Morgunblaðið - 03.03.1990, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 03.03.1990, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3, MARZ 1990 33 Minning: Guðrún Dagbjarts- dóttir, Grindavík Fædd 24. mars 1913 Dáin 22. febrúar 1990 Það var erfitt að greiða úr þeim tilfinningum sem sóttu að mér þeg- ar móðir mín tjáði mér að nú væri hún Gunna systir hennar látin. Hún var búin að vera svo lengi að beij- ast við sinn sjúkdóm. Okkur var öllum orðið ljóst að hún fengi ekki bata. Ég er glöð yfir því að hún er laus við sínar þjáningar og hefur öðlast frelsi inní eilífðina. Örugg og sæl hjá Drottni vorum. En svo er það þessi sári söknuður sem hristir mann allan. Þessi djúpa sorg sem fyllir mann þegar kona sem maður elskar er ekki lengur í holdi meðal okkar. Ég mun alltaf sakna Gunnu frænku því hún átti svo stóran hlut í hjarta mínu. Hún kom mér ekki aðeins í ömmu stað, heldur líka sem vinkona og ráðgjafi. „Mundu að gera alla hluti vel,“ var eitt af því sem hún sagði mér. Það var alltaf gaman að líta við hjá henni, hún var svo skemmtileg og auðvelt að tala við hana þótt hún hefði sínar skoðanir á hreinu. Ég er viss um að þau fyrir handan gleðjast jafn mikið yfir hennar félagsskap og við gerðum hér á jörðinni. Ég vil votta öllum sem hana elska mínar dýpstu samúðarkveðjur. Sér- staklega hennar allra nánustu. Megi Guð gefa ykkur styrk til að sætta ykkur við það sem við fáum ekki breytt. Guð hið ytra, Guð í mér, ég efa ei tilvist þína hér hvar sem ég lít og áður leit ásjónu Guðs ég sé og veit að ég er miðill augna þinna. Svo í uppskeru ára minna sáðmaður sjálfur fræ Guðs í mér sjálf Guðs að verða, eign hans er. (Ur „Rýnasteinar") Díana Von Ancken í dag verður lögð til hinstu hvíldar kær móðursystir mín Guð- rún Dagbjartsdóttir. Það er skammt stórra högga í milli. Fyrir rúmum tveim mánuðum lést systir hennar Valbjört Dag- bjartsdóttir Green vestur í Banda- ríkjunum. Guðrún var fædd í Velli í Grfnda- vík, dóttir sæmdarhjónanna Val- gerðar Guðmundsdóttur frá Klöpp og Dagbjartar Einarssonar útvegs- bónda frá Garðhúsum. Árið 1925 urðu miklar náttúruhamfarir í Grindavík og flóð gjöreyðilagði húsakost á Velli, sem var neðarlega í þorpinu. Þá var hafist handa við að byggja nýtt hús, stórt og glæsi- legt, enda börnin orðin níu, en yngsta dóttirin fæddist árið 1926, sama ár og flutt var í nýja húsið sem nefnt var Ásgarður og hafa öll systkinin, 8 dætur og tveir syn- ir, jafnan verið kennd við það hús. Guðrún bjó í heimahúsum þar til faðir hennar lézt árið 1944, einnig eftir að maki hennar kom til sög- unnar, en hann er Gísli Jóhannsson sjómaður og netagerðarmaður, hann lifir konu sína. Eftir það byggðu Guðrún og Gísli sér myndarlegt hús og ekkert þótti sjálfsagðara en að Valgerður móðir hennar fengi þar stórt herbergi til umráða, en hún andaðist árið 1967. Guðrún frænka mín var lista- kokkur af guðsnáð, eins og reyndar allar systurnar frá Ásgarði. Hún hefði getað stjómað eldhúsi á fjög- urra stjörnu hóteli, jafnvel á nútíma mælikvarða. Ég var svo lánsöm að fá að vera hjá afa og ömmu á sumrin. Þá var Gunna að mestu leyti tekin við stjórn á hinu stóra heimili og ég gleymi aldrei góðu kökunum henn- ar. Það var oft líf í tuskunum í Ás- garði. Alltaf nóg að starfa. Gunna hafði gott lag á að láta okkur Biyndísi yngstu systurina og mig hjálpa til, þetta var eins og besti húsmæðraskóli. Það var fjölbreytni í starfinu. Eftir að búið var að þvo þvottinn vorum við sendar með hann niður að gjá til að skola