvæmdastjóri
Fríhafnarinnar ekki vita hvort önn-
ur fyrirtæki en það sem hann stjórn-
aði ættu kost á betri kjörum fyrir
veltufé sitt en þeim sem almennt
væru boðin. Hann kvaðst þó telja
víst að þau væru fleiri og að hans
mat væri að þetta væri til marks
um aukna samkeppni bankanna
sem orðið hefði möguleg með frelsi
bankanna til vaxtaákvarðana fyrir
um tveimur árum.
• •
Oræfasveit:
Bakpokinn
fannst neðan
við veginn
BAKPOKI Bretans Steven W. Re-
ader, sem saknað hefúr verið frá
því hann lagði á Öræfajökui á
mánudag í síðustu viku, fannst í
gær 7-800 metra frá bænum Hofí
og um 200 metra fyrir ncðan þjóð-
veginn, utan þess svæðis sem mest
hefúr verið leitað á. Leit að mann-
inum átti að hefjast að nýju í birt-
ingu í dag þrátt fyrir óhagstæða
veðurspá.
Svefnpoka Bretans, reku, ísöxi og
mannbrodda vantaði í pokann, að
sögn lögreglunnar á Höfn í Horna-
firði. Björgunarsveitir hugðust fara
á svæðið til frekari leitar í morgun.
Fyrirhugað mun að ganga um undir-
lendið en veðurspá eystra er slæm.
Land er grýtt þar sem pokinn
fannst og lá hann þar á hlið milli
tveggja steina.
Sjá frásögn í miðopnu.
Grandi stefnir út-
flytjendum á skreið
Stefhuupphæð 13 milljónir króna
GRANDI hf. í Reykjavík hefur stefiit Sameinuðum framleiðendum
og íslenzku umboðssölunni vegna vanefhda við skreiðarútflutning
á árinu 1986. Þá flutti íslenzka umboðssalan út 5.000 pakka af
hertum hausum og 1.500 pakka af skreið fyrir Granda án þess
að greiðsla kæmi. Stjórnendur Granda telja sig hafa verið blekkta
og ábyrgðir fyrir greiðslu í Nígeríu hafí ekki verið fyrir hendi,
en svo hafi veri gefið til kynna. Stefnuupphæð er 13 milljónir króna.