Morgunblaðið - 11.04.1990, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1990
4r
KORFUKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNI U-18
FELAGSMAL
Sigur gegn Belgum
Sigurkarfa Nökkva tveimursekúndum fyrir leikslok
ÍSLENSKA landsliðið í körfu-
knattleik skipað piltum 18 ára
og yngri kom á óvart í fyrsta
leik í gærkvöldi og lagði Belga
að velli, 90:89, í Evrópukeppn-
inni, sem fram fer á Mallorka
á Spáni.
uðu ekki eftir það.
Jafnræði var með liðunum til að
byija með og mátti sjá tölur eins
og 13:13 og 24:24. Þá kom góður
kafli hjá íslensku strákunum. Þeir
voru 50:37 yfir í hálfleik og mest
munaði 14 stigum, 59:45, en eftir
það komust Belgar yfir 69:68 og
79:73.
í liði Belga eru þrír leikmenn
meira en tveir metrar að hæð og
meðalhæðin er 1,98 m eða 10 sm
hærri en hjá íslendingunum. Þeir
höfðu gert sér vonir um að komast
áfram í keppninni, en tapið setur
strik í reikninginn. Spánverjar eru
almennt taldir sterkastir í riðlinum,
en þeir unnu Portúgali 96:55 í
gærkvöldi, og Frakkar hafa einnig
góðu liði á að skipa.
íslenska liðið barðist vel og Óskar
Kristjánsson fyrirliði stjórnaði vörn-
inni með sóma, en stigahæstir voru
Jón Arnar Jónsson 28, Nökkvi Jóns^—.
son 17, Hjörtur Harðarson 12, Birg-
ir Guðfinnsson 7 og Aðalsteinn Jó-
hannsson 7 stig. Liðið leikur gegn
Spánveijum í kvöld.
Nökkvi Már Jónsson skoraði
sigurkörfuna, þegar aðeins
fjórar sekúndur voru til leiksloka,
en hann skoraði alls 17 stig. Þegar
tvær mínútur vom eftir höfðu’Belg-
ar sex stiga forystu, 89:83, en skor-
ÍÞRftmR
FOLX
Morgunblaðið/Einar Falur
Nökkvi Már iónsson skorar fyrir ÍBK gegn Val í vetur. Hann skoraði sig-
urkörfu íslands gegn Belgíu í gærkvöldi.
ÚRSLIT
Íshokkí
NHL-DEILDIN
Úrslitakeppnin um Stanley bikarinn í
Bandaríkjunum og Kanada. Úrslit í fyrri-
nótt:
PATRICK-DEILD
NY Islanders - NY Rangers.4:3 (e. framl.)
(Rangers með 2-1 forystu)
New Jersey Devils - Washingt. Capitals ..2:1
(Devils með 2-1 íorystu)
ADAMS-DEILD
Hartford Whalers - Boston Bruins.5:3
(Whalers með 2-1 forystu)
Canadiens - Buffalo Sabres.2:1 (e. framl.)
(Montreal Canadiens með 2-1 forystu)
Körfuknattleikur
NBA-DEILDIN
Leikir í fyrrinótt:
Sacramento - Seattle........106:105
Phoenix Suns - Utah Jazz....119:115
LA Lakers - Dallas Mavericks.113:106
Knattspyrna
ENGLAND - 2. DEILD
Barnsley - Sunderland............1:0
Hull - Blackbum.................2:0
Ipswich - Portsmouth............0:1
Plymouth - Leeds................1:1
Sheffield United - Watford......4:1
Stoke-Oxford.....................1:2
Swindon - Brighton..............1:2
Wolves - Leicester..............5:0
Frestað: Bradford - Oldham
3. DEILD
Bristol City - Crewe............4:1
Bury - Blackpooi................2:0
Cardiff - Birmingham............0:1
Fulham - Brentford............ 1:0
Huddersfield - Bristol Rovers...1:1
■ KARL-HEINZ Riedle leikur
sennilega með ítalska liðinu Lazio
á næsta keppnistímabili. Gert er ráð
fyrir að Werder Bremen og Lazio
komist að samkomulagi um kaup-
verðið, 8,8 milljónir dollara, í dag.
Enginn leikmaður frá Þýskalandi
hefur verið seldur fyrir svo háa
uphæð.
■ DON Mattingly, hornabolta-
maður á 1. horni hjá New York
Yankees þarf varla að óttast að
eiga ekki fyrir salti í grautinn næstu
fimm árin. Hann var að Ijúka
þriggja ára samningi, sem tryggði
honum 6,7 millj. dollara og neitaði
að byija nýtt keppnistímabil, nema
nýr samningur yrði gerður. Frá
honum var gengið um helgina —
launagreiðslur til kappans næstu
fimm árin verða 19 milljónir dollara
eða 3,8 millj. dollara að meðaltali
á ári, sem jafngildir um 230 millj.
kr. árlega. Hann er þar með orðinn
hæst launaðasti hornaboltamaður-
inn í sögunni.
■ OLAF Thon, sem hefur verið
frá í sex mánuði vegna meiðsla, lék
með Bayern Munchen um helgina,
stóð sig mjög vel og í framhaldi
af leiknum var hann valinn í vest-
ur-þýska landsliðshópinn.
Innanhússmót
í Haf narf irði
Páskamót Eimskips í innanhúss-
knattspyrnu hefst í nýja íþróttahús-
inu í Kaplakrika í Hafnarfirði í
dag, 11. apríl, heldur áfram á morg-
un og Iýkur á Iaugardag. íþrótta-
húsið er það stærsta á landinu og
verður keppt á tveimur völlum
samtímis í yngstu flokkunum. Leik-
ið verður á stórum velli (40x40 m)
í eldri flokkum. Mótið er haldið fyr-
ir 7.-2. fl karla og 2. og 3. fl.
kvenna.
