Morgunblaðið - 03.03.1990, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARZ 1990
Reykjavík:
Framboðslisti Kvenna-
listans ákveðinn
Keflvíkingar vígja nýja og
glæsilega sundmiðstöð
á sandrifi
RANNVEIG Sigurgeirsdóttir,
sem vinnur í Boulogne í Frakk-
landi, var á leið með ferju yfir
Ermarsund á miðvikudagskvöld
þegar veðrið var sem verst.
Feijan komst við illan leik inn
í höfnina í Boulogne en þar vildi
ekki betur til en svo að hún
strandaði á sandrifi. Fimm tíma
tók að losa feijuna.
Rannveig, sem er 25 ára göm-
ul, vinnur við að selja íslenskan
ferskfisk í Boulogne. Hún lagði af
stað frá íslandi á miðvikudags-
morgun til London. „Klukkan 17
fór feijan frá Folkestone sem er
rétt hjá Dover. Að öllu jöfnu hefði
siglingin átt að taka þtjá til íjóra
tíma. Veðrið var afar slæmt og
öldugangurinn mikill svo ég hafði
nú bara hægt um mig. Stólar
þeyttust um koll og öskubakkar
flugu til og frá. Þegar feijan komst
svo inn í höfnina í Boulogne stran-
daði hún á sandrifi. Annað hvort
hefur skipið borið af leið eða san-
drifið færst til í óveðrinu. Þrír
dráttarbátar reyndu að losa feij-
una en ekkert gekk. Þarna sátum
við föst í fimm tíma uns flóðið
hreif feijuna með sér og losaði
hana af rifínu. Tvær feijur sem á
eftir komu gátu ekki siglt inn í
höfnina í Boulogne og þurftu að
dóla fyrir utan. Eg hefði ekki viljað
vera þar um borð vegna öldu-
gangsins," sagði Rannveig.
KcOavík
KEFLVÍKINGAR vígja í dag nýja og glæsilega útisundlaug, en
undirbúningur og bygging Sundmiðstöðvarinnar hefur staðið yfir
í áratug. Að lokinni vígsluathöfn sem hefst kl. 14.00 verður Iaug-
in opnuð fyrir almenning og af þessu tilefhi verður öllum boðið
að nota laugina endurgjaldslaust um helgina.
Útisundlaugin sem verður tekin
í notkun í dag er 12,5 x 25 metr-
ar með 5 keppnisbrautum. Sam-
tengd aðallauginni er bamalaug
sem er 7 x 9 metrar á breidd og
60-70 sm djúp. í bamalauginni
er sérstök skábraut fyrir hjóla-
stóla sem er nýung við almenn-
ingslaugar hérlendis. Þá er fyrir-
hugað að koma fyrir vatnsrenni-
braut við bamalaugina. Fjórir
heitir pottar eru á Iaugarbakkan-
um, þar á meðal er pottur með
vatnsnuddi og grunnur buslpott-
ur.
Sundmiðstöðin er á tveimur
hæðum og verður allt mannvirkið
um 3.000 fermetrar. Af því verða
teknir í notkun í dag um 2.000
fermetrar og er heildarkostnaður
við þessa framkvæmd á núvirði
um 150 milljónir króna. Á fyrstu
hæð eru afgreiðsla, búningskle-
far, böð og stór og rúmgóður veit-
ingastaður. Á lofti, sem er að
hluta til yfír fyrstu hæðinni, er
loftræstibúnaður og þar verður
einnig félagsaðstaða. í kjallara
verður búningsaðstaða fyrir
íþróttavellina, líkamsrækt og
gufubað. Einnig verður þar öll
hreinlætisaðstaða fyrir sundlaug-
ar og potta. Síðar er fyrirhugað
að byggja 12,5 x 25 m innilaug
við Sundmiðstöðina, en búið er
að steypa upp búningsklefa fyrir
hana.
Framkvæmdastjóri Sundmið-
stöðvarinnar verður Hafsteinn
Guðmundsson og starfsmenn
verða 8. Arkitektar eru feðgarnir
Gísli Halldórsson og Leifur Gísla-
son, en aðalverktaki var Húsanes
sf. í Keflavík. í byggingamefnd
FRAMBOÐSLISTI Kvennalistans í Reykjavík vegna borgarsljórnar-
kosninganna í vor, hefiir verið ákveðinn og er Elín G. Ólafsdóttir
borgarfulltrúi i efsta sæti listans.
