Morgunblaðið - 03.03.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.03.1990, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR '3. MARZ 1990 Guðríður Halldórs- dóttír - Minning Fædd 12. desember 1899 Dáin 24. febrúar 1990 Elskuleg amma mín er kvödd frá Borgameskirkju í dag. Hún fæddist á Kjalvararstöðum í Reykhöltsdal 12. desember 1899, þriðja í röðinni af 10 bömum hjón- anna Guðnýjar Þorsteinsdóttur og Halldórs Þórðarsonar. Amma ólst upp á Kjalvararstöðum, en fór ung til vinnu á ýmsum stöðum, svo sem Hvítárbakkaskóla, Gistihúsinu í Borgamesi og víðar. 6. nóvember 1931 giftist amma Sumarliða Sigmundssyni frá Gróf í Reykholtsdal. Hann var sonur Val- gerðar Gísladóttur og Sigmundar Þorsteinssonar. Afi lést 9. júlí 1982. Þau amma og afi byrjuðu búskap að Bjargi hér í Borgamesi 1932, byggðu síðan húsið að Borgarbraut 67, Borgarnesi, og bjuggu þar þangað til þau fóru á Dvalarheimili aldraðra í Borgamesi. Mikið var alltaf gott að koma til og vera hjá ömmu og afa. Þau vom einstaklega gestrisin og alltaf var mikill gestagangur, þá einkum fólk úr Reykholtsdalnum eða fólk ættað þaðan. Áttu amma og afi mjög sterkar taugar til Reykholtsdalsins, sem þeim fannst dala fegurstur. Alltaf hafði amma nógan tíma fyrir okkur krakkana og kenndi okkur margt, eins og að ptjóna, kvæði og ljóð og sagði okkur ótal sögur. Amma átti því láni að fagna að vera heilsuhraust og ríkulegum gáfum gædd. Hún eignaðist þijá syni; Aðalstein Bjömsson, hann andaðist 31. júlí 1984, var kvæntur Margréti Helgadóttur, þau áttu fjögur böm; Sigfús Sumarliðason, kvæntur Heígu Guðmarsdóttur, þau eiga tvö böm; og Gísla Sumarliða- son, kvæntur Elsu Ambergsdóttur, þau eiga tvo syni. Það væri gott að hafa þá eigin- leika sem amma hafði að vera allt- af ánægð með hlutskipti sitt, þó oft blési á móti og þykja vænt um allt og alla og geta alltaf lagað sig að aðstæðum. Hún var dugleg og myndarleg, bæði við matargerð og hannyrðir. Hún lést á sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 24. febrúar síðastlið- inn. Elsku amma mín var alltaf svo góð. Ég þakka henni fyrir allt og allt. Við kveðjum hana með söknuði. Guðríður Hlíf og fjölskylda. Árið 1925 eignaðist Guðríður son, Aðalstein Bjömsson, bifreiðar- stjóra, en hann lést langt um aldur fram 1984. Var hann kvæntur Margréti Helgadóttur. 6. nóvember 1931 giftist Guðríður Sumarliða Sigmundssyni frá Gróf í Reykholts- dal. Hjónaband þeirra var farsælt. Þau virtu hvort annað og sambúðin var góð. Eignuðust þau tvo syni, Sigfús fulltrúa í Sparisjóði Mýra- sýslu, kvæntur undirritaðri, og Gísla, skrifstofumann hjá Bygg- ingafélaginu Borg. Er hann kvænt- ur Elsu Arnbergsdóttur. Bama- bömin em 8 en bamabamabömin 20. Guðríður og Sumarliði bjuggu lengst af á Borgarbraut 67 í Borg- amesi. Þangað vom allir velkomnir á hvaða tíma sem var. Sjaldan kom maður þar að ekki væra þar fyrir fleiri eða færri gestkomandi, enda mætti gestum elskulegt viðmót húsráðenda. Mér verður ætíð minn- isstætt þetta heimili vegna þess friðar og mannkærleika sem þar ríkti. Er aldurinn færðist yfír þau fluttu þau á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi, þar sem þau nutu góðrar umönnunar og er mér ljúft að þakka það. Þegar mér verður hugsað til þess að böm framtíðarinnar alist upp án þess að kynnast nokkum tíma náið afa sínum og ömmu minnist ég tengdaforeldra minna, sem alla tíð hafa sinnt bamabörnum sínum af mikilli nærgætni og ástúð. Þau lásu fyrir þau, kenndu þeim vísur og síðast en ekki síst að umgang- ast dýr og virða landið sitt. Að eiga Guðríði og Sumarliða að ömmu og afa og hafa samskipti við þau em forréttindi og bamabörnunum dýr- mæt minning. Snyrtimennska og vandvirkni einkenndi öll störf Guðríðar, hvort heldur var á heimilinu eða við ræst- ingar, sem hún vann við í mörg ár. Þá var hún og ósérhlífín félagi í Kvenfélagi Borgamess. Ófáir vom sokkamir og vettling- arnir sem barnabömin og fleiri böm fengu frá Guðríði og dúkar sem hún heklaði prýða mörg heimili. Allt var þetta sérlega vel unnið. Með Guðríði er gengin góð og gagnmerk kona. Hún var ein þess- ara sterku stofna sem byggðu upp í kyrrþey þá þjóð, sem hinir yngri tóku í arf og ef við vinnum störf okkar eins og hún gerði, þá er vel. Hún gerði engar kröfur til lífsins sjálfri sér til handa, en hugsaði fyrst og fremst um aðra. Tengdamóður mína kveð ég með þakkiæti og virðingu. Blessuð sé minning hennar. Helga Guðmars. 