Morgunblaðið - 03.03.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.03.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARZ 1990 % ©1989 Universal Press Syndicate þoS litur Út -fyrirgott vo&ur á. morgurt. * Ast er ... . . . að sjá til þess að henni verði ekki kalt. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved ° 1990 Los Angeles Times Syndicate Fara til Ítalíu? Nei, maður- inn minn vill ekki einu sinni finna lyktina af pizzu. Með morgimkaffinu Annað hvort er kominn upp skógareldur eða það liggja fyrir mig skilaboð heima frá konunni. Vinnum aflann sjálfir Til Velvakanda. Það hefur farið mjög í vöxt á undanfömum árum að fiskur hefur verið fluttur út óunninn í gámum og sennilega er það algengara en áður að skip sigli með afla. Þetta er óheilla þróun og hefur mikið dregið úr at- vinnu hér fyrir bragðið. Þarna hefur ekki verið stjómað nógu vel. Það gefur auga leið að hægt er að auka verðmæti fisksins mikið með því að vinna hann rétt og þjóðin tapar mill- jörðum króna á þessum útflutningi. Þá er það hneyksli hversu mikið er kastað af undirmálsfiski. Þetta er líka mest þeirra sök sem stjóma í landi. Það ætti að landa öllum fiski sem veiðist og reyna að vinna hann eftir föngum. R.G. Of stór yfirbygging Til Velvakanda. Það er greinilegt að alþingismenn og ráðherrar sjái sjálfir vel um sín mál - þurfa ekki einu sinni að greiða skatta af sínum fríðindum hvað þá meir. Þessir sömu menn tala nú um spamað sýknt og heilagt en þeim dettur ekki í hug að skera niður hjá sér. Ég tel og ég hef ástæðu til að ætla að margir séu mér sammála, að yfirbyggingin í okkar litla þjóð- félagi sé allt, allt of stór og mikil um sig. Ég tek heilshugar undir með þeim sem lagt hafa til að þingmönn- um verði fækkað um helming og ráðherrum einnig - það eitt væri til mikilla bóta. En það mætti víðar skera niður. Til dæmis mætti fækka starfsfólki í ráðuneytunum um helm- ing án þess að það kæmi að sök. Það eru allt of margir sem lifa á einhveiju stússi kringum ekki neitt. Síðustu samningar eru kenndir við tölustafinn núll. Þó það virðist þverstæðukennt virðist sem þessir núll-samningar geti tryggt láglauna- fólki betri kjör en ef gamla verð- bólguleiðin hefði verið farin. Nú er þar spurningin hvort okkar fjöl- mörgu þingmenn og ráðherrar geti haldið þannig á málum að verðlagið fari ekki úr böndunum en hugsi ekki um það eitt að krækja sér í fína bíla á kostnað almennings. Það er nefnilega láglaunafólkið sem axl- ar byrðina eins og oft áður í þessu þjóðfélagi - það hefur tekið á sig kjaraskerðingu svo unnt verði að hefta verðbólguna, og takist það er það láglaunafólkinu að þakka en ekki stjórnmálamönnunum. Verkamaður Gefum smá- fuglunum Kæri Velvakandi. Mig langar að biðja fóllk að gefa smáfuglunum. Þeir hafa lítið að tína núna í kuldanum. Gefum þeim á opnum svæðum, það kemur það að bestum notum þar eð fleiri njóta þess. Og þið sem eigið ketti, hafið bjöllu á þeim. Ég vil líka beina þeirri ósk til útvarpsstöðvanna að þær minni fólk á að gefa fuglunum. Þeir þurfa að fá mat á hveijum degi. Því fleiri sem gefa þeim, því meiri von að þeir lifí af snjó og kulda. Dýravinur Austurbæ- ing’ana aftur Til Velvakanda. Ég er orðinn hundleiður á því hve skiptin á erlendu framhalds- þáttunum, sem ríkissjónvarpið færir okkur, gerast tíð. Þeir eru naumast fyrr komnir á skjáinn en þeir eru látnir víkja fyrir þeim næsta. For- ráðamönnum stofnunarinnar gleymist augljóslega — nema þeir hafí þá aldrei áttað sig á því, að svona færibandavinnubrögð hæfa ekki nær öllum framhaldsþáttum og líklega einmitt síst hinum betri. Ég nefni til Austurbæingana, ein- hvem vinsælasta og lífseigasta