Morgunblaðið - 03.03.1990, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARZ 1990
Ólíkt hafast þeir að
Pistill, sem ekki mátti flytja á Rás 2
eftir Hannes Hólm-
stein Gissurarson
Góðir hlustendur! Flestir muna
þá tíð. er róttæklingar réðust af
mikilli heift á dr. Bjama Bene-
diktsson. Bar einkum það tvennt
til, að hann var einn öflugasti leið-
togi fijálslyndra lýðræðissinna í
landinu og ötull talsmaður vest-
rænnar samvinnu, sem þá var eit-
ur í beinum sósíalista, þótt nú vilji
allir Lilju kveðið hafa. Nú ráðast
róttæklingar hins vegar af svipuð-
um ofstopa á Davíð Oddsson borg-
arstjóra, enda finna þeir þar fyrir
aðsópsmikinn stjómmálamann,
harðskeyttan og hugvitssaman.
Hér á Rás tvö hafa nokkrir fé-
lagshyggjumenn með Bimu Þórð-
ardóttur í broddi fylkingar notað
þann tíma, sem þeim hefur verið
skammtaður hér reglulega á
morgnana, til árása á Davíð Odds-
son. í þessum morgunpistli hyggst
ég af því tilefni benda á nokkur
atriði, sem stundum fara framhjá
mönnum. Ólíkt hafast þeir að,
Davíð Oddsson annars vegar og
forkólfar félagshyggjunnar, sem
nú ráða mestu í landsmálum, hins
vegar.
Lítum fyrst á Viðeyjarstofu,
sem ríkið gaf Reykjavíkurborg á
tvö hundruð ára afmæli höfuðstað-
arins. Hún hefur nú verið endur-
reist með miklum glæsibrag. Ber-
um þetta saman við Þjóðarbók-
hlöðuna, sem Alþingi gaf þjóðinni
á ellefu hundruð ára afmæli Is-
landsbyggðar. Hún stendur nú
galtóm og í niðumíðslu norðan við
Háskólann sem eins konar minnis-
varði um ómyndarskap og óorð-
heldni núverandi valdsmanna.
Horfum þá á Ráðhúsið, sem er
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
að rísa við Tjörnina. Vinstri flokk-
amir klifa á kostnaðinum af því.
En sannleikurinn er sá, að Ráð-
húsið er ókeypis. Það er reist fyr-
ir sparnaðinn, sem myndaðist af
því að selja Bæjarútgerð
Reykjavíkur, en síðasta árið, sem
það fyrirtæki var í eigu borgarinn-
ar, tapaði það einni milljón króna
á viku. Þegar lagður er saman
sparnaður af þessari breytingu á
átta árum, andvirði fyrirtækisins
bætt við og allt reiknað upp á
núvirði, er kominn kostnaðurinn
af Ráðhúsinu.
Athugum síðan nýlegt smámál,
sem er þó stórt í sjálfu sér. Þegar
stjórnarherrarnir skipulögðu
heimsókn Vaclavs Havels á dögun-
um, gerðu þeir ekki ráð fyrir, að
hann gæti hitt landa sína, sem búa
hér. En þeir sáu auðvitað um, að
margir gamlir sósíalistar (sem
sumir hafa verið á launum hjá
fangelsisstjórunum, er forðum
réðu í Prag) væru boðnir í Þjóð-
leikhúsið með Havel. Davíð Odds-
son bauð hins vegar þeim Tékkó-
slóvökum, sem hann náði til, að
hitta Havel í Höfða og afstýrði
þannig miklu hneyksli.
Eg þarf ekki að bera saman hag
Reykjavíkur, þar sem allt er í
blóma, og hag Hafnarfjarðar og
Kópavogs, sem eru óðum að
sökkva í skuldafen. Allt sýnir þetta
og sannar hið fornkveðna — að
veldur, hver á heldur.
- • -
Ofangreindan pistil ætlaði ég
að flytja á Rás tvö fimmtudaginn
1. mars síðastliðinn, en þar hef
ég undanfarið flutt morgunpistla
hálfsmánaðarlega samkvæmt
samkomulagi. Forstöðumaður
Rásarinnar, Stefán Jón Hafstein,
meinaði mér þá um það og sagði
mér í leiðinni upp pistlaflutningi.