24. febrúar síðastliðinn Iést föð- ursystir mín, Guðríður Halidórs- dóttir, eftir skamma legu á sjúkra- húsinu á Akranesi. Guðríður fædd- ist 12. desember árið 1899 á Kjal- vararstöðum í Reykholtsdal. Hún var því á 91. aldursári þegar hún lést. Ég man fyrst eftir Guðríði frænku minni skömmu eftir 1950 en þá hefur hún verið á sextugs- aldri. Hún bjó þá og síðar ásamt manni sínum, Sumarliða, í litlu hvítu húsi í útjaðri Borgarness. Við systumar fómm á þeim ámm á hveiju sumri í sveit vestur á Snæ- fellsnes. Áætlunarbíllinn sem við ferðuðumst með áði í Borgarnesi og fór fram hjá húsinu hennar Guðríðar. Það vom hátíðisdagar þegar við fengum að heimsækja Guðríði á meðan hinir farþegamir dmkku kaffíð sitt á hótelinu. Þá vom töfraðar fram ijómatertur og annað góðgæti á ótrúlega skömm- um tíma. Ef Sumarliði var heima gat hann ævinlega gert að gamni sínu og séð um að allir skemmtu sér. Stundum vomm við í fylgd með pabba og mömmu, en á þeim ámm vom fjölskyldubílar sjaldgæfir og fjölskylduferðalög um sveitir lands- ins því afar fátíð. En þá gafst tæki- færi til þess að dvelja lengur og rannsaka umhverfíð sem okkur systrum þótti mjög ævintýralegt. Holtin og borgimar vom full af alls kyns furðum, eða það fannst mér að minnsta kosti þá. Mér er ein heimsókn sérstaklega minnis- stæð. Þá vomm við sendar með mjólkurbílnum vestan af Snæfells- nesi suður í Borgames. Halldór afí átti áttræðisafmæli og við áttum að bíða hjá Guðríði þangað til for- eldrar okkar kæmu að sækja okkur til þess að fara upp að Kjalvarar- stöðum. Þar tók síðan við eitt sam- fellt ævintýri með frændsystkinum okkar í sólgylltum Reykholtsdaln- um. Ekki var síður hátíðarbragur yfír heimsóknum Guðríðar frænku til foreldra minna í Reykjavík en þær voru því miður allt of fáar. Nú er búið að reisa elliheimili og tjaldstæði á túninu þeirra Guðríðar og Sumarliða og selja litla húsið vandalausum. En í hvert skipti sem ég ek þar fram hjá koma minning- amar fram í hugann. Það er vegna þess að reisn var yfír húsráðendum og yfír þeim ríkti heiðríkja. Guðríð- ur var líka svo einstaklega elskuleg og hjálpfús og vildi öllum vel. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka henni alla þá elskusemi sem hún sýndi foreldmm mínum og okkur systranum. Ég vil einnig votta sonum hennar, tengdadætmm og bamabömum samúð mína. En ég veit að þau gleðjast um leið yfír þeirri gæfu að hafa átt slíka konu að sem Guðríður var. Sigrún Helgadóttir Þeim fækkar nú óðum sem slitu bamsskónum í upphafí þessarar aldar og bám hitann og þungann af uppeldi þeirrar kynslóðar sem nú er í eldlínunni. Þegar Guðríður Halldórsdóttir fæddist lifði aðeins örlítill hluti síðustu aldar þannig að hún óx upp með tuttugustu öldinni sem síðan varð umgjörðin um ævistarf henn- ar. Guðríður fæddist á Kjalvarar- stöðum í Reykholtsdal og var þriðja bam þeirra Halldórs Þórðarsonar frá Skáneyjarkoti og konu hans Guðnýjar Þorsteinsdóttur frá Gróf, Böm þeirra áttu síðar eftir að verða tíu talsins. Á þessum árum þótti ekki tiltökumál þótt ómegð bama væri mikil á heimilum. Atvinnulíf hafði ekki breyst um aldir svo nokkm næmi, mannshöndin gerði það sem gera þurfti. Bömin byijuðu þátttöku í at- vinnulífínu strax og þau gátu, ann- að gekk ekki á alþýðuheimilum þessa lands á þessum tíma. Við þessi skilyrði ólst Guðríður upp og sennilegt verður að