enska myndaflokkinn í gervallri sjónvarpssögunni. Að skammta mönnum sjö til átta kafla í senn af sögu af þessari gerð og skrúfa þar með fyrir er nánast verra en ekkert. Fjölbreytnin er góð og blessuð en hún getur líka gengið út í öfg- ar. Og „endurnýjunin" sem stefnt er að með hinum sífelldu þáttaskipt- um leiðir enda tíðum tii þess eins að þetta efni er ekki einungis langt- um of snubbótt heldur hefur það eiginlega hvorki upphaf né endir. I minni sveit hér hinum megin á landinu hef ég oftar en einu sinni heyrt á mönnum að þeir væru óánægðir með þessi vinnubrögð og teldu þau síst til bóta. Ég er ekki að biðja um endalausa endileysu á borð við Dallas. En mér mundi finnast þið menn af meiri þarna syðra ef þið gerðuð nú yfirbót og sýnduð það í verki með því að end- urreisa til dæmis hina ágætu Aust- urbæinga sem fyrr eru nefndir. Já, og ætluðuð þeim í þetta skiptið lengri lífdaga en fáeinar vikur. H.S.G. HÖGNI HREKKVÍSI ,,Æ,Æ' ÉG GLEV/HÞI KATTA/MATMUA1.' " Víkverji skrifar að kom Víkveija mjög á óvart þegar hann uppgötvaði, að táknmái það sem heyrnarlausir nota er bundið við þjóðir, alveg eins og önnur „tungumál". Þannig er til enskt táknmál og annað íslenskt og skilur Íslendingurinn ekki það enska, nema læra það einnig. Víkveiji stóð í þeirri mein- ingu að táknmálið væri alþjóðlegt og heyrnarlausir gætu skilið hver annan án vandkvæða hvar sem er í veröldinni. Á þessu sést vel hversu menning þjóðanna er stór hluti tungumálsins. Ekkert tungumál er alþjóðlegt og allar tilraunir til að búa til slíkt mál hafa sennilega mistekist af ofangreindum ástæð- um. Þetta á einnig við um táknmál líkamans, sem við notum ásamt tungumálinu til að tjá okkur og gefa máli okkar aukna dýpt. Tákn- mál h'kamans er mismunandi eftir menningarsvæðum og stundum svo afgerandi að ákveðnar hreyfingar sem í einu landi eru taldar jákvæð- ar eða hlutlausar er annars staðar litið á sem grófa móðgun. Þetta kannast þeirt.d. við sem hafa reynt að ná athygli þjónustufólks með því að smella fingrum. í mörgum löndum telja þjónar slíkt jafnast á við að láta kalla sig hund og bregð- ast því oft illilega við. Ágætt dæmi um mismunandi merkingu tákn- máls líkamans eftir stað og stund er hringtáknið sem gert er með því að tengja vísifingur og þumalfing- ur. f Bretlandi hefur þetta tákn aðeins eina merkingu: allt í lagi. Annars staðar, t.d. í Frakklandi, gæti það þó allt eins þýtt algjört núll! Margir muna sjálfsagt eftir Framboðsflokknum íslenska, sem notaði þetta tákn í kosningabaráttu sinni. I Japan gæti táknið einnig þýtt peningar! Það er nokkuð aug- ljóst að misskilningur getur auð- veldlega orðið séu menn sér ekki meðvitandi um mismunandi merk- ingu táknmáls líkamans .eftir menningarsvæðum og löndum. Að liðinni einni frostnótt nýlega gaf rafgeymir sig í bíl Víkveija. Eftir að hafa fengið straum hjá nágranna sínum 6k hann að næstu bensínstöð til að kaupa nýjan geymi. Jú, hann gat fengið geyminn, en hann yrði sjálf- ur að setja hann í. Víkveiji er lítill bifvélavirki og því sætti hann sig ekki við þessi svör, heldur afþakk- aði geyminn og hélt á vit annars olíufélags. Þar mætti honum gjör- ólíkt viðhorf. Að fyrra bragði var boðist til að setja geyminn í. Við- mót starfsmanna þessarar bensín- stöðvar og glaðvær þjónustulund bjargaði deginum og Víkveiji galt verð geymisins með glöðu geði. Þetta sannaði fyrir Víkverja, að þjónusta verður metin til fjár. Þó svo rafgeymirinn á fyrri bensín- stöðinni hefði getað verið ódýrari, þá hefði sá verðmunur mátt vera þó nokkur til að Víkveiji hefði frek- ar valið að skipta við fyrirtæki fýlu- pokanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.