Morgunblaðið - 03.03.1990, Síða 20

Morgunblaðið - 03.03.1990, Síða 20
MÓÉÖUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR' 8.' MARZ 1990 20 Fituríkt fiskmeti hollt fyrir hjartað: Flak á dag kem- ur heilsunni í lag London. Daily Telegraph. VÍSINDAMENN eru alltaf að sannfærast meira og meira um að fituríkt fískmeti sé hollt fyrir hjartað. Þeir benda á að í þessu efhj megi margt læra af matarvenjum Inúíta. Grænlenskur Inúíti, sem etur físk og sel, verður mjög sjaldan fyrir barðinu á hjartasjúk- dómum. Ef hann færði sig um set og semdi sig að vestrænum lífshátt- um liði ekki á löngu áður en hann væri kominn í sama áhættuflokk að þessu leyti og aðrir í kringum hann. Dæmið sýnir í hnotskum hvern- ig svokallaðir velferðarsjúkdómar gagntaka samfélög þegar þau semja sig að vestrænum lífshátt- um, og það eykur enn fremur skiln- ing á því hvemig unnt er að draga úr hættu á hjartasjúkdómum. Rökin fyrir hollustu fíturíks fisk- metis fyrir hjartað verða æ trú- verðugri. Niðurstöður rannsóknar sem læknar í Cardiff stóðu fyrir í fyrra bentu til að hæfileg neysla fituríks fisks, til dæmis síldar, makríls eða lax, tvisvar í viku gæti dregið úr líkunum á ítrekuðu hjartaáfalli um 29%. Sömu áhrif hafði neysla fiskfitu í öðru formi (lýsi eða lýsispillur). í bókinni „Mataræði Inúíta" hvetja lífefnafræðingurinn dr. Reg Saynor og dr. Frank Ryan læknir til að horfíð verði aftur til aukinnar fískneyslu. Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna fískfita og sel- og hvalkjöt efla varnir gegn hjartasjúkdómum. Svo virðist sem því valdi aðallega hátt innihald þeirra af svokölluðum EPA-og DHA-fítusýrum. Dr. Frank Ryan segist hafa haft sínar efasemdir fyrir nokkrum ámm, en nú ráðleggur hann fólki eindregið að auka hlut fískmetis og físklýsis í mataræði sínu: „Etið fituríkan físk að minnsta kosti tvisvar í viku og takið físklýsi eða lýsistöflur hina daga vikunnar," segir hann. „Ef etin er ein físk- máltíð á dag þarf engin bætiefni. Veljið fíturíkt fískmeti eftir því sem við verður komið, en forðist engan veginn annan físk, til dæmis þorsk og ýsu. Steikið fiskinn ekki í smjöri — grillið hann, bakið hann, gufusjóðið hann eða krau- mið, því að þá varðveitist fískfitan best. Og sleppið öllum ijómasósum. Reuter Brettasigling innanhúss íþróttamenn láta ekkert aftra sér frá því að stunda íþrótt sína og þannig leystu seglbrettasiglarar auðveld- lega þann vanda að keppa í íþróttinni innanhúss. Létu þeir koma 20 kraftmiklum risaviftum fyrir í Bercy- íþróttahöllinni í París og var myndin tekin þar í gær er nokkrir keppendur æfðu sig fýrir alþjóðlegt mót, sem fram fer um helgina í París. Er ekki annað að sjá en brettasiglaramir hafí góðan byr í seglin. í byijun aldarinnar neyttu Bret- ar, svo að dæmi sé tekið, tæplega 500 gramma af físki á viku. Nú borða þeir ríflega 140 grömm á viku. Aðrar rannsóknir, sem sagt er frá í bókinni og kynntar voru á alþjóðaráðstefnu á Spáni nýlega, gera fískfítunni enn hærra undir höfði. Samkvæmt þeim dregur fískneysla úr hættu á ítrekuðu hjartaáfalli um 80%, auk þess að styrkja vamir gegn hjartakveisu, æðaþrengslum, hárri blóðfítu og ættgengum hjartasjúkdómum. Ortega sagði fyrr í vikunni að stjóm hans myndi ekki fara frá nema