Morgunblaðið - 03.03.1990, Side 1
64 SIÐUR B/LESBOK
52. tbl. 78. árg.___________________________________LAUGARDAGUR 3. MARZ 1990__________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Veðrahamurí Vestur-Evrópu
xveuuu
Frá áramótum hefur gert hvert stórviðrið öðru meira
í Vestur-Evrópu og í Frakklandi einu hafa áhlaupin
kostað 82 menn lífið. Talið er, að þar hafí allt að
fjórar milljónir ttjáa rifnað upp með rótum og önnur
spjöll eru metin á tugi milljarða íslenskra króna.
Francois Mitterrand Frakklandsforseti ræddi í gær
við sjómenn í bænum Fecamp í Normandí en það
eru ekki síst þeir, sem búa við sjávarsíðuna, sem
orðið hafa fyrir þungum búsifjum.
Vestur-Þýskaland:
Hvorki landakröfiir
né stríðsskaðabætur
Bonn, Austur-Berlín. Reuter.
VESTUR-þýska stjórnin vill, að eftir frjálsar kosningar í Austur-
Þýskalandi samþykki þing beggja ríkjanna yfirlýsingu um, að engin
breyting verði á vesturlandamærum Póllands svo fremi Pólverjar geri
engar kröfúr um stríðsskaðabætur á hendur sameinuðu Þýskalandi.
Stjórnvöld í Póllandi brugðust strax ókvæða við þessari tillögu og
hótuðu að heimta bætur vegna einnar milljónar Pólveija, sem voru í
nauðungarvinnu í Þýskalandi á stríðsárunum.
Dieter Vogel, talsmaður vestur-
þýsku stjórnarinnar, sagði í gær, að
í yfirlýsingu þýsku þinganna um
óbreytt landamæri yrði að krefjast
þess, að Pólveijar stæðu við yfirlýs-
ingu sína frá 1953 um að þeir afsöl-
uðu sér öllum rétti til stríðsskaða-
bóta. Þá yrði einnig að gera formleg-
an samning um réttindi þýska minni-
hlutans í Póllandi.
Roland Dumas, utanríkisráðherra
Frakklands, sagði í Vestur-Berlín á
fimmtudag, að vestur-þýska og
pólska stjórnin yrðu tafarlaust að
gera með sér samning um óbreytt
landamæri og gagnrýndi Kohl fyrir
óljósar yfirlýsingar í þessu efni.
Pólska stjórnin brást í gær hin
versta við skilyrðunum, sem Kohl
vili setja fyrir yfirlýsingu um óbreytt
landamæri og sagði, að hugsanlega
yrði krafist stríðsskaðabóta vegna
þeirra Pólvetja, sem voru í þrælkun-
aivinnu í Þýskalandi nasismans.
Sagði talsmaður stjórnarinnar, að
viðurkenning á núverandi landa-
mærum ætti ekki að tengjast neinum
öðrum málum en vildu Þjóðveijar
hafa þann háttinn á væri eðlilegt
að Pólvetjar endurskoðuðu afstöðu
sína til stríðsskaðabóta.
George Bush Bandaríkjaforseti:
Bandarísk fyrirtæki styðji
lýðræðisþróun í A-Evrópu
Hótar Japönum hörðu opni þeir ekki dyrnar fyrir útlendri samkeppnisvöru
Los Angeles, Tókýó.
Sovétríkin:
Kaupskipin
sigli undir
Kýpurfána
Daily Telcgraph.
Sovétmenn hafa í hyggju að
auðvelda sér aðgang að vest-
rænu fjármagni með því að láta
stóran hluta kaupskipaflotans
sigla undir Kýpurfána. Eru þeir
nú að skrá 14 olíu-, gas- og efha-
flutningaskip á Kýpur en um-
skráningin getur náð til 120
skipa alls eða 2 milljóna tonna.
Moskvustjórnin hefur samið um
það við yfirvöld á Kýpur, að sov-
éskar áhafnir verði á skipunum og
utanríkisviðskiptabankinn sovéski
hefur fengið leyfi til að koma upp
útibúi á eyjunni.
Sovétmenn telja, að með því að
sigla undir Kýpurfána geti þeir
lækkað reksturskostnað skipanna,
fengið betri aðgang að vestrænu
fjármagni við endurnýjun þeirra og
fækkað í áhöfn með sama hætti
og gerst hefur á Vesturlöndum.
Þessi tíðindi þykja dæmigerð
fyrir þær breytingar, sem eru að
verða í Sovétríkjunum, og ljóst er,
að þeir ætla sér að fara að keppa
á hinum alþjóðlega siglingamarkaði
nágranna okkar í suðri, í Panama
og Nicaragua," sagði Bush og hvatti
forráðamenn fyrirtækja til að beina
stuðningi sínum að ákveðnum bæ
eða borg eða fyrirtæki í skyldum
rekstri.