hann. Við fórum í mosahraun, sem kallað var, en mosinn var notaður þurrkað- ur sem eldsmatur, við skárum gras, reyttum arfa, rökuðum og að sjálf- sögðu vöskuðum við oftast nær upp og þvoðum gólfin. Það er mjög gaman fyrir ungl- inga að vera á svona stóru heimili og taka þátt í'öllu sem er að ger- ast, bæði í starfi og leik. Þegar tími var til var alltaf einhver til í að spila við mann enda ekkert sjónvarp komið til sögunnar. Ég elskaði þessa stóru fjölskyldu, sem öll bjó undir sama þaki í sátt og samlyndi. Ekkert mál, þótt bætt- ust við tengdasynir, tengdadætur og barnabörn. Nei, nei, það var bara þrengt að sér og Gunna Minning: Anna Hjartardóttir, Geirmundarstöðum Fædd 9. september 1907 Dáin 19. febrúar 1990 Mig langar með nokkrum orðum að minnast Önnu á Geirmundar- stöðum í Sæmundarhlíð í Skaga- fírði, fóstru minnar frá sex ára aldri til fermingar. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Sauð- árkróks 19. febrúar sl. eftirtæplega árs dvöl þar og erfið veikindi. Anna var fædd í Þrastastaða- gerði á Höfðaströnd 9. september 1907. Foreldrar hennar voru hjónin Jónína Margrét Gísladóttir og Hjörtur Ólafsson. Hun var næstelst fímm systkina, sem öU eru látin, nema yngsta systirin, Ásta. Anna giftist árið 1931 Valtý Sigurðssyni frá Litlu-Gröf á Langholti og hófu þau búskap á Geirmundarstöðum sama ár. Þar bjuggu þau til ársins 1977, er þau fluttu til Sauðárkróks og keyptu sér þar íbúð á Víðigrund 6. Valtýr lést 29. desember 1982, rúmlega áttræður að aldri. Anna bjó áfram í íbúð sinni þar til hún fékk heilablóðfall á sl. ári. Anna og Valtýr eignuðust tvo syni. Eru þeir Gunnlaugur Sigurð- ur, bifreiðastjóri, Kópavogi, kvænt- ur Jóhönnu Haraldsdóttur og eiga þau þijá syni, og Hjörtur Geirmund- ur, hljómlistarmaður og skrifstofu- maður hjá Kaupfélagi Skagfirð- inga, kvæntur Mínervu Björnsdótt- ur og eiga þau tvo syni. Þau Anna og Valtýr bjuggu góðu búi á Geirmundarstöðum og voru vinsæl og vel metin í sinni sveit. Bæði tóku þau virkan þátt í sönglífi Skagfirðinga í hinum ýmsu kórum. Oft var gestkvæmt á heimili þeirra og glatt á hjalla. Eg sem þessar línur rita kom að Geirmundarstöðum sex ára gömul og stóð í fyrstu ekki til að ég dveldi þar lengi, en árin urðu alls sjö. Þau hjónin tóku mér sem dóttur og gerðu ekki upp á milli mín og sonar- ins, Gunnlaugs, sem var jafnaldri minn. Síðar fæddist svo Geirmund- ur, sem var tíu árum yngri. Anna á Geirmundarstöðum var glæsileg kona og sópaði að henni hvar sem hún fór. Hún var mikil búkona og dugnaðarforkur að hveiju sem hún gekk. Fljót var hún jafnan að rétta hjálparhönd, ef ein- hver þurfti þess með og munu margir minnast hennar með þakk- Iæti og virðingu. Mörg börn og unglingar nutu umhyggju hennar um lengri eða skemmri tíma. Ég hef margs að minnast frá þessum árum og mörg störfin kenndi hún mér, sem að gagni komu síðar í lífinu. Eftir að ég flutti úr Skagafirði og í annan landshluta urðu sam- skiptin minni, en aldrei kom ég svo í heimsókn til Skagafjarðar að ég kæmi ekki við hjá Ónnu. Tók hún frænka lét aðeins meira í pottinn. Árið 1937 eignuðust Gunna og Gísli lítinn sólargeisla, en það er einkadóttirin Valgerður. Það er ein- stakt lán að eignast eitt barn og það hljóti í vöggugjöf alla bestu eiginleika foreldra sinna. Valgerður er gift miklum sóma- tnanni úr Grímsey, Willard Fiske Ólasyni, skipstjóra og útgerðar- manni í Grindavík, það er mikið jafnræði með þeim hjónum og hefði Guðrúnu og Gísia ekki þótt vænna um hann, þótt hefði hann verið