Morgunblaðið - 25.02.1990, Page 19

Morgunblaðið - 25.02.1990, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLAR SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1990 C 19 Ævintýraferð fyrir minna verð FLUGLEIDIR Sfmi 69 03 00 M/S4S Laugavegi 3, sími 62 22 11 GOÐI SVEINSSON, SJÓNVARPSSTJÓRI SÝNAR Duglegur og kann lagið á fólki gengni, yfirvegaðan og rólegan þótt ýmislegt hafi gengið á. „Ég get ekki annað en gefið Goða hæstu einkunn. Honum hefur örugglega eitthvað orðið á eins og gengur, en þegar upp er staðið er hann örugg- lega einn farsæl- asti framkvæmda- stjórinn þarna. Ekki síst þegar lit- ið er til þess hversu trausta dagskrá hann hef- ur byggt upp þrátt fyrir að deildin hafi haft úr minni fjármunum að spila.“ Ljóst er að Goði nýtur mikils trausts og virðingar samstarfs- manna sinna og á auðvelt með að stjórna fólki og vinna með því. Fyrr- um starfsfélagar á Stöð tvö voru á einu máli um að það væri missir fyrir stöðina að glata Goða til Sýn- ar, ekki aðeins vegna þess hversu góður starfsmaður hann er heldur einnig vegna þeirra miklu viðskipta- sambanda sem hann hefur aflað sér á sviði myndefnis víða um lönd. Margir viðmad- endur mínir töldu Goða vera kjörinn mann til þess að stjórna nýrri sjón- varpsstöð. „Ef einhver getur þetta er það hann,“ sögðu fleiri en einn. Sigurður K. Kolbeinsson, sagði eðli- legt að Goði hefði orðið fyrir val- inu, þegar eigendur Sýnar fóru að svipast um eftir sjónvarpsstjóra inn- an þeirra tveggja stöðva, sem fyrir- eru: „Hann er einfaldlega hæfasti maðurinn, sem er í boði.“ SVIPIVIYNP eftir Atidrés Magnússon. GOÐISVEINSSON er nýráðinn sjónvarpsstjóri stöðvar þeirrar, sem Sýn h/f hyggst hleypa af stokkunum. Til skamms tíma var Goði dagskrárstjóri á Stöð tvö, uns hann réð sig með skömmum íyrirvara til Sýnar. Goði er vinsæll á vinnustað og voru flestir viðmælendur þess, er þetta ritar, á einu máii um að Goði væri manna hæfastur til þess að koma nýrri sjónvarpsstöð á skrið. Flugfar til Thailands kostar litlu meira en til evrópskra sólarlanda. Á móti kemur að verðíag í Thailandi er svo lágt að í heildina er ódýrara að ferðast til Thailands en annarra sólarlanda. Upplifun í Thailandsferð verður hins vegar ekki jafnað við venjulega sólarlandaferð. í Thailandi kynnist þú framandi menningu, fjölskrúðugu mannlifi, stórkostlegu landslagi og glæsilegri baðströndum en finnast annars staðar. Er ekki kominn tími til að breyta til? 17 daga ferð til Bangkok og Pattaya kostar aðeins kr. 94.072* fyrir manninn í tvíbýli. Innifalið er m.a. flug, gisting á fyrsta flokks hótelum og morgunverður. Allt að 50% afsláttur fyrir börn undir 12 ára. Bæklingur um Thailand liggur frammi á öllum ferðaskrifstofum. Þar færðu allar nánari upplýsingar um Thailandsferðir. * Verð miðast við gengi og fargjöld 15. janúar 1990 var ráðinn þangað. Hann segir Goða afskaplega þægilegan í um- Goði er fæddur hinn 11. júní 1958 og er sonur hjónanna Sveins Sæmundssonar, blaðafull- trúa, og Maríu Jónsdóttur. Hann lauk Verzlunarskólaprófi og hug- leiddi menntskólagöngu að því lo- knu en afréð þess í stað að fara að vinna. Sveinn faðir hans segist hafa rætt þetta nokkuð við hann, en Goði hafi ekki hvikað frá ákvörð- un sinni og sagst myndu vera búinn að kaupa sér íbúð fyrir tvítugt. „Og stóð við það,“ bætir Sveinn við með stolt í röddinni. Á yngri árum þótti Goði nokkur poppari og vann m.a. sem plötu- snúður á skemmtistöðum. Hann vann hjá Flugleiðum fram til upp- sagnanna miklu 1980, þegar hann gekk Arnarflugi á hönd og fékkst helst við pílagrímaflug og erlenda samningsgerð. í ársbyijun 1987 var hann ráðinn innkaupastjóri dag- skrárdeildar hjá Stöð tvö og tók við dagskrárstjórastöðunni nokkrum mánuðum síðar. Goði kvæntist Önnu Kristínu Marteinsdóttur í október 1981 og eiga þau þrjú börn, ínu — sem Anna Kristín átti fyrir — Styrmi og jMörtu. Óli Tynes er gamall vinnufélagi Goða hjá Arnarflugi. Hann sagðist ekki hafa nema gott eitt um Goða að segja. „Hann er mjög duglegur og nákvæmur starfsmaður. Fer ör- ugglega létt með að stjórna einni sjónvarpsstöð." Mönnum ber saman um áð Goði sé mikill ijölskyldumaður. Hann hefur gaman af ferðalögum og er sagður mjög vel lesinn. Þá er hann áhugasamur um veiði og er auk þess sælkeri. Óli Tynes segir hann mikinn áhugamann um hnit, en kvartar undan því að Goði hafi ekki verið nógu duglegur að mæta á æfingar að undanförnu. Sigurður K. Kolbeinsson var íjár- málastjóri Stöðvar tvö þegar Goði Stöð tvö: Borð fyrirtvo „í hvíld“ Sem fram hefur komið er öll starfsemi Stöðvar tvö í end- urskoðun, en áhrifa þess er þó ekki farið að gæta að ráði í dagskránni. Upptökum á gam- anþáttunum „Borð fyrir tvo“ með þeim Eggerti Þorleifssyni og Þórhalli Sigurðssyni í aðal- hlutverkum hefur þó verið hætt í bili. Aðeins voru sýndir tveir þættir, en ekki var búið að taka fleiri upp. Að sögn Gunnellu Jónsdóttur hjá Stöð tvö verður þáttaröðin „í hvíld“ fram á haust. Sagði hún lítilla breyt- inga að vænta í dagskránni enda ekki flanað að neinu með- an verið er að endurmeta stöðu og stefnu stöðvarinnar. Út- sendingartími Stöðvar tvö er svipaður og verið hefur — að meðaltali 95 tímar í viku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.