Morgunblaðið - 11.04.1990, Blaðsíða 38
MÖRGU'NBLÁÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. 'aPRÍL' 1090
38
Haraldur Jóns-
son — Minning
Fæddur 24. mars 1924
Dáinn 4. apríl 1990
„Tilvera okkar er undarlegt ferðalag.
Við erum gestir og hótel okkar er jörðin.
Einir fara og aðrir koma í dag,
því alltaf bætast nýir hópar í skörðin."
(Tómas Guðmundsson)
Haraldur Jónsson varð bráð-
kvaddur í gærkvöldi. Þannig var
fregnin, sem við starfsmenn Bú-
vörudeildar Sambandsins fengum
þegar við vorum að hefja vinnu
fimmtudaginn 5. apríl sl. Haraldur
hafði verið að vinna með okkur
daginn áður og við vissum ekki til
þess að hann hefði þá verið venju
fremur lasinn.
Þannig er 'dauðinn. Sá mikli
rukkari kemur stundum snögglega
og kallar vini okkar. Þá grípur sorg-
in hugann og við hvíslum út í tóm-
ið, spurninguna gömlu og sígildu.
Hvaðan komum við, hvert förum
við? En við eigum þó vonina, og
margir vissu, um endurfundi í eilifð-
inni.
Haraldur hafði átt við vanheilsu
að stríða síðustu árin, þó hann léti
sem minnst á því bera og væri jafn-
an giaður í viðmóti. Það var ekki í
eðli hans að bera vandamál sín á
torg.
Við sem þessar línur ritum höfum
ekki kunnugleika, til að rekja ætt
og uppruna Haralds Jónssonar,
enda er það ekki ætlunin. Okkur
langar aðeins til að þakka honum
vináttu og einstaklega gott sam-
starf á liðnum árum. Haraldur vann
hjá Búvörudeild Sambandsins næst-
um alla sína starfsævi. Lengi var
hann bílstjóri hjá fyrirtækinu og
annaðist þá akstur á vörum út í
verslanir. Síðustu árin þegar heilsan
fór að bila hætti hann akstrinum,
en hafði þá umsjón með flutningun-
um. Þá hafði hann bækistöð sína í
litlu herbergi inn af afgreiðslusaln-
um. Þangað þótti okkur samstarfs-
mönnum hans gott að koma, tylla
okkur niður um stund og eiga við
—hann samræður. Alltaf var hann
jafn ljúfur í viðmóti, sagði ekki
mjög margt, en hafði þann persónu-
leika að fólki leið vel í návist hans.
Störf sín öll leysti Haraldur af hinni
mestu samviskusemi og trú-
mennsku svo varla verður lengra
komist.
Kynslóðir koma og fara. Það er
gangur lífsins. Og það er líka sagt
að maður komi í manns stað. Það
er sjálfsagt rétt að vissu marki. En
það er þó jafn víst, að það skarð
Sem myndaðist í hugum okkar
starfsmanna Búvörudeildar við frá-
fall þessa hægláta öðlings er vand-
fyllt. Við eigum líka margar góðar
minningar frá samvistum við þenn-
an góða dreng. Þær eru okkur mik-
ils virði á göngunni fram veginn.
Honum Steina okkar, svo og öðr-
um vandamönnum, sendum við
dýpstu samúðarkveðjur.
Samstarfsfólk
Haraldur Jónsson hét hann, en
alltaf kallaður Halli. Mér finnst eins
og ég hafi alltaf þekkt hann þó
árin séu bara fjögur, fjögur ár á
sama vinnustað. Hann skilaði löng-
um vinnudegi sem var tugir ára af
samviskusemi og heiðarleika sem
kynslóð hans er svo lagið. Mig lang-
ar að þakka samfylgdina og góða
viðkynningu. Það var sannarlega
þakkarvert að starfa með manni
eins og Halla á stórum vinnustað
sem er manns annað heimili og
heimilisfólkið þar skapar andann
sem þar ríkir.
Það var sannarlega notalegt að
koma í vinnuna og vera heilsað hlý-
lega og vita að Halli væri alltaf á
sínum stað, væri alitaf til taks, og
léti aldrei standa upp á sig, honum
mátti alltaf treysta. Þessi hógværi
maður hafði einhvern veginn þau
áhrif að allt varð léttara þar sem
hann var. Mín kynslóð vinnur verk
sín ekki eins og Halli og hans kyn-
slóð. Ég lærði margt um lífsviðhorf
þessa fólks og sérlega viðhorf þess
til vinnunnar, með því að kynnast
Halla.
Ég lærði að þessu fólki eigum
við hin yngri svo ótal margt að
þakka og ég er viss um að við
værum ekki jafn rugluð í lífsgæða-
ríminu ef við tækjum þetta góða
fólk okkur meir tii fyrirmyndar.