í 2. sæti er Guðrún Ögmunds-
dóttir félagsráðgjafi, 3. sæti Ingi-
björg Hafstað starfskona Kvenna-
lista, 4. sæti Elín V. Ólafsdóttir
kennari, 5. sæti Margrét Sæmunds-
dóttir fóstra, 6. sæti Hólmfríður
Garðarsdóttir framkvæmdastjóri,
7. sæti Guðrún Erla Geirsdóttir
myndlistarkona, 8. sæti Helga Tuli-
nius jarðfræðingur og í 9. sæti
Kristín A. Árnadóttir blaðakona.
I 10. sæti er ína Gissurardóttir
deildarstjóri, 11. sæti Hulda Ólafs-
dóttir sjúkraþjálfari, 12. sæti
Bryndís Brandsdóttir jarðeðlisfræð-
ingur, 13. sæti Elín Guðmunds-
dóttir húsmóðir, 14. sæti Stella
Hauksdóttir fískiðnaðarkona, 15.
sæti Guðrún Agnarsdóttir læknir
og alþingiskona, 16. sæti Hólm-
fríður Amadóttir framkvæmda-
stjóri, 17. sæti Kristín Jónsdóttir
skrifstofustjóri, 18. sæti Guðný
Guðbjörnsdóttir dósent, 19. sæti
María Jóhanna Lámsdóttir kennari
og í 20. sæti Málhildur Sigurbjöms-
dóttir fiskverkakona.
í 21. sæti er Sigrún Sigurðardótt-
ir dagskrárgerðarkona, 22. sæti
Stúdentaráð:
Kosið 13. mars
KOSIÐ verður til stúdentaráðs
og háskólaráðs Háskóla Islands
þriðjudaginn 13. mars. Tveir list-
ar eru í kjöri, listi Vöku, félags
lýðræðissinnaðra stúdenta og
Röskvu, samtaka félagshyggju-
fólks.
Þijátíu fulltrúar sitja í stúdenta-
ráði og eiga fjórir þeirra einnig
sæti í háskólaráði. Kjörtímabil full-
trúanna er tvö ár og er kosið um
helming þeirra árlega.
Framboðsfrestur vegna kosning-
anna rann út á hádegi í gær og
höfðu þá tveir framboðslistar verið
lagðir fram; listi Vöku, félags lýð-
ræðissinnaðra stúdenta og Röskvu,
samtaka félagshyggjufólks.
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Utisundlagin er 25 m á lengd með 5 keppnisbrautum. Einnig er
sérstök barnalaug tengd aðallauginni og íjórir heitir pottar eru
á laugarbakkanum.
eiga sæti: Hafsteinn Guðmunds-
son formaður, Indriði Jóhannsson,
Jón Halldórsson, Jóhann Ein-
varðsson og Sigurður Steindórs-
son. Jóhann Bergmann bæjar-
verkfræðingur hefur starfað með
nefndinni og hefur hann jafnframt
verið eftirlitsmaður með fram-
kvæmdum.
BB
Sigrún Ágústsdóttir kennari, 23.
sæti Helga Thorberg leikkona, 24.
sæti Sigríður Lillý Baldursdóttir
eðlisfræðingur, 25. sæti Borghildur
Maack hjúkrunarfræðingur, 26.
sæti Magdalena Schram blaðakona,
27. sæti Sigríður Dúna Kristmunds-
dóttir mannfræðingur 28. sæti
Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðing-
ur, 29. sæti Laufey Jakobsdóttir,
amma í Gijótaþorpi og í 30. sæti
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagn-
fræðingur.
Morgunblaðið/Bjami
Frá fundi sjálfstæðismanna um skattamál á Hótel Borg á fimmtudaginn. Ólafur B. Thors er í ræðustól,
----------------------------- en við borðið sitja Davíð Stefánsson og Þuríður Pálsdóttir.
