Morgunblaðið - 03.03.1990, Blaðsíða 35
fclk í
fréttum
FORSETAFERÐ
Vaclav Havel í Moskvu
Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvakíu, var í Moskvu á dögun-
um þar sem hann ræddi við Míkhaíl Gorbatsjov, leiðtoga
sovéska kommúnistaflokksins. Ferðin til Moskvu reyndist sögu-
leg því samkomulag náðist um að herafli Sovétmanna í Tékkó-
slóvakíu yrði kallaður heim á næsta ári en líkt og alkunna
er voru sovéskir hermenn í broddi fylkingar er hersveitir Var-
sjárbandalagsins réðtist inn í landið árið 1968. En nú þýtur
öðruvísi í ijöllunum í Sovétríkjunum og núverandi ráðamenn
hafa fordæmt innrásina. Þeir Havel og Gorbatsjov uridirrituðu
jafnframt sérstaka yfirlýsingu um að framvegis yrðu sam-
skipti ríkjanna á jafnréttisgrundvelli. Myndin var tekin er
Havel fór í gönguferð um miðborg Moskvu og skoðaði m.a.
Rauða torgið en í bakgrunni gnæfir ein stórbrotnasta bygging
borgarinnar, kirkja heilags Basils.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Furðubúningar barnanna settu svip á bæjarlífið á öskudag. Tunnunni gefið gott högg.
ÖSKUDAGUR
Litríkir búningar settu svip á bæinn
Börnin sjá um að öskudagurinn Það er orðin venja að slá köttinn ur í öskjunni þegar góðgætið kom
verði æ litríkari með hveiju úr tunnunni á bílastæðinu framan í ljós.
árinu og þau settu svip sinn á við Hótel Selfoss. Síðar um daginn dönsuðu böm-
bæjarlífið á Selfossi á öskudag Að vanda dundu höggin á tunn- in á grímuballi og luku þannig
með litskrúðugum búningum og unum þar til þær gáfu sig og þá kærkomnum frídegi.
söng í verslunum og á stofnunum. var nú heldur en ekki handagang- — Sig. Jóns.
FEGURÐ
Ljósmyndafyrirsæta ársins 1 Ameríku
Þessi prýðilega föngulega stúlka, Staci Meyer, frá bænum Fairfax í
Virginíu-ríki var nú í vikunni kjörin ljósmyndafyrirsæta ársins í
Bandaríkjunum. Keppnin fór fram í Las Vegas en þar verður „ungfrú
Ameríka“ krýnd þann 5. næsta mánaðar. Staci, sem er 24 ára, hefur
áhuga á almannatengslum og kínverskri matseld og talar reiprennandi
ensku auk þess sem hún hefur sótt námskeið í vélritun og hugleiðslu.
Draumaprinsinn er síðhærður, ekur um á gömlum evrópskum bíl og hef-
ur áhuga á ferðalögum og samkvæmisdönsum.
Opnum í dag
MARKAÐS
á Laugavegf25r^
Mjög gott úrval af góðum fatnaði. Herramittisjakkar.........frákr. 100
Annað eins verð hefur ekki sést lengi. Dömupils.................frá kr. 100
100 krónurnar í fullu verðgildi, eins Leðurskór..................frákr. 100
og eftirfarandi dæmi sýna: Skyrtur...................frákr. 100
Opið daglega frá kl. 10 til 18.
Laugardaga frá kl. 10 til 14.
MARKAÐS-TORGIÐ