telja að margt handtakið hafi hún átt við umönnun og uppeldi yngri systkina sinna auk annarra verka. Þrátt fyr- ir að vinnudagur væri langur hafði unga fólkið í árdaga þessarar aldar tíma til að gera sér dagamun. Ungmennafélag var stofnað í Reykhoitsdalnum árið 1908 sem hélt uppi félags- og menningarlífi til aukins þroska og skemmtunar. Ein af systmm Guðríðar hefur lýst fyrir mér dansæfíngum sem fram fóm í fjárhúsunum þar sem gömlu dansarnir vom æfðir af kappi. Eins var stundum gengið á dansleiki og það langar leiðir. Ég minnist frásagnar af ferð að Braut- artungu í Lundareykjadal þar sem fara þarf yfír tvo hálsa og vaða nokkrar ár. Slík ferð spannaði tímann frá kvöldmjöltum til morg- unmjalta. Fram að þessum tíma var torf. og gijót aðalbyggingarefni á Islandi og var íbúðarhúsið á Kjalvararstöð- um engin undantekning þar frá. Erfítt hefur sjálfsagt verið að halda hita í slíkum húsum og hreinlæti líklega ekki sem skildi þrátt fyrir góðan vilja. Þótt konur eignuðust oft mörg böm á þessum tíma var ungbarna- dauði mikill svo stundum komust fá eða engin til fullorðinsára. Á Kjalvararstöðum gekk þetta vel en þó misstu Halldór og Guðný einn dreng nýfæddan í janúar 1908 og líklega hægt að kenna köldu ár- ferði og köldum húsakynnum þar um. Til að varpa betra ljósi á get ég haft eftir systur Guðríðar: „Á vet- uma vomm við bömin látin vera allan daginn undir sæng til að veij- ast kuldanum. Stundum stalst Bjami bróðir undan sænginni til að renna sér fótskriðu á svellinu á baðstofugólfinu." Sá aldarspegill sem ég hef reynt að draga hér upp sýnir okkur mynd mjög frábmgðna því sem blasir við í dag svo hröð hefur þróunin verið á nfutíu ámm. Þessa þróun hefur Guðríður upplifað og verið hluti af á sinni löngu ævi. Guðríður dvaldi í foreldrahúsum til fullorðinsára en 6. nóvember 1931 giftist hún frænda sínum Sumarliða Sigmundssyni frá Gróf í Reykholtsdal fæddum 25. október 1904. Þau byijuðu sinn búskap í Reyk- holtsdalnum en fluttu fljótlega í Borgames sem þá var vaxandi kauptún með verzlun og þjónustu fyrir sveitir í Mýra- og Borgarfjarð- arsýslum. Þar byggði Sumarliði hús yfír fjölskyldu sína sem var þeirra heimili í 40 ár eða til ársins 1979 er þau fluttu á Dvalarheimili aldr- aðra í Borgarnesi sem hafði risið af gmnni við hliðina á húsi þeirra. Sumarliðahús við Borgarbraut var viðkomustaður margra úr sveitum Mýra- og Borgarfjarðarsýslu í Borgarnesferðum. Þar réði gestrisni og góðvild hús- Þegar lífsorkan fjarar út smá saman svo mánuðum og jafnvel ámm skiptir, og allir sem unna standa magnþrota í ástúð sinni og ómældri þrá eftir að geta hjálpað, verður dauðinn að líknandi engli. Þetta em ef til vill ósættanlegar andstæður en þannig horfðu þessi mál við mér þegar ég kom að sjúkrabeði tengdamóður minnar, Guðríðar Halldórsdóttur. Hún var fædd 12. desember 1899, ein af 10 bömum sæmdarhjónanna Guðnýjar Þorsteinsdóttur og Halldórs Þórðar- sonar, bónda á Kjalvararstöðum í Reykholtsdal. Em þau systkin nú öll látin nema Aðalgeir, sem býr á Akranesi, kvæntur Ónnu Guðjóns- dóttur. Votta ég þeim samúð mína. Er af þeim systkinum öllum kominn stór hópur mikils dugnaðarfólks. Leiðir okkar Guðríðar lágu fyrst saman fyrir nærri 37 ámm, þegar ég kom á heimili hennar sem verð- andi tengdadóttir. Hef ég alltaf fundið og ekki síst nú að það er mér mikil gæfa að hafa kynnst henni. Eiginleikar Guðríðar vom slíkir að það hlaut að laða fram það besta í fari annarra er vom samvistum við hana. Henni var lagið að hafa bætandi áhrif á alla án orða, án hávaða, með sínu stillta og ljúfa viðmóti. Höfum við öli og þá ekki síst bamabörnin notið þess. Hún var mjög hlédræg kona, til- litssöm, mild og hleypidómalaus og gætti þess ætíð að særa ekki tilfínn- ingar annarra. Nú um helgina flytur Verð frá Armúla 7............... Þökkum viðskiptin á gamla staðnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.