Ólafur B. Thors á fundi sjálfstæðismanna um skattamál:
íslandsmet í skattheimtu
og ríkisumsvifum í fyrra
„VIÐ HÖFUM skömm á skatta-
stjórnum" var yfirskrift opins
fundar á vegum Sambands ungra
sjálfstæðismanna og sjálfstæðis-
félaganna i Reykjavík sem hald-
inn var á Hótel Borg á fimmtu-
daginn. Sagði Ólafur B. Thors,
forstjóri, sem var einn firummæl-
anda, að sett hefði verið íslands-
met í skattheimtu og ríkisumsvif-
um á síðasta ári. Þá sagði Davíð
Stefánsson, formaður SUS, að
sjálfstæðismenn stæðu einir gegn
aukinni skattheimtu þegar á riði
að borgaraleg öfl stæðu þétt um
rétt landsmanna til eigin ákvarð-
anatöku. Það hefði sjaldan verið
augljósara en nú. Um hundrað
og fimmtíu manns sóttu fundinn.
Ólafur B. Thors, foretjóri, sagði
að sett hefði verið Islandsmet í
skattheimtu og ríkisumsvifum á
síðasta ári. Hefðu skatttekjurnar í
fyrsta sinn farið yfír 25,2% af lands-
framleiðslu. Þetta hlutfall hefði
aldreið áður verið jafn hátt. Fyrra
met ætti síðasta vinstri stjóm, þetta
hlutfall hefði verið 24,5% árið 1982.
Á árinu 1988 hefði það verið 23,9%.
Skattheimtan ein gæfí þó ekki
rétta mynd af ríkisumsvifum.
Ríkisumsvif færu að miklu leyti
fram með miðstýringu og duttl-
ungastjóm af ýmsu tagi. Það væri
höfuðmeinsemdin í íslensku efna-
hagskerfí. Ákvarðanir væm á ótrú-
lega mörgum stöðum teknar af ráð-
um og nefndum sem í ættu sæti
fulltrúar stjórnmálamanna. Ólafur
B. sagði það vera höfuðverkefni að
afnema þetta „austantjaldskerfi"
ef ekki ætti að stofna efnahagslegu
sjálfstæði okkar í voða.
Taldi hann síðan upp fjölda
skatta og gjalda er lögð hefðu ver-
ið á eða hækkuð að undanförnu og
sagði allt miða að því að draga úr
getu atvinnulífsins til að byggja sig
upp. Sagði hann virðisaukaskattinn
vera veigamestu breytinguna sem
gerð hefði verið en í kringum hana
væri gífurleg skriffínnska. Til dæm-
is þyrfti að geyma allar nótur í
þríriti í plastbindum í sjö ár. Hefði
verið reiknað út að til þess að geyma
þessar nótur myndi þurfa vel á
aðra Þjóðarbókhlöðu.'
Þuríður Pálsdóttir, kennari,
ræddi þær breytingar sem gerðar
hefðu verið á eignarskatti í tíð nú-
verandi ríkisstjórnar. Sagði hún að
vegna þéssara breytinga, hins svo
nefnda ekknaskatts, væru til dæmi
um að einstaklingur í skuldlausu
húsnæði þyrfti að borga jafn mikið
og 4-8 einstaklingar í hjónabandi í
sambærilegu húsnæði gerðu til
samans.
Kristján Guðmundsson, verka-
maður, ræddi skattbyrði launþega.
Gagnrýndi hann hve mikið væri
tekið í skatt af yfírvinnutekjum
launafólks, tekjum sem það gæti
ekki verið án ef það ætti að lifa
af. Ekkert réttlæti væri { þessu og
tími til kominn að snúa dæminu við.
Geir H. Haarde, alþingismaður,
sagðist telja að forsjárhyggjan ætti
jafn litla framtíð fyrir sér hér á
landi og í Austur-Evrópu. Enn væru
menn þó ekki farnir að fínna fyrir
vindum fijálsræðisins hér. Rakti
hann ýmis dæmi um hvernig ríkis-
stjórnin gerði allt til að auka álögur
og sagði að því fyrr sem' hún hyrfi
frá þeim mun betra.
Halldór Blöndal, alþingismaður,
tók síðastur til máls. Hann gagn-
rýndi sérstaklega nýja skattlagn-
ingu ríkisins á sveitarfélög og taldi
þessa nýju skattheimtu munu eiga
eftir að nema um milljarði á þessu
ári.
Óveðrið í V-Evrópu:
Sat fimm
tíma föst