Ég kveð góðan vin og votta fjöl-
skyldu hans samúð mína.
Asta Gunnarsdóttir
Mig langar að minnast mágs
míns elskulegs, Haraldar, örfáum
orðum. Lífshlaup hans var ef til
vill ekki margbrotið og leið hans
ekki vörðuð verkum sem um er
skrifað í annála. En hann ræktaði
vel sinn garð og skilur eftir sig fjár-
sjóð minninga í hugum okkar sem
hann þekktum og þótti vænt um
hann. Hann lést á heimili sínu að
kvöldi 4. apríl, 66 ára að aldri, stóð
meðan stætt var, en varð að lokum
að falla fýrir manninum með ljáinn,
eins og fyrir okkur öllum liggur.
Hann var fæddur og uppalinn í
Reykjavík, missti föður sinn ungur
en ólst upp hjá móður sinni ásamt
4 systkinum.
Hann varð starfsmaður Sam-
bandsins ungur og starfaði lengst
af sem bifreiðastjóri hjá Afurðasölu
SÍS á Kirkjusandi og hafði verið
fastráðinn starfsmaður þess í um
45 ár, vinsæll jafnt hjá yfirmönnum
sem samstarfsfólki. Eftirtektarvert
var hve auðvelt Halli, en svo var
hann jafnan kallaður, átti með að
umgangast jafnt sér eldri sem yngri
samstarfsmenn. Sem bifreiðastjóri
naut Halli sín vel, hann var ökumað-
ur góður og hafði gaman af að hitta
fólk um allan bæ og 'spjalla við
það, sló þá gjarnan á létta strengi,
en vol og víl var honum fjarlægt.
Hann var hæglátur í framgöngu
og hækkaði sjaldan róminn, en
kæmi það fyrir vissu samferðar-
menn að alvara bjó að baki. Hann
hætti akstri fyrir nokkrum árum
er hann veiktist af kransæðasjúk-
dómi og starfaði sem verkstjóri í
Afurðasölunni eftir það til dauða-
dags. Hygg ég þó að hann hafi
saknað bflstjórastarfans, því hann
kunni betur við að sjá um sitt en
segja öðrum fyrir verkum.
Hann var kvæntur Svanborgu
Sighvatsdóttur og var með þeim
einstaklega kært. Voru þau búin
að vera í farsælu hjónabandi í yfir
30 ár. Þau eignuðust tvö börn,
Auði Agnesi, sem starfar á barna-
heimili, og Þorstein Jón, nema í
kjötiðnaði. Auður er í sambúð með
Ingva Péturssyni, en unnusta Þor-
steins er Bjarney Þórarinsdóttir.
Auður á einn son, Harald, sem var
yndi og eftirlæti afa síns og er víst
að lítill afadrengur saknar nú vinar
í stað.
Nú að leiðarlokum þyrpast minn-
ingarnar fram í hugann, allt frá
sunnudagsbílferðum með ömmu,
Svönu og Halla austur á Þingvöll,
við amma í baksætinu, kyijandi fjöl-
skylduútgáfuna af „Bjössi á mjólk-
urbílnum", sem hjá okkur varð að
„Halli á Sambandsbílnum", til
kvöldrabbs í Þórufellinu yfir kaffi-
bolla um menn og málefni. Ég var
aðeins barn að aldri er Halli kvænt-
ist Svönu systur og í mörg ár
bjuggu ijölskyldurnar í sama húsi.
Því þekkti ég Halla mág á annan
hátt en vant er um mágafólk. Hann
lét sér alla tíð afar títt um mig og
síðar nutu synir mínir elsku og
umhyggju Halla á sama hátt. Allt
skal þetta þakkað nú, ferðirnar
mörgu jafnt og brosin og handtökin
hlýju.
Halli fylgdist vel með þjóðmálum
og hafði á þeim sínar skoðanir en
þótti ekki ástæða til að ota þeim
að öllum. Þó fór hann aldrei í laun-
kofa með það að „hjartað sló vinstra
megin“. Hann hafði yndi af bók-
lestri, ekki síst Ias hann mikið áður
en sjónvarpið gerðist helsti tíma-
þjófur landans og þá gjarnan ferða-
og spennubækur.