kontra-liðar, sem notið hafa stuðnings Bandaríkjamanna í átta ára stríði þeirra gegn stjóm sandin- ista, afvopnist. Hann sagði að kontra-liðar hefðu svarað kröfu hans um afvopnun með hótunum og þeir hefðu jafnvel gefíð í skyn að þeir myndu ekki afvopnast fyrr en ný stjórn hefði starfað í tvo mánuði. „Það þýðir að stríðið myndi halda áfram. Öll orka landsmanna færi í að bijóta kontrana á bak aftur í eitt skipti fyrir öll,“ sagði Ortega. Hann bætti við að þetta ætti þó ekki að vera nauðsynlegt þar sem Bandaríkjastjórn gæti stöðvað allar birgðaflutninga til kontraliða. George Bush Banda- ríkjaforseti sagði á fímmtudag að hann væri að reyna að telja skæru- liðana á að leggja niður vopn og kvaðst fullviss um að stríðinu myndi senn ljúka. Ortega sagði fýrr á fimmtudag að ósigur hans í kosningunum merkti að Bandaríkjastjórn hefði tekist að bera sigurorð af sandinist- um með efnahagslegum refsiað- gerðum sínum og með stuðningi kontra-skæruliða. Vegna þessa þrýstings hefðu kosningarnar ekki verið algjörlega fijálsar og lýðræðis- legar. Stjórn sandinista myndi þó viðurkenna úrslit þeirra. Kontraliðar sögðu í fyrradag að íjölmargir hermenn í stjórnarhern- um hefðu gerst liðhlaupar og til átaka hefði komið á milli þeirra og stjórnarhermanna í norðurhluta landsins. „Þetta sýnir að. margir hermannanna styðja ekki her sandinista. Þeir voru neyddir til að ganga í herinn og nú þegar Ortega hefur beðið ósigur vilja þeir ekki vera í honum lengur," sagði tals- maður þeirra, Alejandro Acevedo. Bandaríkjamenn uggandi vegna fjármálaveldis Japana: Skortur á sjálfsgagnrýni eða ógnvekjandi yfírráðasteftia? Í Bandaríkjunum nýtur sú skoðun vaxandi fylgis að landsmenn standi frammi fyrir nýrri ógnun; fjármálaveldi Japana og þeim ásetningi þeirra að ná heimsyfirráðum á efiiahagssviðinu. Margir hafa þó orðið til að mótmæla þessu sjónarmiði með þeim rökum að vandinn felist ekki í ævintýralegum fjárfestingum Japana er- lendis og hamslausum útflutningi þeirra á tæknivarningi ýmsum heldur sé frumkvæðisleysi Bandaríkjamanna og óreiða á vettvangi efnahagsmála helsta ástæðan. Raunar er það engin nýjung að í Bandaríkjunum hafí menn áhyggjur af uppgangi Japana. Raddir þessar tóku að heyrast fyrir um tíu árum. En á undanf- örnum mánuðum er eins og Bandaríkjamönnum hafi skyndi- lega orðið ljóst að þeir standa nú höllum fæti gagnvart Japönum á ýmsum sviðum. Alltjent hafa Japanir náð frumkvæði á ýmsum sviðum framleiðslu ekki síst • á hátæknisviðinu, hagvöxtur er meiri þar í landi en í Bandaríkjun- um og Ijárfestingamar gríðarleg- ar. Skoðanakannir hafa leitt í ljós að alþýða manna vestra hefur alvarlegar efasemdir um heillindi Japana. Engin þeirra þjóða sem teljast-«til bandamanna Banda- ríkjanna nýtur minna trausts og viðskiptahallinn gagnvart Japan, sem svarar nú til 50 milljarða Bandaríkjadala, hefur ekki orðið til þess að auka vinsældir þeirra í vesturheimi. Nýlendusteftia? Ef til vill hefur enginn einn atburður haft jafn mótandi áhrif á viðhorf manna hvað þetta varðar og er japanskt fyrirtæki keypti Rockefeller Centre í New York, tákn frumkvæðis, atorku og kapít- alisma í Bandaríkjunum. Almenn- ingi þótti sýnt að Japanir hygðust kaupa Bandaríkin. Stjómmála- menn, sem margir eru á