Morgunblaðið - 11.04.1990, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 11.04.1990, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRIL 1990 21 ,,Fiskur úr firðinum" Skerið 500 g rauðsprettu- eða ýsuflök í stykki. Þeytið saman 1 egg og 2 msk mjólk. Blandið saman 8 msk brauðmylsnu, 1 tsk. salti og 'U tsk. pipar og veltið fiskstykkjunum upp úr blöndunni. Bræðið 200 g Flóru smjörlíki á pönnu og brúnið fiskinn á báðum hliðum, steikið áfram við minni hita í 3-4 mín. Berið fram með soðnum kartöflum og hrásalati. Verði ykkur að góðu! ígóðan mat! sm SMJÖRLÍKISGERÐ Akureyri Útgáfa vísindarit- gerða dr.Bjöms Sigurðssonar kynnt SÍÐASTLIÐINN laugardag kom út safn vísindaritgerða dr. Björns Sigurðssonar læknis, fyrsta forstöðumanns Tilraunastöðvar Há- skólans í meinafræði að Keldum. Af þvi tilefni buðu synir Björns, læknarnir Jóhannes og Sigurður Bjömssynir, til athafiiar í bóka- safhi Tiraunastöðvarinnar að Keldum þar sem útgáfan var kynnt. Viðstaddir athöfnina voru ekkja Bjöms, Una Jóhannesdóttir, og gamlir samstarfsmenn hans og vinir, auk annarra gesta. Ávörp fluttu Jóhannes og Sigurður Bjömssynir, en auk þeirra töluðu Páll Agnar Pálsson, fyrrverandi yfirdýralæknir og Sigmundur Guðbjarnason háskólarektor. Meginhluti vísindastarfa dr. Björns Sigurðssonar snerist um rannsóknir á veirusjúkdómum, en hann var einnig afkastamikill á sviði annarra smitsjúkdóma. Hann setti fram byltingarkenndar hug- myndir um sérstök afbrigði veiru- sýkinga, og kom fljótlega í ljós að tilgátur hans stóðust og stand- ast þær enn. Hafa kenningar hans skýrt mörg atriði í gangi þessara sýkinga, og meðal annars flýtt fyrir og auðveldað rannsóknir á alnæmi. Útgefendur vísindaritgerða dr. Bjöms Sigurðssonar era synir hans, Jóhannes og Sigurður, en Margrét Guðnadóttir prófessor rit- stýrði útgáfunni. Ritverkin í bók- inni eru 103 að tölu og er ritið 830 blaðsíður. Þorskeldi er raunhæfur möguleiki - segir Friðrik Sigurðsson, fram- kvæmdasljóri LFH „MÉR þykja viðbrögð þeirra Krisljáns Ragnarssonar og Jóns Ingvarssonar við þeim orðum minum, að forystumenn í sjávar- útvegi sýni lítinn áhuga frekara eldi sjávarfiska, vera full harka- leg og að miklum hluta til byggð á misskilningi. Ég var ekki að gagnrýna stuðning Fiskveiða- sjóðs og SH við Iaxeldi, heldur benda á lítinn áhuga á eldi sjáv- arfiska eins og þorsks,“ sagði Friðrik Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Landsambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva, í samtali við Morgunblaðið. Friðrik sagði, að sér þætti það einkennilegt að ekki væri meira um það talað hér, sem raunhæfan möguleika eins og í Noregi, að auka til dæmis þorskeldi meðal annars með hafbeit á stöðum eins og í Eyjafirði og ísafjarðardjúpi. Væri farið út 5 slíkt eldi, kæmi upp sú spurning hver ætti að eiga þann fisk, sem aflaðist þannig og hveijir ættu að leggja í kostnað við hafbeitina. Eðlilegast væri að útgerðin og vinnslan ættu þann fisk og legðu því fram fé til eldis- ins. „Mér þykir það hart, ætli menn sér að afskrifa alla möguleika á frekari þróun í eldi sjávarfiska vegna tímabundinna erfiðleika í laxeldinu. Magnús __ Gunnarsson, framkvæmdastjóri SÍF, hefur sagt að hann reikni með auknu eldi sjávarfiska er líður að aldamótum og ég fagna því að hann skuli vera þeirrar skoðunar, en um leið finnst mér aðrir hugsa lítið um þennan möguleika. Mér þykir líka miður, að þessir menn virðast hafa misskilið orð mín sem svo að ég væri að kvarta undan áhugaleysi Fiskveiðasjóðs eða SH. Báðir þess- ir aðilar hafa stuðlað að fiskeldi og samstarfið við SH í laxeldinu, einkum sölumálum, hefur verið mjög gott,“ sagði Friðrik Sigurðs- son. Þú svalar lestraiþörf dagsins ásídum Moggans!____________x f ,, Fiskur úr firðinum “ Notið FLORU smjörlíki og ljúfmetið verður enn ijúffengara! Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá athöfiiinni þar sem útgáfa vísindaritgerða dr. Björns Sigurðssonar var kynnt. Jóhannes Björnsson er í ræðustól. ARGUS/SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.