Borðtennisblót
Vorblót borðtennisfélaga verður
haldið á efstu hæð í Sport-
klúbbnum, Borgartúni, í kvöld.
Blótið hefst kl. 20:30.
KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ
„Platini og
félagargeta
sofið rólegir
- sagði France Footballeftir
leik íslands og Luxemborgar
U
„MICHEL Platini og félagar
geta sofið rólegir. Fyrsti leik-
ur þeirra í undankeppni Evr-
ópukeppninnar, í september
í Reykjavík, verður ekki
vandamál fyrir þá, ef dæma
má eftir f rammistöðu
íslenska landsliðsins í leikn-
um gegn Luxemborg í Esch
miðvikudaginn 28. marz,“
segir Pilo Fonck, fréttaritari
franska knattspyrnutímarits-
ins France Football, í blaði
sínu eftir leikinn.
Blaðið segir að þrátt fyrir að
sjö leikmenn hafi komið frá
liðum „í Englandi, Sviss, Tyrk-
landi, Noregi og Svíþjóð" hafi ís-
lendingar mátt „þakka fyrir að
sigra 2:1. í lið Luxemborg vant-
aði þá Langers, Hellers og Saib-
ene en það hefði átt skilið að ná
jafntefli. Leikurinn var ekki „vin-
áttulandsleikur" í orðsins fyllstu
merkingu því íslendingarnir
sýndu grófan leik. Barátta þeirra
er að vísu aðdáunarverð en allan
tímann veltu áhorfendur fyrir sér
hvernig þetta lið náði 6 stigum
gegn Sovétríkjunum, Austurríki
og Tyrklandi i undankeppni HM.
Það er öruggt að ef þeir fá á
móti sér lið sem kann að láta
boltann ganga eiga íslendingar
ekki nokkra möguleika. Platini og
félögum verður örugglega ekki
fótaskortur á móti íslendingum.“
Svo mörg voru þau orð. Minna
má á að í undankeppni síðustu
Evrópukeppni voru íslendingar og
Frakkar saman í riðli. Markalaust
jafntefli varð í Reykjavík og
heimamenn sigruðu 2:0 í París.
Brynjar Kvaran ver frá Óskari Ármannssyni, FH-ingi. Þeir verða í eldlínunni
í Kaplakrika í kvöld.
Meistaraslagur
íKaplakríka
BIKARMEISTARAR Stjörnunn-
ar drógust gegn verðandi ís-
landsmeisturum FH íátta liða
úrslitum bikarkeppni HSÍ og
leika liðin í nýja íþróttahúsinu
i Kaplakrika í kvöld. Þessi lið
léku einmitttil úrslita íkeppn-
inni ífyrra og þá sigraði Stjarn-
an.
FH-ingar, sem tryggðu sér svo
gott sem íslandsmeistaratitil-
inn með sigri gegn Val í Kaplakrika
um helgina að viðstöddum rúmlega
2.000 áhorfendum, hafa sett stefn-
una á tvöfaldan sigur í ár, en þeir
fögnuðu síðast bikarmeistaratitli
árið 1977. Stjarnan hefur titil að
veija og að auki er eina raunhæfa
von liðsins um farseðil í Evrópu-
keppni í haust háð hagstæðum úr-
slitum í bikarnum.
„Þetta verður strembið, en við
gefum ekkert eftir,“ sagði Brynjar
Kvaran, markvörður Stjörnunnar
við Morgunblaðið í gærkvöldi.
„FH-ingar hafa ! verið geysilega
sterkir í vetur, en við verðum að
sjá hvernig leikurinn spilast. Við
erum ósáttir við leikina gegn FH í
vetur, úrslitin gefa ekki rétta mynd
af liðunum og það viljum við sanna.
í úrslitunum í fyrra voru okkar
stuðningsmenn í meirihluta. Þeir
áttu ekki síst þátt í sigrinum og
ég vona að þeir láti sjá sig á ný.“
FH-ingar unnu báða innbyrðis
leikina í deildinni í vetur, 28:26 í
Garðabæ og 29:17 í HafnarfirÓ5.'.'
„Þessi leikur verður mun erfiðari,"
sagði Héðinn Gilsson, ein helsta
skytta FH, um bikarleikinn. „Við
töpuðum bikarúi-slitaleiknum gegn
Stjörnunni í fyrra og reynum að
bæta fyrir það. Stjarnan hefur allt
að vinna, en einna erfiðast hjá okk-
ur verður að ná aftur upp einbeit-
ingunni eftir sigurinn gegn Val um
helgina."
I úalfiMlur Vals 1990
verður haldinn þriðjudaginn 17. apríl
kl. 20.00 á Hlíðarenda.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Bikarleikir
íkvöld
Leikir í átta liða úrslitum
karla og kvenna í bikarkeppni
HSÍ eiga að fara fram í kvöld.
Þeir eru:
Karlar:
Kaplakriki, FH-Stjarnankl. 20
Seltjn., Grótta b-ÍBV.kl. 20
Vestm., ÍBV b-Víkingur.kl. 20
Selfoss, Selfoss-Valur
..................kl. 20:30
Konur:
Garðabær, Stjarnan-FH kl. 18
Selfoss, Selfoss-Haukar.kl. 19
Höll, Víkingur-Fram..kl. 20
ÍBV-Þór Ak Þór gaf leikinn
HANDBOLTI / BIKARKEPPNI HSI
KNATTSPYRNA