atkvæða- veiðum og kaupsýslumenn full- yrða í ræðu og riti að Bandaríkin séu að verða japönsk nýlenda. Margir óttast að í kjölfar gífur- legra fjárfestinga sigli aukin áhrif Japana í bandarískum stjómmál•• um og vísa í því samhengi til fjár- sterkra hagsmunahópa og lau- naðra útsendara þeirra. Margir em þó þeirrar skoðunar að hér sé. á ferðinni ástæðulaus svartsýni og bent hefur verið á að það sé í besta falli vafasamt framferði að leitast við að sann- færa bandaríska alþýðu um rétt- mæti þess að leggja hatur á Jap- ani og allt það sem japanskt er. Að auki geti þetta viðhorf af sér ákveðna sjálfsblekkingu; menn gleymi að huga að því sem úr- skeiðis hafi farið í Bandaríkjunum. Auka þurfí spamað og fjárfesting- ar og fráleitt sé að ætlast til þess að Japanir fari eftir þeim reglum sem Bandaríkjamenn ákvarði um fyrirkomulag utanríkisviðskipta og jöfnuð á þeim vettvangi. Þá hafí stöðnun ríkt á sviði iðnfram- leiðslu í Bandaríkjunum undanfar- inn áratug. Fáfræði og rangar ályktanir í forystugrein í nýjasta hefti tímaritsins The Economist er tekið undir þetta sjónarmið. Raunar fullyrðir blaðið að fáfræði móti einkum viðhorf manna til japanska efnahagsundursins og því hljóti ályktanimar að reynast rangar. Þannig hafí það komið fram í skoðanakönnunum að 48% Banda- ríkjamanna telji að efnahagsum- svif Japana séu meiri en umsvif Bandaríkjamanna. Raunin sé hins vegar sú að þjóðarframleiðsla Japana sé aðeins tæpur helmingur þess sem Bandaríkjamenn fram- leiði. Meðaltekjur bandarískra launþega séu mun hærri en í Japan. Það sé að vísu rétt að framleiðni hafí stóraukist í Japan og fraihfarir á því sviði hafi verið örari en í Bandaríkjunum. Enn hafí Bandaríkjamenn þó umtal- svert forskot. Hlutur Bandaríkjamanna íy heimsframleiðslunni hafí verið um 50% á fímmta áratugnum en sé 23% nú um stundir. Þessi saman- burður sé þó villandi þar sem iðnframleiðsla hafi verið í rúst á þessum tíma bæði í ríkjum Evrópu og Asíu. Staðreyndin sé hins vegar sú að hlutur Bandaríkjanna í efnahagsumsvifum ríkja heim hafí aðeins dregist saman um fímm prósent á síðustu 25 árum. Almennt er niðurstaða The Ec- onomist sú að Japanir og fleiri ríki hafí sótt í sig veðrið en Banda- ríkin séu þó enn öflugasta risa- veldið, jafnt á efnahags- sem hernaðarsviðinu. Byggt á Reuter og The Econ- omist. Daniel Ortega, leiðtogi sandinista í Nicaragua: Kontra-liðar ógna friðarvonum Manamia. Reuter. * Managua. Reuter. DANIEL Ortega, forseti Nicaragua, fór á fimmtudag hörðum orðum um kontra-skæruliða og sagði að með því að neita að afvopnast gætu þeir valdið því að tækifæri til að koma á friði og stöðugleika í landinu færi forgörðum. Ortega sagði að sandinistar væru hlutverki í stjómarandstöðu þegar reiðubúnir að gegna lýðræðislegu sigurvegarar kosninganna sl. sunnudag taka við völdunum 25. apríl. „Við Nicaraguamenn eigum stutt í það að ná nægum stöðug- leika til að geta unnið saman með það að markmiði að leiða land okkar úr þeirri eyðileggingu sem Bandaríkjastjóm hefur með stefnu sinni leitt yfír það,“ sagði hann á fundi hjá blaðamannasamtökum Nicaragua. „En hætta er á að það takist ekki þar sem kontra-liðar vilja hvergi hvika frá afstöðu sinni,“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.