Á fundi þeirra Bush og Kaifu,
forsætisráðherra Japans, í gær var
umræðuefnið aðeins eitt, ágreining-
urinn um viðskipti ríkjanna. Sagði
Bush fyrir fundinn, að þráuðust Jap-
anir við að opna sinn eigin markað
fyrir erlendri samkeppnisvöru yrðu
settir refsitollar á japanskar vörur.
Japanir hagnast um milljarða dollara
árlega á viðskiptunum við Banda-
ríkjamenn en bandarískum ogöðrum
erlendum fyrirtækjum er japanski
markaðurinn eins og lokaður heim-
ur. Segja bandarískir sérfræðingar,
að japanskir framleiðendur, heildsal-
ar og smásalar sameinist um að úti-
Forsætisráðherrea Ungverjalands:
Kommúnistar ráðgerðu valdarán
Búdapest. Reuter.
MIKLOS Nemeth, forsætisráðherra Ung-
veijalands, skýrði frá því í gær að háttsett-
ir embættismenn innan kommúnistaflokks
landsins hefðu á síðasta ári skipulagt valda-
rán og treyst á stuðning Tékka og Rúmena.
Nemeth lét þessi orð falla á þingi er hann
svaraði ásökunum stjórnarandstæðinga þess
efnis að stjómvöld stunduðu enn hleramir og
létu fylgjast grannt með ferðum og gjörðum
hugsanlegra fjandamanna sinna.
Nemeth kvaðst hafa fengið nafnlaust bréf í
nóvember í fyrra þar sem sagði að embættis-
menn í fjölmörgum flokksdeildum teldu valda-
rán einu fæm leiðina til að hindra umbótaáform
ríkisstjórnar sósíalista. Hefðu þeir þegar tryggt
sér stuðning ráðamanna í fjölmörgum ríkis-
fyrirtækjum og væri hugmyndin m.a. sú að
skapa ólgu í Ungveijalandi með því að hindra
miðlun raforku og vatns. Síðan yrðu leiðtogar
ríkisstjómarinnar handteknir. í bréfinu sagði
ennfremur að valdaræningjarnir reiddu sig á
stuðning herafla Rúmeníu og Tékkóslóvakíu.
Nemeth kvaðst hafa látið kanna sannleiks-
gildi þessara fullyrðinga og hefði niðurstaðan
orðið sú að þær ættu við rök að styðjast. Kom-
ið hefði verið í veg fyrir áform þessi og sagði
Nemeth það hafa verið gert áður en kommúnist-
um var komið frá völdum í Rúmeníu og Tékkó-
slóvakíu. Mánuði áður en bréfið barst Nemeth
höfðu ungverskir kommúnistar hins vegar sam-
þykkt að leysa flokkinn upp og stofnað nýjan
sósíalískan flokk að vestrænni fyrirmynd.
Forsætisráðherrann sagði höfund bréfsins
hafa fengið þessar upplýsingar frá forstjóra
ónefnds ríkisfyrirtækis er samþykkt hefði að
taka þátt í valdaráninu. Hann gat þess hins
vegar ekki hveijir hefðu bruggað launráð þessi
og tíundaði ekki heldur hvernig brugðist hefði
verið við þehn.
GEORGE Bush Bandaríkjaforseti hvatti í gær kaupsýslumenn og aðra
frammámenn í atvinnulífinu til að leggja sitt af mörkum við að byggja
upp efnahagslíf Austur-Evrópuríkjanna og Rómönsku Ameríku. Lagði
hann til, að stórfyrirtæki fyndu sér systurborg eða -fyrirtæki í þessum
löndum og hjálpuðu þeim síðan með fjárfestingu, tæknikunnáttu og
þeirri þekkingu, sem þau hafa á frjálsum viðskiptum. Bush og Toshiki
Kaifu, forsætisráðherra Japans, hittust í gær í Palm Springs í Kali-
forníu til að ræða ágreining rikjanna í viðskiptamálum og lét Bush svo
um mælt, að opnuðu Japanir ekki heimamarkað sinn fyrir útlendri
vöru yrði settur refsitollur á japanska vöru.
Á fundi í verslunarráði Kaliforníu
sagði Bush, að frammámenn í
bandarísku athafnalífi hefðu nú
fengið einstakt tækifæri til að láta
að sér kveða og ryðja brautina fyrir
fijálsu framtaki. „Styðjið austur-
evrópsku fyrirtækin, sem eru að
beijast við að hasla sér völl í nýjum
heimi, og takið upp samstarf við
loka útlerda vöru og njóti við það
óbeins stuðnings stjórnvalda.
Japanir virðast vera famir að átta
sig á, að við svo búið má ekki standa
og sagði Kaifu forsætisráðherra áð-
ur en hann fór til Kalifomíu, að við-
skiptaágreiningurinn við Bandaríkin
væri mesta vandamál, sem við Jap-
ansstjóm blasti.
Reuter
Fyrir fúndinn með Toshiki Kaifu, forsætisráðherra Japans, leitaði
Bush ráða þjá forvera sínum í embætti, Ronald Reagan, og það er
ekki að sjá, að þeim hafl mikið borið í milli.