þeirra eigin sonur og ég veit að það hefur verið gagnkvæmt. Barnabörnin eru þijú og þau hafa verið daglegir gestir á heimili afa og ömmu, ekki af skyldurækni, heldur þótti þeim það vera þeirra annað heimili og mikil væntum- þykja á báða bóga. Barnabarna- börnin eru tvö. Við minnumst öll fjölskyldan sterks persónuleika, sem kvartaði aldrei, en var þakklát fyrir allt það góða, sem lífið hafði veitt henni. Blessuð sé minning hennar. Erla Wigelund Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. (V. Briem) í dag, laugardaginn 3. mars, verður elsku amma okkar, Guðrún Dagbjartsdóttir jarðsungin. Okkur Iangar að minnast hennar með fáum orðum. Það er erfitt að hugsa til þess að hún amma sé ekki lengur á meðal okkar. Að hún sé nú horfin yfir móðuna miklu, þar sem hennar hefur eflaust beðið annað hlutverk. jafnan á móti mér og fjölskyldu minni sem sinni eigin. Á sl. hausti heimsóttum við hjónin hana á Sjúkrahúsið á Sauðárkróki. Hafði hún þá fulla rænu en gat ekki tjáð sig með orðum. Allt fas hennar lýsti vinsemd og hlýju sem jafnan áður. Mun ég jafnan minnast þessarar mætu konu með þakklæti og virð- ingu. Ég og fjölskylda mín sendum sonum hennar og fjölskyldum þeirra innilegustu samúðarkveðjur. Hrafnhildur S. Jónsdóttir Þrátt fyrir sín löngu og erfiðu veik- indi, sem amma barðist við af ógleymanlegri hörku og dugnaði, tók hún alltaf þátt í því sem um var að vera í kringum hana. Hún skipaði stóran sess í lífí okkar systk- inanna. Heimili hennar og afa var sem okkar annað heimili og ósjald- ' an fórum við þaðan án þess að þiggja eitthvað af þeirra hendi, því bæði var amma einstaklega gestris- in og gjafmild. Henni var mjög umhugað um velferð okkar og þau voru ófá heilræðin sem hún gaf okkur, og eigum við eflaust eftir að búa að þeim það sem eftir er. Uppáhalds tómstundagaman ömmu var að spila á spil. Þau voru mörg skiptin sem við komum á Ásabrautina til hennar og tókum í spil. Meðan heilsan leyfði sótti hún félagsvist á hveiju sunnudagskvöldi og ósjaldan kom hún heim með verðlaun þar sem hún var slungin spilakona. Hún gerði líka mikið af því að pijóna áyngri fjölskyldumeð- limina. Það er sárt að kveðja og söknuðurinn sem fyllir hjörtu okkar er mikill. En við vitum það að amma er á góðum stað og hún er með okkur þó að á annan hátt sé en áður. Elsku ömmu þökkum við sam- fylgdina og allar þær góðu stundir sem við áttum með henni. Starfs- fólki lungnadeiidar Vífilsstaðaspít- ala þökkum við fyrir einstaklega góða aðhlynningu og hlýhug í garð ömmu okkar. Elsku afi, Guð styrki þig og styðji í sorg þinni. Far þú i friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Gísli, Daddi og Guðrún t Ástkær eiginkona mín, móðir og fósturmóðir, KATRÍN SIGRÚN ÁRNADÓTTIR, Smáratúni, Vatnsleysuströnd, verður jarðsungin frá Kálfatjarnarkirkju laugardaginn 3. mars kl 13.30 Guðbergur Sigursteinsson, Ágúst Þór Guðbergsson, Steinar Smári Guðbergsson, Magnús ívar Guðbergsson, Guðfinna Guðmundsdóttir. t Einkasonur okkar, KJARTAN, lést af slysförum hinn 13. febrúar. Útförin fór fram í Bagsværd, heimabæ hans á Kaupmannahafnarsvæðinu, 20. febrúar. Helga og Richardt Ryel. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför BJARNEYJAR FRIÐRIKSDÓTTUR, Marargötu 1, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks öldrunarlækningadeildar Landspít- alans Hátúni 10b, 4. hæð og deildar 14G, Landspítalanum fyrir alla umönnun. Sigurður Páll Sigurjónsson og fjölskylda

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.