Bar hann því við, að ég kæmi
reglubundið fram í öðrum fjölmiðl-
um, þar á meðal í útvarpsstöðinni
Bylgjunni.
Er brottrekstur minn athyglis-
verður af tveimur ástæðum. Onnur
er sú, að ekki varð lítill hávaði,
er Stöð 2 tryggði sér einkarétt á
flutningi handknattleiksefnis fyrir
einu og hálfu ári, og kvartaði þá
Ríkisútvarpið óspart. Var horfið
frá því við svo búið. Er þetta ekki
sama reglan?
Hin ástæðan er, að um Ríkisút-
varpið hljóta að gilda aðrar reglur
og strangari en einkastöðvar, þar
eð það aflar fjár til starfsemi
sinnar með skylduáskrift frá öllum
landsmönnum. Það kemur okkur
öllum við, hvað þar er flutt. Starf-
semi einkastöðvanna er hins vegar
einkamál þeirra, sem vilja þar
hlusta og auglýsa. Fleiri eiga að
komast að á Ríkisútvarpinu en
Birna Þórðardóttir og hennar
líkar.
Höfundur er lektor í
stjórnmálafræði í
Félagsvísindadeild Háskóla
íslands.
Nýtt
Músli frá OTA
Hawaii músli
Heildsölubirgðir
H. Ólafsson & Bernhöft
Vatnagörðum 18, s. 82499.
Ný sending af Chrysler og Jeep árgerð 1990 var að koma til landsins.
Ríkulega útbúnir bflar á sérstaklega hagstæðu verði.
N>tChnsler Saratoga
4 Fyrir þá sem vilja láta sér líða vel við aksturinn. 4
Saratoga er með öllum hugsanlegum búnaði og >
mjög rúmgóður. 4 Sjálfskipting, 4 rafdrifnar rúður
og speglar 4 samlæsing o.fl.
4 Verð frá kr. 1.493.000 4
240 þúsund kr. afsláttur af Dodge Shadow ES Turbo
♦ Okkur tókst að útvega nokkra ríkulega útbúna Dodge Shadow ES Turbo,
árgerð 1989 á frábæm verði eða nýjan bíl á kr. 1.320.000.1 Vökvastýri»
sjáífskiptur t rafdrifnar rúður * samælsing t rafdrifinn ökumannsstóll o.fl.
Chiysler Yoyager SE
4 Einstaklega fjölhæfur fjölskyldubíll. 4 í Voyager
eru sameinuð þægindi og aksturseiginleikar lúxus
fólksbfls og 4 farþegarými og burðargeta stærri bif-
reiða. 4 3,0 lítra V6 vél með sjálfskiptingu 4 sam-
læsing 4 rafdrifnar rúður o.fl.
4 Verð frá kr. 1.998.500 4
Jeep Cherokee
4 Ókrýndur konungur lúxus jeppa. 4 Einn með
öllu. 4 4,0 lítra 6 cyl. með beinni innspýtingu, 4
sjálfskiptingu 4 samlæsing 4 rafdrifnar rúður og
speglar o.fl.
4 Verð firá kr. 2.370.500 4
Umboðsmenn Jöfurs
Akureyri: Skálafell, Draupnisgötu 4 * Víkingur sf., Furuvöllum 11
Akranes: Bílaverkstæðið Bílver, Dalbraut 14
Egilsstaðir: Bílasalan Fell, Kauptúni 3, Fellabæ
Húsavík: Bifreiðaverkstæði Tryggva Guðmundssonar, Haukamýri 1
Höfn: Shell Skálinn, Hafnarbraut 38
ísafjörður: Hjólbarðaverkstæði ísafjarðar, Njarðarsundi 2
Keflavík: Bílasala Brynleifs, Vatnsnesvegur 29a
Sauðárkrókur: Áki Bílaverkstæði, Hólavegi 21
Vestmannaeyjar: Bifreiðaverkstæði Vestmannaeyja, Flatir 27
JÖFUR HF
Nýbýlavegi 2, sími 42600
Haföu samband við sölumenn strax í dag.
Söludeildin er opin alla virka daga kl. 9-12 og 13-18 og
laugardaga kl. 13-17. Síminn er 42600.
Sýning um helgjna, opið laugardag og sunnudag kl. 13-17