Það var sama hvað Halli var
beðinn um, væri það í hans valdi
að liðsinna, var það gert umyrða-
laust. Ekki síst var hann boðinn og
búinn að liðsinna okkur systkinun-
um. Margar ferðirnar fór Halli fyr-
ir okkur, ýmist á „Sambandsbíln-
um“ eða sínum eigin. Flutningar
innan fjölskyldunnar virðast nú nær
óhugsandi, fyrst Halla nýtur ekki
lengur við til aðstoðar. Með honum
er genginn góður drengur, dagfars-
prúður, spaugsamur á hæglátan
hátt, bóngóður og einstaklega bam-
góður. Hans er sárt saknað en það
er huggun harmi gegn að honum
hefur áreiðanlega verið vei fagnað
á nýjum dvalarstað og ef þar er
þörf á vélknúnum farartækjum, þá
er víst að Halli minn er þar á bak
við stýrið á glæsilegum farkosti og
stýrir þar af sama öryggi og jafn-
lyndi og hér í heimi. Útför Haraldar
fer fram í dag, miðvikudaginn 11.
apríl, kl. 15 frá Fríkirkjunni í
Reykjavík.
Blessuð sé minning hans.
SAN
Leikarar
mótmæla
niðurskurði
FÉLAG íslenzkra leikara hefur
sent Olafí Ragnari Grímssyni
fjárinálaráðherra eftirfarandi
ályktun:
„Aðalfundur Félags íslenzkra
leikara haldinn í Þjðleikhúskjallar-
anum 2. apríl 1990 harmar þau
mistök sem fjárveitingarvaldinu
hafa orðið á, með því að skerða fjár-
framlög til leiklistar í landinu.
Má undrum sæta að slík atlaga
að listum skuli gerð hjá þjðð sem
er það kappsmál að skipa sér á
bekk með menningarþjóðum. Er hér
um óheillaskref að ræða fyrir þjóð-
ina og henni engan veginn sæm-
m«n#( (Wi :hAn ,þa.Ida reisp
t
Móðir okkar,
MARGRÉT BJARNADÓTTIR,
Laufvangi 7,
Hafnarfirði,
lést í Borgarspítalanum 5. apríl. Jarðarförin fer fram frá Víðistaða-
kirkju þriðjudaginn 17. apríl kl. 13.30.
Dætur hinnar látnu.
Eiginmaður minn, t faðir okkar, tengdafaðir og afi, ANDRÉS KRISTJÁNSSON,
fyrrverandi ritstjóri,
Digranesvegi 107,
Kópavogi,
lést þann 9. apríl. Þorgerður Kolbeinsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓHANN D. BALDVINSSON,
áðurtil heimilis á Árbraut 17,
Blönduósi,
lést á Héraðshælinu á Blönduósi mánudaginn 9. apríl.
Gunda Jóhannsdóttir,
Paul Jóhannsson,
Sigmund Jóhannsson,
Anne Jóhannsdóttir,
Kristín Jóhannsdóttir,
Oddný Jóhannsdóttir,
Thorleif Jóhannsson,
Elín Ellertsdóttir,
Helga Ólafsdóttir,
Einar Evinsen,
Þorsteinn G. Húnfjörð,
Kolbrún Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
ÞORGERÐUR BOGADÓTTIR,
áðurtil heimilis
á Brávallagötu 16, Reykjavík,
andaðist þann 9. apríl í hjúkrunarheimilinu Skjóli.
Jarðsett verður þriðjudaginn 17. apríl kl. 15.00 frá Fossvogskapellu.
Sigrún Guðmundsdóttir,
Magnús Guðmundsson,
Kristján Ágústsson,
Guðríður Jónasdóttir.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir,
BERGMUNDUR GUÐLAUGSSON
fyrrverandi tollf ulltrúi,
Bogahlið 12,
lést 9. apríl.
Rannveig Jónsdóttir,
Guðlaugur Bergmundsson, María K. Jónsdóttir,
Jón Bergmundsson, Guðrún Þórunn Ingimundardóttir,
Hlöðver Bergmundsson, Jóhanna Óskarsdóttir,
Ingibjörg Bergmundsdóttir, Harald Alfreðsson,
Katrín Björk Bergmundsdóttir, Egill Grímsson,
Sigrún B. Bergmundsdóttir.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarð-
arför móður okkar,
ÖNNU MARGRÉTAR BJÖRNSDÓTTUR,
Skarðshlfð 31E,
Akureyri.
Björn Baldursson, Guðlaugur Baldursson,
Anna P. Baldursdóttir, Ingunn Baldursdóttir,
Agnes Baldursdóttir
og fjölskyldur.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
ÓSKAR S. ÓLAFSSON
bifvélavirki,
Fannborg 1,
Kópavogi,
er lést 28. mars, hefur verið jarðsettur í kyrrþey að eigin ósk.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls hans.
Lára L. Loftsdóttir,
Guðmunda Hjördfs, Sólveig Margrét,
Ólafur Kristján, Anna Edda,
Sigrún, GuðríðurÓsk,
og Kjartan Óskarsbörn,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
í dag frá kl. 12.00 á hádegi vegna jarðarfarar
EINARS ÞORGEIRSSONAR, rafverktaka.
Hárgreiðslustofan Carmen, Miðvangi 41, Hafnarfirði.